Ólíkindavinurinn minn hann Egill!

Eitt af því sem gerir Egil Helgason skemmtilegan og góðan sem fjölmiðlamann er að það á hann enginn. Oft hefur mér þótt vænt um Egil en í dag bölvaði ég honum hressilega. Í fyrsta lagi fyrir ósanngjarna umfjöllun um framsóknarflokkinn og í öðru lagi fyrir að blanda mínum skrifum um Evrópusambandið inn í umræðuna um átökin sem hafa verið í Reykjavík. egill_helgason

En mest þó og í þriðja lagi fyrir að skauta upp á mig skoðunum með því að segja í hálfri aukasetningu og án skýringa að ég legði að líku Evrópusambandið og nasismann. Það gerði ég ekki fullum fetum eins og lesendur þessarar bloggsíðu geta sannreynt og það er fráleitt að líkja skriffinnsku ESB við ofbeldi hinna gömlu glæpastjórna nasismans og kommúnismans. Það er óþægilegt og ósanngjarnt að vera dreginn inn í umræðuna sem dæmi um mann með einhverja glæpsamlega skoðun og það þarf svolitla hugarleikfimi til þess að komast að slíkri niðurstöðu um mín skrif. Ég tel mig hafa sett skoðanir mínir um þetta fram af þeirri varfærni og rökum að svona útúrsnúningur sé óréttmætur. En svona er að vera í pólitík og sá sem er þar verður að hafa þann skráp...

Það rétta er að ég hef oftar en einu sinni vakið athygli á alræðistilburðum Evrópusambandsins og að í því efni líktist það öðrum alræðiskerfum. Það er tilhneiging ESB skrifræðisins til að stjórna öllu, smáu sivsem stóru í lífi manna og málleysingja. Ennfremur bent á að það eru einmitt hrifnæmar sálir sem heillast af slíkum kerfum og telja að í því felist lausn allra mála. Á auðvitað ekki við um alla þá sem vilja skoða ESB aðild - fyrir sumum er þetta aðeins bísneslegt álitaefni. Bara rétt eins og það er aðeins lítill hluti af ESB-sinnum er gripinn þeirri nauðhyggju að telja að ESB og evra séu eitthvað sem muni óhjákvæmilega koma hvað sem sagt er í dag...

Kannski er einmitt slík yfirskilvitleg forlagatrú í stjórnmálum dæmi um að menn hafi gengist ESB hugsjónum á hönd á sömu forsendum og gömlu kommarnir sem spurðu ekki hvort hér yrði gerð sósíalísk bylting - heldur aðeins hvenær...

 En jæja- það góða við Silfrið í dag var fyrst og fremst hvað Siv stóð sig frábærlega þrátt fyrir óvanalegan slægan Egil og strigann Reyni Traustason...

(Meira um ESB umræðuna í greinunum hér að neðan...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Egill var MJÖG ómálefnalegur hvað þetta varðar og skil þínar hugrenningar í botn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.1.2008 kl. 00:31

2 identicon

Heill og sæll, Bjarni og þökk fyrir síðast, afbragðs kvöld, í þinni ágætu bókhlöðu !

Hví ekki; að nefna hlutina sínum réttu nöfnum ? Umfjöllun um Framsóknarflokkinn, af hálfu Egils var allt of mild, ef eitthvað er. Það er með ólíkindum, að þið Guðni, líka sem aðrir þeir, sem kallast viljið Framsóknarmenn, skulið ekki hafa nokkra döngun til, að reka hyski Halldórs Ásgrímssonar, s.s. kerlinguna frá Lómatjörn og hnífa fræðingana Björn Inga Hrafnsson og Guðjón Ólaf Jónsson úr flokki ykkar, þegar í stað, að meðtöldum óþokkanum sjálfum;; Halldóri Ásgrímssyni.

Halldór er líklegast, sá hinna örmustu fjanda, við hverja landsbyggðin hefir þurft að lúta í lægra haldi fyrir, eða allar götur frá móðuharðindum. Svíðingur og skálkur, af verstu gerð slíkra, í aldaraðir Íslandssögunnar.

Auðvitað; er Stór- Þýzkaland (Evrópusambandið), beint afsprengi Nazista veldis Hitlers sáluga. Þeim tókst það, Þjóðverjum, sem Hitler og fyrirennurum hans, allt frá Ottó mikla hafði ekki tekist, þ.e., að sölsa undir sig 3/4 álfunnar. Því er mikilvægt, Bjarni minn, að við styðjum, sem frekast ert kostur, við hið ágæta ríki, Rússland, og önnur ríki Rétttrúnaðarkirkjunnar, hver standa gegn þessum órum þýzkra heimsvaldasinna, hverjir hafa sitt höfuðaðsetur, á Brussel völlum. Og gleymum ekki áhrifamætti bandarísku heimsvaldasinnanna, meðal þýzku þjóðarinnar, þessi misserin, með Merkel kerlinguna, á tróninum.

Þið Guðni þurfið; sem Sunnlenzkir áhrifamenn, að fara að reka víðfrægt slyðru orðið, um okkar fjórðung, hverju gárungar vestra, sem og nyrðra skjóta oft að mér, á ferðum mínum, um okkar ágæta land, með því, að reka, purrkunarlaust Halldórs svínaríið af höndum ykkar, svo trúverðugir megið kallast, að nokkru. Tími kominn til, að Suðurland öðlist þann sess, sem því ber, meðal hinna landshlutanna, hvað trúverðugleik forystumanna þess, ýmissa, snertir, með fumlausum aðgerðum, þótt ekki skyldu vinsælar kallast, en tækjuð þið Guðni nú á ykkur þann rögg, sem þarf, með úthýsingu himpigimanna, þá væri vel, um hríð.  

Jæja, Bjarni minn ! Rétt, að fara að hleypa Gissuri blessuðum á Herjólfsstöðum og öðrum hefðbundnum já- kórs meðlimum að. 

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölvesi / Óskar Helgi Helgason       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 00:39

3 identicon

Afsakaðu; nokkar helvízkar prentvillur, Bjarni ! / Kv. Ó.H.H.

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 01:06

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Láttu nú ekki svona Bjarni! Egill er alltaf góður. Hann verður jú að "irritera" svolítið í hverjum þætti, annars er ekkert gaman.

Júlíus Valsson, 28.1.2008 kl. 01:28

5 identicon

Heill og sæll Bjarni Harðarson.  

Ja hérna, eftir að hafa lesið bloggið hér að framan fra blessuðum kjarnyrta sveitamanninum og "Ölves-ingnum" Óskari Helga Helagasyni, þá rifjast nú upp fyrir mér fyrirsögn úr blaðagrein sem skrifuð var alls ekki fyrir svo margt löngu síðan.

Já af þér blessuðum sveitunga mínum og gömlum vini, Bjarna Harðarsyni bóksala, en nú hæstvirtum alþingismanni okkar Sunnlendinga:                               

Muniði það ! 

"HALLDÓR !.........EKKI MEIR, EKKI MEIR" !  

Reyndu nú fyrir alvöru að vinda ofan af RUGLINU BJARNI minn !

Ja þú alla vegana veist vel að þessir hnífamenn, þeir voru nú fyrir ekki svo margt löngu síðan, báðir í sama "krimma" liðinu og gekk ekki hnífurinn á milli, já og þeir lærðu þar báðir klækjabrögðin hvor að öðrum og reyndar líka af ósnertanlegum Foringja sínum ! Þeir voru meira að segja báðir, ekki fyrir svo löngu síðan í sama mátunarklefanum hjá Bé-OSS ! 

Nú eru þeir báðir svona svipað og Lalli Jóns og hinn Krimminn í framboði og reyna báðir að sverja af sér glæpaferilinn, en vita báðir of mikið hvor um annan af Hrauninu !

Nei, Lalli Jóns hefur þó alltaf verið samkvæmari sjálfum sér og þannig eiginlega heiðarlegri, því hann hefur alltaf viðurkennt sínar vitleysur !   

Ég held reyndar að Björn Ingi sé alls ekkert svo slæmur strákur í heildina litið miðað við að vera Framsóknarmaður á þessum tíma. Ég tek fram á Þessum tíma, því í "den" þá voru Framsóknarmenn almennt taldir með heiðarlegasta fólki.

Málið var bara það að hann (BINGI-litli) þessi saklausi strákur, hann var tekin svo ungur af þessu gengi og svipað og Oliver Twist var honum innrætt og faglega kennt í þessum Flokki Fagins og -hnífasettana hvernig á að vega mann og annan !

Varst þú nokkurn tíman í þessu liði Bjarni Minn ! 

NEI, ég held nú aldeilis ekki.

Vertu bara áfram sami "orginalinn" og  haltu þinni þjóðlegu og sveitalegu gagnrínu stefnu áfram, sama hvað syngur !

Alalvegana sérðu í gegnum Evrópusambands- ruglið og þar er ég nú aldeilis stoltur af því að þekkja þig !

Baráttu kveðjur  GULLI

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 02:37

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Bjarni! Það vantar fleiri menn eins og þig í stjórnmálin á Íslandi. Það skiptir engu máli hvað flokkurinn heitir, haltu bara þínu striki!

Júlíus Valsson, 28.1.2008 kl. 11:40

7 Smámynd: halkatla

þetta var næstum því það eina sem ég sá í SE og ég fagnaði, enda sagðir þú ekkert nema sannleikann þótt Egill væri að stílfæra það aðeins.

Þú ert flottastur

halkatla, 28.1.2008 kl. 12:41

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Barátta manna fyrir hugsjónum getur verið af ýmsum toga.Barátta þín Bjarni við Evrópusambandið er allra virðingar verð.Líka barátta þess spánverja sem trúlega er frægastur í veraldarsögunni.Hann hafði alltaf fullan sigur í öllum sínum bardögum og nægði honum að veifa sverðinu þá hörfuðu andstðingarnir á spretti, jafnvel þótt enginn væri vindurinn og andstæðingarnir jarðfastar vindmyllur.Eins og þú veist er oft vindasmt á suðurnesjum en samt hef ég ekki enn séð hér neinar vindmyllur.Kv. 

Sigurgeir Jónsson, 28.1.2008 kl. 17:33

9 identicon

Hvenær féll síðasta "hrifnæma sálin" í Framsókn frá, Bjarni? Var það þegar fyrsti formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, langafi minn, safnaðist til feðra okkar?

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:42

10 identicon

Þú skalt athuga það Bjarni að Framsóknarmenn hinir illu með Halldór og Finn í forystu og hjarðsveinar þeirra hafa slátrað þessum blessaða braskaraflokki,hvar eru þeir nú,það er að segja Stríðsglæpamaðurinn Halldór'Hann er í útgerð ekki má gleyma því að hann er líka kvótaræninginn mikli,Hvar er Finnur?nú í braski já svona er það nú haldið bara áfram að saxa ykkur niður.EN EINU ER ÉG SAMMÁLA BJARNI,EF SATT ER AÐ ÞÚ VILT EKKI GANGA Í EVRÓPUSAMBANDIÐ,AÐ ÞÁ ER ÉG SAMMÁLA ÞÉR ÞAÐ ER NÚ SVO.

jensen (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:41

11 identicon

Svona af hliðarlínunni, þá finnst mér Egill fremur dónalegur við gesti sína, þá sérstaklega er hann kveður þá. Nægir að nefna komu Ómars Ragnarssonar og Dags fráfarandi borgarstjóra í "Silfrið". Hann virðist ekki mikill höfðingi heim að sækja.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:45

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það eru sko fleiri en Framsónarmenn á móti Evrópusambandinu,allavega meirihluti i mínum flokki XD/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.1.2008 kl. 01:13

13 identicon

Bjarni, ég ætla að biðja þig vinsamlegast að tala örlítið eða mikið við hann félaga þinn og strákkjánan hann Birkir Jón Jónsson,hann er nú meiri rugludallurinn hann hefir gert nógu mikið óskunda af sér,nei annars ekki vera að skamma hann neitt,hann er nefnilega einsog sumir í Framsóknarflokknum,að saxa hann niður,já Birkir haltu bara áfram þínu bulli,.ps:Birkir gefur ekki kost á því að komast á síðu hans til að svara honum.

jensen (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband