Páskar og 1. apríl

Þetta passar einhvernveginn alls ekki saman. Hátíð þar sem haldið er upp á kraftaverk og svo 1. apríl. Hvernig haldiði að það færi ef einhver risi nú upp frá dauðum á degi eins og í dag. Það tryði honum enginn. 

- Ho ho, þú varst ekkert krossfestur, bara að plata!!

Meira að segja kötturinn hér á bænum sem dansaði páskadans í garðinum í gærmorgun er hálfundarlegur í dag og konan mín læðist um ljúgandi, þóttist hafa séð pöddu í eldhúsinu, stól á hlaðinu, hund í búðinni og nú síðast týnt hægri mjöðminni og bað mig að leita. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Gæti hún ekki hafa týnt hægri mjöðminni þegar hún fór að hlaupa í dag með frískum flóamönnum?

Jósef Smári Ásmundsson, 1.4.2013 kl. 18:53

2 identicon

Þvílík yfirborðsmennska sem bókstafstrúarmenn og vantrúarmenn og aðrir trúleysingja ofstækismenn eru sekir um. Þessar tegundir manna eru hliðstæður en ekki andstæður, alveg eins og fótbolltabullur eru samskonar týpur og menn sem vilja láta banna fótbollta í sjónvarpinu og þurfa sífellt að þusa og fussa og sveija yfir "fjandans plebbarnir í bolltanum", og fólk sem yrðir ekki á þá sem eiga ekki fín listaverk og svo þeir sem tala illa um listamenn alla daga eru sama manntegund. Yfirborðsmennsku manntegundir. Fótbolltabullur og fótbolltahatarar eiga sameiginlegt að skilja ekki um hvað leikurinn snýst og kunna ekki að njóta hans. Reglur fótbolltans, sem byggja á samvinnu og liðsanda, eru andstæðar hegðun fótbolltabullna, sem og hatar fótbolltaáhugamanna. Listir eru ekkert til að snobba með og heldur ekkert til að hata. Þær snúast um að vera manneskja, hafa tilfinningar og tjá það. En listsnobbarar og listhatarar eru bæði frekar tilfinningalaust fólk sem kann hvortugt listir að meta, listsnobbarar líta bara á þær sem stöðutákn. Trúarofstækismenn og trúlausir ofstækismenn eiga sameiginlegt að skilja ekkert um hvað trúarbrögðin eru. Jesús tekur fram í Biblíunni "Ég tala í líkingum" Og saga hans er líking. Enginn semur hefur ekki "dáið", yfirgefið algjörlega fyrri siði og líf, getur átt von á lífi á hærra plani sem fylgir æðri og hærri gildum. Spyrjið hvaða alka sem er, hann þurfti fyrst að hætta alveg að drekka, deyja drikkju sinni, og síðan gat lífið orðið gott. Þú getur ekki bara smá hætt að drekka, þú þarft að "deyja" binda alveg enda á þetta líferni. Og sama gildir um líf plebbans og smámennisins sem skilur ekki einu sinni líkingar. Hann getur orðið alvöru manneskja ef hann er tilbúin að deyja plebbamennskunni, yfirborðsmennskunni og fávitaganginum sem er ástæða skorts hans til að geta lesið milli lína. Gleðilega upprisuhátíð.

Uppreisn = Upprisa (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 20:37

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Uppreisn,alveg sammála þér.En þú gleymdir kannski hinum hneikslunargjörnu í upptalningunni.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.4.2013 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband