Goddurinn góður... og skrýtinn dagur!

Kastljósviðtal við listamennina Goddinn og Val Gunnarsson var athyglisverðast í öllu fjasi kvöldsins. Þeir ræddu meðal annars krúttkynslóðina sem er hugtak sem ég hef ekki frekar en aðrir skilið til fulls. En Guðmundur skýrði þetta - hugtakið snýr að lopapeysufólkinu sem hefur hafnað glamúrnum og lífsgæðakapphlaupinu, tekið umhverfismálin alvarlega og ég hefði viljað bæta því við að hópurinn á sparsemi og ráðdeild að einkennismerki,- gömul og góð íslensk gildi.

Ég held að það sé rétt að þessi þjóðfélagshópur sé til - hvort sem allt það fólk er af sömu kynslóðinni eða fleiri. Og hópurinn er ekki mjög einsleitur í pólitíkinni, margir eru auðvitað vinstri sinnaðir en ég þekki líka anarkista og frjálshyggjusinnaða í þessum hópi og marga marga sveitalega Framsóknarmenn. Og ég er sammála Goddanum að þetta er hópurinn sem mun landið erfa og vonandi taka Nýja Ísland með trompi...

Annars er dagurinn búinn að vera skrýtinn í pólitíkinni. Í gærkvöld svaraði ég blaðamanni nokkrum spurningum um óróleika í Framsóknarflokks þar sem Björn Ingi og nokkrir með honum hafa um langt skeið sprengt reyksprengjur. Ég fékk svo miður kurteislega gusu yfir mig um hádegisbilið og svaraði henni lauslega í kommenti hjá viðkomandi. Þetta er reyndar í annað skipti sem þessi hópur líkir mér við Sleggjuna (Kristinn H. Gunnarsson). Þó ég kunni nú alltaf hálfilla við svona barnaleg samanburðarfræði hljómar það ólíkt heiðarlegra að vera líkt við Kristinn heldur en t.d. REI - borgarfulltrúann fyrrverandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Bjarni, þökk sé EES-samningnum þá höfum við íslendingar þegar uppfyllt 2/3 af skyldum Evrópuaðildar.  Aðild að Evrópu og upptaka Evrunnar er það sem mun bjarga okkur frá að verða afskiptir eyjaskeggjar norður í ballarhafi og gera okkur að þjóð meðal þjóða.

Ef við hefðum farið að ráðum Evrópskra seðlabanka og tekið stefnu á Evruaðild þá eru meiri líkur en minni á að við værum enn með trausta banka og ekki að horfa fram á stórfenglegan samdrátt í hagvexti.

Ólafur H. Guðgeirsson, 20.10.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég sá skilgreiningu Goddans á krúttkynslóðinni sem ég hef aldrei getað staðsett nákvæmlega.  En hann skírði þetta mjög vel og þegar ég leit á konuna sem var líka að horfa sagði ég "hann er að tala um þig" "ég heyri það" sagði hún og hélt áfram að prjóna.

Ekki svo slæmt að ver líkt við Sleggjuna hann er ódrepandi. 

Magnús Sigurðsson, 20.10.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þá er ágætt að vofa Kristins skuli ganga ljósum logum í framsókn. Sé nú öllu gamni sleppt er sannleikurinn sá að raunveruleikinn klípur allar kynslóðir í rassinn, breytir þá engu hvort þær eru kenndar við krútt, 68, X, eða hvað veit ég. Svona er þetta bara.

Gústaf Níelsson, 21.10.2008 kl. 00:23

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nú, voru þetta listamenn?

sá þetta bara í svipinn og sýndist þetta væru tveir talibanar

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 01:41

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Talandi um Kristinn H. Ég man ekki betur en að þú hafir einhverntíma sagt að þú værir oft sammála honum, en þér líkaði ekki framsetning hans. Þessvegna hafi hann ekki notið þíns stuðnings!!! Kannski þarftu að endurskoða þá afstöðu, líta fremur til málefna en tækniatriða, í ljósi þess að þið virðist nú orðnir ámóta einangraðir í flokknum.

Eins og það sé nú ekki nógu einmanalegt um þessar mundir að vera framsóknarmaður .   

Heimir Eyvindarson, 21.10.2008 kl. 02:02

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Skuldastaða þjóðfélagsins væri sú sama sem hún er í dag þótt við værum innan ESB.Allir sem skoða eignastöðu bankanna og stöðu þeirra sem þeir veittu lán eiga að sjá að bankarnir voru í raun gjaldþrota fyrir hrunið vegna fyrir sjáanlegra afskrifta bankanna.Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildar Glitnir sagði til að mynda hálfum mánuði fyrir hrunið á Glitnir að bankarnir þyrftu að afskrifa 100 miljarða á næstu mánuðum.En skelfilegust er sú staðreynd að aðrar þjóðir skuli gera á okkur himinháar kröfur sem stangast á við EESsamninginn sem við höfum sett okkar traust á.Því blasir það við að EESsamningurinn er sá bölvaldur sem hefur sett okkur í þá neyð sem við stöndum nú frammi fyrir.Það er staðreynd.Á sama tíma sem allir ættu að geta séð þetta fer sá maður sem mesta ábyrgð ber á þessum samningi sem Bretar og aðrar þjóðir  fótumtroða, hamförum og vill gera nýjan samning við ESB um inngöngu í ESB nú þegar samningstaða okkar er enginn og við liggjum á hnjánum og erum eins og betlarar.Mest vegna EES samningsins sem við treystum.Nú þegar gömlu nýlenduveldin vita hver samningsstaða okkar er æða þau á brunastaðinn og benda okkur á að það taki ekki nema 8-9 mánuði að semja umm inngöngu í ESB vegna þess að við séum þegar 70-80 prósentum innan ESB.Ekki bjargaðiþað okkur.Ef við göngum til samninga við ESB við þær aðstæður sem við búum við nú, þá þýðir það ekkert annað en við séum í raun að taka upp reglur ESB óbreyttar.Ef við fáum einhvern málamyndasamning þá hef ég ekki þá trú að Bretar muni virða hann frekar en EES samninginn.Þótt við séum í slæmri stöðu nú þá megum við ekki láta kúga okkur til inngöngu í ESB.Engu er líkara en það hafi verið samantekin ráð ESB ríkjanna aðkoma okkur í þessa stöðu til þess að við kæmum á hnjánum til þeirra með beiðni um inngöngu hvað sem það kostar okkur.Og ekki yrði aftur snúið.XB ekki ESB.Áfram fullvalda Ísland.Áfram Bjarni Harðarson.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2008 kl. 07:59

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sigurgeir: Þú segir að skuldastaða þjóðfélagsins væri sú sama sem hún er í dag þótt við værum innan ESB.

Eitt einfalt og barnalegt dæmi: Gefum okkur að bankarnir skuldi 10 milljónir punda í Bretlandi. Fyrir ári síðan hefði það jafngilt 1200 milljónum íslenskra króna, í dag veit enginn hverju það jafngildir í íslenskum krónum en það eru hið minnsta 2000 milljónir. 

Ég veit, og það er kannski það sorglegasta í þessu öllu saman, að það breytir ekki öllu í þessu tiltekna dæmi, hvað hlutirnir heita í íslenskum krónum. Sýnir kannski hvað best "mátt og megin" gjaldmiðilsins.

En fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem skulda erlendis og afla sér tekna hérlendis lítur dæmið óhjákvæmilega þannig út að krónan gerir ekkert annað en að auka á þeirra byrðar. Hinn meinti sveigjanleiki hennar kemur því fólki ekki til bjargar, hvað svo sem Bjarni Harðar kann að halda.  

Heimir Eyvindarson, 21.10.2008 kl. 08:52

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Staða gjaldmiðla ræðst af viðskipta jöfnuði þeirra landa sem hafa þá.Ég hef verið stuðningsmaður þess undanfarin ár að við gerum tilraun til þess að semja við ESB um inngöngu.Þá hélt ég að EES samnigurinn héldi.En staðan hefur gjörbreyst á þrem vikum.Komið hefur í ljós að Evrópuríkin standa á brauðfótum og spár ganga út á það að ástandið geti ekki annað en versnað þar.Við höfum enga samningsstöðu til eins eða neins og fáum enga evru í fyrirsjáanlegriframtíð, þótt ESB tækist að lokka okkur til sín til að geta hirt af okkur auðlindirnar.Þú ættir að huga að framtíð þinni Heimir.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sigurgeir: Ég huga að framtíð minni og hef gert það lengi. Hef enda lengi verið þeirrar skoðunar að réttast væri að leggja krónunni. Hefði það verið gert áður en ósköpin dundu á okkur værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum núna. Það er eins morgunljóst og frekast má vera - vilji menn sjá það. Þess vegna er samningsstaða okkar engin um þessar mundir.

Gáðu líka að því að jafnvel svartsýnustu spár manna um ESB-svæðið ná ekki að "toppa" það ástand sem blasir við okkur. Og við komum okkur í hjálparlaust, og er eins barnalegt og frekast má vera að kenna EES samningnum þar um!

Heimir Eyvindarson, 21.10.2008 kl. 13:55

10 identicon

Sem betur fer eru Guðni og Bjarni einu mennirnir innan Framsóknar sem eru á móti ESB-aðild. Þeim verður báðum hent út á næsta flokksþingi, svo einfalt er það.

Ísland tilheyrir ESB en ekki afdala ruglukollum eins og Guðna og Bjarni.

Áfram Ísland, áfram ESB!

Hermann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 18:18

11 identicon

Gott hjá þér Bjarni. Ekki veitir af að hafa heiðarlegan og þjóðhollann stjórnmálamann eins og þig á vaktinni á þessum hræðilegu tímum.

Þú stendur þig vel að vanda í að andæfa og afhjúpa staðleysur og rangfærslur ESB trúboðsins á Íslandi.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:34

12 Smámynd: Guðmundur Ólason

Sæll Bjarni

 Það er vandamál að þeir sem stjórna landinu hafa aldrei þurft að

finna fyrir kreppu á eigin skinni.Þetta eru allt yfirstéttardrengir sem

óxu upp í öruggu skjóli alsnægta á meðan íslenskur almúgi tók á sig

byrðarnar af ónýtri krónu og misrétti.Þú ert kannske í þeirra hóp?

Allt frá lýðveldisstofnun er krónan búin að vera handónýt og verið

notuð sem tæki til að lækka launin.Stabilitet mun aldrei verða með 

gjaldmiðil sem 300 þús. manns halda úti með ærnum herkostnaði

sem almenningur er látin borga!Við höfum margsinnis hrökklast úr 

landi(vinna)vegna þess arna. Nú verður engin sátt meðal þjóðarinar

um óbreytt ástand!Evra er eina von íslensku þjóðarinar eftir síðustu

glæpaverk frjálshyggjunar. Í Evrópusambandinu getur þessi glæpalýður ekki leikið eins lausum hala og ekki verðu lengur

hægt lækka launin með genginu eins og gert hefur verið síðustu áratugi.Víð höfum fegið nóg af áföllum en það er verst að það skiptir

hrokafulla yfirstéttina hér engu máli því að hún á nóg af peningum

 og vill óbreytt ástand!

        Gummi

Guðmundur Ólason, 29.10.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband