Þingvallanefnd, Gjábakkavegur og gullhamrar í bílskúrnum

Það var stund millum stríða á mánudagskvöldið þegar ég gat stokkið út í bílskúr með yngsta syni mínum til smíða. Hann er þar að koma sér upp æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitaræfingar og innan skamms verður þetta litla rými í skúrendanum orðið yfirfullt af rafmagnsgíturum, bössum og mögnurum. Eitthvað hafði dottið í drengina að mála einn hamarinn gulllitaðan og þegar ég spurði um tilganginn þá var það til þess að slá mætti gullhamra. Það lenti svo á mér að slá gullhamra þetta kvöld og undir það lauk var lófinn orðinn æði gullsleginn líka þó ekki sjái ég sérstaka kosti við það.

Í gær átti ég fund með félögum í Draugasetrinu um mögulega háskólauppbyggingu á Stokkseyri. Annars fór dagurinn fór í símtöl og lestur vegna bæði Grímseyjarferju og Gjábakkavegar. Vegurinn sá var á dagskrá Þingvallanefndar núna í hádeginu í dag en þar var samþykkt að ekki væri neitt tilefni hjá nefndinni til að samþykkta eða ályktana um málið enda er nefnd vegalagning utan þjóðgarðsins og tekið hefur verið tillit til óska fyrri Þingvallanefndar. Málið hefur tvívegis farið í gegnum umhverfismat og ég hefi miklar efasemdir um rétt nýs umhverfisráðherra til að taka það upp að nýju. Gjabakkavegur_-_veglinur

En aðeins áfram um Þingvallanefndarfundinn sem var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu, stofu Hannesar Hafstein og við fengum dýrindis ýsu frá Tungnamanninum Jóni kokk sem ræður ríkjum í eldhúsinu í þessari merku byggingu. Merkast í dagskrárliðum dag var kynning á stækkun á fræðslumiðstöð á Hakinu sem Landsbanki Íslands mun styrkja og er ánægjulegt hve bankinn er ræktarsamur við þennan forna helgistað. Ég er sjálfur þannig innstilltur gagnvart þjóðargersemi þessari að ég tel síst verra að einstök fyrirtæki eða einstaklingar kosti þar uppbyggingu enda sé það gert undir forystu Þingvallanefndar. Svo var rætt um gróður og skógrækt á staðnum, girðingamál og sumarhús. Ég hreyfði því aðeins hvort ekki væri rétt að heimila beit innan þjóðgarðsins og því var ekki alveg afleitlega tekið en málið samt ekki rætt að marki.

Á eftir á ég svo leið á Kaffi Reykjavík þar sem ég ræði við Lionsfélaga um Gunnar og Njál og Inka og Þykkbæinga - eða eitthvað allt annað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni

 Mig langaði bara að spurja hvort þú hefðir fengið póst sem ég sendi þér í fyrradag. Endilega vertu í bandi, hvort sem þú fékkst hann eða ekki.

 Með kærri kveðju

Sigurjón Bergsson 

Sigurjón Bergsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 20:20

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Taktu Össur með þér að skoða kirkjugarðshliðið á Þingvöllum,hvernig ykkur gengur með lokuna sem lokar því.Ég var þar á ferð í sumar og hafði hug á því að fara í gegnum hliðið en ekki yfir garðinn.Ég hafði loks að draga lokuna frá og opna hliðið með hjálp Englengdings og hafði þá beðið bæði guð og Þór að hjálpa mér,guð fyrst og svo Þór af því að hann hafði verið á undan guði á staðnum og kannaðist Englendingurinn við það.Það var greinilegt að þingvallanefnd fer ekki oft í gegnum það hlið.

Sigurgeir Jónsson, 5.9.2007 kl. 23:21

3 identicon

Jamm og jæja. Háskóla í hvern hrepp, framhaldsskóla á hvert heimili!  Og hvur á svo að kenna þar?

-sigm. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 04:49

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni vonandi stendur þú með að þessi vegur um Gjábakka verði lagður,það er stórt ,og þarflegt mjög/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.9.2007 kl. 08:02

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og hvað á hljómsveitin að heita ?

Halldór Sigurðsson, 7.9.2007 kl. 21:38

6 identicon

Jóhann Örn

Ef framsóknarmenn eru allir spilltir eru þá ekki allir sjálfstæðismenn þjófar. Ég bara spyr.

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 10:13

7 identicon

Menn ættu hvar sem í flokki þeir standa,að það er vandi að kasta grjóti í glerhúsi svo að vel fari  kv. gissur

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 17:40

8 identicon

Komið þið sæl, Bjarni; og skrifararnir aðrir !

Jóhanna ! Hvernig væri nú, að skrifa undir fullu nafni ?

Jóhann Örn ! Býstu við því, að Bjarni Harðarson svari þér nokkru, hann er jú samnefnari sunnlenzkra rislítilla stjórnmála  manna, eins og þeir hafa verið, hin seinni árin, að þeim félögum mínum Eggert Haukdal og Grétari Mar Jónssyni og Kjartani Ólafssyni undanskyldum. Jóhann Örn ! Bjarni Harðarson er aftur á móti RISMIKILL bókavinur og grúskari, og hæfir bezt setu sinni, í hinni ágætu Bókhlöðu sinni, við Austurveg; meðal Selfysskra. Sunnlendingar eiga vart þýðingarmeiri fræðimann, af yngri kynslóðinni, í þjóðlegum efnum; og Bjarna Harðarson, eða síðan Helgi Hannesson heitinn, var upp á sitt bezta.  

Á Alþingi hefir Bjarni ekkert erindi, og hefi ég látið það, fölskvalaust; uppi við hann, hér á síðu hans; bæði fyrir og eftir kosningarnar, í vor leið. Svona menn, eins og Bjarni Harðarson; eru miklu þýðingarmeiri, fyrir bókmenningu og aðrar þjóðlegar eigindir, fremur en í einhverjum innihaldslausum já- kór, þeirra Framsóknarmanna, eða þess, sem enn eimir eftir, af þeim.

Vil nú, hleypa já - kór Bjarna að aftur, en....... Jóhann Örn ! Heldur þætti mér stungin tólgin; svaraði Bjarni þér nokkru, um fyrirspurn þína, hér að ofan.

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölfusi / Óskar Helgi Helgason       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 17:59

9 identicon

Óskar! Ég er þér ósammála, hann Bjarni á fullt erindi inn á Alþingi til góðra verka.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:30

10 identicon

Komið þið sæl, að nýju !

Ólafur Sveinn !

 Að sjálfsögðu, mátt þú vera mér ósammála; Ólafur minn, en,.............. bakka ekki hætis hót með það, að þjóðleg fræði hafa meiri þörf, fyrir krafta Bjarna Harðarsonar, en þingmennskugutl það, sem hann hyggst iðja, og það líka fyrir þessa smánarhreyfingu; sem Halldór Ásgrímsson og hans nótar, hafa gert Framsóknarflokkinn að; Ólafur minn.

Góðir þjóðfræðingar; og bókelskir, liggja ekkert á lausu, nú til dags.

Með ítrekuðum kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:08

11 Smámynd: Bjarni Harðarson

sæll jóhann - bara svo það sé á hreinu - ég mun birta grein eða jafnvel greinar um spillingarstimpil framsóknar - en það eru ennþá einhverjir dagar og jafnvel vikur í þau skrif... annars kærar þakkir fyrir áhugann

Bjarni Harðarson, 9.9.2007 kl. 12:04

12 identicon

Hvað er þetta eiginlega. Maðurinn ekki búinn að sitja á þingi í hálft ár og menn farnir að geta dæmt um erindi hanns þangað. Ég get sagt það hiklaust að Bjarni hefur meira vit á pólitík en helmingurinn af þessum viðvaningum sem setið hafa á þingi í fjölda ára af heð framar vinsældum. Takk fyrir

Loftur Óskar Grímsson (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband