Eldri færslur
- Maí 2014
- Mars 2014
- Október 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Heiðinginn ég og hið kristilega siðgæði
13.12.2007 | 00:59
- Er Framsóknarflokkurinn orðinn kristilegi flokkurinn í landinu, sagði flokksbróðir minn við mig í dag nokkuð svo undrandi og hafði eins og ég hlustað á þá þingmenn flokksins Höskuld Þórhallsson og formanninn tala um þá ógnun sem steðjar að kristilegu uppeldi með nýjum reglum menntamálaráðherra. Og hvað finnst þér, bætti þessi kunningi minn við, vitandi að ég er heiðingi, utankirkjumaður og eiginlega eins mikill efasemdarmaður um guðdóminn og vera má.
En ég styð ekki þann umburðarlyndisfasisma sem hæstvirtur menntamálaráðherra stendur nú fyrir með því að afnema kristilegt siðferði úr námskrá skólanna. Þetta snýst engan vegin um það hvaða siðferði er öðru betra. Hvort heiðingjar, múslimar eða hindúar hafi hér eitthvað betra fram að færa. Málið snýst um það hvort við erum rótföst menningarþjóð eða eitthvað rótlaus og týnd í alheimsþokunni.
Hvað sem líður afstöðu einstaklinga, minni og annarra til guðdómsins þá erum við Íslendingar kristin þjóð. Vitaskuld grundvallast mínar hugmyndir um siðferði, manngildi og lífið því á sjónarmiðum feðra minna og mæðra langt aftur. Eru þessvegna bæði kristin og vestræn, (- jafnt þó mig gruni að faðir minn sé næsta eins trúlaus og ég.) Við eigum vitaskuld ekki að loka neinum gluggum gagnvart öðrum gildum en heldur ekki að tapa rótfestu okkar.
Prestar eru nú reknir útaf leikskólum, börnum bannað að fara í fermingarfræðslu í Skálholt á skólatíma (og það er skólatími alla virka daga hjá fermingarbörnum.) Slík ofstjórn er gerð í nafni misskilins umburðarlyndis og þó að það sé stórt orð að kalla slíkt fasisma þá er það því miður réttmætt. Kúgunin og heimskan sækir að okkur úr ýmsum áttum og birtist með ýmsu móti. Og vitaskuld er það ekki annað en kúgun þegar hinn stóri meirihluti kristinna manna má ekki viðhalda því hófsama trúboði sem hin ágæta þjóðkirkja hefur iðkað með þjóðinni og í sátt við þjóðina í aldir. Bæði í leikskólum og barnaskólum.
Það er hollt að velta fyrir sér hvað græðist á þessu mistæka umburðarlyndi. Fyrst og síðast það að öfgamenn innan kirkjunnar fá byr undir báða vængi og hvers kyns öfgatrúboð á greiðari leið að þeim stóra hópi sem er misboðið. Sama á raunar við um þær barnalegu hugmyndir að við eigum í anda trúfrelsis að aðskilja ríki og kirkju. Slíkt mun einasta skemmta skrattanum og þeim öfgamönnum sem vilja boða lýðnum elda og brennistein annars heims.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Tenglar
- X-J 2013 Regnboginn.is
- Jón fóstri
- Guðmundur djákni
- Tilveran í ESB
- Netbókabúð bókakaffisins
- Bloggsíða villikatta
- Bókablogg Sunnlenska bókakaffisins
- Heimssýn, - Ísland EKKI í ESB
- Egill Bjarnason ferðalangur
- Atli
- Harpa
- Vinstri vaktin gegn ESB
- AMX hægri fréttir
- Laugarás í Biskupstungum á fésbókinni Hér má finna gamla og nýja íbúa Laugaráss í Biskupstungum
- Smugan vinstri snú!
- Anna Björnsson
Bloggvinir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Ágústa
- Ævar Rafn Kjartansson
- Agnar Bragi
- Agnes Ásta
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Helga R. Einarsdóttir
- Á móti sól
- Andrés Magnússon
- Andrés.si
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Hólm Ármannsson
- Árni Matthíasson
- Árni Þór Sigurðsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Ása Björg
- Ívar Pálsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Rúnar Halldórsson
- Auður Eva Auðunsdóttir
- Egill Bjarnason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Margrét Annie Guðbergsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Björn Emil Traustason
- Birkir Jón Jónsson
- Hommalega Kvennagullið
- Birna G
- Guðrún Olga Clausen
- Bjargandi Íslandi
- Björn Jóhann Björnsson
- Bleika Eldingin
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðmundur Bogason
- Bogi Jónsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Bwahahaha...
- Brjánn Guðjónsson
- Baldur Már Róbertsson
- SVB
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja Hjaltadóttir
- Bergþór Skúlason
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- busblog.is
- Charles Robert Onken
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Diesel
- Dofri Hermannsson
- Adolf Dreitill Dropason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Ágúst Dalkvist
- GK
- Bjarni Kjartansson
- Dunni
- Óskar Ingi Böðvarsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Gomez
- Einar Freyr Magnússon
- Einar Sigurbergur Arason
- Eiður Ragnarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Zóphonías
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Árnason
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Fannar frá Rifi
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Femínistinn
- Stefán Þórsson
- Jakob
- FLÓTTAMAÐURINN
- Gísli Foster Hjartarson
- Ritstjóri
- FreedomFries
- Friðjón R. Friðjónsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Björgvinsson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- FUF í Reykjavík
- Hlynur Sigurðsson
- Dóra litla
- Baldur Fjölnisson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gestur Halldórsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Hjálmar
- Einar Ben Þorsteinsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Skákfélagið Goðinn
- Ingólfur H Þorleifsson
- Stafnhús ehf
- Götusmiðjan
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Ómarsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Magnússon
- gudni.is
- Guðrún Fanney Einarsdóttir
- Guðrún
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gulli litli
- Gunnlaugur Stefánsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Jón Erlendsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Gylfi Guðmundsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- halkatla
- Halldór Baldursson
- Hallur Magnússon
- Haukur Már Helgason
- Jóhann Ágúst Hansen
- haraldurhar
- Haraldur Haraldsson
- Héðinn Björnsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Reyr Ágústsson
- Heiða Þórðar
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Heiðar Sigurðsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Helgi Már Bjarnason
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Kristín Einarsdóttir
- Eiríkur Harðarson
- Heiðar Lind Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helgi Sigurður Haraldsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hlynur Hallsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- HP Foss
- Krummi
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Fulltrúi fólksins
- Hrólfur Guðmundsson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Hvíti Riddarinn
- Icelandic fire sale
- íd
- Ingimundur Kjarval
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
- Sævar Einarsson
- Elísa Arnarsdóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Svanur Jóhannesson
- Einar Vignir Einarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- jósep sigurðsson
- Jóhann Steinar Guðmundsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jón Finnbogason
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Jón Magnússon
- Jóhann Jóhannsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Bergur Thorberg
- Karl V. Matthíasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Vídó
- Kristján Jónsson
- Guðjón H Finnbogason
- Kolbeinn Karl Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Stjórnmál
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kolbrún Hilmars
- Karl Tómasson
- Kolbrún Ólafsdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Landvernd
- Lára Stefánsdóttir
- Heimir Eyvindarson
- Laufey Ólafsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Jónas Jónasson
- Pálmi Guðmundsson
- Gylfi Norðdahl
- Loopman
- Guðný Lára
- Guðjón Baldursson
- Edda Jóhannsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Magnús Jónsson
- Magnús Vignir Árnason
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- Máni Ragnar Svansson
- Björn Benedikt Guðnason
- Guðmundur Margeir Skúlason
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Níels Bjarki Finsen
- Jón Svavarsson
- Ólafur Björnsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Nordal
- Hundshausinn
- Guðmundur Örn Jónsson
- Óttar Felix Hauksson
- Páll Geir Bjarnason
- Páll Vilhjálmsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- percy B. Stefánsson
- perla voff voff
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jóhann Birgir Þorsteinsson
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Rúnar Birgisson
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- ragnar bergsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Víðir Benediktsson
- Salmann Tamimi
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurjón Valgeir Hafsteinsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Egill Helgason
- Sigurður Jónsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Jóhann Waage
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Karl Hreiðarsson
- Halldór Sigurðsson
- Brynja skordal
- Hreiðar Eiríksson
- Hannes Friðriksson
- hilmar jónsson
- Snorri Hansson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Bogi Sveinsson
- Stefán Þór Helgason
- Stefanía
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- Þorsteinn Briem
- Steinn Hafliðason
- Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
- Samband ungra framsóknarmanna
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svanur Kári Daníelsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Sigursveinn
- Helgi Guðmundsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Tíðarandinn.is
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gísli Kristjánsson
- Þorleifur Ágústsson
- TómasHa
- Tómas Þóroddsson
- Reynir Hugason
- Trúnó
- Halldór Egill Guðnason
- Gaukur Úlfarsson
- Unnar Geir Þorsteinsson
- Ferðaþjónustan Úthlíð
- Vilhjálmur Árnason
- P.Valdimar Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Valsarinn
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vestfirðir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Guðfríður Lilja
- Gylfi Björgvinsson
- Vilhjálmur Árnason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Aðalsteinn Bjarnason
- Aðalsteinn Júlíusson
- Andrés Kristjánsson
- Anna Einarsdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Arnþór Helgason
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Árelíus Örn Þórðarson
- Árni Haraldsson
- Árni Þór Björnsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Hafberg S.
- Barði Bárðarson
- Benóný Jónsson Oddaverji
- Bergur Sigurðsson
- Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
- Birgir R.
- Birna G. Konráðsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Jónsson
- BookIceland
- Braskarinn
- Carl Jóhann Granz
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Einarsdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- ESB og almannahagur
- Eva G. S.
- Eygló Sara
- Eyþór Örn Óskarsson
- Friðrik Kjartansson
- Garún
- Gestur Janus Ragnarsson
- Gissur Þórður Jóhannesson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson
- Grétar Mar Jónsson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Heiðarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Gústaf Níelsson
- Gylfi Gylfason
- Hafþór Baldvinsson
- Halla Rut
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Jónsson
- Haraldur Hansson
- Haukur Baukur
- Haukur Nikulásson
- Heimir Ólafsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Hörður B Hjartarson
- Hörður Stefánsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingimundur Bergmann
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jóhann Pétur
- Jónatan Karlsson
- Jón Á Grétarsson
- Jón Árni Bragason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Daníelsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Lárusson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Katrín
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kári Harðarson
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Kristinn Arnar Guðjónsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Magnús Jónasson
- Magnús Kristjánsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Már Wolfgang Mixa
- MIS
- Offari
- Ólafur Björnsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Steinn Gestsson
- Paul Joseph Frigge
- Páll Helgi Hannesson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Raggi
- Ragnar G
- Ragnar Gunnlaugsson
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Samstaða þjóðar
- Samtök Fullveldissinna
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- S. Einar Sigurðsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Skuldlaus
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólrún Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Steini Palli
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Sveinn Björnsson
- Sædís Hafsteinsdóttir
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trausti Jónsson
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Urður bókafélag
- Vaktin
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Varmársamtökin
- Vésteinn Valgarðsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þorri Almennings Forni Loftski
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórarinn Lárusson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Bragason
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Heimisson
- Þráinn Jökull Elísson
Athugasemdir
Ég ætlaði að fara að þakka þér að taka á þessu máli, að mörgu leyti í skörpum anda, en þú endar þetta svo skringilega -- ætlar að fá ýmsa með þér með því að stökkva á 'umburðarlyndis'-(ekki fasisma, heldur)ofsa-vagninn í lokaorðunum og sýnir um leið meintum "öfgamönnum" í kristni lítinn skilning og jafnlítið umburðarlyndi.
Annars er nóg af eldi og brennisteini í Opinberunarbókinni -- 9.17-18, 14.10, 19.20, 20.10, 21.8 -- en þú tekur víst ekkert mark á henni, eða hvað? Varstu ekki orðaður við Ásatrúarfélagið, blessaður? (Tek það þó fram, að ég kann mætavel við hann Sigurjón Hegranesgoða o.fl. þar.)
Jón Valur Jensson, 13.12.2007 kl. 01:23
...og botninn varð eftir í Borgarfirði? Heiðingji hvað?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 01:44
Árið 1974 komst hugtakið kristilegt siðgæði fyrst inn í lög um grunnskóla, sama hugtak fór inn í lög um leikskóla 1991. Ég held að fólk hafi ekki verið að reka skóla fyrir þennan tíma sem boðuðu slæmt siðgæði. Eða siðgæði sem byggði á öðru en hefðum og gildum íslensku þjóðarinnar. Það eru engin rök í málinu að þetta sé nauðsyn til að efla umburðarlyndi og til að viðhalda íslenskum gildum, sagan sýnir annað. Mér finnst þín rök um misskilda umburðarlyndið heldur ekki halda í þessu máli. Það hefur komið fram aftur og aftur að ekki stendur til að fjarlægja eða úthýsa kristinfræði úr skólum. Málið snýst um að mannréttindi allra séu virt. Ekki bara þau sem okkur henta hverju sinni sem þjóð.
Ég þekki margt fólk sem er sammála þér um að ekki beri að aðskilja kirkju og ríki einmitt vegna þess að það muni kynda upp í helvítisprédikurunum. Þess vegna sé betra að hafa sauðmeinlausa þjóðkirkju. Því miður tel ég að þau rök haldi ekki heldur. Af lestri á bloggum ýmissa þjóðkirkjumanna virðist mér sem svo að þeir trúi á helvíti og helvítisvist. Ég tel ræðu biskups um andlegan hafís vera af sama meiði. Því miður.
Ég hóf störf í leikskóla fyrir um 30 árum, ég var leikskólastjóri í tæpan áratug. Ég man þegar ásókn presta til að koma og stunda trúboð í leikskólum hófst. Þetta er ekki hefð jafngömul leikskólanum. Hún er innan við tuttugu ára. Og vel að merkja ég upplifði það sem frekju og ofstjórn af hálfu kirkjunnar.
Ég söng glöð með börnum, Bjart er yfir Betlehem, ég gekk í kring um jólatré og ég sagði börnum sögur af Jesúbarninu. Ég sagði líka sögur af jólasveinum, álfum, tröllum og huldufólki. Allt gerði ég þetta til að styðja og viðhalda hinum íslenska menningararfi. Og ef ég á eftir að starfa í leikskóla mun ég halda því áfram.
Með jólakveðju og von um að Alþingi beri gæfu til að afmá setninguna um kristilega siðgæðið úr lögum.
Kristín Dýrfjörð, 13.12.2007 kl. 01:59
frábær pistill
halkatla, 13.12.2007 kl. 02:44
Mér þætti nú vænt um, Bjarni minn, að fá rökstuðning fyrir því að þeir sem vilja aðskilja ríkið og krikjuna séu öfgamenn sem boði lýðnum elda og brennistein annars heims Fórstu nokkuð öfugt frámúr í morgun?
Sigurður Sveinsson, 13.12.2007 kl. 06:18
Mér finnst þetta mál allt bera vott um aukna bókstafshyggju og trúarofstopa og að þær tilhneigingar hafi smitast yfir í kristin, vestræn samfélög, sennilega frá Íslam.
Þegar ég var barn var öllum nokk sama um kirkju og presta. Enginn lagði upp úr því. Sumir fóru í kirkju, aðrir ekki, og allir undu glaðir við sitt. Presturinn kom í skólann, sem kennari, og kenndi kristinfræði sem var trúarbragðafræði þess tíma. Þegar hann tók fermingabörn til spurninga, gerði hann það utan skólatíma, sem sóknarprestur, en kristinfræðina kenndi hann sem kennari.
Nú skiptir það öllu máli við hvaða trúarkenningu siðferði okkar er kennt. Mér gæti ekki verið meira sama, svona persónulega, svo fremi sem við erum sæmilega siðuð þjóð. Reyndar verð ég að segja það hreinskilnislega að ef "kristið siðferði" ræður för í sumum ákvörðunum, viðskiptum og afstöðu ráðamanna og embættismanna - þá þurfum við virkilega á því að halda að leggja það siðferði af (t.d. sala eigna á varnarsvæðinu, REI - málið, þvagleggsmálið o.fl.)
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 08:30
Það eru ekki sérlegir vinir íslendkrar menningar, sem vilja Kirstið siðgæði burtreka úr öllum opinberum menntastofnunum. Það eru óvinir heildarskipulagsins og því að hluta hættulegt fólk.
Eins eru þeir hættulegir, sem boðakreddutrú og halda fast við kennisetningar úr Gamla Testamenntinu. Hann gaf okkur nýtt boðorð og það einfallt. Kærleiksboðorðið.
Allt hitt (boðorðin tíu eru að mestu áhyggjur af eigum náungans og ásælni annarra í þau, líkt og vel kemur fram ef lesin er Lögmálsbók Gyðinga, sem Sálmaskáldið ljúfa nefndi Júða.
Næst verður auðvitað heimtað að messur við upphaf Þings verði aflagðar, svo koma kröfur um bann við svínakjöti í opinberum veislum.
Nei ef þetta lið er eitthvað ósátt við að menn hér vilji halda fast við Guðsótta og góða siði, er þeim frjálst að fara, ekki munu margir sakna þeirra.
Þjóðskipan er brothætt og því er það fullt verk hvers heiðarlegs manns, að standa vörð um þá skipan.
Við erum öfundsverð þjóð, að hafa haldið fast við gildi forfeðra okkar um Drengskap og ekkert látið okkur í því glidismati, sem fylgdi okkar landnámsmönnum og við lesum um í sögum okkar. Síðan þegar Siðbótin varð, fóru mörg þessara gilda í endurnýjun lífdaga og enn aftur með Aldamótakynslóðinni sem fótraði svo mörg okkar sem nú erum á dögum.
Vonandi verður hin nýja ALdamótakynslóð ekki til þess, að gefa afslætti af grunngildum okkar og Kristnum gildum.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 13.12.2007 kl. 10:27
Sæll Bjarni.
Um eitt geta allir verið sammála, þú talar eins og sannur framsóknarmaður, slærð úr og í.
Sjálfur segistu fá siðgæði þitt úr foreldrahúsum þar sem slík uppfræðsla er eðlileg og sjálfsögð og ræðst að mestu af afstöðu uppalendanna. Samt réðir þú því á endanum sjálfur hverju þú trúir. Treystirðu ekki börnunum þínum til hins sama?
Þú ert á móti því að trúarbrögð njóti jafnræðis þegar kemur að menntun barnanna á þeirri forsendu að það komist of mikið rót á huga þeirra. Það finnst mér frekar íhaldssamt af þér.
Menningu okkar og siðferði stafar ekki hætta af nýrri þekkingu eða aukinni þekkingu eða öðru vísi þekkingu, heldur aðeins fáfræðinni. Aðeins þeir sem ekkert vita um umheiminn og geta því ekki dæmt um neitt fyrir sjálfa sig, eiga það á hættu að týnast í "alheimsþokunni".
Þegar við tölum um kristin gildi ættum við ekki að gleyma því að það voru t.d. Múslimir sem kenndu vestrænum þjóðum að þvo sér og nota sápu. Allir halda að það sé ákaflega kristilegt, hreinleiki er næstur heilagleikanum segjum við í dag. Við gleymum því líka að þeir sem mótuðu menningu okkar og þekkingarsamfélag voru ekki bara kristnir klerkar. Þegar að Karlamagnús stofnaði Svartaskóla í París, fyrsta háskóla í Evrópu á eftir Íslamska háskólanum í Kordóvu á Spáni, voru kennararnir þar flestir gyðingar og múslimir.
Siðmenning okkar er slíkur hrærigrautur kenninga úr ýmsum áttum að það er ekki hægt lengur að tala um sér kristna menningu eða sér kristin gildi.
Ég segi; leyfum þekkingunni að flæða.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.12.2007 kl. 10:42
Æi, mér finnst bara svo gróft hjá biskup og fleiri að vilja eigna sér siðferði, við sem erum ekki trúuð eða trúum á annað en hinn kristna guð hljótum samkvæmt þeirra skilgreiningu að vera siðlaus.
(og já, ég veit að það er talað um sið sem trú, sbr. heiðinn sið en það er ekki merkingin sem fólk almennt leggur í orðið siðlaus)
Eins og bent hefur verið á er alls ekki löng hefð hér fyrir trúboði í skólum þannig að hefðarrökin standast ekki. Ég er einnig nokkuð viss um að Siðmennt hefur ekki sett sig upp á móti fermingarferðunum, það er þetta með að ganga til prests inni í stundatöflum (og inni í skólum) sem þau hafa mótmælt. Það er eins hægt að fá frí fyrir börnin til að fara í fermingarferð og ferð með íþróttafélagi, kór, já eða bara eitthvað með foreldrunum.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.12.2007 kl. 11:08
biskupi og fleirum átti þetta nú að vera, þarna í fyrstu setningunni...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.12.2007 kl. 11:09
Sigmar bað Guðna ítrekað að skilgreina hvað kristið siðgæði væri að þá sagði Guðni "það er að standa vörð um kirkjuna"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 12:01
Ég veit ekki hvort það sé rétta af þér að tala um kúgun. Er ósammála málflutningi Guðna vinar okkar - sem reyndar klikkar ekki í kröftugu, myndrænu, kjarnyrtu íslensku máli! Mér finnst hann skjóta yfir markið - en gerir það skemmtilega og með stæl.
Meira um þetta í pistli mínum Guðni skýtur yfir markið með stæl! á slóðinni http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/389891/
Hallur Magnússon, 13.12.2007 kl. 12:51
Skilgreindu kristilegt siðgæði fyrir mig og svo skulum við tala saman, useless að tala um eitthvað sem þú getur ekki skilgreint.
Að taka trúboð og annað því tengt úr skólum er ekki misskilið umburðarlyndi, það eru mannréttindi, no more no less
Ég er íslendingur og er ekki kristinn, þegar þú segir við íslendingar erum kristin þjóð þá ertu að hrækja framan í mig og alla þá sem ég þekki sem eru ekki kristnir, það má vera að við höfum verið skráð sjálfkrafa í þjóðkirkju en það segir ekkert um hvort við erum kristin eða ekki
DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:51
Jæja, þá er sirkusinn mættur.
Já Jón Valur þjóðkirkjan þjónar því hlutverki ágætlega að halda rugludöllunum í sértrúarsöfnuðunum í hefjum.
Kristið siðgæði verður seint skilgreint í nokkrum orðum, það er þó að minnsta kosti afstætt bæði í tíma og rúmi en ef þið hugsið ykkur um í nokkrar sekúndur, þá er ca. verið að tala um meðalmannssiðgæðisþumalputtareglur á Íslandi í dag.
Barði (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:27
Því miður er allt það fordómafyllsta og dómharðasta fólk sem ég þekki strangkristnir.
Það má heldur ekki gleyma því að kristni var þröngvað upp á okkur þó að Ljósvetningagoði hefði haft vit á að forða fjöldaslátrun á fólki sem boðberar hins "kristilega siðferðis" hefðu ábyggilega ekki hikað við að leggja á landsmenn til að "bjarga" þeim frá heiðni" þó að engin þörf hafi verið á því því siðferði var almennt ágætt hjá almenningi og síst verra en í þeim löndum sem kirkjan drottnaði yfir á þeim tíma. Þetta var að sjálfsögðu bara valdabrölt eins og allir eiga að vita sem og siðaskiptin. 1000 ár saga kristninnar á Fróni er saga kúgunar og arðráns og það er raunar ekki fyrr en seint og síðarmeir sem Kirkjan fer að sýna einhvern vott af því góða siðferði sem hún predikar...og enn vantar samt töluvert uppá, t.d í málum samkynhneigðra.
Af hverju í ósköpunum þessu rándýra bákni nægir ekki að prédika sínar skoðanir og gildi í kirkjum og safnaðarheimilum landsins ef mér óskiljanlegt...tilvistarkreppa á upplýstum tímum?
Georg P Sveinbjörnsson, 13.12.2007 kl. 16:10
Nenni varla að eyða orðum á Guðna blessaðann. Trúleysingjar velta við kennsluborðum kristninnar í helgum menntastofnunum. Fær einhver botn í þennan líkingagraut?
Menn ættu bara að skoða hvernig þessi aðskilnaður hefur lukkast annarstaðar eins og í Frakklandi. Þar hefur þetta verið til afgerandi bóta í því fjölmenningarsamfélagi. Ameríkanar aðskilja ríki og kirkju strax í fyrstu grein sinnar stjórnarskrár.
Þegar krafa um skilyrðislaust jafnræði nær yfir trúboð í skólum og allir söfnuðir og trúflokkar heimta þar inngöngu, þá er best að hafa línurnar hreinar og hafa skóla, skóla og Kirkjur, Kirkjur.
Hér er verið að berjast um sálir smábarna, sem ekki geta borið hönd fyrir sig. Engum dettur í hug að stunda trúboð í framhaldskólum, þar sem fólk er komið með snefil af gagnrýnni hugsun, aðeins hjá þeim minnstu. Ég held að þessi litlu saklausu skinn geti kennt prelátum meira um kærleik og fegurð en þeir þeim.
Það þarf ekkert að innprenta litlum börnum siðgæði umfram það, sem þau fá með móðurmjólkinni og frá frændgarði sínum. Það siðgæði sem um er rætt er stundað í samfélögum apa og án innrætingar. Mannkyn hefði ekki komist af án slíkra eðlislægra reglna.
Kirkjan herðir svo tökin á börnum um gelgjuna og flækir enn meira flóknar sálir á viðkvæmu yfirgangsskeiði með helvítis og syndarboði og kennir þeim að óttast hvatir sínar og hugsanir og bælir anda þeirra. Burt með þennan viðbjóð. Út í hafsauga með trúboðið. Menn geta haft sína trú með sjálfum sér eins og Kristur raunar mælir um.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 17:11
Sæll Bjarni.
Þetta er svo sem allt gott og blessað hjá þér.
það eru bara tvö vandamál sem hafa gefið tilefni til að menn stöldruðu við í þessum efnum.
1. Hvers eiga skólabörn sem ekki fara í fermingarfræðslu eða skemmtiferðir á vegum kirkjunnar að gjalda. Þau sitja eftir sem annars flokks.
2. Fræðsla er góð en trúboð sem jafnvel er hlaðið fordómum þeirra sem harðast ganga fram í bókstafnum er ekkert annað en subbulegur heilaþvottur á ungum sálum.
Hvað varðar lið 1 má að auki segja að í sjálfu sér sé öllum frjálst að sækja þá trúarlegu visku sem þeim sýnist. En hvað gerist ef rabbínar, kennimenn Múhameðs, kaþólskir, goðar og hvað þetta nefnist allt vilja allir fara að kenna í skólum við hlið presta? Mér sýnist nú að grunnskólastarfið sé þegar ofhlaðið fræðslu sem lítið nýtist amk til æðri menntunar samber útkomu nemenda í nýlegum samanburðarrannsóknum.
Um lið 2 má benda á að hér áður fyrr voru vandaðir menn og konur sem lögðu ungu fólki til góð ráð um lífið og tilveruna. Í dag er hins vegar margur misjafn sauður í þessum hópi og þeim fjölgar sem ég að minnsta kosti mundi ekki vilja sjá í kringum mín börn.
Menning okkar og siðir eru svo sannarlega ekki greyptir í stein. En þó efast ég um að nokkur, jafnvel hörðustu trúleysingjar krefjist þess að jólahefðum eða núverandi kristnum gildum eða siðfræði verði úthýst úr skólastarfi. Þeir sem hrópa nú úlfur úlfur og halda því fram að gagnrýni á trúboð í leik og grunnskólum sé árás á slíkar hefðir eða gildi þeir eru því miður bara sönnun þess að betra er að vera á varðbergi gagnavart öfgahyggju.
Trúboð burt úr skólum er ekki undirgefni við ofur-umburðarlyndi hvað sem hver segir, heldur hreint og klárt svar nútímans við raunverulegum aðstæðum sem steðja að börnum okkar. Foreldrar verða svo að meta hver fyrir sig og bera á því fulla ábyrgð hvaða skógarstíga börnin eru svo send þess utan.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:35
Sæll og blessaður
Þú skrifar: Er Framsóknarflokkurinn orðinn kristilegi flokkurinn í landinu, sagði flokksbróðir minn við mig í dag nokkuð svo undrandi og hafði eins og ég hlustað á þá þingmenn flokksins Höskuld Þórhallsson og formanninn tala um þá ógnun sem steðjar að kristilegu uppeldi með nýjum reglum menntamálaráðherra.
Húrra fyrir Framsóknarflokknum: "Batnandi flokki er best að lifa og vaxa að nýju." Ég var búin að spá flokknum dauða en með Jesú með í baráttunni er enginn dauði.
Smá jólagjöf til Bjarna frá Rósu: Leitið fyrst ríkis hans Drottins og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Guð gefi þér og þínu fólki gleðileg jól.
Kær kveðja. Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:41
Ja Bjarni svo bregðast krosstré sem önnur tré/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 13.12.2007 kl. 20:08
Ég á nú eftir að sjá að Framsókn sé að breyta um stíl - miðað við síðustu framkvæmdir Björns Inga lítur ekki út fyrir mikla stefnubreytingu. Ég skrifaði einmitt grein í moggann sem birtist daginn fyrir kosningar í vor - hef hana líka inná blogginu mínu - um Framsókn og plottið í þeim síðustu árin:
http://asagreta.blog.is/blog/asagreta/entry/325900/
Annars er ég hlynnt því að hin góðu gildi kristinnar trúar séu kynnt börnum en er á móti hræðsluáróðri í nafni trúar - slíkt er ekkert sem Jesús gerði við börn og þá eigum við ekki að gera það heldur.
En það sem Jesús kenndi okkur er að vera kærleiksrík og elskandi og slíkt er aldrei of mikið boðað.
Ása (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:43
Trúarbrögðin eru aðferð til að hjálpa fólki að finna sér stað í tilverunni og tilgang með lífinu. Margir finna í þeim stoð og styrk og tilgang. Aðrir þarfnast þeirra ekki eða telja sig ekki þarfnast þeirra á einhverju tímabili ævinnar, jafnvel ævina alla og þannig verður það trúlega á meðan þessi heimur byggist.
Það er algengt viðhorf ágengrar trúleysishyggju þessa dagana að setja öll trúarbrögð undir sömu mælistikuna - að álíta þau svo gott sem jafngild en þegar betur er að gáð þá er það ekki heppileg leið til skilnings á trú og trúariðkun eða áhrif hennar á fólk og samfélög. Við þekkjum vel ein mestu mistök kommúnismans sem við getum kannski kallað mannfræðileg, þ.e. þau að reyna að horfa fram hjá trúarþörf fólks eða skipta henni út fyrir leiðtogadýrkun.
Í íslensku þjóðsögunum sjáum við t.d. vel hvernig mennskan er skilgreind og þá með því að skilgreina andhverfu hennar en það er í tröllasögunum. Tröllin eru einhver ómennskustu fyrirbæri sem hægt er að finna í íslenskum þjóðsögum. Þau hafa ekki yfir sér þessa ljóðrænu dulúð huldufólksins eða sára höfnunartilfinningu drauganna. Tröllin eru vinnhörð með afbrigðum, stela búsmala og ræna fólki sem smám saman gleymir uppruna sínum og mennsku. Sjá t.d. þessa færslu hérna. Og tröllin höfðu einn eiginleika. Þau þoldu ekki kirkjuklukkur eða trú. Við þekkjum öll sögurnar af Guðmundi góða þegar hann vígði laugar og staði og hreinsaði landið af tröllaóvættum.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr að þá skilgreinir menningararfleifð okkar mennskuna hvergi betur en með því að sýna okkur andstæðu hennar í tröllunum. Við sjáum líka hvað getur komið fyrir bergnumið fólk í frásögn Tungnamannsins Ármanns Kr. Einarssonar sem á 70 ára höfundarafmæli á þessu ári. Sjá þessa færslu hér.
Bestu kveðjur,
Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.12.2007 kl. 23:18
Þegar ég var unglingur í Gaggó Lind fór ég í fermingarfræðslu hjá séra Emil Björnssyni í óháða fríkirkjusöfnuðinu og líklegast fóru flestir hinir krakkarnir í fermingarfræðslu í Hallgrímskirkju eða Laugarneskirkju.
Þetta var ekkert vandamál þá og rakst ekkert á skólastarfið eða samband okkar krakkanna. Við vorum öll sjálfstæð og jöfn og hver gerði upp við sig hvað hann gerði án þess að við ræddum það nokkuð innbyrðis.
Kannski voru einhverjir í bekknum sem fermdust ekki. Það var aldrei um það rætt og ég efast um að nokkurt okkar, sem erum á lífi í dag, vitum það nú frekar en þá.
Á þessum árum skilst mér að ekkert hafi verið minnst á kristilegt siðgæði í lögum um skólana og ekki finnst mér þegar ég lít til baka að skólastarfið hafi verið neitt minna kristilegt þá en eftir 1974 þegar þessi orð voru sett inn.
Ef þetta gekk svona vel upp 1954, af hverju getur það ekki gengið jafn vandræðalaust upp nú?
Ómar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 23:23
Sælt veri fólkið. Gunnar Þór, nei Guðni er töffari en bara í vitlausum flokki nema að þeir séu að kristnast þá lagast þeir ábyggilega Kær kveðja/Rósa á Vopnó.
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:39
Leyfi mér að benda á þessa snilldarskýringu á pistlinum hér fyrir ofan... :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:20
Þetta er mikilvægt mál en jafnframt æskilegt að hafa frekar rólegar og lágstemmdar meiningar um það. Hef trú á að það finni sér farveg. Finnst þessi útblásni trúarfuni hjá Guðna í Kastljósinu í besta falli skondið sjónarspil.
Forfeður mínir í sjö ættliði voru klerkar á Austurlandi, en ég tel að staða presta og kirkju hafi í grunneðli breyst frá því sem var þegar kirkjustaðir voru menntastofnanir og presturinn oft eini maðurinn í byggðarlaginu, nema ef vera skyldi að sýslumaður væri þar líka. Ég held að kennurum í skólum í dag sé fyllilega treystandi til að sjá um kennslu í siðferði og góðum siðum.
Ég tel að það hafi orðið það miklar breytingar í samfélaginu að það eigi að ganga út frá því sem meginreglu að hver einstaklingur velji sér trúfélag, vilji hann tilheyra þeim yfir höfuð. Það á að bera traust til hins vel menntaða fólks sem byggir þetta land að það hafi forsendur til slíkrar ákvörðunar.
Einhverjir hafa sjálfsagt talið sig vita hvað væri okkur fyrir bestu í gegnum aldirnar svo við lentum nú á réttum stöðum að lokinni jarðvistinni, en nú er eðlilegt að fólk velji sér þann vegvísir á leið til lífsfyllingar sem að hann telur vera ríkulegastan.
Þetta leiðir að öllum líkindum til þess innan ekki svo langs tíma að nauðsynlegt verður að skilja að ríki og kirkju. Veit ekki hvort Þjóðkirkjan þarf að óttast það. Óttinn hlítur þá að tengjast því að vera ekki viss um að vinna hug og hjörtu fólks þegar það verður meginviðmið að einstaklingurinn eigi val í þessum efnum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 14.12.2007 kl. 01:40
Takk fyrir góðan pistil Bjarni
Gísli Kristjánsson, 14.12.2007 kl. 03:04
Til Ragnars.
Ef börn múslima/gyðinga/hindúa mega eða geta ekki etið feitt ket þá má nú fastlega búast við að þeim sé boðinn annar valkostur í skólanum, rétt eins og sykursjúkum er boðið ósykrað, grænmetisætur fá kál og vandlega er valið ofan í börn með ofnæmi. Ekki veit ég til þess að starfsfólk í skólum eða leikskólum nefni slíkt kjaftæði.
Þegar kemur að trúboði þá er hins vegar ekki boðið upp á neinn valkost. Krakkar sem ekki eru með, þau sitja eftir, jafnvel úti í horni þar sem kennarar reyna að fá þeim einhver verkefni meðan trúfræðsla stendur yfir. Auðvitað mætti segja að það sé ræfildómur annarra trúfélaga að fara ekki inn í skólana og sækja þá sem eftir sitja, en er það það sem við viljum ? Ekki ég að minnstakosti. Samkeppni um ungar sálir er ósiðleg og ógeðfelld að mínu mati.
Nei enga trúboða í skóla takk, þeir geta unnið sitt starf í kirkjum, moskum, hofum eða hvað þetta nefnist allt eftir að skólatíma líkur. Í nútíma þjóðfélagi þá treystum við ekki hverjum sem er fyrir börnunum okkar nema að vel athuguðu máli.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:35
Jóhann F Kristjánsson spyr::
1. Hvers eiga skólabörn sem ekki fara í fermingarfræðslu eða skemmtiferðir á vegum kirkjunnar að gjalda. Þau sitja eftir sem annars flokks.
Svar: Hvers eiga börn að gjalda sem ekki taka þátt í íþróttum, jafnvel vegna heilsufars og horfa uppá vini fá frí vegna keppnisferðalaga? Eða barna sem fá frí frá skóla til að taka þátt í leiksýningum? Eru þau þá annars flokks? Hvaða minnimáttarkennd er að hrjá fólk. Við erum menn með ólíkar þarfir og ólík sjónarmið og slíkt verður bara að lifa virða.
Eigum við þá ekki að banna svínakjöt í leikskólum ef það eru muslimar í þeim? Aumingja muslimabörnin sitja hjá í matartímum af því að þau mega ekki borða svín........
Svar: Hvernig er það, sum börn eru með mjólkuróþol og mega ekki borða skyr eða grjónagraut omfl. Á þá að banna hinum börnunum að borða skyr og drekka mjólk með brauðinu í leikskólanum? Ég er svo aldeilis hissa - er fólk bara að finna sér eitthvað til að vera með vesen?? Hefur það svo lítið fyrir stafni að það verður að búa til vandamál og eitthvað sé að gerast í lífi þeirra?
Ása (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:49
Sorry Ása en þú ert fallin í gryfju mannréttindabrota vegna trúar þinnar, sem er sorglegt.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:11
...mér finnst alltaf svo gaman þegar "kristnir" líkja trú sinni við svínakjötsát!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2007 kl. 13:17
Sælt veri fólkið. Ása Gréta ræddi um svínakjöt. Kíkjum á hvað Biblían hefur að segja. Kær kveðja/Rósa.
Markús 7: 14. – 23. Hið ytra og innra. Rætt um mat: Jesús lýsir alla fæðu hreina þar á meðal svínakjöt.
Aftur kallaði hann til sín mannfjöldann og sagði: ,,Heyrið mig allir, og skiljið.
Ekkert er það utan mannsins, er saurgi hann, þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn, sem út frá honum fer.
Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!
Þegar hann var kominn inn frá fólkinu, spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna.
Og hann segir við þá: ,,Eruð þér einnig svo skilningslausir? Skiljið þér eigi, að ekkert, sem fer inn í manninn utan frá, getur saurgað hann?
Því að ekki fer það inn í hjarta hans, heldur maga og út síðan í safnþróna.`` Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.Og hann sagði: ,,Það sem fer út frá manninum, það saurgar manninn.
Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp,
hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska.
Postulasagan 15: 19-20.Ég lít því svo á, að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim, er snúa sér til Guðs,
heldur rita þeim, að þeir haldi sér frá öllu, sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði.
Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er,
Postulasagan 15:29.að þér haldið yður frá kjöti fórnuðu skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Postulasagan 21:25 En um heiðingja, sem trú hafa tekið, höfum vér gefið út bréf og ályktað, að þeir skuli varast kjöt fórnað skurðgoðum, blóð, kjöt af köfnuðum dýrum og saurlifnað.Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:59
Sælt veri fólkið.
Gunnar ef ég myndi heilsa þér út á götu ætlarðu þá ekki að vera svolítið sætur við mig og heilsa mér og við getum talað um veðrið og pólitíkina. Vona að ég fái í jólagjöf að vera mannglögg. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 00:55
Guðni er mjög trúðaður maður.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2007 kl. 17:55
Sælt veri fólkið.
Kannski að Framsóknarflokkurinn rísi upp frá dauðum ef þeir eru að kristnast Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 19:59
Ég veit ekki betur en svínaketið renni ofaní alla jafnt,er þetta ekki svo nefnt blandað hakk sem mötuneytin nota.!
Margrét (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 21:22
Bara svona í lokin minni á meiriháttar góða grein formanns
Framsóknarflokksins í laugardagsblaði MBL um AÐ STANDA
VÖRÐ UM KIRKJU OG SKÓLASTARF og blogg mitt um hana.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.12.2007 kl. 01:24
kærar þakkir fyrir líflega og skemmtilega umræðu. ég vona að lesendur og bloggarar misvirði ekki við mig að ég kommentera lítið á komment - hef eiginlega haft það fyrir reglu sem ég bregð ekki útaf nema til mín sé beint beinum efnislegum spurningum um staðreyndir. ég fæ seint fullþakkað þennan hvika miðil bloggið og kommentin við mínum skoðunum en þar þykir mér oft ekki síður vænt um þá sem eru algjörlega á öndverðum meiði við mig - enda vekja þeir oft mig og vonandi aðra líka til umhugsunar. meira um kristnidóminn síðar. gleðileg jól kæru bloggarar. -b.
Bjarni Harðarson, 16.12.2007 kl. 11:11
Sæll Bjarni.
Getum við þá sagt að mér og fleirum takist að gera þig að Jesúíta með tíð og tíma ef við verðum dugleg að miða og skjóta
Margur hefur miðað á
markið samt oft geigað hjá
en þegar Rósa skaut á ská
skotið hitti og Bjarni lá
Guð blessi þig Bjarni, gefi þér gleðileg jól og farsælt um ókomin ár.
Shalom/Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 16:55
ALLS EKKERT Shalom hér. En bara GLEÐILEG ÞJÓÐLEG ÍSLENZK JÓL
félagi Bjarni og gangi þér allt í haginn mót hækkandi SÓL!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.12.2007 kl. 00:54
Sæll Bjarni, þó að Guðmundur Jónas Kristjánsson geti ekki tekið við friðarkveðjum þá vona ég að þú sért meiri maður en hann og getir tekið við friðarkveðjum og góðum óskum frá mér.
Enn og aftur. Guð gefi þér gleðileg jól og ég óska þér farsældar um ókomin ár. Kær kveðja/Rósa Aðalsteinsdóttir
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 04:42
Ása Gréta Einarsdóttir átti hér frábært innlegg 14.12. kl. 10:49, en glámskyggnir veittu því ekki þá eftirtekt, sem það verðskuldaði, og trúleysingjar tveir (í næstu tveimur innleggjum) reyndu að eyða þýðingu þess með endemis-ómálefnalegu þvaðri. – Þakka þér, Ása Gréta, þessi rök þín munu lifa, til þeirra verða vitnað og þau hjálpa í okkar baráttu fyrir réttu leiðinni í þessum skólamálum.
Jón Valur Jensson, 22.12.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.