Virkjum tæknikubbana - Framsóknarleg framtíðarsýn II

Allir sem þvælst hafa um Evrópu þekkja hversu miklir tæknikubbar Íslendingar eru í samanburði við þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Um margt nútímavæddari í neti, símum, bílum og atvinnuvegum yfirleitt en nokkur önnur þjóð. Og vissulega hefur tæknidýrkunin bæði kosti og galla.

Þá kosti að við erum fljót að tileinka okkur nýjungar. Þá galla að við erum á köflum bruðlsöm og siglum hratt. Ávinningurinn af tæknihyggjunni vegur eyðsluna þó yfirleitt upp eins og sannast á hagkerfi okkar og hagvexti langt umfram nágrannaþjóðir okkar.

Hlutverk okkar í framtíðinni er að nýta tæknidellu Íslendinga til góðs. Hún gefur fjölmarga möguleika ef rétt er á málum haldið.

Hagvöxtur, framþróun og nýjungar byggja á því að virkja þær auðlindir sem eru í landinu. Hluti þessara auðlinda eru kraftur jökulfalla, hiti hvera og gróska lands og sjávar. Hluti þeirra auðlinda sem við eigum eru mannauður. Því fer fjarri að Íslendingar séu betur gefnir en aðrar þjóðir. Sumt í fari þeirra bendir til að þá skorti margt á í þeirri skynsemi og varfærni sem er ríkjandi meðal Evrópuþjóða og það kann að vera afleiðing af mjög örri breytingu frá örbirgð til allsnægta. En þegar kemur að því tileinka sér nýjar aðstæður, nýjungar í tækni og breytingar á markaði eru Íslendingar fremstir meðal jafningja.

En því er ég að tala um þetta? Segja það sem allir vita og skiptir svosem engu máli. Ekki frekar en kolmórautt jökulfallið sem rennur með dynkjum til sjávar og allir vita að er kraftmikið.

Það þurfti samt Einar Ben. til að tala um það sjálfgefna að í jökulfallinu væri kraftur og möguleiki. Áratugum síðar gerðum við þennan kraft að auðæfum til að klæða og mennta börn þessa lands. Á sama hátt eigum við að gera okkur grein fyrir sérkennum okkar sjálfra og möguleikum okkar út frá þeim. Fyrst er að tala um sérkennin og svo koma möguleikarnir.

Hinir framsóknarlegu tæknikubbar Íslands eru kannski okkar stærsta auðlind. Hver veit?

(Birt í Blaðinu sl. mánudag)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni mer fynnst gaman að lesa það sem þu skrifar og skemmtiegt/En eg vil hafa hafa i i örðum flokki/Sástu þennan brandara með Klosetpappirin þar má kaupa auglyinsgar!!!!'Kveðja Halli Gamli XD

Haraldur Haraldsson, 22.2.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BÓKVITIÐ VERÐUR Í ASKANA LÁTIÐ!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:11

3 Smámynd: Björn Emil Traustason

Þú ert bar frábær Bjarni og skrifar bara vel og á mannamáli

Björn Emil Traustason, 22.2.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband