Svo ergist hver sem eldist...

Svo ergist hver sem eldist segir í Hrafnkötlu og raunar klifað á þessum undarlega málshætti hér og þar í fornsögum og sýnist sitt hverjum hvað merkir. Þó svo að ergin hafi til forna merkt kynvillu er hér einkanlega átt við það að með aldri verði menn kvenlegri. Karlmannshormónarnir réna og í staðin kemur mildi öldungsins og allskonar líkamskvillar sem ekki er mjög karlmannlegt að þurfa að leiða hugann að...bjarni_a_indlandshafi

En sjálfum varð mér hugsað til þessa þegar ég enn einn morguninn þurfti að skrýðast sparifötum. Finnst einhvernveginn hálfvegis hinsegin að þurfa æ og alltaf að velta fyrir mér klæðaburði þessa dagana, skoða mig sjálfan jafnvel í spegli og gæta og sápuþvo minn ljóta haus daglega. Skreyttur eins og jólatré.

Framundir þetta eða þangað til ég fór í framboð hafði ég það frelsi að kæra mig kollóttan um minn klæðaburð þó ég gerði það að tillitssemi við umhverfið að vera spari í veislum og jólum. Og fannst reyndar oft hátíðlegt og skemmtilegt.

Núna verð ég að vera eins og á jólum alla daga og bæði fer sjarminn af sparifötunum við þetta og svo er þetta óttalegt tilstand,- þið fyrirgefið stelpur en stundum finnst mér ég vera farinn að haga mér eins og kelling...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Engar áhyggjur... þú ert bara krúttlegur

Heiða B. Heiðars, 25.4.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Lafðin

Tek undir með Heiðu, þú ert bara krúttlegur .... svo eru kjellingar kúl

Lafðin, 25.4.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.4.2007 kl. 20:47

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þú verður að finna þér einhver önnur jólaföt, sem eru bara jóla. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 25.4.2007 kl. 20:56

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það vildi ég að ég hefði áhyggjurnar þínar Bjarni minn

Heimir Eyvindarson, 25.4.2007 kl. 21:46

6 identicon

  1. Ja hérna, öðruvísi mér áður brá. Ef ég þekki minn mann rétt þá eru nú klossarnir innan seilingar..

Hólmfríður (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 21:57

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta er kanski ástæðan fyrir því að heilu starfsstéttirnar eru í einkennisbúningum. Það væri þjóðráð að alþingismenn og flokkssnaparar kæmu sér saman um einn slíkann.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.4.2007 kl. 23:50

8 Smámynd: GK

Treysti þér til að samþykkja frumvarp um slökun á dress-kóða þegar þú ert kominn inn á hið háa Alþingi. Sjálfsagt mun stuttbuxnadeildin taka undir það með þér.

GK, 25.4.2007 kl. 23:59

9 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég hefði nú ekki pirrað mig yfir því í gær þó þú hefðir sleppt jakkafötunum í heimsókninni til okkar í Þorlákshöfn Hins vegar skil ég alveg að þú skulir finna þig knúinn...svona í fylgd með uppstríluðum ráðherranum...

Sigþrúður Harðardóttir, 26.4.2007 kl. 10:42

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég mundi skilja þetta orðatiltæki að sá verði ergilegur, pirraður, sum sé óhress með að eldast. Að vera erginn er að mínu mati að vera ergilegur. Eins og faðir minn sagði oft "Hvað er það sem allir vilja verða, en enginn vera?" 

 Mér finnst karlmenn yfirleitt meira sjarmerandi í vinnufötum, svartir uppfyrir haus og úfnir

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.4.2007 kl. 11:37

11 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Partur af pakkanum, að dressa sig upp alla daga, kanski að jólafötin verði bara gallabuxur og bolur fyrir vikið....

Eiður Ragnarsson, 26.4.2007 kl. 12:08

12 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Fötin skapa manninn er góður málsháttur. Hefur a.m.k. tvær hliðar:

Smekklega klæddur karl/kona vekur eftirtekt. Hinsvegar: Sá sem klæðir sig smekklega hefur sterka sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Þarf ekki að vera svo dýrt að koma vel fyrir ekki síst fyrir verðandi þingmann.

Að framansögðu er ekkert að því að klæða sig eins og "smekkleg kelling"...

Með kveðju og gangi þér vel.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 26.4.2007 kl. 13:16

13 identicon

"When in Rome.....do as the Romans do!" Þitt var valið venur sæll.

-sigm. (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:47

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég bíð þess að fá að kjósa frambjóðanda sem mætir á framboðsfund í gúmmiskóm og lopapeysu. Ekki sakaði ef hann byði mér í nefið. Guðjón Arnar tekur í nefið, hann er minn maður þó ég taki reyndar ekkií nefið.

Árni Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 14:11

15 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Guðjón er smekklega til fara. Efast um að hann liti betur út í gúmmískóm og lopapeysu nema þá á bæandafundi.

Ef til vill hefur Margrét Sverris tekið of mikið í nefið hjá honum og gefist upp? Hver veit.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 26.4.2007 kl. 21:56

16 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Ekki segja þetta !!!!
Það er alls ekki slæmt að vera kelling,er mér sagt.
Heyrði í þér á fundinum með Árna í Litlu kaffistofunni - og
Til Hamingju - þú varst þér til sóma.

Thingvellir

Halldór Sigurðsson, 26.4.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband