Ljósanótt, glóðaauga og meira um Grímseyjarferju

Þingmaður þungur á brá,

þekktari fyrir að spauga.53434_IMG_9425

Barinn og bólginn að sjá,

Bjarni með glóðarauga....

Stakan sú arna er tekinn af ágætum bloggvef Björns Jóhanns Björnssonar Skagfirðings og Moggamanns en  tilefnið var viðtal tekið við mig um Grímseyjarferjuna í Sjónvarpi í gærkvöld. Birni og fleirum varð þar starsýnt á ásjónu mína sem hefur kannski aldrei fögur verið en batnaði síst í sumar og honum datt að vonum helst í hug að ég hefði verið barinn. Svo slæmt er þetta samt ekki. Það rétta í málinu er að ég fékk byltu á fjallamótorhjóli mínu snemma í júlímánuði síðastliðnum og kostaði þriggja tíma bróderingar á sjúkrahúsi norður á Akureyri. Allt fór þó betur en á horfðist og mesta guðsmildi raunar að augað slapp.  Ég hef reyndar komið í sjónvarpi eftir þennan atburð en gætti þess mjög í fyrrri tilvikum að fela áverkann með sminki og í Valhallarviðtali sem tekið var rétt eftir slysið leyfði ég sjónvarpsmönnum aðeins að beina myndavél að skárri hliðinni á andlitinu. Hefi svo reglulega borið á eymslin jónsmessudaggardropa frá Brúnavallabræðrum en nú dugar enginn skrípaleikur lengur enda líkur á að örið á kinninni verði að einhverju leyti varanlegt...

En nóg um það. Helgin var skemmtileg og endaði með ljúfu matarkvöldi heima á Sólbakka með börnum, foreldrum og tengdaföður en tengdamóðir mín var fjarri góðu gamni eins og svo oft áður við sína ótrúlegu elju við leiðsögn ferðamanna. Á laugardag sótti ég Reykjanesbæ heim þar sem var dúndrandi fjör í samfelldri menningarveislu Ljósanætur. Reyknesingar kunna svo sannarlega að 53400_IMG_1554taka á móti gestum og var sama hvar komið var, á stórar sýningar, kórtónleika eða í gallerí í heimahúsum, - allsstaðar mætti okkur alúð, gestrisni og höfðingsskapur. Það var svo stórvinur minn og höfðinginn Páll Ketilsson sem leyfði mér að setja inn myndir af vef Víkurfrétta, www.vf.is.

Reyndar liggur leiðin aftur út í Reykjanesbæ í dag þar sem opna á göngudeildarútibú frá SÁÁ og svo er ég að vonast til að komast aðeins áfram í frekari skrifum um hina miklu Grímseyjarferju og miður glæsta frammistöðu ráðamanna í því máli. Er reyndar í þessum töluðu orðum að fara á fjárlaganefndarfund þar sem aðal umræðuefnið verður einmitt nefnd embættisfærsla í ferjumálinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Bjarni, Hvað finnst þér um Bakkafjöru? Mörgum sjómönnum finnst þetta vera glapræði og ekki það sem eyjamönnum vantar.

Georg Eiður Arnarson, 3.9.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni/ stóðst þig vel í þessu viðtali um Ferjumálin/það þarf sko að taka þetta vel i gegn/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.9.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta hefur fólk upp úr því að gefa öðrum illt auga, sýknt og heilagt.

Árni Gunnarsson, 4.9.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband