Af föngum og fátćklingum

Var viđ opnun á frábćrri myndlistarsýningu í Listasafni Árnesinga í dag. Ţar sýna listakonurnar Borghildur Óskarsdóttir og Sigríđur Melrós Ólafsdóttir verk sem eiga svo sannarlega erindi viđ samtíma okkar og ekki síst okkur Árnesinga.

Sigríđur sýnir okkur teikningar af föngum á Litla Hrauni í sýningu sem ber heitiđ Guđ sér um vini mína, ég sé um óvini mína. Vćgast sagt áhrifamikil sýning ţar sem listamanninum tekst ađ draga fram nálćgđ heims sem er okkur framandi en samt nćrri. Myndirnar eru flestar dúkristur unnar međ indígó lit sem gefa ţeim sem hér párar blúsađ og tregafullt yfirbragđ.S5001180

Sýning Borghildar Óskarsdóttur, Opna, er óvanaleg og heillandi. Hún segir hér fjölskyldusögu föđur síns en afi Borghildar og amma voru flutt hreppaflutningum af Álftanesi austur í Gaulverjabćjarhrepp á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og börn ţeirra bođin niđur til fátćkraframfćrslu. Hér birtist harđneskja fátćktarinnar í sögum sem ekki eru aldargamlar.

Borghildur segir ţessa sögu af nákvćmni en samt međ afar sérstćđum hćtti ţar sem saman spila viđtalsbútar viđ föđur hennar og föđursystkini, ljósmyndir og dagbókarmyndir úr lífi listamannsins. Sýningarstjóri er Hjálmar Sveinsson sem kynnti sýningarnar sem saman bera nafniđ Er okkar vćnst - leynilegt stefnumót í landslagi. Já og ekki má gleyma ţví ađ Ásgerđur Júníusdóttir sem er líkt og Borghildur ćttuđ úr Flóanum, söng...

Annars var dagurinn tíđindalítill og ljúfur sem var líka gott eftir ćriđ annasama viku...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gefur indigóliturinn ŢÉR blúsađ og tregafullt yfirbragđ?  Ert ţú á myndunum? Ja, víđa hefur ţú komiđ viđ síđan á Gamla-Garđi forđum!

Libbđu heill.

Tobbi (IP-tala skráđ) 9.3.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Töflur

Lýsigögn Tímarađir Annađ tengt efni Umsjón: Tómas Örn Kristinsson, upplýsingasviđi. Netfang: tomas.orn.kristinsson@sedlabanki.is



Formađur Bankaráđs Seđlabankans heitir Halldór Blöndal. Bankaráđ Seđlabankans er skipađ af Álţingi Íslendinga.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 22:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband