Vegbætur strax milli Hveragerðis og Selfoss

Þó allir leggist á eitt eru engar líkur á tvöföldum vegi milli Hveragerðis og Selfoss á þessu kjörtímabili. Til þess er kerfið of svifaseint og samningsferli við landeigendur og fleiri of stutt komið.

En það er alveg óviðunandi ef ekkert verður að gert fyrr. Krafa okkar Sunnlendinga hlýtur því að vera að gerðar verði vegbætur á núverandi vegi, einkanlega við gatnamótin sem eru hver öðru hættulegri. Þó ég sé sjálfur alveg í góðu meðallagi kjarkaður á vegunum þá er mér það alltaf svolítið fyrirkvíðanlegt ef ég þarf á að taka vinstri beygju á þessum kafla .

Þetta má laga mjög mikið með því að setja upp eitt eða tvö hringtorg á þessari leið (sameina þannig Nýbýlavegar, Hvols og Kirkjuferjuútkeyrslu í eitt torg og hugsanlega Gljúfurs, Kotferju og Arnarbælis í annað). Setja svo smá breikkun í veginn við önnur gatnamót (t.d. Þórustaði og Velli) þannig að bílar sem bíða eftir að taka vinstri beygju bíði ekki í sjálfri akreininni heldur í sérstakri aðrein sem skilgreind er í vegarmiðju.

Þetta eru mjög veigalitlar og ódýrar framkvæmdir sem hægt er að ráðast í strax og gætu skilað okkur miklu í auknu öryggi á þessum stórhættulega kafla - til bráðabirgða vitaskuld fram að  fram að tvöföldun.


mbl.is Sveitarfélög tefja vegabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er þessi vegkafli svona hættulegur umfram aðra vegi á landinu?

Gunnar (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Björn Finnbogason

Hann er svo andskoti lúmskur. 

Held að þið þingmenn suðurkjördæmis hljótið nú að geta hrist e-ð í gegnum þessa ríkisútgerð- Vegagerðina, sem þarf svo að leggja niður sem fyrst.

Björn Finnbogason, 12.8.2008 kl. 17:07

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Úr því að ALLIR vilja meira öryggi á þessum vegakafla og hafa viljað það lengi, afhverju er ekki búið að fækka gatnamótunum og setja hringtorg eins og þú nefnir hér Bjarni?

Birgir Þór Bragason, 12.8.2008 kl. 17:18

4 identicon

Ég er þér alveg hjartanlega sammála, en hvað skal gera, krossarnir hvítu virðast ekki virka eins og efni stóðu til.

Við sem erum tilneydd að nota þennan veg höfum krónískan kvíðahnút í maga á kaflanum við Kotströnd, sérstaklega þegar hálka er eða mikil umferð. Ég var á ferð þarna um í fyrra þegar konan andaðist sem var á leið i innkaup fyrir fermingarveislu barns síns. Öll börnin mín og stjúpbörn voru búin að hringja dauðskelkuð áður en ég kom inn í Rvík. Þau vissu af mér á ferð og voru dauðhrædd þar til þau náðu í mig. Svona líður ótal manns í hvert sinn sem slys verður á vegunum.

Hvað ætli þurfi marga harmleiki áður en eitthvað verður að gert?

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 17:20

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Nei göng í gegnum Vaðlaheiði .. já og héðinsfjörð fyrst !

Auðvitað á Vegagerðin að ráðast á þetta verkefni.. ekki í dag eða á morgunn heldur fyrir mörgum árum.  Sauðsháttur þeirra þingmanna sem úr þessu kjördæmi koma er með eindæmum.  Þessu er ekki beint til þín bjarni.. þú ert svo nýtilkominn ;) 

Óskar Þorkelsson, 12.8.2008 kl. 17:38

6 identicon

Segið mér, ef allir virða hámarkshraða hvað yrðu þá mörg slys þarna? Látum fólk virða hámarkshraða með myndavélum og auknu eftirliti.

hh (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:44

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jæja, þar kom hljóð úr horni.

Bjarni minn ef að við sunnlendingar hefðum þingmenn með bein í nefinu þá væru vegagerðarmenn ekki að draga lappirnar heldur væri verið að gera eitthvað, en því miður þá eru hver einasti þingmaður sunnlendinga ROLA með eigin hagsmuni sem forgangsverkefni og haga sér svo eins og Steingrímur J. gerir, grípa eitthvað upp úr blöðunum og hafa hátt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.8.2008 kl. 19:48

8 identicon

Ég fór um slysstaðinn milli Hveragerðis og Selfoss eftir að slysið varð á mánudaginn og reyndi að átta mig á því hvers vegna það hafði orðið. Þó eflaust sé nokkur umferð um afleggjarann sem þarna liggur af hringveginum eru gatnamótin á beinum vegarkafla á jafnsléttu og ekkert sem hindrar sýn ökumanna. Ég gat ekki með nokkru móti séð að aðstæður þarna gætu kallast hættulegar, svo framarlega sem ökumenn væru með hugann við aksturinn og ækju eins og menn. Það er lykilatriðið. Ökumaður sem ekur af krafti aftan á kyrrstæðan bíl eins og hann sé ekki þarna, hefði ekkert frekar farið yfir á næstu akrein eða út á vegöxlina, hann var greinilega ekki með hugann við það sem í kringum hann var og því fór sem fór. Þó ég sé sammála því að margir vegarkaflar séu hættulegri en aðrir finnst mér of mikið gert af því að kenna aðstæðum um þegar orsökin er einfaldlega gáleysislegur akstur. Þetta sýndist mér einmitt vera slíkt tilfelli.

Siggi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:43

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Siggi, það er ekki verið að kenna aðstæðum um slysið, en þarna átti rútubílstjórinn ekki að þurfa að eiga það á hættu að fá bíl framan á ig og svo hitt að hefði verið búið að tvöfalda Suðurlandsveg þá hefðu ekki verið vegamót þarna með þverunn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.8.2008 kl. 21:27

10 identicon

Bjarni, kostnaður vegna einkavegar fyrir Jón Ólafsson að Hlíðarenda sem þú talaðir fyrir á þingi sl. vetur hefði kannski dugað fyrir þessum bráðabirgðaframkvæmdum, spáðu í það.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:50

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Var að koma að austan á sunnudag og það varð að umtalsefni hvers vegna væru tvær akstursleiðir inn í Hveragerði þar sem bílar þurfa mjög oft að hægja á sér þegar menn eru á leið inn í Hveragerði, austan megin.

Ég get ekki séð að það þurfi að vera stórmál að taka hefjast strax handa við ýmsar umbætur heldur spurning um ákvarðanatöku aðila allra.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2008 kl. 00:38

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þegar skynsamir menn ætluðu að færa aura suður til ykkar, fóru nokkrir Framsóknarmenn í fýlu og hótuðu, að leggja niður Framsóknafélagið á Sigló.  Hugsanlega lagðist niður eitthvað félag í Héðinsfirði, sem er annars nú þegar í eyði.

Þá fóru allri pólitíkkusar á taugum og létu eftir þrýstinginum sem myndaðist af því, að 20Framsóknarmenn hótuðu að hætta að vera í Framsóknarfélaginu.

Ekki þarf mikið til.

Talið ykkur saman um, hve margir Framsóknarmenn eru á Selfossi og Hveragerði þið Guðni.

Svo er einn o geinn sumarbústaðareigandi Framsóknarmaður,  hvort sem þú trúir því eða ekki.

Nei minn kæri, það þýddi ekkert fyrir mig, að benda á, að brúin fræga(sem er með 3  já 3!!!!!akreinar) var í undirbúningi og vildi smíða tvöfalda brú, það er með 4 akreinum, var mér nánast sagt að halda mig hægum.

Nú er sú brú úret-lt og aurarnir sem í hana fóru glatað fé.

Miðbæjaríhaldið

er að verða fullþreyttur á Héðinsfjarðar/Vaðla,,heiðar" --frekjuhundum.

Bjarni Kjartansson, 13.8.2008 kl. 12:26

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég held Bjarni að það sé ekki nema einn framsóknarmaður í Hveragerði og svo Herdís, jú jú jú hvernig læt ég þeir eru tveir Kalli og Þorvaldur punktur

Svo þessi leið er líklega dauðadæmd eins og ?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.8.2008 kl. 15:50

14 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skil bara ekki hvað menn geta karpað lengi um mikið en ekkert aðhafst - það hlýtur að vera "kúnst" að gera ekki neitt heilu dagana, hvernig fara þessir menn að árið um kring þó ekki sé annað en að láta það líða hjá, standa svo pinnstífir hreiknir gljáfægðir horfandi yfir farinn veg - þetta er kúnst en ekki til eftirbreitni

Jón Snæbjörnsson, 13.8.2008 kl. 16:35

15 identicon

Það er rétt Bjarni. Áður hefur verið farið í úrbætur strax eftir skelfileg slys.   Breikkun á þessum stöðum og jafnvel stöku  hringtorg til bráðabirgða eru klink  í þeim  heildarkostnaði sem framundan er.   

Gæti þó bjargað slysum og mannslífum eins og staðan er orðin þarna.

Valdimar Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:15

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hjartanlega sammála þér. það á ekki að þurfa að velkjast mikið og lengi með að gera þær úrbætur er þarf til að draga úr hættunni, s.s. að útbúa hringtorg. það er mun minni framkvæmd að koma upp tveimur eða þremur hringtorgum en að breikka kaflann. því mætti fara strax í uppsetningu hringtorga þótt breikkunin kæmi síðar.

það þarf ekki að draga slíkt um of yfir vínarbrauðsáti í nefndum.

Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 18:47

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hafiði heyrt orðið "bráðabyrgðframbúðar"

Nei takk ekkert sem kemur í veg fyrir frambúðar tvöföldun, þetta hefði átt að gera fyrir mörgum árum og á að vera búið að gera allann hringveginn, þ.e. aðreinar, afreinar og hjáreinar og auðvitað átti aldrei að samþykkja veginn í og úr Þórustaðanámum útá og af þjóðveginum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.8.2008 kl. 20:24

18 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er verið að tala um að byrja á að tvöfalda alla leiðina milli Reykjavíkur og Kamba. Hvað með þá kafla á leiðinni sem nú eru 2+1 og ættu að vera nokkuð öruggir, á að gera þá 2+2 núna strax? Liggur meira á að tvöfalda þá kafla heldur en 1+1 veginn milli Hveragerðis og Selfoss? Ég held varla.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.8.2008 kl. 22:26

19 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Styð þessar hugmyndir þínar Bjarni.  Mér finnst það óábyrgt hjá Sýslumanni Árnesinga að tala um það að hafa þarna 70 km/klst hámarkshraða þarna á þessum kafla, vegna þess að það leysir engan vanda,  Þú getur jafnmikið keyrt á hvort sem þú ert á 90 eða 70 km hraða, áreksturinn yrði ekki eins harður kanski en það yrði samt tjón.  Betra væri að gera þarna útskot á veginn eins og t.d. við Þórustaði og Velli,  þar gætu bílar sem ekki eru að beygja til vinstri komist framhjá á mjög auveldan hátt.  Þetta er frekar ódýrt í framkvæmd og ætti að vera hægt að gera þetta á mánuði eða svo, malarnáma þarna við veginn o.þ.h.  Eitt hringtorg myndi leysa heilmikinn vanda þarna og sé ég fyrir mér að Vegirnir að Hvoli Kirkjuferju og jafnvel vegirnir að Ingólfshvoli og Arnarbæli yrðu teknir saman í eitt hringtorg.  Það mætti einnig tengja veginn upp að Gljúfri við þetta hringtorg.  Þetta myndi leysa mikinn vanda og því skora ég á þig Bjarni Harðarson að taka forystu, á meðal þingmanna suðurkjördæmis, í þessu máli og krefjast þess og hætta ekki fyrr en "Gangna" Möller er búinn að láta fjármagn til þessa verkefnis.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 14.8.2008 kl. 08:32

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það leysir víst vanda að lækka hámarkshraða !!   En vegabætur verða að koma þarna og ekki seinna en strax. 

Óskar Þorkelsson, 14.8.2008 kl. 09:45

21 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Alltaf sama sagan með hjátrúarfullu draugasleikjurnar. Getið aldrei komið út úr ykkur eini orði af viti.

Skamm!

Sigurður Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband