Frá foreldrarölti og 19. aldar cappuchino

Var í foreldrarölti á laugardagskvöldinu. Afar mikilvćgt og ekki ţungbćr kvöđ ţví ég held ađ ţađ séu alls tvö kvöld fyrir hvern ungling. Ţetta gerir fjölmenniđ hér á Selfossi. Ţó svo ađ okkur ţyki allt í allrabesta lagi međ unglingana er mikilvćgt ađ sofna ekki á verđinum. Hlutirnir eru í lagi af ţví ađ ţađ er unniđ fyrir ţví en ef viđ sofnum á verđinum getur hallađ á. Ţađ á viđ um unglingauppeldiđ eins og allt annađ gott.

Viđ skálmuđum ţví í frostnepjunni ţrjú, ég og hjónin Hjalti og Hildur frá Gufuhlíđ. Afar skemmtilegt ţó ţađ hefđi mátt vera hlýrra. Sáum ekki neina unglinga sem til okkar heyrđu en utan viđ pakkhúsiđ voru pćjur og töffarar á fjölbrautaskólaaldri.

Annars hef ég átt róllega helgi og notiđ ţess ađ sitja yfir ćvisögu Eldeyjar Hjalta sem ég eignađist um daginn austur á Höfn. Mögnuđ lesning. Hjalti segir ţar m.a. frá kaffidrykkju austur í Mýrdal fyrir hartnćr hálfri annarri öld. Húsfreyjan í Kerlingardal, annálađur skapvargur og sóđi, skammtađi ţar kaffi međ ţeim hćtti ađ hún hellti fyrst kaffi í bolla allra og tók svo rjómaskál, stakk í rjómann hornspćni (skeiđ á nútíma íslensku) og skammtađi einni skeiđ á hvern bolla en í stađ ţess ađ demba úr skeiđinni í bollann nostrađi hún viđ međ ţví ađ stinga rjómaskeiđinni upp í sig og spýtti svo ofan í kaffiđ. Söguhetjan, Eldeyjar Hjalti var lítiđ hrifinn af ţessari trakteringu og ég lái honum ţađ svosem ekki. En velti ţví samt fyrir mér hvort kerlingin hafi ekki međ ţessu veriđ ađ ná fram svipuđum áhrifum og viđ gerum međ ţví ađ flóa kaffimjólkina í dag,- ţ.e. ađ ţetta hafi veriđ nokkurskonar cappuchino 19. aldar manna sem ţarna er lýst. Međ spýtingunni hefur rjóminn náđ ađ blandast kaffinu međ líkum hćtti og ná má međ gufuspýtingu nútíma kaffivéla.

Ég hef ámálgađ ţessa vinnuađferđ viđ kaffidömurnar mínar á bókakaffinu en fengiđ fremur drćmar undirtektir. bara íhaldssemi!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćll Bjarni.

Já foreldraröltiđ og gott fyrirbćri og nauđsynlegt sannarlega, gaman ađ sunnlenskum frásögnum og ţessi međ kaffiđ er ein af mörgum.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 26.2.2007 kl. 01:19

2 identicon

Sammála, sammála, sammála, meeen yeah

http://blog.central.is/burtmedframsokn

Feliximo (IP-tala skráđ) 26.2.2007 kl. 01:21

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ţađ ađ foreldrar og börn virđi útivistatíma er mjög mikilvćgt, fór líka stundum í svona foreldraröld, mjög skemmtilegt.  Viđ vorum farin ađ fá börn úr öđrum hverfum til okkar, en ţađ stoppađi starx og röltiđ fór af stađ.  Ég las líka sögu Eldeyjar Hjalta á sínum tíma, sunnlendingar eru magnađir karektar. ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.2.2007 kl. 04:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband