Ríkisstjórnin býr til óðaverðbólgu

Hækkun á mjólkurdropanum er bara einn dropi af mörgum, raunar hefur bensín hækkað miklu meira og yfirleitt er allt komið á fleygiferð. Óðaverðbólgan nú er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem hefur í allan vetur hamrað á því að ekkert skuli gert og ekkert sé hægt að gera. Sem er einfaldlega rangt.

Það er vitaskuld ekki lausn á vandanum að okra á einni vöru - þ.e. peningum. Peningar og lán á þeim er markaðsvara og sú lausn að halda uppi gengi með ofurvöxtum er til lengri tíma litið olía á verðbólgubálið. Mjólkin sem verðlögð er samkvæmt frekar gamaldags verðútreikningakerfi hækkar að hluta til nú vegna hærri vaxta því vitaskuld velta okurvextir út í verðlagið. Það eina sem vextirnir hafa gert gegn verðbólgunni er að halda uppi fölsku gengi og niðurgreiða þannig innflutning á kostnað innlendra atvinnuvega. En það er ekki lausn enda hefur það aldrei verið svo að hægt sé að fela Seðlabankanum einum að stýra hagkerfinu.

Núna þegar áhættufælni verður almenn á hinum alþjóðlega markaði eru engar líkur á að það takist að greiða verðbólguna lengur niður með froðugengi á kostnað útflutningsatvinnuveganna. Staðan í bönkunum og á fjármálamörkuðum er fyrir löngu orðin grafalvarleg og ekki ósennilegt að enn ein dýfan komi fyrir helgi!

Hin alþjóðlega fjármálakreppa var þekkt þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð og stjórnin hefur nú haft mánuði til að bregðast við en ekkert gert. Við Framsóknarmenn höfum boðið stjórnvöldum að vinna að þjóðarátaki gegn hinni válegri stöðu en ekki uppskorið annað en hroka og sjálfumgleði stjórnarliða. Þar fer saman sinnuleysi og valdþreyta. Í samfélaginu ríkir sambland af svartsýni og sjóræningjaeðli þar sem allir reyna að græða eins og nú séu seinustu forvöð...

Það sem þarf að gera er einhvernveginn á þessum nótum - og auðvitað þarf að útfæra þetta allt:

- nota sterka stöðu ríkissjóðs til að dæla gjaldeyri inn í bankana í gegnum Seðlabanka

- taka lækkun gengis sem óumflýjanlegum hlut enda annað tóm blekking

- lækka alla neysluskatta (vsk, olíugjöld, jafnhliða því sem unnið er að þjóðarsátt um verðstöðvun þrátt fyrir gengissig.

- ná samstöðu með launþegum, atvinnulífi og allri þjóðinni um að við sameiginlega verjum þjóðarbúið fyrir áföllum með því að allir herði sultarólina.

- LÆKKUN VAXTA verður að vera einn þáttur í þessari þjóðarsátt enda eykur það möguleika á verðstöðvun og léttir byrðar allra í samfélaginu...


mbl.is Mjólkurlítrinn í 100 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu Bjarni að mestu,nema þáttinn um meiri greiðslubyrgði Bænda af lánum þetta gengur yfir okkur öll/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.3.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Bjarni

Er vit í að koma á fót stóru kúabúi í um 450 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu aðalmarkaðnum?

Hver skyldi vera forsenda svona firru þegar dísilolían er komin í meira en 150 krónur lítrinn?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.3.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þrymur er með góðan punkt. Bankarnir eru búnir að búa til fjármálanet sem er svo margfalt umfangsmeira en krónunnar sem þjónar 300 þúsund hræðum á hjara veraldar. Því geta þeir stillt af gengið eins og þeir vilja. Verðum að tengjast með einum eða öðrum stærra myntsvæði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.3.2008 kl. 13:53

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Fóðrið fyrir beljurnar er ekki komið í hús af hverju þarf þá að hækka afurðirnar,eins með bensín og olíu þetta er ekki komið til landsins en samt hækkað.Ég man eftir því 1989 þá hækkaði mjólkin og fólkið lét ekki bjóða sér þetta hætti að versla mjólk og hún lækkaði kannski ættum við að gera þetta aftur.Eina sem getur bjargað Íslenskum landbúnaði er innflutningur búvara.

Guðjón H Finnbogason, 27.3.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sæll Bjarni, ég hef verið að gagnrýna hugmynd þína um svissneskann franka, en síðan svolítið pælt í því! Hef komist að því að hann sveiflast eins og evran og er mjög sterkur gjaldmiðill. Þetta er sem sagt alls ekki svo vitlaus hugmynd...alls ekki!...en telur þú möguleika á því? Myndu Svisslendingar samþykkja það?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.3.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvernig dettur nokkrum heilvita manni að láta alminnstu mynt í
heimi vera ALGJÖRLEGA FLJÓTANDI og berskjaldaða í þeim mikla
ólgusjó sem nú er á alþjóðlegum peninga-og gjaldeyrismörkuðum?
Hvers vegna stillum við ekki krónuna af t.d við kringum 14O stig  gengisvísitölu og bindum hana þar fasta við ákveðna myntkörfu
eða aðra mynt með ákveðnum frávíkum í + eða mínus. Þetta gera
Danir með sína krónu með ágætis árangri. Ef við myndum t.d
binda (miða) krónuna við þá dönsku myndi strax skapast ákveðin
stöðugleiki í gengismálum og vextir gætu lækkað fljótt í kjölfarið
á því með snarminnkandi verðbólgu. Þetta getum við GERT
STRAX með litilli fyrirhöfn. Hvers vegna er þetta ekki gert ?

Að taka upp erlenda mynt  er miklu meira mál og tæki
langan tíma. Auk þess myndi sú mynt EKKERT taka til efnahags-
ástands á Íslandi  sbr  Írar nú sem kvarta sáran undan evrunni
því gengi hennar tekur EKKERT tillit til efnahagsástandsins á
Írlandi í dag. Sem er alls ekki gott ! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 17:24

7 identicon

sæll Bjarni

 Það er margt til í þessu hjá þér, eitt er þó sem stingur í augun og það er punkturinn um að lækka neysluskatta. Það á einmitt ekki að lækka neysluskatta  þar sem minnka verður neyslu og það verulega.

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:27

8 identicon

Guðmundur, þú talar um að Danir hafi tengd sína krónu og hafi gefist vel. Svo talar þú um evru og hvað hún hafi reynst Írum illa !

Þú hlýtur að vita að danska krónan er tengd evrunni og þar áður þýska markinu.
ÞANNIG AÐ Í DK OG ÍRLANDI ERU SÖMU STÝRIVEXTIR ÁKVARÐAÐIR AF EVRÓPSKA SEÐLABANKUNUM !!!

ÞANNIG AÐ ÞÚ HLÝTUR AÐ SJÁ HVERSU ABSÚRD ÞAÐ ER AÐ ÞÚ HYGLIR DÖNUM FYRIR AÐ VERA AÐILAR AÐ EMU EN SEGIR SÍÐAN HVAÐ EMU-AÐILD HAFI REYNST ÍRUM ILLA !!

Hannes (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:41

9 identicon

Sæll Bjarni

Finnst þú nú vera að kasta steini úr glerhúsi með því að koma hér fram og segja að ríkisstjórnin vilji ekki gera eitthvað og þetta sé henni að kenna. Veit ekki betur en það sé nú ykkur Framsóknarmönnum að stórum hluta að kenna hvernig komið er fyrir þjóðarbúinu. Á meðan gífurlegur hagvöxtur er í landinu er það vitað mál að draga verður verulega úr útgjöldum ríkisins. Þá er ekki nóg að benda bara á að það hafi verið afgangur af rekstri ríkisins heldur verður sá afgangur að endurspegla þá þennslu í þjóðfélaginu. Ákvörðun ykkar að hækka íbúðarlán upp í 90% var alveg fáránleg á sama tíma og íbúðarlán voru gerð frjáls. Oft sem þið stjórnmálamenn eru fljótir að gleyma þegar þið eruð komnir í stjórnarandstöðu. Þannig að nokkuð stór hluti af ástandinu í dag má skella á fyrri ríkisstjórn, því eins og margir hagfræðingar vita, þá taka sumir hlutir langan tíma að hafa áhrif í hagkerfi. 

Halldór (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:45

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hannes. Nú veit ég ekki hversu mikil frávik danska krónan hefur
gagnvart evrunni. Trúlega yrðuum við að hafa frávikin meiri því við
búum því hagsveiflunar hér eru meiri. Nei Hannes, þarna er kjarni
málsins. Það geta verið mjög mismunandi efnahagsástand milli ríkja.
Þannig hefur efnahagsástandið í Danmörgu átt betur við gengis-
stefnu Evrópska seðlabankans heldur en það sem er að gerast á
Írlandi. Írar eru með evro fast og klárt OG GETA ENGU UM HNIKAÐ
varaðanadi gengið. Danir geta þó eitthvað hnikað til. Og í okkar
tilfelli þótt við myndum tengjast danskri krónu með ákveðnum
tilvíkum GÆTUM VIÐ ALLTAF BREYTT ÞVÍ ef við lendum í einhverri
óhagstæðri efnahagssveiflu. Það gætum VIÐ EKKI GERT notandi
erlendan gjalmiðil. Nema þá með því að lækka kaup, með auknu
atvinnuleysi og tilheyrandi gjaldþrotum. Sem er að eiga sér stað
núna á Írlandi.  Viljum við það?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 19:53

11 identicon

   Þetta er nú ekki trúverðug grein frá manni sem talar fyrir hönd Bankaræningjafélags Íslands.

Villi Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:56

12 identicon

Verð að segja það Bjarni,að þú stóðst þig með miklum ágætum í kastljósi í gær.Mér er spurn,hvort að Ríkisendurskoðandi sem mig minnir fastlega og Árni Mathiasen,hafi ekki báðir verið stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar,sem var seldur á síðastliðnu misseri hvor um sig fékk um fimmtíu milljónir.Að mínu mati er þessi Ríkisendurskoðandi algjörlega óhæfur til að gefa þessa yfirlýsingu út varðandi Varnarsvæðið og braskið á Miðnesheiðinni,að hugsa sér að Dýralæknirinn,hann Árni Mathiasen skuli vera fjármálaráðherra.Hann er ekkert annað en braskari,svo beit hann úr skömm sinni í dag að allt að því að ávíta og vera með dulda hótun á umboðsmann Alþingis,hvað gengur þessum Dýrafjármálaráðherra til.? 

Númi (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:09

13 Smámynd: Bjarni Harðarson

Anna, ég er ekki fær um að svara þessari spurningu um það hvort svisslendingar væru til í myntsamstarf en hefi bent á að þeir eigi í slíku myntsamstarfi við Lichtenstein sem segir okkur ákveðna sögu. Svisslendingar eru miklir bísnesmenn og mér finnst líklegt að fyrir þeim sé þessi möguleiki til umræðu fyrir rétt verð.

P.S.: Halldór - ég legg nú ekki í vana minn að mótmæla því sem skrifað er hér í kommentunum en mikill má máttur Framsóknarflokksins vera að hann skuli hafa verið valdur að þeirri fjármálakrísu sem nú skekur heimsbyggðina. Varðandi íbúðalánin, hvur mótmælti þeim tillögum þegar þær komu fram. Ekki stjórnarandstaðan og taldist hún þó nógu fjölskipuð og sterk á þeim tíma. Um þetta var einfaldlega samstaða þá og síðan sá hvert mannsbarn að bankarnir fóru of geyst í samkeppni sinni við íbúðalánasjóð...

Bjarni Harðarson, 28.3.2008 kl. 09:08

14 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hver stofnaði ríkisstjórn sem setti verðbólguna í yfir 100%

var það ekki framsóknarmaður sem ætllaði að kljúfa sjálf-

stæðið. Framsóknar menskan er hálfgerð erfðasynd í þessum

málum.

Leifur Þorsteinsson, 28.3.2008 kl. 12:47

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Bjarni, er þá eftir nokkru að bíða? Við Íslendingar getum ekki komið okkur saman um aðild að ESB, en þetta er svo sannarlega kostur sem vert er að skoða!...vonandi raunhæfur, því við erum allt of fá til að halda uppi gjaldmiðli, það hefur svo sannarlega sýnt sig!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.3.2008 kl. 14:39

16 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er til mun hallærislegri og „óþjóðlegri“ lausn að taka upp þjóðargjaldmiðil annars ríkis hvert sem það ágæta ríki er en að taka upp fjölþjóðlegan gjaldmiðil Evrópuþjóða evruna og sjálf að ganga í það bandlag sem honum stýrir. Það er merkilegt með þá sem hæst bylja (eins og áður við EES og EFTA) um fullveldisafsal og landráð að þeir skuli svo leggja til að við tækjum upp gjaldmiðil annars ríkis fremur en evru sem yrðum sjálf fullgildir aðilar að. -

-

„Svei skítalykt“ hefði hún amma mín sagt.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.3.2008 kl. 19:20

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hihihi...Helgi Jóhann og amma! Það er alltaf skítalykt af peningum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.3.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband