Gaman í Parísarmýrinni

Kom til Versala í gær þar sem fyrr sátu kóngar en nú ríkir þar túrisminn einn. Hér er hátimbrað og sagan þykk eins og Austfjarðaþokan. Í hetjuskap, úrkynjun og grimmd. Hingað komu mestu andans menn sögunnar en hér bjuggu líka kóngar sem komust ekki hærra í hetjuskap en að skjóta kanínur. Og hingað ruddist múgurinn til að sækja Lúðvík 16 undir fallöxina...

Annars bý ég í Mýrinni (Marais) sem ku mesta hommahverfi Parísar en líka það menningarlegasta! Líklega bjargar það mér frá ástleitni að ég geng yfirleitt með listakonuna Elínu mér við hlið. Hún er hér heimamaður á listamannagarði í tvo mánuði og ég fæ að trufla hana í viku. Hér eru listamannapartí á hverju kvöldi og sum skrautleg. Svona garði þurfum við að koma okkur upp heima á Íslandi og var reyndar meiningin með Héraðsskólann að Laugarvatni en tókst ekki.

Fer í dag að hitta Parísarprófessorinn Einar Má Jónsson sem skrifaði Bréf til Maríu en það er bók sem enginn Framsóknarmaður ætti ólesna að láta...

Kem heim 1. sept.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eru virkilaga til framsóknarmenn i Frakklandi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.8.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Svona garði þurfum við að koma okkur upp  á Íslandi  Þú reynir að beita þér í því máli .

Átt þú góða helgi.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.8.2008 kl. 21:41

3 identicon

Var á FLúðum sl. viku og skemmti mér konunglega við að lesa um drauga og forynjur í Árnesþingi sem þú ert skrifaður fyrir. Þakka þér fyrir skemmtilega lesningu og að minnast hans Hreins Erlendssonar frænda míns. Við hittumst nokkrum sinnum á ævinni - fyrst þegar við vorum börn og hann mundaði sig til við að bíta af mér nefið og síðar þegar bæði voru prúð mjög - nemar í sagnfræði og drukkum saman kaffi nokkrum sinnum.

Fæst þessi bók ekki í bókaversluninni þinni á Selfossi?

Kveðja og ósk um samstöðu við verndun neðri hluta Þjórsár.

Elín G. Ólafsdóttir

Elín G. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:45

4 identicon

Þeir deilast nú víða, ég veit það með sann,

í veislum á listanna brautu.

Í Frakklandi þekki ég framsóknarmann

sem ferðast um Mýrina blautu.

Bestu kveðjur til ykkar hjóna,

KE

Kristján Eiríksson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband