Framsóknarhugsjónir í austurvegi

Kom endurnærður úr austurvegi í gærkvöld en þangað flaug ég í fyrradagsmorgun til að vera við unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands. Þar fór saman glæsileg aðstaða heimamanna og frábær skipulagning þeirra UMFÍ manna undir forystu Björns Bjarndal. hornaf02

Skemmtilegast var þó að sjá þann hugsjónaeld sem brennur í starfi Ungmennafélaganna og er sá sami og Framsóknarflokkurinn sótti sér neista til á morgni 20. aldar og mun gera enn á nýrri öld.

Fyrir setningu mótsins fórum við Lilja Hrund framsóknarleiðtogi í mat á splunkunýjum og glæsilegum humarstað Ara og Önnu (Lú) Þorsteinsbarna sem rekinn er í einu elsta kaupfélagshúsinu á staðnum. Óborganlega flott hjá þeim systkinum eins og þeirra er von og vísa.

Hélt heim á leið að kvöldi föstudags og gisti Öræfin hjá Evu dóttur minni sem vinnur sem landvörður í Skaftafelli. Nauðsynleg heimsókn enda munum við fegðin nú ekki hittast fyrr en næst á jólum því meðan ég verð í Perú í ágúst heldur hún til klæðskeranáms undir Himalajafjöllum. Heimurinn er svei mér að verða lítill!

Laugardaginn fór í að líta í kaffi hjá nokkrum góðum og gegnum Framsóknarmönnum í Skaftafellssýslum og hafði með mér íslenskættaða puttalinga frá Þýskalandi en faðir annars þeirra er kennari á Hvanneyri en býr í Svartaskógi!

(Myndina hér að ofan tók vinur minn Mats Wibe Lund og fer þar saman einn besti ljósmyndari landsins að mynda eitt fegursta pláss landsins.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þú ert trúr þinum kjósendum það gott/en hefðirðu ekki þegið kaffi hjá Sálfstæðsimönnum,ók svona smá grin/samþykk  að það er fallegt þarna/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 5.8.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð eina sem er um þetta að segja er, að þim fer hratt fækkandi Framsóknarmönnunum þarna og hef heyrt hjá óljúgfróðum, að í Suðursveit sé nú orðið minna um slíka en áður hefur þekkst.

Afar jákvæð þróun, færu þeir allir í mitt þjóðlega íhald.

Miðbæjaríhaldið

með kærri kveðju

Bjarni Kjartansson, 7.8.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband