Eldri færslur
- Maí 2014
- Mars 2014
- Október 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 1324936
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Svarfdælir á góu og brunnar skræður...
17.3.2008 | 21:14
Ef frá er talið að áðan brann til skemmda hamsatólgin mín svo saltfiskurinn var með sméri,- já að þessu frátöldu er lífið gott. Ekki að neinn skuli gera lítið úr því að ég hafi misst af mínum skræðum og það þegar mér hafði nýlega áskotnast hangiflot sem ég henti ofan á skræðurnar og vissi að þær yrðu enn gómsætari. En þær enduðu semsagt í allar í lífræna haugnum hér í garðshorninu og verða þannig Sólbakkamaðkinum einum til gleði. Lífið er stundum óréttlátt þó maðkarnir séu góðs maklegir...
Hitt tel ég eiginlega ekki til ótíðinda að vera með slæmsku og hafa sofið að mestu í dag því sumpart er þetta kærkomið frí. Eiginlega þarf eitthvað í þá áttina til þess að ég hvíli mig almennilega og ég naut þess út í æsar að hafa smá hitavellu með reifara og miklum svefni. Byrjaði reyndar daginn á að keyra suður í morgunútvarp Bylgjunnar þar sem við sátum saman Kristján Þór Júlíusson og tókumst hressilega á. Kristján er með skemmtilegri mönnum þingsins en líka hvass andstæðingur eins og ég hef áður rifjað hér upp fyrr. Og svo ræddum hans heimasveit Svarfaðardal sem ég var svo lánsamur að heimsækja um helgina. Frændi minn Hjörleifur á Laugasteini fékk mig til að mæta þar í málþing um héraðsfréttablöð en um þessar mundir er blað þeirra Svarfdæla 30 ára.
Aldrei þessu vant dróst þingmannsfrúin á að líta upp úr tónsmíðunum og kom með mér svo við áttum þar nyrðra skemmtilega helgi saman. Fórum á Svarfdælskan mars á Húsabakka þar sem ég dansaði eða reyndi að minnsta kosti að dansa en fótamennt öll er mér frekar framandi. Kvefpestin gerði svo að verkum að mig svimaði meira og minna þannig að ekki var þetta þrautalaust!
Hápunktur ferðalagsins var samt að koma í morgunkaffi hjá þeirru mætu konu Sigríði Hafstað á Tjörn. Einhverntíma spaugaði ég með frændsemi okkar Hjörleifs og nú var komið að skuldadögum þeirrar ættrakningar þegar ég hitti þessa gömlu konu. Hún og faðir minn eru þremenningar frá skagfirskum ævintýramanni sem ég segi svo frá á góðum degi að hafi meðal annars smíðað Nýju Jórvík vestra og verið fljótur að. Ekki hefur nú samband við þennan ættlegg ekki verið mikið en þó þekkti faðir minn Ingibjörgu ömmu Sigríðar vel og hún sömuleiðis afa hans, Benedikt frá Keldudal. Ég læknast seint af þeirri bakteríu að hafa gaman af ættrakningum og örlagasögum af fólki, bæði mínu fólki og annarra.
Og hér fékk ég Sigríði gömlu til að segja mér hina rómantísku sögu ömmu sinnar sem ung og gjafvaxta vakti upp draum hjá jafnaldra sínum á bænum Vatnsskarði í Skagafirði. Þar lenti hún sem unglingur þegar móðir hennar, snikkarakona í Reykjavík, dó um aldur fram árið 1885. 1889 heldur faðir hennar til Vesturheims og tekur barnið Sigurbjörn með sér. Þeir feðgar héldu þó ekki til Kanada eins og flestir heldur hafnaði karl í smíðavinnu í New York, enda snikkari sem var þá hið virðulega starfsheiti trésmiða. Þangað kominn gerir hann boð fyrir börn sín nyrðra og sendir þeim farareyri. Benedikt langafi minn sem var elstur þeirra systkina var þá í vinnumennsku í firðinum og mun hafa aftekið að fara en Ingibjörg sem var komin í vist á Króknum reiknaði með að hlýða boði föður síns. Á tilteknum degi kemur agentaskipið inn á fjörðinn og er þá búið að safna vesturförum víðsvegar um landið.
En rétt á eftir skipinu kemur hafís inn Skagafjörðinn og það verður innlyksa þar í tvær örlagaríkar vikur. Bóndasonurinn ungi fréttir af fyrirætlunum vinkonu sinnar rétt um það leyti að ísinn er að losna af firðinum og ríður í hendingu norður á Krók. Með tvo til reiðar og kvensöðul á öðrum. Má þá ekki tæpara standa að hann nái Ingibjörgu áður en hún stígur ferðbúin á Vesturfaraskipið. Rómantískara upphaf er varla hægt að hugsa sér. Þau giftust skömmu síðar og urðu mektarbændur á Geirmundarstöðum. Halldór vesturfari kom skömmu eftir aldamót heim aftur og settist í hornið hjá þessum ungu hjónum og dó þar árið 1919.
Um soninn Sigurbjörn sem fór með honum vestur var aldrei talað!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.3.2008 kl. 08:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Tenglar
- X-J 2013 Regnboginn.is
- Jón fóstri
- Guðmundur djákni
- Tilveran í ESB
- Netbókabúð bókakaffisins
- Bloggsíða villikatta
- Bókablogg Sunnlenska bókakaffisins
- Heimssýn, - Ísland EKKI í ESB
- Egill Bjarnason ferðalangur
- Atli
- Harpa
- Vinstri vaktin gegn ESB
- AMX hægri fréttir
- Laugarás í Biskupstungum á fésbókinni Hér má finna gamla og nýja íbúa Laugaráss í Biskupstungum
- Smugan vinstri snú!
- Anna Björnsson
Bloggvinir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Ágústa
- Ævar Rafn Kjartansson
- Agnar Bragi
- Agnes Ásta
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Helga R. Einarsdóttir
- Á móti sól
- Andrés Magnússon
- Andrés.si
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Hólm Ármannsson
- Árni Matthíasson
- Árni Þór Sigurðsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Ása Björg
- Ívar Pálsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Rúnar Halldórsson
- Auður Eva Auðunsdóttir
- Egill Bjarnason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Margrét Annie Guðbergsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Björn Emil Traustason
- Birkir Jón Jónsson
- Hommalega Kvennagullið
- Birna G
- Guðrún Olga Clausen
- Bjargandi Íslandi
- Björn Jóhann Björnsson
- Bleika Eldingin
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðmundur Bogason
- Bogi Jónsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Bwahahaha...
- Brjánn Guðjónsson
- Baldur Már Róbertsson
- SVB
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja Hjaltadóttir
- Bergþór Skúlason
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- busblog.is
- Charles Robert Onken
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Diesel
- Dofri Hermannsson
- Adolf Dreitill Dropason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Ágúst Dalkvist
- GK
- Bjarni Kjartansson
- Dunni
- Óskar Ingi Böðvarsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Gomez
- Einar Freyr Magnússon
- Einar Sigurbergur Arason
- Eiður Ragnarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Zóphonías
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Árnason
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Fannar frá Rifi
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Femínistinn
- Stefán Þórsson
- Jakob
- FLÓTTAMAÐURINN
- Gísli Foster Hjartarson
- Ritstjóri
- FreedomFries
- Friðjón R. Friðjónsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Björgvinsson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- FUF í Reykjavík
- Hlynur Sigurðsson
- Dóra litla
- Baldur Fjölnisson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gestur Halldórsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Hjálmar
- Einar Ben Þorsteinsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Skákfélagið Goðinn
- Ingólfur H Þorleifsson
- Stafnhús ehf
- Götusmiðjan
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Ómarsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Magnússon
- gudni.is
- Guðrún Fanney Einarsdóttir
- Guðrún
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gulli litli
- Gunnlaugur Stefánsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Jón Erlendsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Gylfi Guðmundsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- halkatla
- Halldór Baldursson
- Hallur Magnússon
- Haukur Már Helgason
- Jóhann Ágúst Hansen
- haraldurhar
- Haraldur Haraldsson
- Héðinn Björnsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Reyr Ágústsson
- Heiða Þórðar
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Heiðar Sigurðsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Helgi Már Bjarnason
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Kristín Einarsdóttir
- Eiríkur Harðarson
- Heiðar Lind Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helgi Sigurður Haraldsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hlynur Hallsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- HP Foss
- Krummi
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Fulltrúi fólksins
- Hrólfur Guðmundsson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Hvíti Riddarinn
- Icelandic fire sale
- íd
- Ingimundur Kjarval
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
- Sævar Einarsson
- Elísa Arnarsdóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Svanur Jóhannesson
- Einar Vignir Einarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- jósep sigurðsson
- Jóhann Steinar Guðmundsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jón Finnbogason
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Jón Magnússon
- Jóhann Jóhannsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Bergur Thorberg
- Karl V. Matthíasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Vídó
- Kristján Jónsson
- Guðjón H Finnbogason
- Kolbeinn Karl Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Stjórnmál
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kolbrún Hilmars
- Karl Tómasson
- Kolbrún Ólafsdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Landvernd
- Lára Stefánsdóttir
- Heimir Eyvindarson
- Laufey Ólafsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Jónas Jónasson
- Pálmi Guðmundsson
- Gylfi Norðdahl
- Loopman
- Guðný Lára
- Guðjón Baldursson
- Edda Jóhannsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Magnús Jónsson
- Magnús Vignir Árnason
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- Máni Ragnar Svansson
- Björn Benedikt Guðnason
- Guðmundur Margeir Skúlason
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Níels Bjarki Finsen
- Jón Svavarsson
- Ólafur Björnsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Nordal
- Hundshausinn
- Guðmundur Örn Jónsson
- Óttar Felix Hauksson
- Páll Geir Bjarnason
- Páll Vilhjálmsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- percy B. Stefánsson
- perla voff voff
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jóhann Birgir Þorsteinsson
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Rúnar Birgisson
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- ragnar bergsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Víðir Benediktsson
- Salmann Tamimi
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurjón Valgeir Hafsteinsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Egill Helgason
- Sigurður Jónsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Jóhann Waage
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Karl Hreiðarsson
- Halldór Sigurðsson
- Brynja skordal
- Hreiðar Eiríksson
- Hannes Friðriksson
- hilmar jónsson
- Snorri Hansson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Bogi Sveinsson
- Stefán Þór Helgason
- Stefanía
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- Þorsteinn Briem
- Steinn Hafliðason
- Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
- Samband ungra framsóknarmanna
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svanur Kári Daníelsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Sigursveinn
- Helgi Guðmundsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Tíðarandinn.is
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gísli Kristjánsson
- Þorleifur Ágústsson
- TómasHa
- Tómas Þóroddsson
- Reynir Hugason
- Trúnó
- Halldór Egill Guðnason
- Gaukur Úlfarsson
- Unnar Geir Þorsteinsson
- Ferðaþjónustan Úthlíð
- Vilhjálmur Árnason
- P.Valdimar Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Valsarinn
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vestfirðir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Guðfríður Lilja
- Gylfi Björgvinsson
- Vilhjálmur Árnason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Aðalsteinn Bjarnason
- Aðalsteinn Júlíusson
- Andrés Kristjánsson
- Anna Einarsdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Arnþór Helgason
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Árelíus Örn Þórðarson
- Árni Haraldsson
- Árni Þór Björnsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Hafberg S.
- Barði Bárðarson
- Benóný Jónsson Oddaverji
- Bergur Sigurðsson
- Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
- Birgir R.
- Birna G. Konráðsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Jónsson
- BookIceland
- Braskarinn
- Carl Jóhann Granz
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Einarsdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- ESB og almannahagur
- Eva G. S.
- Eygló Sara
- Eyþór Örn Óskarsson
- Friðrik Kjartansson
- Garún
- Gestur Janus Ragnarsson
- Gissur Þórður Jóhannesson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson
- Grétar Mar Jónsson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Heiðarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Gústaf Níelsson
- Gylfi Gylfason
- Hafþór Baldvinsson
- Halla Rut
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Jónsson
- Haraldur Hansson
- Haukur Baukur
- Haukur Nikulásson
- Heimir Ólafsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Hörður B Hjartarson
- Hörður Stefánsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingimundur Bergmann
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jóhann Pétur
- Jónatan Karlsson
- Jón Á Grétarsson
- Jón Árni Bragason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Daníelsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Lárusson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Katrín
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kári Harðarson
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Kristinn Arnar Guðjónsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Magnús Jónasson
- Magnús Kristjánsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Már Wolfgang Mixa
- MIS
- Offari
- Ólafur Björnsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Steinn Gestsson
- Paul Joseph Frigge
- Páll Helgi Hannesson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Raggi
- Ragnar G
- Ragnar Gunnlaugsson
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Samstaða þjóðar
- Samtök Fullveldissinna
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- S. Einar Sigurðsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Skuldlaus
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólrún Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Steini Palli
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Sveinn Björnsson
- Sædís Hafsteinsdóttir
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trausti Jónsson
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Urður bókafélag
- Vaktin
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Varmársamtökin
- Vésteinn Valgarðsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þorri Almennings Forni Loftski
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórarinn Lárusson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Bragason
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Heimisson
- Þráinn Jökull Elísson
Athugasemdir
Skemmtileg frásögn. Ég hef líka ætíð haft áhuga á fjölbreytilegum vinklum minnar ættar. Ekki af því að það sé eitthvað merkilegra en annarra, heldur er það svo áhugavert að rekja söguna. Hvernig ættkvíslir myndast, ferðir og staðir koma inn í þetta.
Góður punktur þetta með soninn sem "var aldrei talað" um. Minnir að í Íslandssögu Halla Matt á Laugarvatni að þá hafi flutningur fólks til Vesturheims verið afgreiddur í einni setningu. Síðan verður áhugi á sögu þeirra meiri um 1990. Guðjón Arngrímsson skrifar bók, Böðvar Guðmundsson skrifar sín verk, Haraldur Bessason skrifar endurminningabrot o.fl.
Áður voru Vesturfarar bara afgreiddir sem einskis áhugaverðir föðurlandssvikarar, eins og Evrópusinnarnir núna . Mbk.
Gunnlaugur B Ólafsson, 18.3.2008 kl. 00:49
Kæri Gunnlaugur - þetta var ódýrt! Yfirleitt heyri ég ekki aðra en ESB - sinna sjálfa tala um föðurlandssvikara í þessu samhengi. Sigurbjörn þessi frændi minn kom ekki til baka með föður sínum og hefur að líkindum látist ungur þar vestra. En það er rétt að það var mikil togstreita með þjóðinni um vesturferðirnar en samt var nú skrifað vinsamlega um þær af sumum og allmargir fóru líkt og forfaðir minn vestur og komu svo aftur. Kannski hefur karlinn viljað taka strákinn með sér heim aftur en sá verið kominn með fallega kærustu í New York og neitað að fara...
Bjarni Harðarson, 18.3.2008 kl. 08:56
Fórstu hljótt um hér fyrir norðan Bjarni? Þú hefur vonandi fengið meira en svarfdælska brúnku?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 14:22
Ég vildi að ég gæti sagt sögur af ættingjum í vesturheimi, en þó öfunda ég þig meira af "skræðunum", sem hefðu getað orðið. Synd að þær fóru fyrir bí.
Helga R. Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 15:28
Bjarni, í ljósi þess að íslenska krónan er ONYT er ekki skritið að taka til orða eins og Gunnlaugur gerir!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 19:23
Gaman væri að þingmenn þjóðarinnar, sem eru bara 63 stykki hefðu meiri áhuga á gengi íslendinga?...ég meina sem samfélags 300.000 manns og ekki "heimsveldis" eða neitt annað, en hversu erfitt er að tjá sig um hvað kemur 300.000 manns til góðs?...mjög erfitt ef alþingi er dæmið..en alþingi isæendinga FORÐAST RAUNVERULEG VANDAMÁL eins og að krónan (sem 300.000 manns hafa) er ÓNÝT...GERSAMLEGA HRUNIN!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 21:28
Það rifjast upp við þessa lesningu að margt heyrði ég í æsku af þeim heiðurshjónum Bensa og Laugu í Keldudal, og sömuleiðis því að þeir léku sér saman Skíðdal (Þórður) á Egg, Kádal (afi þinn) í Keldudal og Hródal (Alfreð föðurbróðir minn) í Hróarsdal. Og hefur sambandið milli þeirra bæja löngum verið litríkt. En til að forðast skaðbruna á hamsatólg er gott, og hollt, að blanda hana að þriðjungi með maísolíu. Breytir bragði ekkert en hvorki gómurinn né diskurinn verða kámugir eður klístraðir en hjartað hoppar af gleði yfir minni kransæðaþrengingu.
Tobbi (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:08
hver er tobbi - langar að vita meira...
Bjarni Harðarson, 18.3.2008 kl. 22:36
Við bjuggum einu sinni saman á Gamla-Garði og erum svosem málkunnugir, hittumst í Vestmanna á Straumey og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem ég kenni íslensku og heiti Þorvaldur og er Sigurðsson frá Hróarsdal. Sl. 20 ár hef ég hins vegar reynt að breiða út skagfirska menningu á Suðurnesjum og kannski var það af mínum völdum að herinn sá sitt óvænna og fór, því allt skagfirskt er eitur í beinum hermangara og hryðjuverkamanna eins og sést á því að sturlungaöldin gerðist mestöll í Skagafirði. Þá voru skillitlir menn að reyna að ganga á milli bols og höfuðs á þarlendri menningu en kom fyrir ekki því bæði Hallgrímur Pétursson og amk helmingur Fjölnismanna var úr þeirri fríðu sveit ættaður og ekki má gleyma eina alminlega framsóknarmanninum sem núlifandi er. Svo fórum við Hallgrímur suður með sjó og höfum linnulítið juðað síðan við að bæta mannlífið þar.
libbðu svo heill
Þorvaldur frá Hróarsdal
Tobbi (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 17:46
Innlent | mbl.is | 19.3.2008 | 16:29
Vilja aðildarviðræður við ESBStjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, skorar á íslensk stjórnvöld að bregðast tafarlaust við hinum mikla vanda sem nú herjar á íslenskt efnahagslíf.
Segir félagið í ályktun, að það sé óþolandi að horfa upp á ríkisstjórn landsins sitja með hendur í skauti sér og aðhafast ekkert á sama tíma og yfirvofandi kreppa þurrki út mikinn efnahagsárangur sem náðst hafi á undanförnum árum," segir í ályktuninni.
Segist stjórnin telja að aðildarviðræður við Evrópusambandið sé æskilegur vettvangur til þess að láta reyna á hvort hagsmunum Íslendinga verði betur borgið innan sambandsins eða utan. Taktleysi ríkisstjórnarflokkanna í Evrópumálum sé vandræðalegt og ekki til þess fallið að auka trúverðugleika í annars erfiðu árferði.
„Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur farið út í þá metnaðarfullu vinnu að skilgreina samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum. Fólkið og fyrirtækin í landinu þola ekki þessa biðstefnu stjórnvalda, stefnu sem frestar nauðynlegum úrbótum á samfélaginu vegna valdastóla og innbyrðis valdabaráttu ríkisstjórnarflokkanna. Hættum að bíða! Stjórn Alfreðs skorar á stjórnvöld að marka sér samningsmarkmið og hefja tafarlaust aðildarviðræður við Evrópusambandið," segir síðan.
Hannes (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:05
Gleðilega páska
Brynja skordal, 20.3.2008 kl. 09:39
"Innlent | 20.03.2008 09:22:12 dv.is
Bjarni í litlum metumMynd: DV
Bjarni Harðarsson alþingismaður er í fremur litlum metum innan Framsóknarflokksins eftir undarlegar árásir á Valgerði Sverrisdóttur, varaformann flokksins. Bjarni hefur litlu svarað um trúnaðarbréf til flokksmanna með árásunum öðru en því að sökudólgurinn sé DV sem birti bréfið.
Bjarni ku eiga sér mikla drauma um áhrif í æðstu stjórn flokksins í framtíðinni. Bjarni er náfrændi Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og telur sig væntanlega hafa svipaða burði þótt ekki séu allir á sama máli þar. "
Hannes (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.