Manngerðar hörmungar Eyjamanna

Það er ósanngjarnt að kenna ríkisstjórninni um þær hörmungar sem sjávarútvegurinn gengur nú í gegnum vegna kvótaniðurniðurskurðar þó okkur greini aðeins á um hversu langt eigi að ganga í niðurskurði. Herjolfur

Þær hörmungar bitna nú mjög á Vestmannaeyingum en i ofanálag mega Eyjamenn búa við manngerðar hörmungar í samgöngumálum og það er grafalvarlegt. Við fáum nú fréttir af tvennu í einu, annarsvegar umdeildri skýrslu verkfræðinga um göng til Eyja þar sem þau eru reiknuð upp í hæstu hæðir. Hinsvegar valdhroka og óliðlegheitum í stjórnkerfinu þegar Eyjamenn fara fram á eðlilega og sanngjarna fjölgun ferða til Vestmannaeyja.

Hvevetna berast skeyti. Einn embættismaður segir að ríkinu sé í sjálfsvald sett hvort það komi að samgöngum til Vestmannaeyja og stjórnarliði á þingi efast um andlegt heilbrigði okkar sem barist höfum fyrir bættum samgöngum til Eyja. Er þetta hinn nýi tónn gagnvart landsbyggðinni sem núverandi stjórnherrar hafa ákveðið að spila...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu.

Ég er ein af þeim sem styð bættar samgöngur almennt en því miður get ég ekki séð mig né aðra hér á jarðkringlunni ferðast í gegnum ein hættulegustu göng veraldar með  -því miður-   mikilli áhættu hvað eldhræringar varðar og þá miklu slysahættu sem af því hlýst.

Ég spyr því í beinu framhaldi.

Af hverju er þetta ekki tekið inn í myndina?

Djásn (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er þér svo innilega sammála núna Bjarni og var svo mjög sáttur við þig í Kastljósinu áðan ég var alveg sammála þér þar líka. Bara ánægður með þig í dag.

Djásn ég held að það hljóti að hafa verið tekið með í reikninginn ég trúi ekki öðru, en það á eftir að fara fram rannsókn á berglögunum þarna með tillyti til gangnagerðarinnar, ef ég man rétt. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.7.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta gangarugl er ekki einu sinni fyndið lengur og aldeilis ótrúlegt að verið sé að tefja umræður um raunverulegar samgöngubætur þ.e. á sjó, með þessu andskotans rugli. Hvað sem síðar verður er þetta ekki raunhæft núna, en það þykir sjálfsagt gott til að rugla í eyrun á þeim þarna úti að þykjast styðja þetta. Sérstaklega þegar menn ráða engu og geta talað ódýrt. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.7.2007 kl. 23:52

4 identicon

Svo væri líka hægt að taka þessa 80 milljarða sem göngin myndu kosta og setja þá á bankabók og deila ávöxtuninni á hvern Vestmanneying. Miðað við 5% ávöxtun þá væru það 4 milljarðar sem þeir gætu skipt á milli sín.  Vestmannaeyingar eru ca. 4000 sem gerir þá milljón á haus á ári

hmmm...... 

Árni Johnsen (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 10:43

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég er mjög frjálslyndur þegar kemur að þvi að leyfa komment á síðu þessari en kann því samt illa að menn skrifi hér undir fölsku nafni eins og gert er hér að ofan þar sem ég þykist vita að höfundur þessa er ekki alþingismaðurinn árni johnsen og alnafna á hann engan hér á landi. ég mun ekki eyða þessari færslu en vek athygli lesenda á aumkunarverðri nafnfölsun í annars ágætu kommenti.

Bjarni Harðarson, 27.7.2007 kl. 11:12

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála þér enn og aftur Bjarni, menn eiga að getað skrifað undir nafni og tekist á um skoðannir oftast þroskumst við við það oft kemur í ljós nýr vinkill á okkar hugmyndir.

Ég er á þeirri skoðun að halda eigi áfram að skoða möguleikann á göngum, en þarna kom nýr vinkill á þennan hug minn s.s. þetta með peninganna svo má hugsa og tala kallt og allt að því ódýrt og segja flyjum þá bara uppá land.

Heldurðu Bjarni að ég sé nokkuð að verða framsóknarmaður ?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.7.2007 kl. 12:03

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Tek undir það sem hann Sveinn segir.  Þið framsóknarmenn höfðu tólf ár í það að gera eitthvað fyrir samgöngur okkar Eyjamanna. Nei Bjarni minn, þú verðu fjarskalega ótrúverðugur þegar þú núna gagnrýnir aðra um aula skap í samgöngumálum okkar hér í Vestmannaeyjum.  Hitt er svo, að gagnrýni þín Bjarni á fullan rétt á sér. Í dag get ég  ekki komið auga á hvorn hallar meira, fyrri stjórn, eða núverandi valdhafa í aulaskap, þegar rætt er um samgöngur og úrbætur í þeim málum.

Þorkell Sigurjónsson, 27.7.2007 kl. 14:56

8 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sammála þér Bjarni,

En varðandi samgöngumálin. 

Það er grátlegt að horfa á menn tala um að Eyjamenn séu að fara fram á göng fyrir 80 milljarða, ég þekki ekki einn Eyjamann sem ætlast til að fá framkvæmd upp á 80 milljarða í formi bættra samganga.

þrátt fyrir að margar mismunandi útgáfur reikningsdæma nafnlausra bloggara hafi komið fram, eins og að göngin muni kosta 11-18 milljónir á hvert mannsbarní Eyjum, þá vil ég taka fram að væntingar Eyjamanna urðu að engu þegar skýrslan kom út í vikunni. 

Við gerum okkur grein fyrir ástandinu og ef 80 milljarða verðmiði er á þessum framkvæmdum mun það verða slegið af, eðlilega!

 Ég vil enn og aftur benda þessu fólki á að þorri Eyjamanna vilja  fyrst og fremst fá bættar samgöngur milli lands og Eyja hvort sem það er ferjulægi við Bakkafjöru , Göng eða nýtt og hraðskreiðara skip milli lands og Eyja.

Grétar Ómarsson, 27.7.2007 kl. 15:12

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er nú ekki alveg sammála þarna Bjarni/Rikstjorin á þarna stóran þátt,bæði hvað varðar samgöngur og svo Aflamarkið/báðir þessir hlutir hefðu getað verið Bjartari ,ef rétt hefði verið farið að/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.7.2007 kl. 18:05

10 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Ég held að þessi skýrsla gefi ekki kanski alveg rétta mynd af þessu máli.  Var búið að rannsaka berglög o.þ.h. þarna? Er þær rannsóknir í skýrslunni?  Það gæti alveg verið að þessi skýrsla sé byggð á huglægu mati.  Jú, áhætta á jarðhræringum er vissulega til staðar þarna, en væri ekki um að gera að rannsaka málið til hlítar áður en gefin er út skýrsla um það.  Mér finnst vel þess virði að leggja smá aur í að skoða þetta mál alveg niðrí kjölinn.  Ég held að þessi tala, 50 - 80 milljarðar sé ekki alveg raunhæf þar sem rannsóknir á svæðinu hafa ekki verið nægilega margar.  50 - 80 milljarðar er skuggalega há tala, það veit ég vel.  En var þessi skýrsla ekki bara gerð fyrir ríkisstjórnina og látin vera henni þóknanleg til að hægt væri að slá gagnahugmyndina út af borðinu í eitt skipti fyrir öll? Held það því miður.  Nú er aðeins einn kostur í stöðunni, að mínum dómi, en það er nýjan Herjólf, hraðskreiðari, sem siglir til Þorlákshafnar.  Ferjulægi við Bakkafjöru er útilokað dæmi, er mér sagt af reyndum sjómönnum sem silgt hafa þarna um í stórsjó og brimi.  Mér skilst að það hafi oft mælst uppundir 14 metra ölduhæð fyrir utan Bakkafjöru og þarf víst ekki mikið til að það náist.  Síðan má skoða það hvort ekki sé hægt að stórbæta flugsamgöngur til Eyja.  Ég vil kvetja þig! Bjarni, vinur minn, til að hamra á þessu máli í þinginu sem og örðum málum

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 27.7.2007 kl. 23:11

11 identicon

Ætla nú ekkert að tjá mig um samgöngur og hörmungar en vildi bara segja góða ferð til Perú á næstunni. Verð að segja að þú er heppinn að vera á leiðinni þangað, ótrúlega skemmtilegt land og yndislegt fólk. Bjó þar í þrjá mánuði í fyrra  og stundaði spænskunám og vann í sjálfboðavinnu á barnaspítala. Þannig að ef þig vantar einhverjar upplýsingar, hafðu þá endilega samband. Annars segir ég bara tener un viaje agradable a Perú kveðja María

María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 03:34

12 Smámynd: Stefán Stefánsson

Í gegn um tíðina hafa verið boraðar nokkuð margar borholur í Vestmannaeyjum og lengi reyndu menn að ná í kalt neysluvatn, en gáfust upp að lokum og lögðu lögn frá landi.
Bergið undir eyjunum er svo lekt að alltaf fengu menn sjó upp úr holunum og allt þetta er hægt að lesa um í borskýrslum hjá Orkustofnun.

Það eru semsagt til góðar upplýsingar um jarðlög undir og við Vestmannaeyjar og því mjög trúlegt að áhættan sé fullmikil til að fara í þetta verkefni, en auðvitað mætti rannsaka leiðina það sem eftir er til lands.

Árni Jonsen sagði að skýrsla VST væri byggð á getgátum........ er þá ekki ef það sama sem segja má um sænsku vini hans sem komu með kostnaðaráætlun fyrir hann?  

Stefán Stefánsson, 28.7.2007 kl. 21:22

13 identicon

Ég leyfi mér að fullyrða að það sem flestir Vestmannaeyingar og aðrir sem áhuga hafa á bættum samgöngum til Eyja vilja, er að nauðsynlegum ransóknum varðandi göngin verði lokið áður en ákvörðun um þau er tekin. Þangað til eru menn bara með jöfnu með einni eða fleirri óþekktum stærðum og það vita allir sem vilja að út úr slíku dæmi er ekki hægt að fá einhverja vissa útkomu.

Ég er ekki sammála Kristjáni hér að ofan að fara útiloka eitthvern möguleika á þessu stigi, samanber Bakkafjöru ef það kemur í ljós þegar allar forsendur liggja á borðinu að göngin verði of dýr til að hægt sé að réttlæta þau.

Það hafa vissulega verið boraðar holur á Heimaey eins og Stefán talar um og það liggur fyrir að berglögin eru lek þar en en það er ekki vitað hvað þau berglög ná langt út frá eyjunni og þess vegna þarf að ransaka það. Þær tafir sem orðið hafa á gerð gangnanna frá Kárahnúkavirkjun eru vegna lekra jarðlaga og það væri eðlilegt að þjóðin fengi að vita hver sá aukni konaður er sem er af þeim völdum og mætti þá nota þær upplýsingar í reikningsdæmið varðandi göng til Eyja. Það er í það minnsta ekki horft í aurinn þar.

Vestmannaeyjar eru vissulega jarðfræðilega virkt svæði, en þau eru líka mörg virku svæðin á Íslandi þar sem farið er út í stórar og dýrar framkvændir, samanber Tungnársvæðið, Krafla, Nesavellir, Hellisheiði og hvernig heldur fólk að Kárahnúkar hafi myndast, þar sem Upptippingar eru ekki langt frá og allt skelfur þessa dagana. Svo er talað um að fara að virkja Þeistareykjasvæðið.

Að framansögðu má sjá að allt tal um að ekki sé verjandi að fara í gangnagerð til Eyja vegna jarðvirkni á tæplega rétt á sér, þó við íslendingar verum alltaf að hafa náttúruna með í dæminu.

Á meðan beðið er eftir að hægt sé að taka vitræna ákvörðun um framtíðarlausn í samgöngumálum Vestmannaeyja þá höfum við Herjólf sem ekki þarf að fá hvíld á nóttunni þ.e. vera bundinn við bryggju. Uppbygging á samgöngukerfi landsins miðast öll við að mæta toppum og bæta öryggi og er þá ekki verið að spá í það þó að umferð sé lítil á nóttunni. Þó það bætist 15 aukaferðir við núverandi áætlun Herjólfas þá mun það örugglega ekki duga. Það þarf einfaldlega að fullnýta Herjólf allt sumarið með þremur ferðum alla daga frá maí og fram í september.

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 08:07

14 identicon

PS. Að lokum vil ég þakka þér Bjarni fyrir vekja þessar umræður á þessum vetfangi.

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband