Guð forði okkur frá fríkirkjufári...

Mér er ekki kalt til fríkirkna og ekki heldur kirkna yfirleitt. Þó ég tilheyri engri kirkju og hafi ekki gertkirkja_1 frá unglingsárum og viti varla hvort ég trúi nokkru þá tel ég íslenska þjóðkirkju standa fyrir margt það besta í þessu samfélagi. Biskup Íslands talaði skörulega nú í páskamorgunsræðu sinni og það voru orð í tíma töluð. Lífið er annað og meira en eftirsókn eftir hagvexti.

En heiftarflog einstöku fríkirkjupresta gegn íslenskri kirkju eru mér óskiljanleg. Og ef ætlunin er að brjóta niður íslenska ríkiskirkju með þessum fyrirgangi - vita menn þá hvað tekur við. Þúsund prestar sem keppa sín í milli um sem dramatískastar lýsingar á logum vítis eða yfirbjóða hvern annan í frelsi til kynhneigða. Það er ekki það sem okkur vantar hér á Íslandi. Íslendingar eru hættulega veikir fyrir öfgum eins og við sjáum í virkjanamálum og mörgu fleiru. Með einkareknum fjárþurfandi fríkirkjum gæti á fáum árum orðið hér ástand eins og í Bandaríska Biblíubeltinu. Hver vill það???

Það er einmitt þetta öfgalausa og hljóðláta trúboð íslensku þjóðkirkjunnar sem heillar mig og ég held að á ögurstundum geti kirkjan komið inn sem sálbætandi og friðelskandi afl inn í þjóðfélagsumræðuna. En ef að við margföldum þá vini mína Hjört Magna og Gunnar í Krossinum þá sjáum við presta landsins standa froðufellandi á hverju götuhorni og í rifrildi um samkynhneigð og tólf spora kerfi. Stöku trúardeilur samtímans verða sem hjóm eitt.

Ég á mér þá páskabæn að guð forði okkur frá slíkum ósköpum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ofsatrú þjornar engum tilgangi ,hvorki hjá Fikirkjum eða Þjóðkirkjum)En það eru Páskar og allir eiga að virða það!!!en svona til þess að fylgja minu eftir er eg á moti Þjoðkirkju hun á ekki að vera til/Aðkilnaður þessa á að verða það er meirihluti fyir þvi!!!En gleðilega Páska og kveðja /Halli Gamli i Ohaða söfniðinum!!!!!

Haraldur Haraldsson, 8.4.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takk fyrir þetta Bjarni, ég verð að segja að mér finnst varla hægt að tala um þá í sömu setningunni Hjört Magna og Gunnar í Krossinum.

Velti aðeins fyrir mér hvort ekki sé málfrelsi í þessu landi og hvort það sé góð stefna að prestar rotti sig saman og kjæri kollega sinn. Sá hópur presta hefur sennilega ekki séð skrif séra Baldurs Kr. hér inni. Ég hef ekki séð ástæðu til að líta upp til presta þessa lands, þeir hafa ekki allir verið góð fyrirmynd. Dæmi eins og það að taka gjald fyrir fermingar sem að eru jú hluti af þeirra starfi. Ekki kæmi mér það á óvart að þeir fari a taka gjald fyrir viðtalið. Fyrir hvað fá þeir borgað ? Messurnar á sunnudögum og hátíðum?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.4.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Fyrirgefðu Bjarni en ég hef ekki orðið vör við hófsemi, öfgaleysi og hljóðlátt trúboð í þjóðkirkju okkar Íslendinga. Þvert á móti finnst mér þar ríkja miklir fordómar bæði gegn samkynhneigðum og konum sem voga sér að saka biskupa um kynferðislega áreitni. Það var því margt satt í orðum séra Hjartar Magna og ætli það sannist ekki hér eins og oft áður að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Það er einnig löngu tímabært að skilið sé milli ríkis og kirkju hér á landi og eiginlega hneyksli að það hafi ekki verið gert nú þegar.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.4.2007 kl. 18:31

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek undir með Steingerði, en um leið fannst mér páskaræða biskups góð.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.4.2007 kl. 19:10

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslenska Ríkiskirkjan er tímaskekkja.Málflutningur fríkirkjuprestsins er líka tímaskekkja.Ríkiskirkjurnar urðu til þegar kóngar lýstu því yfir að þeir gætu sjálfir komið í stað páfa.Forseti íslands er æðsti maður íslensku ríkiskirkjunnar samkvæmt íslenskum lögum.Í stjórnarskránni er síðan áréttað að trúfrelsi skuli vera í landinu.Samkvæmt þessu gæti æðsti maður íslensku ríkiskirkjunnar verið íslamstrúar og verið giftur Gyðingi.Gengur þetta upp.Þar fyrir utan er ekki hægt að sjá annað en biskupinn og prestar ríkiskirkjunnar séu orðnir öfgamenn í náttúruvernd,og fæ ég ekki skilið að Jesú komi þeirri umræðu neitt við.

Sigurgeir Jónsson, 8.4.2007 kl. 20:23

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Bjarni, ég hef þig grunaðan um að höfða hér til atkvæða frekar en skynsemi. Þú ert að veiða í dauðum polli. Ég styð fullkominn aðskilnað ríkis og kirkju og þess að trúmál verði einkamál í nánustu framtíð án styrkja og afskipta yfirvalda.

Haukur Nikulásson, 8.4.2007 kl. 20:28

7 Smámynd: Kristján Björnsson

Þakka þér góða prédikun, Bjarni. Þú ert að tala fyrir hinni breiðu þjónandi þjóðkirkju allra landsmanna þar sem öllu er kostað til að vera til staðar og vera ævinlega til þjónustu. Mér heyrist þú tala fyrir kirkju sem allur þorri landsmanna finnur sig heima í og getur fundið að rödd þess heyrist og er tekin gild. Það er svo skelfilegt skrum í málflutningi fríkirkjuprestsins að hann njóti ekki framlags frá íslenska ríkinu. Öll trúfélög fá það sama og svo er í gangi sérstakur samningur við þjóðkirkjuna vegna þeirra eigna sem þessi stóra kirkjudeild átti. Annars er mikil breidd í þessum athugsaemdum og gaman að því. Gleðilega páska í Jesú nafni!

Kristján Björnsson, 8.4.2007 kl. 22:10

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir athugasemdirnar. ég á eftir að skrifa meira um þetta síðar en bara eitt - það getur vel verið að haukur nikulásson hafi nef fyrir því hvar atkvæði liggja en ég skrifa ekki útfrá slíkri tilfinningu. ég hef verið í framboði í nokkra mánuði en hefi reglulega í mörg ár skrifað greinar í mitt blað (sunnlenska fréttablaðið) til varnar íslenskri kirkju og kæri mig svosem kollóttan hvort mínar skoðanir eru fallnar til vinsælda. þetta eru bara niðurstöður kvarnamulnings í frekar ljótum haus... já og ég er semsagt trúlaus og svag fyrir ásatrú en teldi það engan héraðsbrest þó ólafur ragnar væri sama sinnis. hann óli er nú varla talinn háheilagur, sigurgeir!

Bjarni Harðarson, 8.4.2007 kl. 22:54

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyrirgefðu Bjarni. Úr því þú ert svag fyrir Ásatrúarmönnum skal ég taka trúanlegt (já alltaf trúmál!) að þú hafir þessa skoðun í alvöru. Ég átta mig ekki á því af hverju þú ert að verja kirkjuna og lýsir svo yfir trúleysi. Þetta hljómar eitthvað svo tilgangslaust. Bjarni, hjálpaðu okkur aðeins að skilja hérna.

Haukur Nikulásson, 8.4.2007 kl. 23:00

10 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég held reyndar að greinin sem ég skrifaði sé nokkuð skýr en ég skal skrifa meira um þetta innan tíðar...

Bjarni Harðarson, 8.4.2007 kl. 23:30

11 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Já ,hroki kirkunarmanna kemur fram í ýmsum myndum.

Halldór Sigurðsson, 9.4.2007 kl. 01:23

12 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Mér finnst þetta nú býsna sérkennileg og furðuleg kenning sem þú kastar fram Bjarni, en hún er þessi: Við þurfum gæfa og hófsama þjóðkirkju (trúmenn sem halda í heiðri hæfilega hræsni) og verðum að ríkisreka hana vegna þess að annars munu allir þessir guðsmenn reyna að afla sér tekna með því að stofna hver sinn söfnuð og fjandinn verður laus í trúmálum. Ég hef reyndar ekki séð frumlegri forsjárkenningu í trúmálum fram að þessu. En lengi er von á einum hjá ykkur Framsóknarmönnum.

Pétur Tyrfingsson, 9.4.2007 kl. 04:05

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Við siðaskiptin rændi kóngur sá sem þá ríkti yfir íslandi,kaþólsku kirkjuna sem þá var hin eina sanna kirkja íslendinga, jörðum og eignum, á sama hátt og íslenska ríkið ræðst nú fram gegn íslenskum bændum.Íslenska ríkið og Ríkiskirkjan hafa ekki á nokkurn hátt getað sannað eignarétt sinn á þeim jörðum sem teknar voru ófrjálsri hendi,en krefjast þess af fátækum bændum.Ekki er það í anda Jesús Krists. Ég legg það til, að öll þingefni lesi biblíuna. Þá sem fyrir eru á þingi getur jafnvel Jesú ekki bætt.

Sigurgeir Jónsson, 9.4.2007 kl. 07:58

14 identicon

Bágt á Kristján Björnsson. Það virðist fara fram hjá honum að varla eru svo opnuð dagblöð að ekki séu kaflar um ósætti einhverja klerka milli eða við sóknarbörnin.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 10:28

15 Smámynd: Ólafur Jóhann Borgþórsson

Það er gaman að heyra að fólk hefur skoðun á Þjóðkirkjunni. Hins vegar er dapurt þegar fullyrðingum er kastað fram án rökstuðnings eins og hér hefur verið gert. Ég efa ekki að fólk hafi eitthvað til síns máls, en með þessum hætti er gert  lítið úr málstaðnum. Yfir 80% þjóðarinnar tilheyra Þjóðkirkjunni og þó hlutfallið lækki, þá hefur fjöldinn í henni aldrei verið meiri en nú er, starf hennar hefur eflst á undanförnum árum og í flestum stærri söfnuðum er fjölbreytt safnaðarstarf, þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Langflestir prestar leggja sig mjög fram um að sinna starfi sínu vel og vilja útbreiða boðskap Krists með orðum sínum og verkum.
Guðrún Þóra gagnrýni presta fyrir að taka þóknun fyrir fermingarfræðslu, það þykir mér furðuleg gagnrýni. Fermingarfræðslugjald er hluti af launakjörum presta og er í raun ekki um háa greiðslu að ræða miðað við að fermingarbörn mæti í um eða yfir 25kennslustundir yfir veturinn.

Steingerður talar um fordóma og nefnir tvö dæmi máli sínu til stuðnings. Innan kirkjunnar eru margar skoðanir ólíkar skoðanir á fjölmörgum málum, þar finnast ábyggilega dæmi um einhverja fordóma, það er að segja að menn séu með skoðun á einverju máli án þess að hafa kynnt sér þau nægilega vel. En það leyfi ég mér að fullyrða að flestir þeir sem ég þekki til vilja og vinna að því að taka ákvarðanir að vel athugðu máli. Þannig er það með mál samkynhneigðra og ,,biskupsmálið" fyrir tíu árum síðan þekki ég lítið, en þó veit ég það að konum er gert hátt undir höfði í íslensku Þjóðkirkjunni og aldrei hef ég heyrt kastað rýrð á konu vegna kynferðis. ´

Annars þakka ég góða hugvekju, Bjarni.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 9.4.2007 kl. 14:31

16 Smámynd: 365

Hvenær hefur staðið friður um Þjóðkirkjuna, mér finnst eins og að það séu frekar undantekningar heldur en hitt.  Yfirleitt er einhver stirr á milli sókna eða presta um túlkun á orðinu.  Þetta er kannski bara vottur um þróun sem stofnun ein og kirkjan þarf að ganga í gegnum.

365, 9.4.2007 kl. 19:17

17 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég þekki Bjarna nóg til þess að vita að hann talar ekki og skrifar eins og hann heldur að skili inn flestum atkvæðum.  En því miður virðist vera sístækkandi hópar fólks í þessu þjóðfélagi sem þolir engin mörk hvað þá gamlar og góðar siðvenjur.  Þessi hópur trúir á mátt sinn og megin eins og sumir fornmennirnir gerðu og hefur  að kjörorði:        Sjá, hér kem ég og það getur enginn stoppað mig!!! (Þessir menn þekkjast t.d. á aksturslaginu í umferðinni)

Takk fyrir góða grein Bjarni, eins og oft áður.

Þórir Kjartansson, 9.4.2007 kl. 21:45

18 Smámynd: Haukur Nikulásson

Bjarni, ég verð að segja að skýring Péturs Tyrfingssonar gítarleikara og gítarhetjupabba ekkert ósennileg eða hvað? Hún er líka bara svo skemmtileg.

Svo það miskilist ekki Bjarni, þá ertu í góðu áliti hjá mér, og það er án gríns. 

Haukur Nikulásson, 9.4.2007 kl. 23:23

19 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hallast að því, að þjónar hinnar Evanelisku Lúthersku Kirkju hafi margir gleymt kjarnanum og sæki heldur mikið í Gamla Testamenntið.

Fyrir mig er barnatrúin skærust í hinu nýja boðorði, sem bylti öllu í hugarheimi trúarbragða heimsins.

Meistarinn taldi nægjanlegt, að menn færu að þessu eina boðorði og uppfylltu þannig ,,Lögmálið" en ,,Lögmálið" var lifandi í þann tíma sem hann var á dögum og var alltumvefjandi í daglegu amstri Gyðinga og er enn.

Minn algóði Guð er skærastur í þessu boðorði Meistarans en kærleiksboðorði er kjarninn og essensinn í þeirri breytni sem okur ber að viðhafa í baráttunni við Höfuðsyndirnar sjö.

ÞAkka annars ágæt og á tíðum skemmtileg ,,blogg"

Kærar kveðjur svona rétt við Sumarmál.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.4.2007 kl. 10:46

20 identicon

Hvernig er svo "...ástandið í [b]andaríska biblíubeltinu." ?

:) kv. úr biblíubeltinu....Sigm.

-sigm (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:42

21 identicon

Saill Bjarni!...Ég hef sagt áður að virkjunaráform við neðriþjórsá eru hryðjuverk gem byggðum suðurlands.Eg skora á þig að berjast gegn þessari vitfyrru.kveðja ...Arni Björn

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 22:55

22 identicon

Ég veit ekki hvar Sigurgeir Jónsson hlaut sína uppfræðslu í sögu og þá sérstaklega kirkjusögu Evrópu og Íslands, en henni hefur verið áfátt, það er ljóst á málflutningi hans hér að ofan.

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 15:17

23 identicon

Íslenska Þjóðkirkjann já. Eilíf rifildi milli safnaða, rifildi vegna skipanna presta og spilling tengd því, fordómar, framhjáhöld, Geir Waage að rífast, etc etc. Kirkur Íslands standa tómar allt árið vegna þess að fólk finnur ekki þörf að fara þangað þótt trúað sé

Knökkur (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband