Krúttlegir alţjóđasinnar og 15. aldar sápa

Morgunmessa varđ mér athyglisverđ grein í Lesbók Moggans eftir Önnu Björku Einarsdóttur um ímynd Íslands, krúttkynslóđina, póstmódernisma og ímynd Íslands. Löng eins og stólrćđa og 'órćđ eins og myndirnar á Mokka' en samt á köflum giska góđ grein. Fjallar ţar međal annars um ţjóđfrelsishugmyndir nöfnu sinnar Guđmundsdóttur hinnar heimsfrćgu og samhljóm Andra Snćs viđ frjálshyggjuna. Međ greininni er heimildalisti sem kallar á enn frekari lestur....

Hef legiđ yfir bók Einars Más Jónssonar öđru sinni nú í sumar og held grínlaust ađ endurreisn hinnar ţjóđlegu miđjustefnu eigi ađ sćkja sér vopn í skrif Einars, öfgalausa og ţjóđlega og alţjóđlega krútthugsun Sigurósar og Bjarkar Guđmundsdóttur og rómantíska náttúruhyggju. Semsagt öflugt andsvar viđ hinn straumlínulagađa metró-mann sósíaldemókratanna. Meira um ţetta síđar.

Var semsagt í rúminu fram ađ hádegi yfir Moggum og bókum. Ţađ eru bestu morgnarnir en í rauninni átti helgin ađ fara allt öđru vísi. Hefđi átt ađ vera í brúđkaupi í Hallormsstađaskógi, myndlistaropnun undir Eyjafjöllum, Jónsmessuhátíđ á Bakkanum og í fimmtugsafmćli í Súđavík. Var búinn ađ líta viđ á Bakkanum og rétt á leiđ ađ taka flugvél vestur ţegar óvćntar uppákomur settu strik í reikninginn. Reyndar alltaf kćrkomiđ ađ vera heima um helgar og leyfđi mér í gćrkvöldi ađ liggja í algjöru međvitundarleysi framan viđ tvćr bíómyndir í imbanum - sem er ţá alveg mánađarskammtur.

Hef annars veriđ ađ lesa Sögu Vestfirđinga eftir Arnór Sigurjónsson, afa Arnórs ţess sem leiđir hagfrćđistarf Seđlabankans. Bók ţessi er tyrfin eins og fleira eftir Arnór en samt skemmtileg 15. aldar sápa um helstu kappa landsins á ţeim tíma, ástir ţeirra, örlög og málavafstur. Allt frá Birni Jórsalafara til Björns í Ögri, Stefáns grjótbiskups ađ ógleymdum kvenhetjunum Ólöfu ríku á Skarđi og Solkunum í Eyjafirđi og Vatnsfirđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţó ađ ţú hafir ekki komist á sýninguna hjá ssk á laugardaginn,ađ ţá er ekki öll nótt úti enn. Stendur til 13 júlí.Mjög athyglisverđsýning sem vert er ađ skođa.

kv,GR

Guđmundur (IP-tala skráđ) 30.6.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ţađ er hćgt ađ fara framúr sér Bjarni/Hvíld er góđ/kveđja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.7.2008 kl. 14:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband