Það eru kosningarnar sem gilda

- Er þetta ekki alveg svakalegt! Þið bara mælist ekki, sagði vinur minn sem ég hitti hér á gömlu Hlaða-hlöðunum í morgun.

- Nei, afhverju ættum við að gera það?

- Ja...

- Við erum rétt að byrja og það eru fáir ennþá sem tengja saman t.d. okkur Jón Bjarnason og hugtakið Regnboginn. Ég hef engar áhyggjur af því þó við mælumst ekki í könnunum. Við vorum ekkert að bjóða okkur fram vegna þeirra. Okkar kosning fer fram á kjördag, ekki fyrr og ekki síðar!

- En ef þið mælist ekki þá heldur fólk að það sé að tapa atkvæðinu sínu með því að kjósa ykkur!

- Jamm.

- Já, ef það næst enginn út á atkvæðið þá fellur það dautt.

- En þeir sem kusu um árið flokka sem notuðu völdin til að gefa vinum sínum eignir ríkisins. Hvað voru þeir að gera við sín atkvæði. Græddu nú allavega ekki á þeim. Eða við sem kusum VG í síðustu kosningum! Þetta er allt mjög afstætt. 

- Jú, kannski!

- Og hvað eiga ESB andstæðingar að kjósa í þessum kosningum. Hægri flokkarnir eru komnir í kíka í pakkann leik. Hinir flokkarnir líka. Við skulum bara sjá hvað gerist á kjördag og tökum öllu brosandi. 

Enda vor í lofti! 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni! Bandalag ykkar skipar mæta og góða menn með þér meðtöldum. Ég held hins vegar að engin eftirspurn sé eftir ykkar helsta barátturmáli í þessum kosningum, evrópumálum og því mun fylgið verða í samræmi við það. Málin í dag eru skuldamál heimilanna, heilbrigðismál og atvinnumál.

Þórður (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 13:06

2 identicon

Félagi Bjarni !

"Hægri flokkarnir komnir í " kíkja í pakkann" leik. "

Rangt.Þú veist mætavel að það er ljótt að skrökva !

Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins var skýr, kristaltær og einurð: HÆTTA viðræðum við ESB.Punktur.Basta.

Já, rétt, " tökum öllu brosandi" enda splunkuný skoðanakönnun frá í dag: Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig " !

Eða sem Rómverjar sögðu ( og margir kunna) " Vox populi vox Dei" - þ.e. " Rödd fólksins er rödd Guðs" !

Kalli Sveinsss (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 14:02

3 Smámynd: rhansen

Sjallar fá smá samúðarfylgi !..en Sannarlega eru Evrópumálin i brennidepli svo þess vegna er Regnboginn á rettri leið ...

rhansen, 15.4.2013 kl. 15:06

4 Smámynd: Elle_

Kalli, forystu Sjálfstæðisflokksins er ekki treystandi fyrir fullveldinu.  Þórður, málin eru sannarlega líka hið svokallaða Evrópumál, eða fullveldismál.  Fyrirætlun landsölumanna er alvarlegt mál.  Fullveldissinnar hljóta því að kjósa fullveldisflokk, Alþýðufylkinguna, Framsókn, Regnbogann. 

Elle_, 15.4.2013 kl. 17:01

5 identicon

Ljúfa Elle !

 " forystu Sjálfstæðisflokksins ekki treystandi fyrir fullveldinu".

 Bið um rökstuðning.

 Ella dæmast þessi skrif þín einfaldlega " barnalegt" RUGL !

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 20:05

6 Smámynd: Elle_

Kalli, ég nenni næstum ekki að svara þessum 'barnalega rugl'- tóni.  En forysta flokksins ætlaði, vegna þrýstings strax eftir Landsfundinn, ekki að virða vilja Landsfundarins um að draga fáráðið til baka og loka hinni svokölluðu 'Evrópu'stofu. 

Og þá meina ég bæði Bjarna Ben og Hönnu Birnu þegar þau fóru að draga í land, strax eftir Landsfundinn.  Ofan á vantraustið bætist svo ískalda matið í ICESAVE3.  Ekki einu sinni segja að þú vitir þetta ekki. 

Fullveldisflokkarnir eru 4, gleymdi 1 að ofan, fyrirgefið HG: Alþýðufylkingin, Framsókn, Hægri Grænir, Regnboginn.

Elle_, 15.4.2013 kl. 20:40

7 identicon

Gangi ykkur vel Bjarni!...

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband