Kommúnisminn, MacCarthyisminn og fordómarnir

gbo2_162370"Bjarni, viđ ţennan morgunlestur fór ég ađ hafa samúđ međ Laxnes og öđrum sem ađ hafa orđiđ fyrir einelti stjórnvalda og eru í anda McCarthy. Svelgdist örlítiđ á morgunteinu! Er nokkur fasisma uppgangur ţarna á Selfossi? Ţú virđist ekki ćtla ađ fara í tertubođ međ Valgerđi í tengslum viđ 50 ára ESB afmćliđ. Greinin finnst mér vel skrifuđ en ţađ er sterklega veriđ ađ höfđa til fordóma međ henni. Bjarni, hvađ finnst ţér um ţađ ađ Styrmir Gunnarsson sagđi í nýlegu sjónvarpsviđtali ađ hann hafi hneygst til ţjóđernishyggju á yngri árum. Sama gerđi Eyjólfur Konráđ sem var ritstjóri. Ert ţú ekki til í ađ sýna ţeim álíka dómhörku fyrir ađ vera nasistar, eins og sletturnar sem Össur fćr fyrir ađ hafa veriđ ritstjóri Ţjóđviljans?"

Ofanskráđ skrifađi Gunnlaugur B. Ólafsson frá Stafafelli nýlega inn á bloggiđ hjá mér sem athugasemd viđ grein sem hét minnir mig vofa kommúnismans og er hér ađeins neđar á ţessari síđu. Ţessi gagnrýni er fullkomnlega ţess verđ ađ gefa henni gaum. Fátt er jafn illt og fordómar, ofstćki og nornaveiđar eins og ţćr sem MacCarthy kallinn stóđ fyrir.

Ţó er til eitt sem er líkast til verra. Ţađ er kommúnisminn.

Ég ćtla rökstyđja ţetta ađeins nánar og ţar međ ađ fćra rök fyrir ţeirri hörku sem ég tel rétt ađ sýna kommúnistum og dreggjum ţeirra í samfélaginu. Ţetta verđur svona í fyrsta lagi, öđru lagi og ţriđja lagi...

Í fyrsta lagi er sá munur á kommúnistum og nasistum ađ ţeir fyrrnefndu monta sig margir af ţví enn ađ hafa veriđ handgengnir ţessari stefnu. Stefnu sem reynist hafa fleiri mannslíf á samviskunni en nokkur önnur hugmyndafrćđi síđari alda. Stefnu sem hefur mannfyrirlitningu og ofbeldi sem óhjákvćmilega fylgifiska. Gunnlaugur minnist hér á menn sem voru um tíma handgengnir nasismanum. Afi minn var ţađ á sínum yngri árum og sat meira ađ segja inni fyrir ţćr skođanir sínar. En líkt og allir ađrir sem glöptust til ađ hrífast af ţýska undrinu á millistríđsárunum skammađist hann sín fyrir ţetta eftirá. Sama reikna ég međ ađ Styrmir geri. Hvorugur ţessara hampađi hakakross eđa Hitlersskeggi.

Í áróđursdóti Vinstri grćnna má aftur á móti finna myndir ţar sem Steingrímur J. Sigfússon er dreginn í líki Che Cuvara. Menn veifa rauđum fánum og syngja internationalinn. Rómantíkin sem vinstri menn hengja á minningar um gengna ofbeldismenn kommúnismans er ekki bara ósmekkleg heldur beinlínis óhugnanleg og alltaf ósmekkleg. Eđa hvađ segđum viđ um mann sem gengi um međ hakakross í barminum og segđist gera ţađ af ţví hann vćri fyrrverandi nasisti!

Í öđru lagi:

Gunnlaugur undrast ađ ég skuli leyfa mér ađ kalla kommúnismann til í gagnrýni á Evrópusamband, framtíđarland og jafnvel sjávarútveg. En ég held ađ ţađ sé full ástćđa til og ég minntist hér ađeins á ţá hugsun kommúnista millistríđsáranna ađ međ sósíalismanum vćri komiđ á vísindalegri stjórnun samfélagsins í stađ glundrođa hins kapítalíska samfélags.

Sömu öfl telja í dag betra ađ setja samfélaginu fleiri reglur en fćrri. Litlu skipti ţó gengiđ sé á rétt fjöldans ef ţađ dugi til ađ fanga einn óréttlátan. Steypa verđur öllu samfélaginu í mót reglugerđa sem helst af öllu koma frá yfirţjóđlegum stofnunum. Stjórnvaldsákvarđanir skulu helst teknar af vísindamönnum og ef eitthvađ er vísindalega skađlegt, eins og majones eđa tóbak, ţá mega stjórnvöld skipta sér af ţví út í ţađ óendanlega og ekkert skal til sparađ.

Ţessi hugsun er sífellt nćrri og drifkraftur margs af ţví vitlausasta sem fram kemur í pólitík á hverjum tíma. Oft íklćdd falskri skikkju jafnađar, réttlćtis og framfara. Ađ ég ekki tali um heilbrigđis. Ţađ má kalla ţessa vitleysu sósíalisma, kommúnisma eđa einfaldlega alrćđishyggju. Og ţessi hugsun er ţađ sem ógnar okkar nútíma samfélagi, menningu ţess og hagsćld meira en nokkuđ annađ.

Í ţriđja lagi:

MacCarty ofsótti fólk fyrir skođanir ţess. Í greinum mínum hef ég bent á ţađ sem ég tel alvarlega vitlaust í okkar annars ágćta samfélagi. Á ţessu tvennu er mikill munur og ég finn ţess illa stađ ađ ég hafi aliđ á fordómum eđa fasisma. Og ţó. Fasisminn er systir kommúnismans í ofstjórn á daglegu lífi fólks. Ef ég hef aliđ á fordómum í garđ kommúnisma og fasisma ţá ćtla ég ekkert ađ kvarta undan ţví...

Í fjórđa lagi:

Ég er mjög svag fyrir rjómatertum og kann vel viđ Valgerđi Sverrisdóttur - en, nei, ég held ég hefđi komiđ mér undan ţví í lengstu lög ađ fara í afmćli hjá ESB.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

innlitskvitt

Ásdís Sigurđardóttir, 5.4.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Tómas Ţóroddsson

"ef eitthvađ er vísindalega skađlegt, eins og majones eđa tóbak, ţá mega stjórnvöld skipta sér af ţví út í ţađ óendanlega og ekkert skal til sparađ" ekki reyna ţetta Bjarni....ţađ er ţitt fólk sem er međ fasista bođ og bönn.

Ţađ er líka ţitt fólk sem hefur fariđ međ ofsóknum á valin fyritćki sem ykkur ekki hugnast. 

Tómas Ţóroddsson, 5.4.2007 kl. 20:22

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg sammála ţér Bjarni, flott nálgun á ţetta.

Mig minnir ađ ţađ hafi veriđ Willie Brandt fyrv. kanslari V-Ţýskalands sem svarađi ásökun um ađ hafa veriđ kommúnisti á yngri árum á ţennan veg  " Sá sem er ekki kommúnisti ţegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er ţađ ennţá ţegar hann er fertugur, er heilalaus".

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góđan daginn, Bjarni

Man ađ ég var á forsendum einhvers ofstćkis, ásakađur um kommúnisma á sínum tíma og hafđi ţó aldrei játast nokkru slíku, né kynnt mér Marx, Engels, Lenín eđa hvađa nöfnum ber ađ nefna ţá. Sýnist ţú vera ađ gera út á ţessa "Rússagrýlu" sem beitt hefur veriđ á alla ţá sem hafa skođanir til vinstri í samfélagsumrćđu. Minnist ţess ekki ađ til ţess hafi veriđ ćtlast ađ íhaldsmenn á okkar aldri hafi veriđ látnir svara fyrir Hitler og nasismann, sem hefđi veriđ sambćrilegt.

Ţađ eru líka til kommúnistaflokkar á Spáni, Ítalíu og Frakklandi sem hafa veriđ ađ fá til skamms tíma um 20-30%. Í hugum fólks í ţessum löndum eru ţeir góđu gćjarnir sem börđust fyrir lýđréttindum í ţessum löndum. Losuđu fólk undan gerrćđi fasisma og nasisma, Franco, Mussolini og Hitler.

Hef dvaliđ í henni Ameríku í nokkur ár. Man til dćmis eftir ađ hćgri menn notuđu kommagrýluna á hugmyndir Hillary Clinton um ađ koma á heilbrigđiskerfi í landinu og tryggja öllum ađgang ađ lćknisţjónustu, sem ađ ég vona ađ ţér ţyki ekki asnalegt réttlćtiskvak. Hann Bill, karlinn hennar, rćddi um ţriđju leiđina á ţessum tíma. Stíga dansinn ţannig ađ áherslan á frelsi tryggji svigrúm og sköpun einstaklinsins, en líka áhersla á jöfnuđ, sem tryggir ađ fólk og fyrirtćki standi jafnt gagnvart stjórnsýslu og lögum.

Góđur hristingur er sem sagt gerđur af; Frelsi, jafnrétti og kćrleika (ţađ er ekki pólitískt rétt ađ segja "brćđralag" lengur).

        Njóttu dagsins, ćtla ađ ganga á Keili og fara í blátt lón.

                                           Bestu kveđjur,

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.4.2007 kl. 09:50

5 Smámynd: Tómas Ţóroddsson

Bjarni ég var ađ reyna spyrja ţig í gćr, afhverju svarar ţú ekki? Sjá hér

Tómas Ţóroddsson, 6.4.2007 kl. 13:43

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg bara von ađ ţessir timar komi ekki hingađ ţó margt bendi til ţessa,mer fynnst fólk meiga hafa synar skođanir hverjar sem ţćr eru ,ef mađur britur ekki lög/Mer fynnst oft örla á ţeim/Sosilalisti er ekki endilega Komonisti/  Frekar en Framsókn Afurhald  og Sjálfstćđisflokkur Ihald!!!!og svo Framvegis/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 6.4.2007 kl. 16:41

7 identicon

Bjarni, ţetta er ágćtlega upplýsandi pistill hjá ţér. Gunnlaugur B. Ólafsson hefur hins vegar afhjúpađ sjálfan sig sem ólesinn og illa ađ sér. Slíkum mönnum er auđvitađ hćgast ađ hafa hjótt um sig; og ekki rekur mig minni til ţess ađ bćndur hafi tekiđ hćnur sínar međ sér í kaupstađ. Gunnlaugur tekur allar sínar hćnur međ, svikalaust.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráđ) 8.4.2007 kl. 01:42

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gústaf, aldrei myndi ég ćtlast til ađ ţú hefđir "hćgt um ţig" ţó mér hugnuđust ekki hrokafullar stjórnmálaskođanir ţínar á stúdentaárum. Varđandi ţađ ađ vera "ólesinn og illa ađ sér" ţá afhjúpar ţú aftur ţennan hroka sem mér fannst ég verđa var viđ fyrir um 20 árum. En viđ erum öll á ferđalagi ţar sem ţarf ađ hlusta, meta, taka tillit til ađstćđna og ţú ert trúlega sjálfum ţér verstur, ef samskipti ţín og skođanaskipti byggjast á slíkri dómhörku og fordómum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.4.2007 kl. 11:00

9 Smámynd: Bjarni Harđarson

ég held ađ viđ séum nćr hvorum öđrum í skođunum gunnlaugur en ćtla mćtti af ţessum skrifum. en ţađ er tvennt sem ég finn ađ - annarsvegar hvernig margir fyrrverandi kommar hampa kommaleiđtogunum. sjálfur var ég kommi á menntaskólaárum eins og ţú manst en tel ţađ međ mínum mestu heimskupörum í dag. reyndar ţroskandi en ţađ er önnur saga. frelsi, jafnrétti, brćđralag og kćrleikur er ţađ sem ţetta gengur allt út á en ekki frelsiđ hrátt og miskunnarlaust...

Bjarni Harđarson, 8.4.2007 kl. 13:26

10 identicon

Gunnlaugur, hvað eru þeir að róa, sem ekki kunna áralagið? Skrif þín hér bera vott um kunnáttuleysi og pólitíska "lesblindu". Slíkum mönnum er auðvitað hægast að hafa hljótt um sig, en sé dómgreindin ekki meiri, mega þeir mér að meinalausu, gjamma að vild. Þótt ekki séu við Bjarni pólitískir meðreiðarsveinar, má hann eiga það, að hann skrifar iðulega um pólitísk málefni af þekkingu og innsæi. Það er meira en hægt er að segja um marga aðra.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráđ) 8.4.2007 kl. 13:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband