Eldri færslur
- Maí 2014
- Mars 2014
- Október 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 1324941
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Seinheppinn vindbelgur svarar ráðherra!
23.7.2007 | 20:41
(Það er bráðum nóg komið af umræðu um Valhöll á Þingvöllum hér í bili en þessa læt ég samt fljóta, - hún birtist um helgina í Morgunblaðinu undir ofanritaðri fyrirsögn höfundar:)
Kannski á ekki að svara bloggi í blaðagrein en þegar það er einn af ráðherrum þjóðarinnar sem skrifar á opinberum vettvangi að undirritaður sé seinheppinn vindbelgur með rangar skoðanir sem ekki vinni fyrir þingfararkaupinu, nenni ekki að lesa sig til, skipti oftar um skoðanir en aðrir dauðlegir menn og hafi líklega ekki gert annað en að laxera síðan um kosningar,- tja þá velti ég vitaskuld fyrir mér hvar virðingu stjórnarráðsins er komið.
Ég veit að vísu ekki alveg hvað Össur Skarphéðinsson á við með orðinu laxera í þessu sambandi en flest annað í skrifum hans gat ég skilið. Semsagt á vefsíðunni http://ossur.hexia.net/. Pistillinn er reyndar líka orðréttur á minni síðu, bjarnihardar.blog.is
Á að rífa Valhöll!
Ástæða þessara gífuryrða hæstvirts ráðherra er að við erum á öndverðum meiði um framtíð Valhallar á Þingvöllum. Össur vill setja jarðýtu á hús þetta og hefur sér til fylgis við þá skoðun Kristján flokksbróður minn Einarsson á Selfossi sem er hér slökkviliðsstjóri. Það eru svosem engin ný tíðindi að afstaða til húsafriðunar gangi þvert á pólitískar línur og okkur Kristjáni gengur vel að skiptast á skoðunum um Valhöll eins og annað, fúkyrðalaust. Já, svo því sé til haga haldið, þá held ég að Valhöll megi standa og sé hluti af þeirri helgimynd sem þjóðin hefur af Þingvöllum. Fallegt og mjög sögufrægt hús í fallegu umhverfi sem gefur okkur sem ekki eigum neitt sumarhús á þessum helgistað færi á að gista Þingvelli.
En það er í mínum huga enginn héraðsbrestur að ekki séu mér allir sammála um þetta og Össur hefi ég talið til vina minna og mun gera áfram,- þó óneitanlega hafi mér brugðið við fúkyrðaflauminn. Verst í málinu eru þó rangfærslur sem allur fréttaflutningur um málið hefst með.
Rangfærslur embættismanna
Slökkviliðsstjórinn á Selfossi heldur því fram í Blaðinu sl. miðvikudag að brunavarnir séu í ólagi en dregur svo í land að kvöldi sama dags. Þær ku hafa verið í ólagi þegar hann kom síðast á staðinn fyrir tveimur eða þremur árum. Á þeim árum er búið að leggja tugi milljóna í viðgerðir á húsinu af bæði eiganda og rekstraraðila. Hótelhaldarar eiga ekki að búa við það óöryggi að opinberir embættismenn geti ruðst fram og gert gististaði þeirra tortryggilega með þessum hætti. Jafnvel ekki þó að skýrslur um nefndar viðgerðir finnist ekki í bókum slökkviliðsstjórans. Það er semsagt rangt að margra ára barátta fyrir að koma brunavörnum á staðnum í lag hafi ekki skilað árangri og það er miður þegar opinberir aðilar vita ekki af því þegar sigrar í margra ára baráttu vinnast! Svo er það vitaskuld ekki slökkviliðsstjóra að tala í nafni embættis síns um það hvort rífa eigi sögufræg hús.
Þinghelgin aðeins fyrir þotulið!
Út yfir taka þó orð byggðamálaráðherrans sem talar um Valhöll sem klastur og kraðak húsa sem beri að rífa og reisa þar í staðin byggingu til afnota fyrir ríki og Alþingi fyrir þingsetningu og ráðstefnur. Telji menn þörf á hóteli eða veitingastað fyrir almenning má að mati Össurar byggja slíka byggingu á svæðinu áður en komið er inn í þjóðgarðinn orðrétt, ...á jörðum sem hugsanlega má kalla áhrifasvæði þjóðgarðsins.
Semsagt, almúgann út fyrir þinghelgina og nýir Þingvallanefndarmenn sem hafa aðra skoðun fá á sig gusur á bloggi ráðherrans um að hafa ekki lesið stefnumörkun stjórnvalda um Þingvelli, líti á setu í Þingvallanefnd sem ómerkilegan flokksbitling og skoðanir þeirra augljóslega rangar! Gott er að vera ráðherra með rétta sýn.
Engar skýrslur styðja Össur
Össur er oft skáldlegur í skrifum sínum en það er bókmenntafræðilegur misskilningur hans að skáld ráði yfir túlkun á sínum höfundarverkum. Staðreyndin er að í umræddum skýrslum um Þingvelli sem Össur hefur átt þátt í að móta er vikið að Valhöll með óljósu orðalagi um að huga skuli að, kannaðar verði forsendur o.s.frv. En þar er hvergi svo mikið sem ámálgað að rífa skuli Hótel Valhöll eða henda allri þjónustu við sauðsvartan almúgan upp fyrir Hakið og út fyrir þinghelgina. Eða að Valhöll sé klastur. Því miður fyrir ráðherrann nýbakaða því það er þetta sem hann vill og trúir að standi þar. Kannski Birni Bjarnasyni og Guðna Ágústssyni að þakka svo er ekki!
Dylgjum ráðherrans um að ég vinni ekki fyrir kaupi eða skipti oft um skoðanir tel ég þarflaust að svara.
Myndin er af vindbelg árneskum uppi á Búrfelli í Grímsnesi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Tenglar
- X-J 2013 Regnboginn.is
- Jón fóstri
- Guðmundur djákni
- Tilveran í ESB
- Netbókabúð bókakaffisins
- Bloggsíða villikatta
- Bókablogg Sunnlenska bókakaffisins
- Heimssýn, - Ísland EKKI í ESB
- Egill Bjarnason ferðalangur
- Atli
- Harpa
- Vinstri vaktin gegn ESB
- AMX hægri fréttir
- Laugarás í Biskupstungum á fésbókinni Hér má finna gamla og nýja íbúa Laugaráss í Biskupstungum
- Smugan vinstri snú!
- Anna Björnsson
Bloggvinir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Ágústa
- Ævar Rafn Kjartansson
- Agnar Bragi
- Agnes Ásta
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Helga R. Einarsdóttir
- Á móti sól
- Andrés Magnússon
- Andrés.si
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Hólm Ármannsson
- Árni Matthíasson
- Árni Þór Sigurðsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Ása Björg
- Ívar Pálsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Rúnar Halldórsson
- Auður Eva Auðunsdóttir
- Egill Bjarnason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Margrét Annie Guðbergsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Björn Emil Traustason
- Birkir Jón Jónsson
- Hommalega Kvennagullið
- Birna G
- Guðrún Olga Clausen
- Bjargandi Íslandi
- Björn Jóhann Björnsson
- Bleika Eldingin
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðmundur Bogason
- Bogi Jónsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Bwahahaha...
- Brjánn Guðjónsson
- Baldur Már Róbertsson
- SVB
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja Hjaltadóttir
- Bergþór Skúlason
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- busblog.is
- Charles Robert Onken
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Diesel
- Dofri Hermannsson
- Adolf Dreitill Dropason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Ágúst Dalkvist
- GK
- Bjarni Kjartansson
- Dunni
- Óskar Ingi Böðvarsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Gomez
- Einar Freyr Magnússon
- Einar Sigurbergur Arason
- Eiður Ragnarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Zóphonías
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Árnason
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Fannar frá Rifi
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Femínistinn
- Stefán Þórsson
- Jakob
- FLÓTTAMAÐURINN
- Gísli Foster Hjartarson
- Ritstjóri
- FreedomFries
- Friðjón R. Friðjónsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Björgvinsson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- FUF í Reykjavík
- Hlynur Sigurðsson
- Dóra litla
- Baldur Fjölnisson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gestur Halldórsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Hjálmar
- Einar Ben Þorsteinsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Skákfélagið Goðinn
- Ingólfur H Þorleifsson
- Stafnhús ehf
- Götusmiðjan
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Ómarsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Magnússon
- gudni.is
- Guðrún Fanney Einarsdóttir
- Guðrún
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gulli litli
- Gunnlaugur Stefánsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Jón Erlendsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Gylfi Guðmundsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- halkatla
- Halldór Baldursson
- Hallur Magnússon
- Haukur Már Helgason
- Jóhann Ágúst Hansen
- haraldurhar
- Haraldur Haraldsson
- Héðinn Björnsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Reyr Ágústsson
- Heiða Þórðar
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Heiðar Sigurðsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Helgi Már Bjarnason
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Kristín Einarsdóttir
- Eiríkur Harðarson
- Heiðar Lind Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helgi Sigurður Haraldsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hlynur Hallsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- HP Foss
- Krummi
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Fulltrúi fólksins
- Hrólfur Guðmundsson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Hvíti Riddarinn
- Icelandic fire sale
- íd
- Ingimundur Kjarval
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
- Sævar Einarsson
- Elísa Arnarsdóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Svanur Jóhannesson
- Einar Vignir Einarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- jósep sigurðsson
- Jóhann Steinar Guðmundsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jón Finnbogason
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Jón Magnússon
- Jóhann Jóhannsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Bergur Thorberg
- Karl V. Matthíasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Vídó
- Kristján Jónsson
- Guðjón H Finnbogason
- Kolbeinn Karl Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Stjórnmál
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kolbrún Hilmars
- Karl Tómasson
- Kolbrún Ólafsdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Landvernd
- Lára Stefánsdóttir
- Heimir Eyvindarson
- Laufey Ólafsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Jónas Jónasson
- Pálmi Guðmundsson
- Gylfi Norðdahl
- Loopman
- Guðný Lára
- Guðjón Baldursson
- Edda Jóhannsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Magnús Jónsson
- Magnús Vignir Árnason
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- Máni Ragnar Svansson
- Björn Benedikt Guðnason
- Guðmundur Margeir Skúlason
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Níels Bjarki Finsen
- Jón Svavarsson
- Ólafur Björnsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Nordal
- Hundshausinn
- Guðmundur Örn Jónsson
- Óttar Felix Hauksson
- Páll Geir Bjarnason
- Páll Vilhjálmsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- percy B. Stefánsson
- perla voff voff
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jóhann Birgir Þorsteinsson
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Rúnar Birgisson
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- ragnar bergsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Víðir Benediktsson
- Salmann Tamimi
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurjón Valgeir Hafsteinsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Egill Helgason
- Sigurður Jónsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Jóhann Waage
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Karl Hreiðarsson
- Halldór Sigurðsson
- Brynja skordal
- Hreiðar Eiríksson
- Hannes Friðriksson
- hilmar jónsson
- Snorri Hansson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Bogi Sveinsson
- Stefán Þór Helgason
- Stefanía
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- Þorsteinn Briem
- Steinn Hafliðason
- Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
- Samband ungra framsóknarmanna
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svanur Kári Daníelsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Sigursveinn
- Helgi Guðmundsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Tíðarandinn.is
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gísli Kristjánsson
- Þorleifur Ágústsson
- TómasHa
- Tómas Þóroddsson
- Reynir Hugason
- Trúnó
- Halldór Egill Guðnason
- Gaukur Úlfarsson
- Unnar Geir Þorsteinsson
- Ferðaþjónustan Úthlíð
- Vilhjálmur Árnason
- P.Valdimar Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Valsarinn
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vestfirðir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Guðfríður Lilja
- Gylfi Björgvinsson
- Vilhjálmur Árnason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Aðalsteinn Bjarnason
- Aðalsteinn Júlíusson
- Andrés Kristjánsson
- Anna Einarsdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Arnþór Helgason
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Árelíus Örn Þórðarson
- Árni Haraldsson
- Árni Þór Björnsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Hafberg S.
- Barði Bárðarson
- Benóný Jónsson Oddaverji
- Bergur Sigurðsson
- Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
- Birgir R.
- Birna G. Konráðsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Jónsson
- BookIceland
- Braskarinn
- Carl Jóhann Granz
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Einarsdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- ESB og almannahagur
- Eva G. S.
- Eygló Sara
- Eyþór Örn Óskarsson
- Friðrik Kjartansson
- Garún
- Gestur Janus Ragnarsson
- Gissur Þórður Jóhannesson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson
- Grétar Mar Jónsson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Heiðarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Gústaf Níelsson
- Gylfi Gylfason
- Hafþór Baldvinsson
- Halla Rut
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Jónsson
- Haraldur Hansson
- Haukur Baukur
- Haukur Nikulásson
- Heimir Ólafsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Hörður B Hjartarson
- Hörður Stefánsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingimundur Bergmann
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jóhann Pétur
- Jónatan Karlsson
- Jón Á Grétarsson
- Jón Árni Bragason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Daníelsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Lárusson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Katrín
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kári Harðarson
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Kristinn Arnar Guðjónsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Magnús Jónasson
- Magnús Kristjánsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Már Wolfgang Mixa
- MIS
- Offari
- Ólafur Björnsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Steinn Gestsson
- Paul Joseph Frigge
- Páll Helgi Hannesson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Raggi
- Ragnar G
- Ragnar Gunnlaugsson
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Samstaða þjóðar
- Samtök Fullveldissinna
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- S. Einar Sigurðsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Skuldlaus
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólrún Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Steini Palli
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Sveinn Björnsson
- Sædís Hafsteinsdóttir
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trausti Jónsson
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Urður bókafélag
- Vaktin
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Varmársamtökin
- Vésteinn Valgarðsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þorri Almennings Forni Loftski
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórarinn Lárusson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Bragason
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Heimisson
- Þráinn Jökull Elísson
Athugasemdir
Já Bjarni þu stendur þig bara vel,eg er alveg sammála þer
í þessu málum/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 23.7.2007 kl. 21:22
Með Össuri er voði að vera
í vonlausri Þingvallanefnd.
Best er að láta hann laxera,
lævísa hann Bjarni vill hefnd.
Sauðsvartur almúginn (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 22:19
Það má svara bloggi í blaðagrein og öfugt.
Þið verðið að taka með í reikningnn að bloggið er að taka við af dagblöðunum. Ekki alveg strax en það verður.
Þröstur Unnar, 23.7.2007 kl. 22:32
Kæri vin, þar sem ég er íhald í bestum skilningi þess orðs, vil ég nú aldeilis, lýsa yfir fullum stuðningi við sjónarmið þín um, að Valhöll fái að standa, með tilheyrandi viðgerðum ef með þarf.
Víst er svo, að heftin af íslendingum, sem komnir eru um og yfir miðjan aldur (svona um 40 +) eiga sér ljúfar minningar um þennan stað og gestrisni húsráðenda. Það er einnig giska víst, að það pirrar þotuliðið, að illalyktandi túrhestar, allra þjóða kvikindi, á gönguskóm, gegnsósa af táfýlu, sprangi um ÞEIRRA þinghelgi.
Okkur hinum, sem öngvar eigum hallirnar þarna á bökkum Þingvallavatns, verðum að lynda við þessa gesti, sem aðra.
Því tel ég einsýnt og algerlega banalt, að þetta hús, sem fengið hefur fastan sess á póstkortum og í vitund almennings, sem einhverskonar miðpunktur Þingvalla, ásamt og með Guðshúsinu og bænum, fái að standa um ókomin ár.
Það er plagsiður hjá nýríkum Nonnum, að þeim er illa við allt gamalt, sem geti á einhvern hátt verið ,,púkó" í augum ríkra erlendra vina. Þetta sést vel þegar þeir kaupa ágæt hús, vel byggð og rífa, þar sem þeir vilja koma nýjum húsum sem ekki eru púkó að þeirra mati.
Svo er það spurningin, hvort Alþingishúsið sé ekki orðið gamalt og púkó, með Krónu konungs Danaveldis í toppinn. Ekki örgrannt um, að það ,,kallist ekki á við" Tónleikahúsið við höfnina og auðvitað verður að rífa Eimskipafélagshúsið, það er púkó, þó svo, að það hafi verið svipt höfuðdjásni sínu og ártali komið þar fyrir á afar ósmekklegan hátt og gersamlega í takt við þjónkun við stundlega tísku, eftirstríðsárana.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 24.7.2007 kl. 08:50
Takk fyrir kommenið á síðunni minni Bjarni minn Þetta voru svo falleg orð og góður drifkraftur En erum við ekki öll hetjur, við erum nú einu sinni vinir Bills og Bobs
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.7.2007 kl. 11:57
Grátbroslegt og nokkuð skemmtilegt að fylgjast með tveimur mestu gapuxum Íslensku þjóðarinnar skrifandi hvern langhundinn öðrum leiðinlegri um Valhöll. Vegna alvarleika málsins ættu laun ykkar þingmanna að hækka strax. Án gamans, þá er mín uppástunga að þið byrjið sem fyrst, þá á ég sérstaklega við Össur, að hann einhendi sér í að efna öll, eða sem flest kosningalofoð Samfylkingarinnar frá því í vor. Þú Bjarni, getur haldið áfram að klífa fjöll.
Þorkell Sigurjónsson, 24.7.2007 kl. 13:40
Þú mátt alveg svara þessu með kaupið Bjarni. Hvernig má það vera að þú teljir þig vinna fyrir kaupinu þar sem þú eiginlega byrjar á því að mestu að fara í 4-5 mánaða sumarfrí?
Þú færð svo sem engu ráðið um þetta, en þetta er samt ansi kvikindisleg staðreynd
Haukur Nikulásson, 24.7.2007 kl. 14:57
Sammála Hauki stuttur vinnutími þingmanna hér er til skammar, en þá má kannski segja á móti, þeir gera þá færri AXARSKÖFT.
Skarfurinn, 24.7.2007 kl. 15:21
Dálítið meinlegir út í sumarfrí þingmanna hér að ofan, enda mikið verið þrasað um "lengdina" á því. Öfunda þig kannski svolítið, að eiga svona langt sumarfrí, strákarnir? En vildi bara þakka þér orðin um hótel Valhöll. Er hús sem ég tengi þjóðarsálinni og fegurð Þingvalla. Vil ekki sjá því mokað burt, og fá eitt stykki glerhöll í staðinn.
Sigríður Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 16:15
Þið mannvitsbrekkurnar hér að ofan, haldið vonandi ekki að þingmenn leggist í dvala yfir sumarið eða þegar þingið er ekki að störfum?
Guðmundur Björn, 24.7.2007 kl. 17:46
Guðmundur Björn, það er ekki mikið annað sem þingmenn gera en að hvíla sig fyrir haustþingið. Ferðalög, golf og almennt chill. Ég hef allavega ekki orðið var við mörg fundarboð frá þingmönnum míns kjördæmis. Ef Bjarni er að gera eitthvað merkilegra en þetta, og tilheyrir hans þingmennsku, er honum í lófa lagið að upplýsa okkur "mannvitsbrekkurnar" um það.
Þessa stundina er hann í góðlátlegum "pissing contest" við samþingmann sinn, Össur.
Haukur Nikulásson, 24.7.2007 kl. 21:56
úff - ég hef oft verið spurður að því í sumar hvort ég sé ekki í fríi, sumarfríi og veit svosem ekki alveg hverju ég á að svara því flesta daga er ég í einhverju því sem tilheyrir þingmennskunni - mæti hér og þar - tala yfir þessum og hinum hópum, hitta þennan og hinn og kemst engan veginn yfir allt sem ég vildi og þyrfti - plús það að lesa hinar þessar skýrslur og fréttir og blogg og meil og guð má vita hvað. og mér finnst þetta skemmtilegt. en ef að reiknað er með 40 stunda vinnuviku,- ja, þá hefur engin dottið niður ennþá! en vitaskuld er álagið minna en var í kosningabaráttunni í vetur og mátti líka alveg minnka - bara svona svo geðheilsan héldist. ég hef svo notað lausar stundir í smá smíðar hér í fyrirtækinu mínu, sunnlenska bókakaffinu. er þar að smíða tvö salerni sem telst kannski ekki virðulegt verkefni þingmanns en hvað um það. mitt eiginlega sumarfrí verður svo frá 8. - 29. ágúst en þá verð ég í útlöndum.
Bjarni Harðarson, 25.7.2007 kl. 01:04
Mér finnst Bjarni lýsa tilveru manns sem lifir og hefur gaman af því. Kannski ekki mikið frábrugðið okkur hinum. Skyldur þingmanna þessa stundina eru samt óneitanlega litlar sem engar og þeir ráða því algerlega sjálfir hvort þeir eru að gera eitthvað af viti eða bara í fríi. Flestir þeirra eru horfnir með öllu og sjást hvorki né heyrast.
Það sem Bjarni gerir er vegna eigin frumkvæðis og áhuga á viðfangsefni sínu og það gerir hann einmitt að verðugum þingmanni. Ég hef engar áhyggjur af því að hann muni ekki vinna fyrir sínu kaupi þegar á hólminn verður komið. Ég hef áður lýst áliti mínu á Bjarna og þarf ekki að endurtaka það.
Haukur Nikulásson, 25.7.2007 kl. 09:02
Sæll Bjarni,
Það er flott hjá þér að standa fast á þinni skoðun um Valhallarmálið. Þetta er stór hluti ásýndar Þingvalla og skelfilegt ef að enn ein steríla nútímabyggingin risa þarna í stað núverandi bygginga.
Varðandi vinnutíma þingmanna þá höfum við nú ávallt haldið að "sumarfrí" og önnur frí þingmanna ættu að nýtast þeim til að vinna í sínum kjördæmum, hitta kjósendur og fleira. Alltaf leiðinlegt þegar að fáir einstaklingar eyðileggja fyrir fjöldanum með að liggja í leti og sóla sig í útlöndum.
Haltu áfram á þinni braut - það koma með þér ferskir vinar.
kk, Stúkurnar hjá Rent.is
www.rent.is
Accommodation service in Iceland
Houses for rent
Apartments for rent
Stúlkurnar hjá Rent (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.