Talibanar á öllum tímum...

Vagg og velta heitir frábær sýning sem opnuð var í Poppminjasafninu í Reykjanesbæ í gær. Fjallar um samnefnda plötu og bernskuár rokksins á Íslandi. Fórum þangað frambjóðendurnir, ég og Helga Sigrún. Rúnar Júl. hélt uppi óborganlegri stemmningu með aðstoð margra mætra manna þó eiginlega hafi Dagbjartur fiskverkandi úr Grindavík stolið senunni með eftirminnilegum og skemmtilegum hætti. Semsagt, til hamingju Suðurnesjamenn.

Þær Sigrún Ásta forstöðumaður safna hjá bænum og Björk forseti bæjarstjórnar opnuðu sýninguna en sú fyrrnefnda rakti í fróðlegu erindi um viðbrögð samfélagsins við rokkinu fyrir hálfri öld síðan. Þá tíðkaðist að háttsettir menningarvitar útvarpsins brutu hneikslanlegar hljómplötur í beinni útsetningu og útvarpsstjóri setti þær á bannlista. Í sumum tilvikum verkaði þetta einmitt á þann hátt að sömu skífur runnu út í verslunum. Sigrún Ásta minnti á að þetta hefði verið gert hjá þjóð sem var að mæta nýjum og torkennilegum tímum eftir margra alda kyrrstöðu bændasamfélags.

Ég er samt ekki viss um að við getum skýrt þessi viðbrögð menningarforkólfa stríðsáranna með slíkum sögulegum tilvísunum. Mér er nær að halda að ofstæki, fordómar og þröngsýni einkenni öll samfélög að einhverju marki og rísi alltaf upp öðru hvoru.

Ofstæki samtímans kemur ekki frá íhaldssamri hægri átt eins og það gerði á stríðsárunum heldur innan úr einhverri holtaþoku yfirkeyrðra sjónvarpsbarna sem stöðugt þurfa að kasta steinum í átt að hinum bersyndugu. Best að þeir séu nógu langt í tíma og rúmi. Áliðnaðurinn, tóbaksmanínan, Breiðuvíkursápan, strípistelpurnar á Sögu, tekjuskerðingaumræða bótaþega, heilsufars- og offitufóbíurnar og svo framvegis og svo framvegis. Allt angi af samsskonar forheimskan, blindni og ofstæki að það fer jafnvel að virðast heilbrigt að brjóta hljómplötur í beinni útsetningu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mikið sammála um blessuð sjónvarpsbörnin. Súpandi hveljur og standandi á öndinni, reyna þau að gera úlfalda úr hverri smæstu flugu sem verður á vegi þeirra.

Helga R. Einarsdóttir, 1.4.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Svanur Guðmundsson

Svo eru það talibanar. Ákveðin umræðupólitík sem tekur ekki afstöðu en kjaftar allt í hel. Tala í bana.

Svanur Guðmundsson, 1.4.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bjarni minn. Nú hvet ég þig til þess að fara að fókusa á pólítíkina
og lumbra á pólitískum andstæðinugum núverandi ríkisstjórnar.
Styttist óðum í kosningar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2007 kl. 00:21

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Var Dagbjartur þarna hann er stemmingsmaður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2007 kl. 01:44

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góð ádrepa hjá þér í restina Bjarni, mikill sannleikur í þessu....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2007 kl. 13:19

6 identicon

Aldrei þessu vant er ég óákveðinn í pólitík fyrir þessar kosningar - kastaða þeirri trú sem ég haft í áratugi vegna tæknilegra mistaka fyrr í vetur.  Þessi síðasta málsgrein þín um ofstæki samtímans gæti hæglega orðið til þess að ég gerist Framsóknarmaður....svei mér þá.

Ólafur H. Guðgeirsson

Ólafur H. Guðgeirsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 14:05

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er flott:: einhverri holtaþoku yfirkeyrðra sjónvarpsbarna sem stöðugt þurfa að kasta steinum í átt að hinum bersyndugu.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 21:13

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi málsgrein er nú kannski ekki alveg svo góð Ólafur....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband