Björn Bjarndal og ég...

Björn Bjarndal Jónsson hefur sagt sig úr nokkrum nefndum og ráðum á vegum Framsóknarflokksins að eigin sögn af persónulegum ástæðum. Í dag lenti ég á tali við mann sem hélt að hann hefði gert þetta af því að enginn studdi hann í prófkjörinu. Ég held því miður að þetta sé næsta almenn skoðun en hún byggir á mjög alvarlegum rangfærslum.img_2286_std

Björn Bjarndal náði vitaskuld ekki því sæti sem hann sóttist eftir. En hann fékk mjög mikinn stuðning og var sá sem fékk NÆSTFLEST ATKVÆÐI Í ANNAÐ SÆTI. Ég var sá eini sem fékk fleiri atkvæði en hann í þetta tiltekna sæti. Og Björn var líka í hópi þeirra sex efstu þegar litið er á heildaratkvæðafjölda. Hann var með yfir 1800 atkvæði. Atkvæðadreifingin réði því aftur á móti að þessi 1825 atkvæði sem hann fékk nýttust illa. Þannig eru prófkjör.

Björn er mikill vinur minn, var það fyrir prófkjör, var það meðan á baráttunni stóð og er það nú enda var hann fyrstur manna til að óska mér til hamingju með sigur minn. Það fer því ósegjanlega í taugarnar á mér þegar fólk sem ekki þekkir til leyfir sér að steypa stömpum og tala drýgindalega um það að Björn hafi ekki átt neitt fylgi. Ég stenst það ekki lengur að svara þessu. Það er eftirsjá að Birni úr þeim störfum sem hann hefur ákveðið að segja sig frá en ekkert við því að segja. Hann er áfram ötull félagsmálamaður sem formaður UMFÍ og ég veit að þar stendur hann sig öðrum betur. 

Myndin hér að ofan er af okkur sveitungunum á Kjördæmisþingi Framsóknar í haust er leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

http://hva.blog.is/blog/hva/entry/155289/ Hverju ætlar þú að lofa okkur varðandi sjávarútveginn ......? Er eitthvað uppí erminni eða eru leikreglurnar í góðu lagi.......?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.3.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Josiha

Björn er fínn kall  

Josiha, 23.3.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið eruð báðir góðir menn. Fór í bókabúðina þína í dag og vonaðist til að sjá þig, heimskulegt af mér, auðvitað hefurðu miklu meira en nóg að gera fram að kosningum en bókabúðin þín er mjög góð, mæli með henni fyrir höfuðborgarbúa sem eiga leið um Selfoss á næstunni

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 01:26

4 Smámynd: Svanur Guðmundsson

Er draugagreinin sem er í Blaðinu ekki hér? Frábær grein.

Svanur Guðmundsson, 24.3.2007 kl. 12:21

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Af hverju ertu Framsóknarmaður ?

Þú ert sá eini þeirra sem getur komið fyrir þig orði .

Halldór Sigurðsson, 24.3.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband