Harðsnúið lið og huglitlir vinstri menn!

það er sannarlega fjör hér í bloggheimum, meira að segja í dymbilvikunni. Tómas stórvinur minn Þóroddsson sendi mér á bloggsíðu sinni eftirfarandi spurningu um daginn:

Sæll hr Bjarni Harðar, þú svaraðir ekki þegar ég hringdi í þig og þess vegna verð ég að spyrja þig hér á blogginu mínu, því það lestu eins og glöggir lesendur hafa bent á. tommi

Spurning mín er einföld : Ef Guðni Ágústson er kóngurinn, afhverju eru þá allar stelpunar ykkar frú Harðar ? 

Svarið við þessu er ekkert mjög einfalt og kannski ákveðinn misskilningur að Guðni Ágústsson sé kóngur. Hann er landbúnaðarráðherra. En af sjálfu leiðir að sá sem er í svo hárri stöðu og auk þess fremstur meðal jafningja í endurreisn Framsóknarflokksins þá þarf Guðni mjög harðsnúið lið sér til aðstoðar og því voru valdir í það Framsóknarmenn sem beinlínis eru yfirlýstir harðnaglar og harðsnúnir með afbrigðum og bera það með sér í nafni sínu...

Semsagt Lilja Hrund Harðar, Helga Sigrún Harðar og Eygló Harðar auk þess sem hér ritar.

Er þetta ekki nokkurnveginn svar Tómas! Um hitt ætla ég að spyrja þig - þú kommenterar nýlega hjá mér og segir þar:

"Það er líka þitt fólk sem hefur farið með ofsóknum á valin fyritæki sem ykkur ekki hugnast. "

Þó svo að við höfum um sinn tekið í ár með íhaldinu þá er það ekki okkar fólk og það þreytir mig svolítið að horfa uppá þann sið svokallaðra vinstri manna að skamma alltaf Framsókn fyrir það sem ykkur dauðlangar að skamma Sjálfstæðisflokkinn fyrir og við eigum ekkert í. Þið bara þorið sjaldnast að segja nokkuð það upphátt sem styggt gæti íhaldið - sem þið allir beiðið fyrir. Þetta er nú ekki stórmannlegt, Tommi.

Afhverju ekki að stefna á alvöru vinstri stjórn, ef ykkur er alvara með að vera vinstri menn...IMG_8677 Hér eru nokkrar harðsnúnar og sætar. Heldurðu að það sé nú ekki skemmtilegra að vinna með þessum stelpum en íhaldsdurgunum, f.v. talið: Brynja Lind, Eygló og Lilja...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sæll Bjarni. Alltaf gaman að lesa og hlýða á þig. Sem fyrrum félagi ykkar Guðna í gamla flokknum mínum finnst mér alltaf svolítið sárt að geta ekki átt með ykkur samleið lengur. Ég held að þið séuð í hópi afar fárra sem ennþá trúa því að þeir séu félagar í þeim sama flokki sem þeir genguð til liðs við á þeim tíma. Nóg um það.

Harðsnúið lið! Þetta er alltaf matsatriði eins og við vitum báðir og menn ættu ævinlega að fara gætilega með sterk lýsingarorð. En bara svona til að efla baráttuandann hvet ég þig til að opna bloggsíðuna hans Björgvins stórkrata og fyrrum borgarfulltrúa, þessa sem er frá í morgun, en hann er með tvær síður. Kannski til að undirstrika að öll mál hafa tvær hliðar. Páskakveðjur!!!

Árni Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Ólafur Als

Vonandi ætlarðu okkur "íhaldsdurgum" að hafa innan okkar raða fáeinar skvísur, hvort heldur harðar eður ei. Náði ekki Geir í sætustu spelpuna á ballinu?

Ólafur Als, 7.4.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sínum augum lítur hver á gullið.  Aldrei hef ég séð eins mikið af "durgum" eins og þú svo orðar eins og innan vinstri elítunnar, mér hefur alltaf fundist ákveðið aristókrasí yfir okkur sjöllunum  og sumum framsóknarmönnum  og ég er svaka skvísa það veistu.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 18:23

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Takk fyrir góð svör Bjarni, ég verð að viðurkenna að ákveðins misskilnings hefur gætt hjá mér og er það þannig að ég hef ekki þorað að spyrja fyrr.  Ég helt þær væru frillur þínar, allar þrjár og væru búnar að taka eftirnafn þitt. 

Eg þarf ekki að skrifa um íhaldið, nægir að birta myndir af þeim. En þið eruð samsekir íhaldinu í þessum ofsóknum. Ef þú lemur Guðna bakara og ég stend og horfi á, þá á ég sök líka. En annars er það rett hjá þér við þurfum að sameinast gegn íhaldinu.  

Ólafur Als : Geir náði ekki í þá sætustu, en náði í eitthvað annað sem gerði sama gagn. Held hann hafi verið að tala um Ingu Jónu.

Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 23:28

5 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

var þetta ekki á ansi lágu plani Tómas að draga Ingu Jónu inn í málið og gera lítið úr henni?

Guðmundur H. Bragason, 8.4.2007 kl. 00:48

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hvaða stúlku var Geir að gera lítið úr ?

Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 12:39

7 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Ég held að Tómas vinur minn sé á sömu línu og flestir vinstri menn, að þora ekki að sparka í hundinn og sparkar þess vegna í kjölturakkann. Kjarkurinn er ekki meiri en gefinn var.  :)

Magnús Vignir Árnason, 13.4.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband