Til hamingju, Valgerður!

Við kusum Valgerði Sverrisdóttur varaformann okkar í gær og er það vel. Með góðu samstarfi þeirra Guðna og Valgerðar staðfestum við nú að Framsóknarflokkurinn er ein heild og mun vinna samtaka að þeirri endurreisn sem framundan er.

Fundurinn sem haldinn var á Grand Hóteli í Reykjavík einkenndist af hreinskiptnum umræðum þar sem flokksmenn sögðu sína skoðun á því hversvegna fór sem fór í kosningunum. Auðvitað sýnist þar sitt hverjum en það er nauðsynlegt að hreinsa andrúmsloftið með umræðu sem þessari. Nú eru þeir tímar að baki og sjálfur tel ég óþarft að skipa stóra nefnd eða semja skýrslur um málið. Aðalatriðið er nú að sækja fram og ég treysti þeim Valgerði og Guðna fullkomnlega til að koma því verki í gang. Framundan er vinna og aftur vinna.

 


mbl.is Valgerður kjörin varaformaður Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Jaaá.... svo nú eruð þið ein heild. Alveg er gasalegt hvernig hann Jón þarna yfirlúði sundraði flokknum, það var gott fyrir ykkur að losna við hann. Vonandi næst til vopna og það ekki bara til að verjast í vanmætti....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.6.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gaman hefði verið að sjá þingmann Suðursveitar í varaformannsembætti Framsóknarflokksins. Þá væri nú gaman að vera Suðursveitungur

Þórbergur Torfason, 11.6.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þessi nýja forysta lofar góðu. Og hefst nú hið flokkslega uppbyggingastarf, ekki síður á grundvelli hugmyndafræðinar.
Í því sambandi vísa ég í blogg mitt í dag þar sem spurt er hvert
stefnir Framsíkn?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.6.2007 kl. 17:10

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Kannski kemur þetta núna. En eruð þið ekki að hjakka í sama farinu með þessa forystu yfir ykkur ?

Jens Sigurjónsson, 12.6.2007 kl. 01:47

5 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Yss.. ég held bara svei mér þá að ég sjái fyrir mér ris Framsóknar.. Hmm.. Best væri að sjkóta Valgerði upp fyrir Guðna, en.. sjáum hvernig þetta virkar..

Til lukku með Varaformanninn, framsónar menn !

Hommalega Kvennagullið, 12.6.2007 kl. 04:52

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er alveg frábær hugmynd hjá Birki, að til að Framsókn fái "ris" þá þurfi að skjót Valgerði upp fyrir Guðna, ha,ha,ha. það verður ekki á þetta logið....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.6.2007 kl. 09:35

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þetta lofar bara góðu,það getur farið svo að maður hætti að tala illa um Framsókn!!!!Halli Gamli p/s Jafnvel bara jákvætt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.6.2007 kl. 13:20

8 identicon

http://www.noiblomm.blog.is/blog/noiblomm/entry/239873/#comment419055

Mæli með því a þið kíkið á þetta.

Þessi hefur svoldið aðra sýn á hlutina

Halli (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband