Það sem enginn veit um IMF lánið...

Eins og svo oft snúast fréttir af stóru málunum sjaldnast um það sem máli skiptir. Stóra málið í allri umræðunni um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hvort þumalskrúfa Bretanna sé farin eða enn inni í myndinni. Geir segir að málið hafi verið tekið út fyrir sviga, hvað sem það þýðir. Thomsen frá IMF segir að stjórn sjóðsins þurfi að samþykkja fyrirgreiðsluna og útilokaði á blaðamannafundinum ekki að þar komi til aukin skilyrði.

Við erum nú komin inn á braut sem Bretar vita fullvel að við snúum ekki svo glatt af. Takist þeim að lauma inn einhverju í átt að skilyrði um ábyrgð ríkissjóðs á innlánum Icesave þá er illa komið fyrir okkur. Hafi ríkisstjórninni íslensku tekist á undanförnum vikum að aðskilja þessi mál algerlega þá á Geir inni prik hjá þjóðinni.

Sem honum veitir nú ekki af eftir að hafa setið í vítaverðu aðgerðaleysi um missera skeið meðan ein leiðin af annarri lokaðist.

En ég er nokkuð viss um að ennþá veit enginn fyrir víst hver niðurstaðan verður í þessari erfiðu milliríkjadeilu Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst nokkuð augljóst að Geir hafi gengið að kúgunarskilyrðum IMF, sem alfarið ganga erinda Breta hér. Það er engin leið að öðruvísi sé í pottinn búið ef þú skoðar fréttir dagsins um að Breska stjórnin staðfesti að hún ætli að bæta innistæðueigendum ICESAVE skaðann innan 10 daga. 

Segist Geir ekki líka ætla að bíða í 10 daga? Hann fer með þetta eins og sitt einkamál og hefur ekki einu sinni Alþingi með í ráðum. Þjóðþingið hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast!

Á meðan hughreystir Geirjón kristlögga þá með að þeim verði tryggð lífvarsla og að "herlögregla" BB sé viðbúin, vopnuð upp að tönnum að taka á þeim, sem æmta og skræmta.  Velkominn í New World Order. 

Nú á þingheimur að byrja á að segja stopp og stjórnarandstaðan að segja til sín, annars gerir fólkið það.  Geir er að gera þjóðina tæknilega gjaldþrota og selja okkur í ánauð erlendra lénsherra að nýju. Sér er nú hver "sjálfstæðis"flokkurinn.

Svo mælir Biskupinn í sinni sápukúlu að við höfum aldrei verið auðugri og hér ríki gnægtarkreppa en ekki örbirgðarkreppa! Maður með tíföld laun meðaljónsins.  Er ekki vitfirringin orðin alger?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef satt reynist þá er Íslenska ríkisstjórnin búinn að fremja landráð og skal sótt til saka eins fljótt og kostur er. Ríkið er óheimilt að skuldsetja þegna sína þar sem þjóðfélagsþegnar landsins bera ekki ábyrgð á eignum annara einstaklinga, með öðrum orðum þá á Ríkið ekki að gangast í ábyrgð fyrir einkafyrirtæki, ef ég man rétt þá er það brot á stjórnarskrá Íslands og örugglega brot á alþjóðlegum lögum.

— ICELAND'S MOST WANTED —

GORDON BROWN
Wanted, alive and preferably in working order - for treason and severe plotting against the innocent Icelandic nation. Also wanted for sheep theft.
Tekið héðan

Sævar Einarsson, 25.10.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bretar væru ekki að gefa svona loforð ef þeir væru ekki vissir á sinni sök. Þeim hefur ekki snúist hugur og ákveðið að taka skaðann á breska ríkið. Þeir vita að Íslendingar verða skuldbundnir með kúgunarákvæðum til að endurgreiða þetta. Veðin eru í orkulindum okkar og öðrum auðlindum.

Okkur tókst að standa óstudd í 64 ár. Nú er það búið.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég trúi því ekki Jón Steinar fyrir en ég sé það svart á hvítu. Ef rétt reynist skal rjúfa þing strax og boð til nýrra kosninga. En það gæti reynst flókið þar sem Þingrofsheimild er hjá forsætisráðherra(sem er fullkomlega óeðlilegt, hún ætti að vera hjá forseta), en hann ef hann hefur samþykkt þessa skilmála þá er hann fullkomlega vanhæfur og skal settur af.

Sævar Einarsson, 25.10.2008 kl. 16:38

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verst að ég skyldi ekki linka á fréttina, því nú finnst hún ekki á mbl...merkilegt nokk! Hér er þó annar linkur á óháðan fréttamiðil, sem vitnar í fréttina á mbl.

Nú geturðu trúað þessu. Svo á ekki að vera erfitt að googla þetta. MBL er greinilega stranglega ritskoðað af yfirvöldum ef þetta virðist raunin.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 18:33

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er fréttin.  Það þurfti að grafa hana upp.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 18:42

7 identicon

Einhvernveginn fynnst mér þessi umræða hálf undarleg. Í mínum huga snýst þetta ekki um hvað okkur "finnst" eða hvað bretum "finnst" að við eigum að borga. Þetta er einfaldlega lögfræðilegt úrlausnarefni, sem ætti ekki að þvælast mjög fyrir löglærðum.

Ef samningar (EES) segja að okkur BERI að ábyrgjast 16000GBP pr. reikning, þá komumst við ekki undan því. Hef á tilfinningunni að IMF hafi komist að sömu niðurstöðu og bretar hvað þetta varðar. Mistökin hljóta þá að liggja í því að íslenska fjármálaeftirlitið/bankamálaráðherra leifði (bannaði ekki) þessa starfsemi.

En hver er þá skuldbindingin? Flestir reikningarnir eru líklega einstaklinga. Sé meðaltalið ca 8000GBP (bjartsýni?) er upphæðin um 450 milljarðar (190kr/p). Nái eignir Lsb. 15% (bjartsýni?) fer hún í ca. 390 mja.

Björgúlfur segir víst eitthvað á þá leið að "aldrei hafi staðið til að skuldbinda þjóðina" og "það verði ekki!". Verðum við ekki að ætla að feðgarnir opni bara veskið og málið sé dautt.

sigurvin (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:54

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Plottið gengur út á að skuldsetja þjóðina.  Þetta eru engin mistök eða eitthvað klúður hjá sofandi ráðherrum.  Þeir voru á fullu í þessu og bjuggu til lögin sem gerðu þetta mögulegt.  Til hamingju nýja Ísland.

Björn Heiðdal, 25.10.2008 kl. 20:09

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Þjóðfélagsþegnar landsins bera ekki ábyrgð á skuldum annarra einstaklinga eða einkafyrirtækja, ef svo væri, þá myndi ég "glaður" skutla mínu íbúðarláni á alla landsmenn, sem ég gæti reyndar gert núna þar sem bankarnir eru komnir í ríkiseigu ... skipt um kennitölu og fært húsið á nýja kennitölu skuldlaust.

Sævar Einarsson, 25.10.2008 kl. 21:13

10 identicon

Einhver misskilningur hjá Sævarnum, Þjóðfélagsþegnar BERA ábyrgð á innistæðum í bönkum uppað vissu marki. Þessvegna er starfsemi bankanna háð sérstökum leyfum og þurfa að hlýta ströngu eftirliti (!!!!).

Þegnarnir bera hins vegar ekki ábyrgð á öðrum skuldum bankanna (lánum hjá öðrum bönkum ofl.)

sigurvin (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:41

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Gordon Brown og félögum er skítsama um þessa peninga. Fyrir Breta er þetta skiptimynt. Það átti bara að slá pólitíska keilu. Breska pressan verður orðin leið á þessu þegar kemur að afgreiðslu og Gordon farinn að slá aðrar keilur. Breskir jafnaðarmenn eru nákvæmlega eins og þeir íslensku. Láta pressuna stjórna sér. Heitir á vondu máli poppúlismi.

Víðir Benediktsson, 25.10.2008 kl. 22:01

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert farinn að hljóma eins og Steingrímur Joð, Bjarni.

Jón Steinar: Alþingi átti ekkert erindi í hinar óformlegu viðræður við IMF. Hins vegar kemur Alþingi til með að taka ákvörðun um lántökuna og þar fær Bjarni væntanlega að láta ljós sitt skína.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 00:01

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Komið hefur fram að Bretar voru komnir á fulla ferð síðsumars með það að koma Icesafe fyrir sem útibúi í Bretlandi sem þýddi að Bretar sjálfir hefðu tryggt inneignir fólks í sjóðnum. Það þýðir að Bretar voru tilbúnir að taka þetta á sig á þennan hátt og losna þannig við hugsanlegt tjón sparifjáreigenda.

Ómar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 00:47

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

En vandinn var trúlega sá Ómar að í dótturfélaginu urðu IceSave peningarnir að vera, en Björgólfarnir þurftu þá til að halda veislunni áfram í Landsbankanum.

Brýnasta verkefnið núna er að fá samruna Evrópu til Íslands áður en Íslendingar flytja til Evrópu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.10.2008 kl. 02:17

15 identicon

Er bara smá, smá hrædd um að veski björgúlfanna sé í reynd jafn tómt (eða jafn fullt af kredit kortakvittunum) og mitt.

haha (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 08:47

16 identicon

Held reyndar að það hafi verið íslenska ríkisstjórnin sem komin var á fulla ferð við að koma þessum reikningum undir enskt dótturfélag (fundurinn í byrjun sept t.d.), en það hefur komið fram að breskir voru ekki ginnkeyptir, vildu frekari tryggingar og svona vesen.

Góður punktur hjá Gunnlaugi. Aðgangur eigandans að fénu er sennilega ekki sá sami í dótturfélagi og í útibúi.

sigurvin (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:39

17 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þakka góða umræðu. það er samt ótrúlegt að sjá komment eins og þetta:

Okkur tókst að standa óstudd í 64 ár. Nú er það búið.

Það er bæði í þessum orðum og skrifum Gunnlaugs B. ákveðin Þórðargleði og ánægja með að Ísland hafi verið knésett. Það er ekki bjart yfir sjálfsmynd manna sem svona hugsa. Meira um það í næsta bloggi...

Bjarni Harðarson, 26.10.2008 kl. 16:05

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarni: Finnst þér líklegt að við stöndum upp úr þessu með fullan sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstæði?  Það er einmitt svona blinda, sem hefur komið okkur í svona vandræði. Þetta kallast afneitun. Við skulum svo skrifast á eftir 10 daga og sjá til. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 17:38

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Orð Ómars hér að ofan breyta engu. Þau fjalla um það sem menn ætluðu og hefðu gert ef...Það er ekki staðan nú.

Hér leyfi ég mér að vitna í ágætt komment á viðtal Agnesar við Björgólf:

Varðandi ábyrgð á Icesave er mjög athyglisvert hvað Björgólfur Thor er að upplýsa að bretarnir hafi verið búnir að fallast á skyndiafgreiðslu á að taka yfir Icesave (rétt fyrir hrun) gegn 200 milljón punda ábyrgð Seðlabanka, Landsbankinn lagt fram 5 falt veð með þýskum ríkisskuldabréfum og viðlíka öruggum bréfum - en á mánudegi hefi þeir beðið eftir endanlegum svörum Seðlabanka en loks fengið afsvar - neyðarlögin voru sett þann sama mánudag Darling talaði við Árna Matt daginn eftir þriðjudag og byrjar í samtalinu að spyrja um 200 millurnar (sem skýrir þá það atriði) á miðvikudegi setja svo Bretar bann á bankana. - Það er skiljanlegra nú hve reiður Darling var, þeir voru að bjóðast til að taka ábyrgð á Icesave gegn langt inna við 10% tryggingu (og engan frekari aðgang að eignum Landsbanka) en Seðlabanki Íslands hafnaði því.

Svona gerast nú kaupin á eyrinni í þeim merka banka og enn situr sami einræðisherrann og úkkópatinn við völd þar.  Finnst þér eitthvað skrítið Bjarni að ég hafi ekki traust á ráðamönnum hér? Finnst þér það skrýtið að ég sjái það versta í stöðunni þegar það versta hefur verið útkoman frá day one í þessu máli?

Ég vil svo biðjast undan þessum þóttafullu athugasemdum og sjálhreykni. Þú virðist ekki hafa hugmynd um hvað hefur gengið á hérna og hvað er í húfi. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband