Alvöru alvarlegt vandamál

Kannski verður karpið hér heima hálfvegis hégómlegt og barnalegt þegar við hugsum til þess hvað er að gerast á Kóreuskaganum.

Þar hóta nú hálfsturlaðir menn stríði. Slíkt stríð gæti haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina og þá ekki síst okkur sem búum hér í norðurhöfum. 

Ástandið í Norður Kóreu sýnir okkur mikilvægi þess að standa vörð um lýðræði þrátt fyrir alla þess galla og allar þess vitleysur sem við höfum svo  sannarlega fengist að kynnast á Íslandi. 


mbl.is Hvetja til ábyrgðar og stillingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið til í því sem þú seigir. Enn þessi sjúklingur sem þarna stjórnar slær öllum öðrum við. Maðurinn hótar aftur og aftur að ráðast á S Kóreu,Japan og BNA með kjarnavopnum. Og hann tekur það skýrt framm líka aftur og aftur að hann muni sennilega gera slíkt að fyrrabragði!

Hvað á að gera? Bara chilla og láta sem ekkert sé? Mér persónulega finst núna að það væri í lagi að leggja allar hallir þessa mans í rúst ásamt því að ganga milli bols og höfuðs á flugher þeirra og eldflaugum sem og stórskotaliði þeirra þannig að það tæki mannin áratugi að byggja þetta upp aftur.

ólafur (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband