En þó að þeir rausi og rugli...

Það var mikið ort í kosningabaráttunni og fæstu af því hef ég náð að halda saman. Á kjördag kom Helgi Jónsson á Selfossi með eftirfarandi til mín á blaði sem á fullt erindi hér á bloggið enda laglega gert.

IMG_7178

Í framboði flækjast þeir víða um sveit

og ferðast með stefnuskrá ljósa

og hræra í mér svo ég hreint ekki veit

hvern þeirra ég á að kjósa.

 

IMG_7183

Í litfögrum blöðum með loforðafjöld

þeir lýsa því hverju skal breyta

svo upp renni betri og fegurri öld

með auðsæld til sjávar og sveita.

 

IMG_7182

En þó að þeir rausi og rugli í mér

og rök færi fyrir því arna

af festu ég krossa á kjörseðil hér

og kýs núna B fyrir Bjarna.

 

(Höfundur Helgi Jónsson, Selfossi - á enga mynd af honum en hér eru nokkrar frá kosningaskrifstofunni af mætum og góðum liðsmönnum og gestum.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Til hamingju með þingsætið Bjarni. 

Haukur Nikulásson, 15.5.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gaman að þessu.

Þú ert örugglega frjálslyndur Framsóknarmaður he he...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.5.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég er afar sæll að sjá  þig á þingi þó ég sé argasta íhald.  Þú átt fullt erindi þangað

Til hamingju 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 08:12

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Til hamingju Bjarni,Guðni,Jónína, og Siv, með nýjan landbúnaðarráðherra í suðurkjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson sem þið hafið leitt til öndvegis.Nú er ekkert fyrir landsbyggðafólk annað að gera en að stofna Landsbyggðaflokkinn.Ykkar bíður nú eyðimerkurganga eins og á tímum viðreisnar, sem verður þó ólík því sem gerðist þá þar sem Ingibjörg S. mun mynda ríkisstjórn að fjórum árum liðnum ´N aðkomu Framsóknarflokks.

Sigurgeir Jónsson, 16.5.2007 kl. 08:13

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Beðist er afsökunar á ritvillu,Í fyrri athugasemd minni átti að að standa,, án aðkomu Framsóknarflokks.Hafðu það svo gott Bjarni Harðarson, kannski sé ég þig í Landsbyggðaflokknum.

Kveðja.

Sigurgeir Jónsson, 16.5.2007 kl. 08:20

6 identicon

Áfallahjálp í boði Sjálfstæðisflokksins

Saman hafa talað tveir

og tár af Jóni strokið

sýnir honum samúð Geir

því samvinnunni er lokið.

Már Högnason (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:52

7 identicon

Bjarni Harðason er greinilega hættur í pólitík, hann hefur ekkert að segja meir.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:25

8 identicon

Það særir gamlan sveitamann að sjá að brageyra þjóðarinnar er fyrir bí. Sum „skáldin“ ættu að finna sér eitthvað annað að gera en setja saman „vísur“ eða breyta þeim.

Þorvaldur Gamlgerðingur (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband