Út um nefið...

 

...veistu að eyrað og nefið eru tengd í hausnum á þér og að það sem þú heyrir fer inn um eyrað en út um nefið..”

 nose

Ofanskráð spakmæli fann ég eins og svo margt annað fyndið hér í bloggheimum. Nánar tiltekið á bloggsíðu Axels Birgissonar bloggvinar míns. Þetta skýrir raunar giska margt fyrir mér því í mínu móðurkyni hefur lengi tíðkast að þegar fólk heyrir eitthvað mjög vitlaust,- ég er sjálfur farinn að gera þetta að kæk,- já semsagt einhverja dómadagsvitleysu sem ekki er svaraverð þá loka menn munninum, herpa sig svolítið saman í fésinu og blása út um nefið.

Ég hef aldrei fyrr en núna vitað almennilega afhverju...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og segir maður þá,,, þetta er nú ljóti nefsöfnuðurinn.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Josiha

Hahahaha

Josiha, 2.4.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sá upp á töflu í Grunnskóla Reyðarfjarðar þetta:

Guð skapaði manninn með tvö eyru og einn munn. Hann vill að við hlustum meira en við  tölum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 22:24

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Að hugsa sér hvað það væri gaman að sjá manneskju með tvo munna en einungis eitt eyra  Það væri allavega tilbreyting. En maður ætti eflaust erfitt með að ná því hvað hann væri að segja.

Brynja Hjaltadóttir, 2.4.2007 kl. 23:51

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að hlusta meira en maður talar er góð speki. Hafðu gott fyrir þessa ábendingu Gunnar Th.

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2007 kl. 00:12

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já eg varð aðsegja að þetta er góð speki,i kosnigarbaráttu/ kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 3.4.2007 kl. 00:42

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja, Bjarni minn, þarna hittirðu þá naglann á höfuðið, hef alltaf undrast á þessari þörf minni fyrir að blása hraustlega úr nös þegar ég heyri einhverja bölvaða vitleysu, eins og t.d. þegar menn tala um að stjórnin falli í næstu kosningum.    erum við ekki bara vinir?

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 01:32

8 Smámynd: GK

En ef maður hlustar og hlustar og heldur fyrir nefið? Hvað gerist þá?

GK, 3.4.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband