Yrsa og ánægjuleg flensa

Hélt ég slyppi við vorflensurnar - enda margir hér í kringum mig sem lágu í mars og apríl, sumir lengi. En svo kom hún, mjög skyndilega. Ég var í húsi hér á Selfossi á þriðjudaginn sem var nokkurskonar þriðji í hvítasunnu og fann bara allt í einu hvernig það helltist yfir mig svimi og hausverkur og máttleysi og vesöld og sjálfsvorkunn og gott ef ekki almenn heimska og druslugangur...

Fór því og lagðist í rúmið og fann fljótlega að hausinn réði ekki við að lesa neitt þyngra en reifara á móðurmálinu og horfa á bang-bang myndir. Fór reyndar einn dag á þingið en hef mest lagt alúð í það að gera ekki neitt og hesthúsaði meðal annars bæði Arnaldi og Yrsu. Eins og fyrr er ég hrifinn af báðum en finnst Yrsa jafnvel betri. Hún er mikill snillingur í fléttum og þessi nýjasta bók hennar um lík í Pompei norðursins hélt mér algerlega stjörfum af spenningi.

Er núna að telja mér trú um að mér sé að  batna og vonast til að mæta á morgun - má eiginlega til. Nóg er um að vera núna þessa síðustu daga þings.

Það getur auðvitað verið erfitt að missa niður vinnu en það mikill misskilningur að það sé leiðinlegt að vera með flensu. Það er hægt að fá heilmikið út úr letinni sem því fylgir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góðan bata...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.5.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

leti er dyggð

Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já og auðvitað sendi ég þér óskir um bata

Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 18:04

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Var ekki aðallega inniræktun þarna í Laugarási?

Tómatar, gúrkur og blóm og þessháttar, alla vega var þar krusi.

Ég hallast að því að útiræktun á gulrótum, káli og rófum sé uppbyggilegri þegar til lengdar lætur. Étið beint upp úr fósturjörðinni með moldinni og öllu saman og rigningarvatnið af kálblöðunum sopið með.

Vonandi nærðu fullri heilsu fyrir þinglok. Eru þau ekki viku fyrr en litlu börnin og ég komumst út í sumarblíðuna? Kv.

Helga R. Einarsdóttir, 18.5.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Góðan bata Bjarni!

Já maður þarf að leyfa líkamanum að jafna sig á svona flensu. Það er engum greiði gerður með því að afneita þessu og láta eins og engin flensa sé eða fara allt of snemma á lappir aftur. Þannig snarversnar maður. Ég var ferleg með þetta en hef lært af biturri reynslu  og "nýt" þess núna að vera veik og gera ekkert nema láta mér batna yfir bókum, sjónvarpi og með því að liggja hreinlega í leti!!!

Kristbjörg Þórisdóttir, 18.5.2008 kl. 21:03

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Með ósk um góðan bata/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.5.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Spennusögur eru mannbætandi ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 00:45

8 Smámynd: Gulli litli

Góðan bata...

Gulli litli, 19.5.2008 kl. 08:43

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Segi eins og freistarinn í sögunni um bóndann.

Hvildu þig, hvíld er góð.

Vonandi kem ég ekki á Mörsug og segi,

Latur lítið hey.

Með bataóskum íhaldsins

Miðbæjar-akkurat það.

Bjarni Kjartansson, 19.5.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband