Evrópa eða lífið, - nauðhyggja Geirs og Evrópukratanna!

Nauðhyggja Geirs H Haarde í evruumræðunni er leið til  að velta Sjálfstæðisflokknum í afstöðunni til ESB aðildar. En nauðhyggjan er andstæða frelsisins og það er kalt um forsætisráðherra þessa dagana... 

 

Það eru skrýtnir dagar í ráðherrapólitíkinni þessa dagana. Þeir eru flestir hættir að rífast við samstarfsflokkinn eins og þeir gerðu í vetur en rífast nú innan flokka. Krataráðherrar um virkjanir sín í milli en íhaldið um myntsláttu þar sem forsætisráðherra snuprar dómsmálaráðherra og fær svo matrónuna utanríkisráðherra sér til aðstoðar.

Það er enda sem fyrr hjónasvipur með Geir og Ingibjörgu, herpingslegur að vísu. Bæði eiga allt undir að sambúðin haldi því með henni eru taldir beggja þeirra pólitísku lífdagar. Samband þeirra er samband valdstreitunnar þar sem báðir óttast að lenda utangarðs. Verk Geirs á að vera að halda ríkisstjórn saman en orkan beinist nú ekki síður að hans eigin flokki sem sligast þessa dagana undan ESB umræðu.

Kaupmannastéttin, bankamenn og talsmenn iðnrekenda hamra nú mjög á sínum gamla flokki að snúa sér í Evrópuumræðunni og tala um málið eins og það snúi aðeins að viðskiptakjörum. Það væri eðlilegt ef ESB væri aðeins viðskipta- og tollabandalag en svo er ekki. ESB er fyrst og fremst tilraun til myndunar stórríkis með meiri miðstýringu en áður hefur þekkst í sögunni. Að vonum þykir flestum framsýnni stjórnmálamönnum Sjálfstæðisflokks glapræði að ganga þar inn vegna viðskiptahagsmunanna einna,- einkum þar sem við höfum í raun þá flesta unna með EES samningi. Stóra vandamálið í dag er sveiflukenndur og ótraustur gjaldmiðill sem vissulega er mikið vandamál fyrir allan rekstur, bæði heimila og fyrirtækja.

Athafnamenn og stjórnmálamenn margir hafa bent á að í leit að lausn komi margar leiðir til greina. Liðsmenn Björgúlfs Thors hafa bent á svissneskan franka, aðrir hafa talað fyrir einhliða upptöku evru, beinni tengingu við evru a la danir eða þá aðild að myntbandalagi í gegnum EES samning eins og dómsmálaráðherra ræðir nú og hafi hann þökk fyrir. Hugmyndin rímar um margt við það sem Valgerður Sverrisdóttir nefndi fyrir nokkrum árum. Illugi Gunnarsson talaði fyrir sömu hugmyndum á Iðnþingi í vetur leið. Svo hafa bæði Þórólfur Matthíasson og VG hafa bent á mögulegt samstarf um norrænan gjaldmiðil og auðvitað hafa fleiri hugmyndir skotið upp kollinum. Gallinn er að engar þeirra eru skoðaðar og þar kemur til samstaða forsætisráðherrans og evrópukratanna um nauðhyggjuna.

Þau Ingibjörg, Össur, Björgvin og sjálfur erkipresturinn Árni Páll tala jafnan svo að framtíðarsýnin sé annaðhvort ESB - aðild eða dauðinn. Forsætisráðherra hefur í þessum efnum talað nauðugur viljugur upp í eyrun á Davíðsarmi Sjálfstæðisflokks og sagt í öðru orðinu,- við erum ekkert á leið í ESB, allt er betra en evra og krónan er fín. Samt án sannfæringar. Í hinu orðinu hefur forsætisráðherra tekið undir með þeirri firru að það séu bara til tvær leiðir, annaðhvort að hafa allt eins og það er eða þá að ganga í Evrópusambandið!!!

Hluti af þessari mynd er að stöðugt er talað um Evrópumál sem sérstakan og einangraðan málaflokk og þá átt við ESB mál. Þegar við tölum um samskipti við aðrar álfur eða þjóðir segjum við ekki Asíumál, Ameríkumál eða Svisslendingamál. Við segjum bara utanríkismál, alþjóðamál, utanríkisviðskipti, alþjóðavæðing o.s.frv. Það að taka öll samskipti við ESB í sérstakan dilk er hluti af þeirri nauðhyggju að telja í raun og veru að Íslendingar eigi bara þá leið fyrir höndum að bindast ESB í auknum mæli og helst ganga í ESB. Þetta er misskilningur sem verður hverjum þeim ljós sem er nógu alþjóðasinnaður til að skoða málefni Evrópu í samanburði, samhengi og samspili við önnur utanríkismál.

Þá kemur nefnilega í ljós að Íslendingar eiga ekki val um tvær leiðir heldur óteljandi og eiga að skoða alla kosti. Sjálfur get ég ekki varist þeirri hugsun að síendurtekin mótmæli Geirs gegn öllum tilraunum til að ná umræðunni upp úr fari þessarar tveggja kosta nauðhyggju sé í raun tilraun hans til að snúa afstöðu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálunum.  Risaeðlan sé að velta sér. Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér, Geirs vegna og þjóðarinnar. Nauðhyggjan er nefnilega andstæða frelsisins og það slær mig stundum að forsætisráðherra sé ekki neitt mjög frjáls þessa dagana...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Því meir sem ég kynni mér gjaldmiðilsumræðuna kemst ég að raun um hversu lítið stjórnmálamenn vita um slík mál annars staðar í heiminum. Við erum nefnilega ekkert ein á báti með lítinn og viðkvæman gjaldmiðil.

Þegar öllu er á botninn hvolft snýst málið um að þjóðin sé fær um að halda heildarrekstri sínum réttum megin við strikið. Þetta er rétt eins og í venjulegu heimilishaldi, bara stærri tölur.

Uppgjöfin er því eins og um sé að ræða heimili sem eytt hefur um efni fram og ákveður að sameinast miklu stærra heimili til að láta vandann hverfa. Tímabundni vandinn hverfur en eftir stendur að þú ræður ekki lengur neinu um hvernig stóra heimilið er rekið. Þar er svo stór feit og heyrnarlaus maddama að þú kemur engu áleiðis.

Vanmáttarkennd margra íslendinga er svo mikil að halda að feita mamman muni redda öllum okkar málum þegar reyndin er sú að hún sópa okkur sem smáryki bara út í horn.

Haukur Nikulásson, 15.7.2008 kl. 22:56

2 identicon

Sæll vertu Bjarni.

Takk fyrir góðan pistil.

Ég vona líka að þú hafir á kolröngu að standa með það að Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Geirs sé að undirbúa algjöran viðsnúning í afstöðu sinni til ESB.

Mér virðist ótvírætt, á góðum pistli Björns Bjarnasonar frá því í gærkvöldi, að hann sé alls ekki þeirrar skoðunar að við eigum að gerast aðilar að ESB, þvert á móti.

Hins vegar hefur hann, eins og fleiri, enn á ný velt upp þeim bolta, að engin lög ESB standi gegn því að semja um aukaaðild að EMU, þ.e. ef pólitískur vilji ESB stæði með því, og ekki hvað síst, ef við Íslendingar sjálfir viljum fara inn í slíkt gjaldmiðlasamband/-samstarf. 

Mín skoðun er hins vegar sú, að það sé ekki góð né farsæl leið fyrir okkur sem þjóð að fara í slíkt gjaldmiðlasamstarf við ESB, og í raun engin skynsemi í því og engin þörf á því.

Til þess að geta gert slíkt, verðum við fyrst að aðlaga okkar efnahags-/verðbólgu"líf" að ESB kröfum og haga okkur í samræmi við þær kröfur í framtíðinni.

Ef við getum gert slíka aðlögun með íslenskri krónu fyrir aðild að EMU að okkar eigin frumkvæði, því skyldum við sem þjóð ekki alveg eins geta það áfram? Það fer alfarið eftir okkar eigin vilja, stefnu og skynsamlegri fjármálastjórn hjá þjóðinni allri.

Sveiflur í efnahagslífi allra þjóða munu alltaf eiga sér stað, gengissveiflur líka, hvort sem um er að ræða ikr., Evru, $ og sv. frv. Spurningin verður alltaf hversu fljót viðkomandi þjóð og/eða gjaldmiðlabandalag verður að aðlaga sig slíkum sveiflum og ná sér á strik á nýjan leik.

Mín trú er sú að sjálfstæð stjórn hverrar þjóðar á gjaldmiðli sínum og sínum efnahagsmálum sé alltaf affærasælust fyrir viðkomandi þjóð.

Ég hef sem sagt þá trú að ákvarðanir í gengis- og/eða efnahagsmálum Íslendinga teknar af sjálfstæðum, óháðum Íslendingum, verði alltaf betri fyrir okkur Íslendinga heldur en ákvarðanir teknar af fjarlægu pólitísku og /eða miðstýrðu "apparati" inni í miðri Evrópu.

Ég lýsi minni megnustu vanþóknun á tilvísunum og/eða ummælum ýmissa forsvarsmanna atvinnulífsins, ýmissa talsmanna launþegasamtaka og ónefndra ósjálfstæðra pólitíkusa, ummæla sem endurómuð eru af einlitri  fjölmiðlahjörð, í þá veru og nánast að hamra sífellt á því "að allt sé betra frá útlendingum komið í efnahags- og/eða gengismálum heldur en undir stjórn Íslendingra sjálfra" og grafa þannig stöðugt undan sjálfstrausti og sjálfsvirðingu þjóðarinnar og trú hennar á eigið afl, frumkvæði og getu.

Reynsla okkar Íslendinga er ólygnust.

Það er engin tilviljun að við lífskjör okkar Íslendinga í öllum alþjóðlegum, sambærilegum mæilikvörðum á efnahagslegri stöðu og lífskjaramælingu þjóða í milli, mælast aftur og aftur vera með þeim allra hæstu og bestu sem þekkjast. Við komumst þangað af eigin rammleik og fyrir eigið frumkvæði og dugnað og undir stjórn okkar sjálfra í öllum okkar málum.

Bestu kveðjur.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:32

3 identicon

Sæll vertu Bjarni.

Takk fyrir góðan pistil.

Ég vona líka að þú hafir á kolröngu að standa með það að Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Geirs sé að undirbúa algjöran viðsnúning í afstöðu sinni til ESB.

Mér virðist ótvírætt, á góðum pistli Björns Bjarnasonar frá því í gærkvöldi, að hann sé alls ekki þeirrar skoðunar að við eigum að gerast aðilar að ESB, þvert á móti.

Hins vegar hefur hann, eins og fleiri, enn á ný velt upp þeim bolta, að engin lög ESB standi gegn því að semja um aukaaðild að EMU, þ.e. ef pólitískur vilji ESB stæði með því, og ekki hvað síst, ef við Íslendingar sjálfir viljum fara inn í slíkt gjaldmiðlasamband/-samstarf. 

Mín skoðun er hins vegar sú, að það sé ekki góð né farsæl leið fyrir okkur sem þjóð að fara í slíkt gjaldmiðlasamstarf við ESB, og í raun engin skynsemi í því og engin þörf á því.

Til þess að geta gert slíkt, verðum við fyrst að aðlaga okkar efnahags-/verðbólgu"líf" að ESB kröfum og haga okkur í samræmi við þær kröfur í framtíðinni.

Ef við getum gert slíka aðlögun með íslenskri krónu fyrir aðild að EMU að okkar eigin frumkvæði, því skyldum við sem þjóð ekki alveg eins geta það áfram? Það fer alfarið eftir okkar eigin vilja, stefnu og skynsamlegri fjármálastjórn hjá þjóðinni allri.

Sveiflur í efnahagslífi allra þjóða munu alltaf eiga sér stað, gengissveiflur líka, hvort sem um er að ræða ikr., Evru, $ og sv. frv. Spurningin verður alltaf hversu fljót viðkomandi þjóð og/eða gjaldmiðlabandalag verður að aðlaga sig slíkum sveiflum og ná sér á strik á nýjan leik.

Mín trú er sú að sjálfstæð stjórn hverrar þjóðar á gjaldmiðli sínum og sínum efnahagsmálum sé alltaf affærasælust fyrir viðkomandi þjóð.

Ég hef sem sagt þá trú að ákvarðanir í gengis- og/eða efnahagsmálum Íslendinga teknar af sjálfstæðum, óháðum Íslendingum, verði alltaf betri fyrir okkur Íslendinga heldur en ákvarðanir teknar af fjarlægu pólitísku og /eða miðstýrðu "apparati" inni í miðri Evrópu.

Ég lýsi minni megnustu vanþóknun á tilvísunum og/eða ummælum ýmissa forsvarsmanna atvinnulífsins, ýmissa talsmanna launþegasamtaka og ónefndra ósjálfstæðra pólitíkusa, ummæla sem endurómuð eru af einlitri  fjölmiðlahjörð, í þá veru og nánast að hamra sífellt á því "að allt sé betra frá útlendingum komið í efnahags- og/eða gengismálum heldur en undir stjórn Íslendingra sjálfra" og grafa þannig stöðugt undan sjálfstrausti og sjálfsvirðingu þjóðarinnar og trú hennar á eigið afl, frumkvæði og getu.

Reynsla okkar Íslendinga er ólygnust.

Það er engin tilviljun að lífskjör okkar Íslendinga í öllum alþjóðlegum, sambærilegum mæilikvörðum á efnahagslegri stöðu og lífskjaramælingu þjóða í milli, mælast aftur og aftur vera með þeim allra hæstu og bestu sem þekkjast. Við komumst þangað af eigin rammleik og fyrir eigið frumkvæði og dugnað og undir stjórn okkar sjálfra í öllum okkar málum.

Bestu kveðjur.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:50

4 identicon

Sæll aftur Bjarni.

Það kom hjá mér villumelding um netfangið og því fóru skrif mín fyrir mín m istök tvisvar í gegn. Vilt þú vinsamlega taka út fyrra pár mitt.

Takk fyrir og bestu kveðjur.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:54

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni.

  Tel að við eigum að athuga að taka upp myntsamstarf við Norðmenn. Og það STRAX!

  Kostir:

  Höldum sem fyrr sjálfstæði í efnahagsmálum.

 Tenging ísl.krónu við þá norsku með ákveðnum frávikum kæmi á
 gengisstöðuleika, sem allir eru að kalla eftir. Ef pólitískur vilji
 væri fyrir þessu gæti þetta komið til framkvæmda inna einhverra
 mánaða í stað fjölda ára að taka upp erl. mynt.

 Vextir færu snar-lækkandi og verðbólga líka og myndi verða brátt
 samsvarandi og í Noregi. Gætum í kljölfarið afnumið verðtryggingu
lána.

 Þyrftum ekki að taka rísa-okurlán í útlöndum til styrktar okkar
gjaldeyrisvarasjóði. Tenging við norska krónu og myntsamstarf
við Normenn sæi um það.

  Norsk króna er ein sú sterkasta mynt í dag varin af norska
olíusjóðnum. Spákaupmenn legga því ekki í hana.

  Myntsamstarf við Norðmenn myndi fela í sér ákveðin sveigan-
leika miðað við ÍSLENZKAR efnahagsaðstæður hverju sinni.
Alltaf yrði hægt að ræða við Norðmenn um ákveðna breytingu á
gengisvísitölunni ef efnahaslegar forsendur breyttust míkið.
EKKERT slíkt yrði fyrir hendi tækjum við upp erlenda mynt.

  Myntsamstarf við Norðmenn yrði MIKLU skilvirkara heldur en
t.d við báknið í Brussel. Þ'a hefur verið rætt um að myntsamstarfið
við Norðmenn tæki til alhliða peningamála.

  Eigum mikla hagsmuni að gæta með Norðmönnum í framtíðinni,
s.s í öryggis-og varnarmálum, auðlinda og náttúruverndamálum.
Myntsamstarf gæti orðið sjálfsagður hluti þessa. Auk þess standa
bæði ríkin sjálfstæð utan ESB.

  Að taka upp erlenda mynt sem EKKERT tekur til efnahagsaðstæðna á Íslandi  er út í hróa hött. Myndi stórskaða okkar sveigjanlega
hagkerfi, koma á stöðnun og varanlegri kreppu, eins og mun koma
á daginn með evrusvæðin. 

  Myntsamstarfi er alltaf hægt að ljúka. Ekki erlendri mynt.

  Jæja Bjarni. Væri ekki ráðlegt að skoða þessa norsku leið. Myndi
taka hatt minn niður fyrir þér og Framsókn kæmu þið með þá
tillögu að norska leiðin verði skoðuð, eins og nokkrir hagfræðingar
hafa bent á. Þannig að hugmundin er ekki mín.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.7.2008 kl. 14:38

6 identicon

Mér fallast alveg fingur hér við tölvuna að sjá öll þessi lærðu skrif og þekkingu.  En hvað sem því líður þá er ég sammála því að þjóðfélag beri að reka eins og heimili - já, með stærri tölum.

Getur verið að talsvert af tilgátum,spádómum og rándýrri vesen-mennsku í kringum fjármálin, sé í raun "sending frá pokrinum? Ætli farið sé svo geyst að hið einfalda hafi glatast rétt við nefin á okkur?

 Ég veit bara að þegar ég á litla sem enga  peninga þarf ég að fara mjög varlega. Ef ég á enga peninga fæ ég ekkert, en get kannski slegið bráðbirgðalán fyrir læknishjáp í nauðum. Í nauðum, sagði ég.

 Þegar ég á peninga þarf ég að borga skuldirnar og ef ég borga þær ekki verður hrópað; "fallit" og svo "la'gossa."

En þetta var víst ekki um evrur, franka og dollara...

 Helga Ág.

"Hva, ósköp er manneskjan barnaleg".

Ekki yrði ég hissa

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:25

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er margt til í þessu Bjarni, svo mikið er víst.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2008 kl. 01:28

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Bjarni  flott grein!!! og orð i tíma töluð/Eg er þarna sammála G.J.K. um að tengjast Norsku krónunni,þar værum við á Grænni grein!!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.7.2008 kl. 13:08

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já það eru sumir sem segja að Ísland þurfi að ganga í Evrópu aftur með tilvísun á það sem þeir kalla "Evrópumálin". En þetta orð, Evrópumálin, er sérstakt orð sem er bara til í orðabókum sósíal-demó-krata og sem allir búa í Evrópu en þó alveg án þess að hafa tekið eftir því sjálfir. Það eru yfir 50 lönd í Evrópu og mál þeirra virðast ekki falla undir skilmála orðabókar sósíal-demó-krata í 15 til 27 af þessum löndum.

Það er einnig athyglisvert að áhugi Íslendinga á þessu orði úr orðabókum sósíal-demó-krata, virðist vera mestur í öllum löndum Evrópu núna, og eingöngu útaf því að gjaldmiðill Íslendinga sýndi um daginn að hann er lifandi og síþjónandi þjóð sinni á hverjum einasta degi ársins. Hann brotnar ekki þegar það er sest ofan á hann, sparkað í hann erlendis frá, hoppað ofaná honum innanfrá, og sturtað úr 10.000 steypubílum ofaná hann á meðan grafið er undan honum á sama tíma. En öllu þessu hafa Írar þó tekið eftir og líta nú öfundaraugum á þennan Íslenska galdramiðil sem þolir alla þessa meðferð án þess að stirna upp í losti eins og stjörf bikkja.

Þeir hafa einnig tekið eftir að Ameríkanar hafa svona tryllitæki til umráða í sínu hagkerfi, og jafnvel nágrannar þeirra, Bretar, þjóta núna út um allar trissur á svona galdratæki sem hleður upp stórskotalið hagkerfis þeirra með nýjum og samkeppnishæfari fallbyssukúlum sem svo verður beint að frosnum fallbyssum Evrópumála sósíal-demó-krata í 27 af 50 löndum Evrópu.

Írar falla bókstaflega í stafi yfir þessari hernaðarlist. En þeir sitja núna með frosnar fallbyssur sem snúna inná við í hagkerfinu gætu hrokkið í gikkinn og skotið þá sjálfa í kaf hvernær sem væri. Þetta eru því uggvænlegir tímar fyrir Íra. Að eiga á hættu að verða skotnir niður innanfrá af sínum eigin fallbyssum.

If all else fails, then maybe it's time to ditch the euro

Gunnar Rögnvaldsson, 17.7.2008 kl. 13:35

10 identicon

Góður pistill en veikleiki hans er að í honum er ekkert nema skynsamlegar vangaveltur. Deilan um Sambandsaðild er hins vegar ekki háð með rökum eða mati á veraldlegum hagsmunum. Hún er fyrst og fremst trúarleg. (Sjá http://atlih.blogg.is/2008-07-19/truarjatningar-sambandssinna/)

Þetta er nánast augljóst þegar maður les játningar Sambandssinna (sem eru í öllum dagblöðum á hverjum degi). Fyrir þeim er Sambandið örugg höfn, skjól í ólgusjó tímans og sögunnar. Smáatriði skipta ekki máli og bara asnalegt að vera að bera saman afkomu þjóða innan og utan Sambandsins eða einhverjar hallærislegar staðreyndir.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband