Niður með matarskattinn

Einfaldasta leiðin til að lækka matarverðið er að afnema matarskattinn. Þá lækkar öll matvara í verði og kaupmáttur eykst. Um leið aukum við atvinnu í landinu sem veitir ekki af.

Þetta hefði því meiri áhrif heldur en að krukka í tollum og aðflutningsgjöldum sem væri líka ávísun á meira atvinnuleysi, ekki síst á suðvesturhorninu þar sem mjög margir hafa atvinnu af kjötvinnslu og störfum á stórbúum svína og fuglabænda.  


mbl.is „Það varð allt vitlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tollar oð aðflutningsgjöld á matvæli eru semsé ekki matarskattur?

"Svína- og fuglabændur"! Fyrir ekki svo löngu síðan flokkaðist smjörlíkisgerð undir landbúnað og fékk tollmeðferð samkvæmt því.

Jón (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 15:55

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei,Jón Tollar og aðflutningsgjöld er ekki matarskattur.Það er nokkuð sama hvort ríkið fellur niður til að lækka verð en í hinu tilfellinu(tollalækkun) er verið að falla frá verðverndun íslenskra landbúnaðarafurða.Það má síðan deila um það en ég er á þeirri skoðun að verði að halda henni við svo ég er sammála Bjarna.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.3.2013 kl. 16:35

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - þessi landbúnaður á klakanum - spurning hvort við viljum og/getum haldið þessu svona gangandi. við erum bara 300þ hérna

Rafn Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 17:18

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Rafn, "já - þessi landbúnaður á klakanum - spurning hvort við viljum og/getum haldið þessu svona gangandi. við erum bara 300þ hérna" Við höfum nefnilega svo góða reynslu af því að setja verslanir í einokunaraðstöðu.

Brynjar Þór Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 17:45

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvar er það inní þessu Brynjar?

Rafn Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 18:16

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"enginn möguleiki á breytingum nema að ganga í esb eða annað stærra samfélag."  Eru þetta ekki þín orð?

Því spyr ég þig aftur;  "Við höfum nefnilega svo góða reynslu af því að setja verslanir í einokunaraðstöðu."

Brynjar Þór Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 18:21

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allar lækkanir á sköttum og álögum á neysluvöru hverfur eins og dögg fyrir sólu í álagningu verslunarinnar. Það er margreynt. Lækkun á virðisaukaskatti á matvæli hverf á þremur mánuðum síðast.

Það má leika sér að svona ónaníi með tölur, en meðan frjáls álagning er, þá hafa engar svona stýringar áhrif.

Allt tal um annað er lýðskrum, rétt eins og rakalaust lýðskrum Samtaka verlunarinnar í dag.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2013 kl. 19:12

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Smá ábendingar áður en þið haldið áfram að ræða ESB Rafn og Brynjar.Mjólkurinnflutningur er varla til í dæminu að mínu mati.Ekki nema þið viljið fá hana súra eða mjólkurduft.Held það sé svolítið kosnaðarsamt að flytja hana inn í kæli og hún er ekki alltaf fersk þannig.Sauðfjárframleiðsla? Einhver hefur bent á stutt sumur til heyframleiðslu.þau eru ekkert lengri sumrin hér í Noregi,Svíþjóð,Finnlandi eða Skotlandi.Kannski hlýrri en á Íslandi..En það hefur verið heyútflutningur héðan út t.d. til Færeyja.Flestar þjóðir umhverfis okkur eru með verndaðan landbúnað eins og við.Ef við höfum áhuga á að fella niður tolla og innflutningsgjöld þá getum við það.Það þarf ekki inngöngu í ESB til þess.En viljum við það.Held við séum þá að svindla á sjálfum okkur.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.3.2013 kl. 19:19

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er sammála Jóni S þarna. það er bara ein leið - meira frelsi fyrir okkur venjulega fólkið að kaup það sem við getum og viljum ÞAR sem við viljum

Rafn Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 19:22

10 identicon

Má ég gerast svo djarfur að leiðrétta misskilning: Virðisaukaskattur er veltuskattur en ekki matarskattur, þess vegna á hann að reiknast, sem ein prósentutala á alla vöru og þjónustu, t.d. 15  eða að hámarki 18%.  Afleysingar fjármálaráðherra var hissa á því hvað lítið skilaðii, sér af 7% vsk í

ferðaþjónustu, þar sem meirihluti innskatts var 25,5%. Það er tómt rugl að hafa fleira en eina prósentutölu.  Allt skattkerfið á að vera einfalt og gegnsætt og auðvelt úr vinnslu fyrir skattayfirvöld og skattgreiðendur.  Tollar eru svo allt annað mál, þ.e. pólitísk ákvörðun hverju sinni til að stýra t.d. neyslu.

Sæmundur Gunnarsson

Sæmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 19:59

11 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jósef, ég held að það sé ekki nokkur leið að flytja inn allan matinn, með evru færum við sömu leið og Grikkir en með eigin gjaldmiðil myndi gjaldeyririnn bara klárast.

Jón Steinar, Verslanir eru margar hverjar farnar að taka 50-70% af útsöluverðinu, ef Samtök verslunar og þjónustu er jafn annt um að lækka verð á matvöru ætti það ekki að vera mikið mál

Brynjar Þór Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 20:03

12 identicon

Af því við erum bara 300 þúsund og getum þess vegna ekkert gert, verslunin einhvers konar einokun og allt í tómu tjóni leyfi ég mér að stinga upp á að landsmenn leggist í bólið og kúri þar volandi þangað til þeir drepast allir sem einn.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 22:45

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kannski ekki alveg rétta hugarfarið Atli he he.Við getum nú huggað okkur við að hafa Bónus.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2013 kl. 07:40

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef á að taka af alla þessa skatta, tolla og influtningsgjöld, verður þá ekki að fella niður eitthvað af þessum bótum sem Ríkið greiðir, svo sem vaxtabætur og fæðingarorlofsbætur o.fl?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.3.2013 kl. 14:04

15 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Hér er fróðleg lesning ef menn hafa áhuga á að kynna sér málin.

http://bondi.is/pages/23/newsid/2138

http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5912

Högni Elfar Gylfason, 31.3.2013 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband