Allir í sjónvarpið - stuðningsmenn mætið!

Í kvöld verður Kastljósi Ríkissjónvarpsins kastað út frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og þar mun Guðni Ágústsson væntanlega sitja fyrir svörum um stjórnarstefnuna, landbúnaðarmálin og fleira.

STUÐNINGSMENN B - LISTANS Í SUÐURKJÖRDÆMI ERU HÉR MEÐ HVATTIR TIL AÐ MÆTA Á ÞENNAN FUND SEM ER OPINN ÖLLUM. KOSNINGASTJÓRNIN MUN MERKJA OKKAR FÓLK MEÐ X-B MERKJUM AUK ÞESS SEM VÖL VERÐUR Á ÝMSUM ÖÐRUM DULARFULLUM MERKJUM EINSTAKRA FRAMBJÓÐENDA. MEÐ FJÖLMENNI Í ÁHORFENDAPÖLLUM SÝNUM VIÐ STYRK OKKAR.

Mæting í F.Su. kl. 19:15


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Má ég ekki biðja um Man. Utd.-Roma....jafnvel endursýnt....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.4.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: 365

Mér fannst þessi fundur í kvöld, Bjarni frekar líflaus, það vantaði allan brodd í þetta og hvassleika, vinurinn þarna hjá F er greinilega fastur í heilsíðuauglýsingunni ennþá.

365, 10.4.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mér stendur nú á sama um alla fundi og frambjóðendur í bili. Ég hef orðið fyrir þvílíkri lífsreynslu í sambandi við þig Bjarni að ég held mér verði ekki vært í nótt. 

Þar sem þú, sem vinur minn, ert á síðunni minni, með mynd og alles, klikka ég á til að komast í heimsókn hjá þér. Það eina sem gerist þá - í fyrstu lotu, er eingöngu það að skjárinn verður aldeilis hvanngrænn. það er ekki fyrr en ég klikka öðru sinni sem heimur þinn opnast fyrir mér. Hvað er að ske - eru þetta galdrar  eða skemmdarverk andstæðinganna? Þetta gerðist ekki bara einu sinni, ég segi og skrifa, það var þrisvar sinnum! kv.

Helga R. Einarsdóttir, 10.4.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bjarni, þetta var hreint út sagt út úr kú...ömurlegt og hafði enga tilvísun til 'islendinga!.....sorry

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.4.2007 kl. 22:33

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll Bjarni.

Ég verð að taka undir það að þessi fundur var óspennandi, fyrir utan skemmtilega tilburði ykkar framsóknarmanna við að koma með gæluspurningar úr sal

En að öðru: Ég var að enda við að lesa ágæta grein eftir þig í Sunnlenska fréttablaðinu þar sem þú lætur að því liggja að jafnvel þó framsóknarflokkurinn (sem ég rita enn sem komið er með litlum staf) hafi vissulega verið í ríkisstjórn undanfarin 12 ár sé það nú eiginlega ekki alveg að marka því Sjálfstæðisflokkurinn sé svo miklu stærri að hann hafi í raun ráðið mestu.

Í sambandi við það væri gaman að fá svör frá þér varðandi 2 lítil atriði:

1. Var það vegna þingstyrks Sjálfstæðisflokksins sem nafn Íslands var sett á lista hinna staðföstu þjóða?

2. Var það vegna þingstyrks Sjálfstæðisflokksins sem Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra sá ekki ástæðu til að aðhafast neitt þegar hann fékk í hendurnar kolsvarta skýrslu um málefni Byrgisins?  

Og svo mætti lengi telja............

En þrátt fyrir allt þetta vona ég svo sannarlega að þú komist á þing, það máttu vita.

 Með bestu kveðju, Heimir Eyvindarson 

Heimir Eyvindarson, 11.4.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband