Trúboð í boði lýðveldisins

Greiningadeild ríkisbankans Glitnis sendir í morgun frá sér yfirlit þar sem rakin eru hin ýmsu rök fyrir því að Ísland eigi tafarlaust að lýsa yfir Evrópusambandsaðild. Þar með megi bæði lækka vexti og koma flestu því í lag sem fjármálakreppan hefur orsakað hér á landi.

Ég ætla ekki að standa í deilum við menn með önnur eins sjónarmið. Nú er flestum að verða ljóst að útrásarvíkingarnir plöntuðu trúboðum evrópusambandsaðildar inn í allar greiningardeildir og alla fjölmiðla. Þannig hefur sá boðskapur að við eigum að afhenda allar auðlindir og eigur íslensku þjóðarinnar markaðsöflum evrópusambandsins verið hér í boði þeirra Samsons, FL group og fleiri misjafnlega gæfulegra félaga.

Hitt þykir verra að nú þegar Greiningardeild þessi er rekin af lýðveldinu skuli enn haldið uppi sama söng sem sagan mun aðeins dæma á einn veg. Það er raunverulega verið að ráðleggja okkur að leggjast undir erlent vald á tímum þegar samningsstaða okkar er engin...

Og hvaða tilgangi þjónar þessi greiningardeild- hjá ríkisstofnuninni!

Meira um málið í frétt Vísis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni. Greiningar deildin á greinilega að greina sig frá öðrum deildum með því að mælast með lága greindarvísitölu.

 En, ekki formæla ESB fyrr en við sjáum hvað er í boði fyrir oss þar

Diesel (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:34

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.

 Við vitum ekkert hvað í boði. Eina sem við vitum er að við værum í miklu betri stöðu í dag innan ESB en utan þess. Hvaða kosti höfum við í stöðunni með handónýtan gjaldmiðil.  Allt

Það er ekki lítið sem andstæðingar ESB á Íslandi hafa kostað þjóðina með því að hafa drepið niður alla umræðu og hugmyndir um sambandið. Vissulega höfðum við það gott síðustu ár en reikningurinn er ansi hár fyrir allt "góðærið" sem ekki nema helmingur þjóðarinnar fékk að njóta. 

EE (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:20

3 identicon

Ætlar þú núna allt í einu að vera á móti trúboði sem er kostað af ríkinu?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:31

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja...loksins erum við sammála!

Annars vomir erlent vald yfir auði lands úr öllum áttum. IMF er eitt af því skelfilegasta afli, sem við eigum við að eiga. Kynntu þér það. Þeir eru tæki glóbalistanna til að krækja í hnossið. Selja orkulindirnar segir kafbáturinn Pétur Blöndal. Inn með stóran erlendan banka segir Halldór heitinn Ásgrímsson. Jú jú það verður gert. Það eru standard skilyrði auk annarrar einkavæðingar.  Fólk er skítsins virði í því samhengi.  Ég endurtek það sem ég impraði á um daginn, að ef við göngum IMF á vald, þá er sjálfstæði og sjálfræði okkar sem þjóðar farið forever. 

Kynntu þér málið. Gluggaðu t.d. í bók sem heitir Confessions of an economic hitman. (höfundur starfaði fyrir IMF og WB og sést tjá sig í myndböndum á þessu bloggi)

IMF er þegar á leið inn í stjórnsýslu og framkvæmdavald, ef marka má Davíð, sem segir þá munu hafa hönd á samningu fjárlaga. M.a. þá uppskiptingu ríkisbúsins til hæstbjóðenda á rock bottom prís.

Ég vona að sem flestir sjái hvað er á seyði. Þarf heykvíslar og kyndla til að koma þessum glæpamönnum frá?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2008 kl. 20:15

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Traust!

Júlíus Valsson, 29.10.2008 kl. 20:27

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Diesel:
Flest um það hvað Evrópusambandsaðild hefði í för með sér liggur þegar fyrir, það er bara spurning að nenna að hafa fyrir því að kynna sér það. Þú gætir t.d. byrjað á því að lesa góða skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra sem kom út á síðsta ári. Hún er aðeins 140 bls. og á mjög vel skiljanlegu máli.

EE:
Höfum við drepið niður alla umræðu? Það hafa fáir málaflokkar ef einhverjir verið ræddir eins mikið hér á landi og Evrópumálin á undanförnum árum. Og getur þú ætlast til annars af okkur en að berjast fyrir þeim hugsjónum sem við höfum? Ef þið Evrópusambandssinnar eruð ósáttir við eitthvað í þeim efnum er við enga aðra að sakast en ykkur sjálfa, þið hafið þá einfaldlega ekki staðið ykkur í umræðunni. Margur heldur mig sig.Þið viljið í Evrópusambandið, þið verðið þá að berjast fyrir því. Þið getið ekki ætlazt til þess að við sjáum um það enda væri það óneitanlega ansi furðuleg tilætlunarsemi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.10.2008 kl. 21:09

7 identicon

Sæll nafni og þakka þér fyrir adófið gegn vitleysunni varðandi evrópubandalagið.

Mér

Bjarni G (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:22

8 identicon

Mér fynnst alltaf hálf hlálegt þegar útrásarvíkingarnir voru að bölva krónunni sem einhverjum trafala, þegar misbeiting hennar í gengismálum var bein orsök fyrir þeirra tilvist. Of hátt gengi = há veð á Íslandi sem hægt var svo að gíra upp erlendis.

Bjarni G. (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:25

9 identicon


Það er vissulega nokkuð undarlegt að þegar Ísland lendir í vandræðum vegna alþjóðavæðingar landsins, þ.e. gríðarlegri skuldsetningu einkafyrirtækja erlendis vegna hennar, að þá haldi menn að lausnin sé meiri alþjóðavæðing.

Svo er þetta líka spurning um að stilla dæminu rétt upp. Ef menn eru tilbúnir að framselja stóran hluta af fullveldi Íslands og einnig af lýðræðinu sem við búum við, þá geta þeir farið inn í Evrópubandalagið. Sjálfur vil ég frekar halda í lýðræði og fullveldi, þannig er það nú bara.

Það eru ekki bara greiningardeildir bankanna sem tala um sína pólitísku skoðun sem einhvers konar sérfræðiskoðun, formenn hagsmunasamtaka og þá einkum verkalýðsfélaga hafa einnig verið duglegir við að misnota stöðu sína til að troða sínum skoðunum upp á fólk. 

Máni Atlason (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:56

10 identicon

Gott og vel,,,þeir sem sjá ekki framtíð innan ESB, endilega bendið á aðrar lausnir!.

Halda menn virkilega að krónan sé framtíðargjaldmiðill. Erlendis er þessi gjaldmiðill ekki meira virði en Matador peningur.

Norsk króna, Dollar eða Yen? endilega rökstyðjið það þegar langmest viðskipti okkar eru við Evrulönd.

Hjörtur vissulega er við Evrópusinna að sakast að halda ekki uppi öflugri mótspyrnu. En Evrópusinnar hafa engu að síður bent á Ísland væri betur sett innan ESB en utan þess, meðal annars vegna efnahagslegs stöðugleika. Andstæðingar hafa bent á að það væri kostnaðarsamt og við þyrftum að fórna ýmsu sem við höfum í dag. Hins vegar má segja að fórnarkostnaðurinn við að fara ekki inn í ESB fyrir nokkrum árum sé ansi mikill þegar reikningurinn er gerður upp í dag.

Tala um að fórna lýðræði og fullveldi.....er sá sami að halda því fram að Þýskaland, Frakkland, Danmörk og önnur ESB ríki séu ekki fullvalda þjóðir eða lýðræðisríki? Persónulega kalla ég það ekki lýðræði þegar þjóðin fær ekki einu sinni að kjósa um aðild að ESB og þar með móta stefnu landsins til framtíðar, einfaldlega vegna þess að tveir stjórnmálaflokkar þar af einn klofinn eru á móti því.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur þjóðinni í gíslingu og er algjörlega óstarfhæfur líkt og hann er í borginni. Það eina sem heldur flokknum saman á öllum vígstöðum er valdasýki, sem íbúar landsins og Reykjavíkur þurfa að lýða fyrir.

EE (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:26

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Var ekki útrásarvíkingurinn Gissur Jarl lika á því að við værum betur komin undir vernd þeirra tíma storapparats. Hva skyldi gamli sáttmáli hafa kostað okkur langa töf á framþróun

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.10.2008 kl. 22:45

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bjarni, þú ert að falla í sama vanþekkingarpott og Hjörtur?

ps; báðir sjarmerandi menn, en komið betur út "live" en á prenti (eins og Davíð odds)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:09

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Bjarni minn - kæri vin!

Þetta er nú bara sannleikurinn!

Þú mátt sossum kalla það trúboð - en hvað eru þá misvel rökstuddar möntrur ykkar andstæðinga ESB?

Hallur Magnússon, 29.10.2008 kl. 23:37

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í dag fór Sterling á hausinn í Evrópusambandinu. Er betra að fara á hausinn í ESB? Nógu margir reyna.

Nokkrar fleiri hausafréttir dagsins:

Eitt stærsta fasteignafélag Danmerkur varð gjaldþrota í dag. Þetta er félagið Centerplan A/S sem á fasteignir fyrir 12 milljarða danskar krónur í Danmörku og Svíþjóð og þar sem stærsti hluthafi er fjármálamaðurinn Carsten Leveau sem m.a. á Scala fasteignina í Kaupmannahöfn. Það er Roskilde Bank sem fer fram á gjaldþrotið.

Í gær voru einnig fjárfestinga og fasteignafélögin Griffin Holding, Griffin Ejendomme og Griffin Finans lýst gjaldþrota í Danmörku. Bankar, fjármálastofnanir og fjárfestar munu þurfa að bera þungrar byrðar vegna þessa. Þar á meðal eru bæði Kaupþing og Glitnir sem eru á lista lánadrottna.

Einnig hefur þýski hjólhýsaframleiðandinn Knaus-Tabbert Group AG beðið um gjaldþrotameðferð með endurreisn í huga. Knaus-Tabbert var stofnað 1934 og hefur framleitt hjólhýsi frá árinu 1937. Félagið leitar núna að hugsanlegum fjárfestum.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) óttast einnig að margir bankar í Evrópusambandinu verði gjaldþrota á næstunni

Þetta er að byrja, en þetta kemur allt saman

Kveðjur

úr annálum þorskhausa

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2008 kl. 23:53

15 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Bjarni

Ljómandi gott hjá þér að benda á þetta. Ég er viss um að Hallur Magg taki undir þá kröf að fyrst ESB-sinnar fá eins og eina greiningardeild ríkisbanka til sín hljótum við andstæðingar að fá aðra. Ég tek gömlu áróðursdeild Landsbankans fram yfir Kaupþingsdeildina.

Páll Vilhjálmsson, 30.10.2008 kl. 00:32

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Páll V., ég skil ekkert hvað þú ert að fara?????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.10.2008 kl. 01:51

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

En þið eruð svo klárir og ég einstæð (sérstæð) móðir skil ekkert???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.10.2008 kl. 01:58

18 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Kæri Bjarni.

Ég sá á Vísi.is í kvöld að fyrirsögnin var misrituð. Þar stóð trúðboð í stað trúboðs. Það var óvart dálítið lýsandi. Förum ekki nánar út í það.

En hvað um það. Þó ég sé oftast nær ósammála þér, í það minnsta síðustu daga, þá get ég verið sammála þér um eitt og annað. Ég er t.d. a.m.k. jafn lítill aðdáandi greiningardeildar Glitnis og þú, ef ekki minni. Í raun skil ég ekki hvernig fjölmiðlum dettur í hug að birta fréttatilkynningar þess aumkunarverða batterís. Þar er um að ræða hóp sérfræðinga sem var í fullri vinnu í bankanum við að greina ástandið frá degi til dags - og sá ekki einu sinni glitta í kreppu!

Ég er auðvitað líka sammála þér í því að það að ganga í ESB við þær ömurlegu aðstæður sem við höfum nú komið okkur í leysir ekki þann vanda sem við höfum skapað okkur. Það held ég að allir sjái, og ég man ekki eftir því að málsmetandi menn hafi haldið því fram að það myndi laga ástandið. Þú hinsvegar gengst upp í því að halda því fram að fólk sé sífellt að þvaðra um það! Það held ég að sé bara einfaldlega ekki rétt hjá þér. Ég hef allavega upplifað umræðuna þannig að fólk hafi bent á það, réttilega, að staða okkar væri ekki eins ömurleg og raun ber vitni hefðum við borið gæfu til þess að vera komin í ESB áður en ósköpin dundu yfir. Það sjá allir sem vilja sjá það - og þarf ekki að ræða frekar. Að halda öðru fram er hrein og klár heimska. Í því reikningsdæmi gildir einu þó Egill í Brimborg setji á blað einhverjar súrrealískar dæmisögur um ímyndað verð á cappucino ef hér væri evra - og þú lepjir það upp eftir honum eins og um sannleik sé að ræða.

Hvernig fyrir okkur verður komið í framtíðinni getur aftur á móti enginn sagt fyrir um með vissu. Það vitum við vonandi báðir. En það er alveg ljóst að það er hreint og beint réttlætismál fyrir almenning í landinu að evrópumálin verði rædd í fúlustu alvöru. Við höfum sýnt það á síðustu 64 árum að við erum engan veginn fullfær um að bera ábyrgð á okkar lífi og því ættum við að skoða alla þá utanaðkomandi aðstoð sem okkur stendur til boða með opnum huga. Hvort sem sú aðstoð kemur frá Brussel eða einhversstaðar annarsstaðar. 

Þú hefur gengið manna harðast fram í því að mæra myntina okkar, sem allir hljóta þó að sjá að hefur aukið svo mjög á vandræði okkar að þyngra er en tárum taki. Hingað inn á síðuna koma síðan reglulega sérfræðingar eins og Gunnar Rögnvaldsson o.fl. og segja að við eigum ekki að vera að væla af því að við höfum haft það svo óskaplega gott síðustu árin. Sömu sérfræðingar eru líka afar duglegir við að benda á að allt sé að fara fjandans til á ESB-svæðinu!

Því er í fyrsta lagi til að svara að það vita allir að það kreppir að um allan heim, en það eru hrein og klár ósannindi að halda því fram að það ástand sem þjóðir á evrusvæðinu standa nú frammi fyrir sé sambærilegt því sem blasir við okkur sem þetta annars ágæta land byggjum.

Á evrusvæðinu eru gegnumgangandi 4-5% vextir og verðbólga á svipuðum slóðum. Verðtrygging lána er ekki fyrir hendi þannig að húsnæðislán lækka þegar borgað er af þeim - öfugt við það sem þekkist hér á landi. Samt leyfa menn eins og Bjarni og hans "jákór" að halda því fram að ástandið í ESB sé hrikalegt og við munum fara beina leið til helvítis ef við svo mikið sem ræðum þann möguleika að ganga í ESB. 

Sérfræðingar Bjarna hafa t.d. slegið því fram í feitletruðum fyrirsögnum á sínum síðum að evran hafi fallið svo og svo mikið gagnvart bandaríkjadollar á síðustu dögum að jafnvel hefur verið talað um blóðuga daga í kauphöllum Evrópu í því sambandi.

En hefur þetta meinta afhroð sem evran hefur beðið haft áhrif á gengi evru gagnvart íslensku krónunni? Nei - aldeilis ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að jafnvel þó evran og einhverjir aðrir gjaldmiðlar kunni að taka hressilegar dýfur þá komast fáir með tærnar þar sem íslenska krónan hefur hælana þegar kemur að frjálsu falli.

Sömu sérfræðingar hafa einnig slegið því upp í feitletruðum fyrirsögnum að samdráttur næstu missera verði mestur á evrusvæðinu. Máli sínu til stuðnings hafa þessir sérfræðingar bent á að kollegar þeirra í sérfræðingastétt geri ráð fyrir því að samdráttur í þjóðarframleiðslu verði allt að 1,5% á evrusvæðinu á næstu misserum!

Má ég til samanburðar benda á það að gert er ráð fyrir því að þjóðarframleiðsla hér á landi dragist saman um allt að 10% á næstunni! Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?

Varðandi það hversu gott við höfum haft það langar mig að spyrja þig samviskuspurningar. Hafðir þú það óvenjulega gott í hinu meinta góðæri?

Auðvitað vona ég að svo hafi verið, en ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég græddi enga formúu á því góðæri sem dundi á mér. Það sem gerðist hjá mér var aðallega það að húsnæðisverð fór upp úr öllu valdi eftir að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hleyptu bönkunum inn á fasteignamarkaðinn. Það gerði það að verkum að þegar ég flutti frá Selfossi til Hveragerðis fyrir rúmu ári síðan þurfti ég að taka hærra lán en ella. Auðvitað hafði mitt hús hækkað í verði, en á móti kom að eignin sem ég festi kaup á hér í Hveragerði hafði náttúrlega gert það líka þannig að þó hlutfallið hefði ekki breyst svo ýkja mikið þurfti ég að taka hærra lán en ég hefði þurft að taka ef bankarnir hefðu ekki sett fasteignamarkaðinn á annan endann.

Það lán er á bestu mögulegu íslensku vöxtum og ekki í erlendri mynt. Samt sem áður hefur það hækkað jafnt og þétt frá því ég tók það, og aldrei eins og síðustu vikurnar! Þegar við bætast stýrivextir upp á 18% eins og nú er búið að skella á okkur þá verður fróðlegt að sjá hvaða hæðum það nær!

Þegar eigendur jöklabréfa upp á 340 milljarða verða síðan búnir að forða öllum sínum eigum úr íslenskri landhelgi, þrátt fyrir þessa fáránlega háu stýrivexti, þá skulum við endilega halda áfram að lemja hausnum í forheimskan framsóknarsteininn og tilbiðja íslensku krónuna .   

Heimir Eyvindarson, 30.10.2008 kl. 02:34

19 identicon

Sæll Bjarni, aðlögunartíminn áður en að innganga fengist í ESB myndi endanlega stúta efnahagnum hér. Þá eru þín rök þau sömu og mín varandi hreint afsal á stjórnkerfi landsins.

Þannig er ESB í raun og veru. Ég er ánægður með ykkur í Framsókn núna og mjög hrifinn af því hvernig þú lést Lúðvík bara heyra það.

sandkassi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 04:22

20 identicon

Komið þið öll sömul sæl (vansæl,líka).

Ef ég fer um málið að segja

byrjar orðstír minn að deyja,

svo ég kýs að þegja

í faðmi fagurra meyja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 06:16

21 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll nafni.

Sá á Eyjunni hrokafullt innlegg um þína afstöðu í þessu máli.

Setti smoterí inn svo einhverjir komenteri hjá honum blessuðum.

Hann kvað vera Framsóknarmaður og formaður slíkra á Skagatotu.

Hefði frekar trúað slíku að koma úr pennum manna sem væru húskarlar hjá Ólafi Ólafssyni, stórgróssers og Framsóknarmanns að eigin sögn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.10.2008 kl. 09:27

22 identicon

Blessaður og sæll EE.

Til að svara spurningu þinni í sem skemmstu máli þá er svarið já, ég held því hiklaust fram að Danmörk, Frakkland og Þýskaland hafi skert fullveldi sitt verulega með inngöngu í Evrópusambandið. Ríkin eru nú hluti af sambandsríki en ekki sjálfstæð ríki. Að sama skapi held ég því hiklaust fram að New York fylki, Maine og Flórída séu ekki sjálfstæð ríki heldur hluti af mun stærra sambandsríki (þó að Danmörk, Frakkland og Þýskaland hafi að vísu meiri sjálfstjórn en fylki Bandaríkjanna).

 Hvað lýðræðið varðar þá er það svo að valdamesta löggjafarstofnun EB, framkvæmdastjórnin, er ekki kosin, en þingið er að vísu kosið af fólkinu innan EB. Málið er bara að það er engin kjörsókn, svo það er kosið af undir helming þegnanna víðast hvar. 

Máni Atlason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:51

23 identicon

Bjarni heldur þú að fjölmiðlar sé besti vetvangurinn til að byggja flokkinn upp?

Logi Óttarsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:02

24 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er náttúrulega allt saman stórt samsæri og svo virðist vera að konum sé hættara við að glepjast heldur en öðrum. Samanber vitleysuna og landráðsvaðalinn í Þorgerði, Valgerði og Ingibjörgu.

Því tel ég að í stað þess að karlar þurfi hér og þar að vera að belgja sig út til varnar föðurlandinu og hindra að illa upplýstur lýðurinn fái að kjósa um framtíðarstöðu sína innan Evrópu, þá gæti verið nægjanlegt og mildilegri aðferð að taka kosningarétt af konum í landinu. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.10.2008 kl. 11:07

25 identicon

Auðvitað var þess ekki langt að bíða, að alþingismenn vildu fara að skipta sér af rekstri bankanna eftir að þeir kæmu í ríkiseigu. Er Bjarni kannski farinn að senda bankastjórunum bréf með ósk um fyrirgreiðslu fyrir gjaldþrota bændur á Suðurlandi. 

Eiríkur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:49

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bjarni: 

Þannig hefur sá boðskapur að við eigum að afhenda allar auðlindir og eigur íslensku þjóðarinnar markaðsöflum evrópusambandsins verið hér í boði þeirra...

Á þjóðin eftir einhverjar auðlindir til að afhenda?

Theódór Norðkvist, 30.10.2008 kl. 12:42

27 identicon

Af hverju tekurðu ekki á raunverulegu trúboði ríkisins, Bjarni?

Ríkiskyrkjan (dulnefni: Þjóðkirkjan) er fimmþúsundmilljónkróna baggi á þjóðinni í boði ríkisins - þetta kallast trúboð, minn kæri, og er nokkuð sem þú hefur stutt dyggilega.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:21

28 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bjarni ekki rugla saman fyrirhyggjusemi þeirra sem árum saman hafa reynt að fá þjóðina til að tryggja efnahagslegar varnir sínar með ESB-aðild og upptöku evru, við aftur þekkta trúartilfinningu þjóðernissinna og afturhaldsafla sem af innri ótta barnseðlisins og þora engu að breyta sem þeir þekkja.

Reyndu frekar að kynna þér málin af alvöru og ætla ekki þeim sem talað hafa fyrir ESB-viðræðum einhverjar óskiljanlegar, órökréttar annarlegar hvatir. Það er ekkert annað en fyrirhyggjusemi og viljinn til að tryggja börnum okkar besta framtíð sem ræður þeirri áræðni að þora að ámálga ESB vitandi að þú og afturhaldsöflin sturta yfir menn landráðbrigslum og órökréttum illviljarökum.  - Sú sterka tilfinning ykkar að þora ekki að breyta því sem maður þekkir best fyrir er vel rannsökuð en ef þú berð okkur á brýn illvilja og landráðum skýrðu þá hvaða þekktu hvatir gætu legið að baki slíkri illsku.

PS - Við látum ekki af hendi auðlindir, við ættum hafsvæði okkar áfram þó við stjórnuðum fiskveiðum í samstarfi við ESB, eftir sem áður byggt á tillögum Hafró, og myndum annast allt eftirlit og vernd landhelgi sjálf og enginn fengi hér aðganga sem ekki hefur hann nú. Á móti höfum við sjálf einhver umsagnar-áhrif á fiskveiðar á öðrum ótengdum hafsvæðum og almennar meginreglur fiskveiða í allri álfunni.

- Á margan hátt líkt og við höfum undirgengist í loftslagsmálum og öðrum umhverfis og mengunarmálum, lífið í hafinu er af sama toga - virðir ekki landamæri og lögsögumörk.

Í hafinu virða fiskistofnar ekki lögsögumörk svo ESB varð að hafa sameiginlega stjórnun fiskveiða á Norðursjó og annarstaðar þar sem svo háttaði til - þeir skipta sér hinsvegar ekkert af fiskveiðum t.d. við eyjar Frakka á Kyrrahafi þar sem þetta er ekki vandamál og allt aðrar stjórnunarreglur gilda í Miðjarðarhafinu en á Norðursjó og enn aðrar á Eystrasalti og í Skagerak og Kattegat þar sem Eystrasaltsráð fer með stjórnun og Miðjarðarhafsráð í Miðjarðarhafi.

Mottóið bak við fiskveiðistefnuna (CFP) er: „sameiginlegur vandi krefst sameignlegar lausna“. Á móti má segja að stjórnun fiskveiða á Íslandsmiðum er ekki sameiginlegur vandi ESB-ríkja frekar en eyja Frakka á Kyrrahafi og það eiga vera okkar rök eins og Halldór Ásgrímsson benti á í Berlín. - En hvað um það jafnvel þó allar reglur ESB ætlaðar fyrir Norðursjó væru teknar beint upp við Íslandsmið væri fiskveiðistefnan ekki óhagstæð að öðru leit en spurningin um hver stimplaði heildar afalmarkið. - Kvótar ESB eru ríkjakvótar eftir veiðihefð ríkjanna á hverju hafsvæði. Ríkjakvóti merkir að ríkið fær hann til úthlutunar eftir sínum reglum til þegna síns ríkis en enginn utan ríkisins á rétt til hans.

Engin þjóð lætur ef hendi auðlindir sínar til ESB - fiskveiðistefnan er til að leysa sameiginlega vanda þar sem fiskistofnar virða ekki lögsögumörk. - Allar auðlindir þjóðanna er á þeirra valdi, Bretar ráða sínum olíulindum og kolanámum og málmnámum, öll ESB-löndin ráða sínum fallvötnum- og öllum öðrum auðlindum sínum.

Það er svo augljóst lygi-bull þegar menn staðhæfa að við missum eitthvað sem engin ESB-þjóð hefur misst.

- Hættið lygi-bulli í ESB umræðunni.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 13:55

29 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Helgi minn Jóhann.

Hér ætla ég að setja inn innslag sem inniheldur flesta sérfræðingana þína um ESB draumalandið.

Það sem þeir þá sögðu og hvernig nú er  komið.

Guð gef, að við lærum af því hver gersamlega þetta lið er lítið spámannlega vaxið og að við gerum okkur grein fyrir því, að spádómar þeirra um algleymi í ESB er jafn brothætt og þessir dómar þeirra um flottasta viðskiptamódel 2007.

AFsakaðu Nafni minn, en ég fæ ei bundist, líkt og í Fóstbræðrasögu forðum, hann liggur svo svakalega vel við höggi.

Innlent - fimmtudagur, 30. október, 2008 - 10:43

Upprifjun í T24: Dómnefnd hálærðra álitsgjafa sagði Icesave bestu viðskipti ársins 2007

icesave5.jpgDómnefnd þekktra íslenskra hagfræðinga, háskólakennara,  starfsmanna greiningardeilda, embættismanna og hagsmunavarða valdi um síðustu áramót Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group sem bestu viðskipti Íslendinga árið 2007. Tilkynnt var um þetta val í áramótaútgáfu Markaðarins, viðskiptafylgirits Fréttablaðsins. Samtímis var Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi blaðsins, valinn viðskiptamaður ársins.

Vefritið T24 rifjar þetta upp og upplýsir hverjir álitsgjafarnir voru sem voru svona hrifnir af Icesave og FL-Group fyrir nokkrum mánuðum.

Dómnefndina skipuðu: Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestingabanka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Auk Icesave og hlutafjáraukningar FL-Group valdi dómnefndin sölu Novators á búlgarska símanum BTC sem ein af þremur bestu viðskiptum ársins 2007.

Svo mörg voru þau orð SPEKINGA LIÐS ÞEIRRA ESB MANNA

Bjarni Kjartansson, 30.10.2008 kl. 14:02

30 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Bjarni, því meiri ástæða til að menn kynni sér hlutina vel sjálfir. Reyndar er kennslubókardæmi í rökleysu að staðhæfa að fyrst A hafði rangt fyrir sér um B þá hafi A rangt fyrir sér um C.

Sjálfur lagði ég það á mig að gera lokaritgerð í stjórnmálafræði árið 1997 um ísland og fiskveiðistefnu ESB og í stuttu máli sagt kom mér tvennt mest á óvart, fyrst hvað hagsmunaaðilar allt frá ráðuneytum og Hafró til LÍU og sjómannasamtaka höfðu lítinn fróðleik, gögn og bækur sem gefnar hafa verið út um fiskveiðistefnu ESB í sínum fórum og þekking manna þar var í hlutfalli við það.  - Hitt sem kom mér mest á óvart að um allt það sem staðhæfingar Jóns Baldvins um staðreyndir ESB stönguðust á við almennt staðhæfða hluti hafði Jón rétt fyrir sér (ég þekki Jón ekkert). Sömu bull vitleysurnar eru enn á kreiki eins og það væri sannleikur. Klassískt dæmi er staðhæfingin um að hingað muni koma og jafnvel streyma flotar frá öðrum þjóðum.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 14:25

31 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég segi ekkert annað en, að ef spádómsgeta þessa hóps, athugaðu, að þarna eru nú öngvirauvisar á borð við undirritaðan.

Ef þeir sem tala niður til okkar brauðstritarana og telja sig veruulega yfir efa hafna, klikka svona grundvallandi, er ekki við góðu á búast.

Um fölskvalausa athugun á staðreyndum, vil ég ekkert illt segja.

Hinnsvegar er svo, að systir mín býr í Portugal og er ekkja fyrrverandi utanríkisráðherra þeirra.  Hún segir afar varhugavert fyrir þá sem ekki eru því sterkari, að fara þarna inn.  JAfnvel það sem ekki átti að gerast í Portugal, varð.  Ríkari og sterkari aðilar hafa sitt fram, hvað svo sem hinir veikari segja, svo mun um okkur og okkar hagsmuni, þa´við erum þarna inn komnir.

ÞEtta er mín bjargfasta vissa, byggð á´ævilangri skoðun á eindum mannsins og hinum Sjö Höfuðsyndum og hvernig flestum okkar reiðir af í baráttunni við þær.

Ég sagði hér í eina, um bankaeinkavæðinguna, að nú þyrfti STRANGAR OG ÓFRÁVÍKJANDI REGLUR, því ella yrðu bullurnar allsráðandi, líkt á á skóla´lóð gæslulausri.

mbk

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.10.2008 kl. 15:32

32 Smámynd: Guðmundur Karlsson

"útrásarvíkingarnir plöntuðu trúboðum evrópusambandsaðildar inn í allar greiningardeildir og alla fjölmiðla"

Er þetta nú allskostar rétt hjá þér?  Ég varð ekkert var við að útrásarvíkingar mæltu með ESB aðild.  Þeir vildu þvert á móti búa við íslenskt fjármála "eftirlit" sem leyfði þeim að selja sjálfum sér fyrirtæki eins og Sterling fram og aftur, og búa þannig til sýndargróða.  Og hringla með gengið eins og þeir vildu.  Það er hins vegar nú þegar Glitnir er kominn í ríkiseigu að hagfræðingar greiningardeildarinnar hafa frelsi til þess að bera fram skoðanir sem flestir hagfræðingar hafa:  Að ESB aðild er eina leiðin út úr þeirri stöðu sem komin er.

"Það er raunverulega verið að ráðleggja okkur að leggjast undir erlent vald á tímum þegar samningsstaða okkar er engin..."

Við erum nú þegar undir erlendu IMF valdi.  Vaxtalækkunin var rekin ofan í Sjálfstæðismanninn seðlabankastjóra.    Og þetta er óendanlega mikið verra vald en ESB.  Þar liggur sviðin jörð eftir þar sem IMF hefur komið að málum.  Og nú megum við fá að kenna á því.  Allt vegna þrjósku ESB andstæðinga, þingmanna og ráðherra sem hunsa vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. 

Sjálfstæðið er þegar farið, og afkoma margra kynslóða.  Hefði nú ekki verið betra að ganga í ESB fyrir nokkrum árum í staðinn fyrir að vera neydd inn núna?

Guðmundur Karlsson, 30.10.2008 kl. 16:00

33 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bjarni Kjartansson:

Ríkari og sterkari aðilar hafa sitt fram, hvað svo sem hinir veikari segja, svo mun um okkur og okkar hagsmuni, þa´við erum þarna inn komnir.

Það sem sagt myndi ekkert breytast á Íslandi varðandi þetta við inngöngu í ESB.

Theódór Norðkvist, 30.10.2008 kl. 21:01

34 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Dóra litla! -það er nú ekki auðvelt að vita hvort það er meira af karlhormónum eða kvenhórmónum hjá þeim sem að eru að skrifa undir leyninöfnum hér og þar úr sandkössum eða rugludöllum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.10.2008 kl. 22:01

35 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég vill kvetja ykkur að skoða með opnum huga hvað varð þess valdandi að við erum komnir í þessa stöðu. Það er aðild okkar að EES, sem leyfði flæði á frjálsu fjármangi á milli landa.

Trúboð eða Trúðboð þá eigum við að hafa vit á því að við þurfum ekki að trúa öllu sem kemur frá Arabaheiminum, við eigum að standa á okkar meiningum og ekki að vera að leita í skjól stórra sambanda þar sem hverfum í heildar stærðinni. Ísland er eins og meðal Dekkjaverksæði í Texas, því skildi ég ekki hvers vegna við fengum ekki aðstoð frá BNA en hvað um það að vera að þvæla þetta með ESB er bara bull og á ekki við á þessum tíma. Það má skoða að tengjast Norskukrónuni, mér finnst það ekki galið hreint út sagt.

Þjóðarbúið er gjaldþrota og við verðum að skilja það nú þegar og allt tal um annað er bara verið að reyna að dreifa málinu á dreif.

Það er mjög einfaldlega ein aðgerð sem við getum farið út í og hún er sú að segja við erlenda aðila að því miður getum við ekki greitt þessar skuldir og þið verðið bara að sætta ykkur við það.

Framsóknarflokkurinn kom þessu bankabrjálæði á laggirnar og því fyrr sem þeir viðurkenna það nær flokkurinn að bæta stöðu sína og viðurkenna sína ábyrgð í þessu máli, ekki reyna að stinga höfðinu í sandinn, horfast í augu við mistökin og koma með raunverulegar lausnir í stöðunni. Ekki vera eins og rammskakkir þurssar og tala um peningastefnu sem sé hand ónýtt, því það vour þeir sem komu henni á en núverandi stjórnvöld eru einungis að halda áfram að framfylgja, svo einfalt er það.

Sjálfstæðisflokkurinn þar einnig að skoða sínar ábyrgðir í þessu máli, þær ábyrgðir byrtust ekki bara nú á síðustu vikum heldur á síðustu tveimur árum, frá því að ljóst var í hvað stefndi, en það átti að passa sig í að gera ekki neitt til að ekki kæmist upp um ráðaleysi þeirra varðandi vandamálið. Almenningur kæmi til með að virða þá aðila sem kæmu fram með þeim hætti og segðu að það hafi verið mistök að hafa svona lítið eftirlit með fjármálafyrirtækjum landsmanna, það hefði verið æskilegra að það hefði verið öflugra og haft einnig meiri völd, eða úrræði sem þeir hefðu geta beitt viðkomandi fyrirtækjum.

Samfylkingin er einnig samsek í þessu máli því þar var komin vitneskja um þessi mál á þeim tíma sem liðin er frá því þeir komu inní þetta stjórnarsamstarf, það minnkar ekki þeirra ábyrgðir í þessum málum hversu stutt þeir hafa verið í stjórn.

Er þetta ekki bara gott í bili, reyndar gæti ég haldið áfram lengi í viðbót ef ég væri bara ekki orðin þreyttur eftir langan vinnudag.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 30.10.2008 kl. 23:57

36 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Aðeins meira vegna fiskveiðistefnunar.

Nú þegar eiga íslendingar um 60% af fiskveiðiheimildum ESB í Norður Atlandshafi.

Einnig er það búið að vera nokkuð ljóst í nokkur ár að þróunn veiðana kemur ekki til með að verða mikil umfram það sem hún er í dag. Það sem á skortir er að við erum hráefnisframleiðsluþjóð fyrir aðrar þjóðir á sjávarafurðum.

Ef það á að gera meiri verðmæti úr þessum afla þarf að huga að frekari fullvinnslu úr veiddum sjáfarafla við Íslandsstrendur. Ekki vera að halda uppi fiskneyslu f.UK á olíu steiktum fiski og Karteflum, með smá Ediki í bland, mér finnst þessi réttur ekkert vondur það á bara að huga að því að breyta þessu mynstri og fullvinna meira úr afurðunum, t.d. prótínvinnsa úr uppsjávartegundum en ekki kjötframleiðsla sem fóðurframleiðsla fyrir þá aðila.

Nú er ég hættur.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 31.10.2008 kl. 00:11

37 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Örvænting fyllibyttunnar: Við sækjum um aðild að ESB með allt niðrum okkur, blankir og þunnir eftir margra ára eyðslufyllerí í þeirri von að hjá ESB sé góðan afréttara að finna. Við erum því í ömurlegri samningsaðstöðu. 

Langtímamarkmið bóndans: Við sækjum um aðild eftir að hafa sjálfir í samvinnu við vini okkar, unnið okkur úr vandanum og þar með sannað að við getum staðið á eigin fótum. Við erum kannski ekki ríkasta þjóð veraldar en við berum höfuðið hátt og erum í góðri samningsaðstöðu. 

Benedikt Halldórsson, 31.10.2008 kl. 00:53

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef frestað því að kaupa mér skó. Ég er að bíða eftir nýrri tilskipun frá EES um lengd skóreima á svæðinu. Ég vona að biðin fari að styttast því þeir gömlu eru orðnir úr sér gengnir. Mér er sagt að kleinur verði bannaðar á næstunni vegna hættu á að snúningsvinnan kalli fram hættu á vöðvakreppu í fingrum.

Mér líst betur á norsku krónuna en evrudjöfulinn því hún er orðin svo þvæld og andfúl í umræðunni. Svo finnst mér að vel mætti athuga að taka upp ostruna því hún er þó æt hvað sem á dynur. En Kleinuna skal ég verja fram í rauðan dauðann og mér er fúlasta alvara.

En ég skil vel alla þá atvinnulausu krata sem bíða eftir þægilegri vinnu á kontórunum þarna ytra. Kúariða er ekki alltaf lífshættuleg og ekki viðvarandi. Kjúklingagreyin eru verðlögð eftir salmónellufjölda og þessvegna hræbilleg.

En það er þetta með skóreimarnar!

Árni Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 01:08

39 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvernig lýst ykkur á ummæli nýja bankastjóra Glitnis ? "Bankinn gerði mistök, ekki ég"

Sævar Einarsson, 31.10.2008 kl. 08:44

40 Smámynd: Bjarni Harðarson

...takk fyrir magnaða umræðu. bið alla að gæta hófs í kommentum því aðalatriði nú á tímum erfiðleika er að halda vináttu og virðingu þvert á skoðanir eða flokkalínur. -b.

Bjarni Harðarson, 31.10.2008 kl. 18:57

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð ábending hjá þér með þessum pistli, Bjarni Harðarson. En þú hefðir líka mátt benda á það blygðunarlausa trúboð fyrir EBé-innlimun, sem heyra hefur mátt í reglulegum útvarpsþáttaseríum Hjæalmars Sveinssonar og Halldóru Friðjónsdóttur á Rás 1. Hvað er það annað en misnotkun á ríkisfjölmiðli?

Jón Valur Jensson, 2.11.2008 kl. 05:26

42 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Þó svo að Glitnir sé í eigu ríkisins eins og er þá hljóta starfsmenn greiningardeildar bankans að mega senda frá sér rökstudda og málefnalega greiningu þar sem komist er að skynsamlegri niðurstöðu - það er þeirra hlutverk og niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú að Ísland verður að ganga inní Evrópu og taka upp Evru ef við eigum að eiga okkur framtíð sem þjóð; ef menn hins vegar horfa á málið í gegnum gleraugu misskilinnar þjóðerniskenndar og fornaldarhyggju eins og Evrópuandstæðingum er lagið þá verður niðurstaðan auðvitað önnur.

Bendi fólki á þessa grein á Vísi.is:

http://www.visir.is/article/20081102/FRETTIR01/127044768/-1

Þar er fjallað um ráðstefnu HÍ, HR og Hásókans á Bifröst um Evrópumál.  Helstu fræðimenn þessara skóla komast allir sem einn að þeirri niðurstöðu að Ísland væri betur komið í Evrópusamstarfinu. 

Ætlar Bjarni að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við það að þessir fræðimenn haldi þessu fram, af því að ríkið leggur fjármagn til skólanna?  Ef menn vilja fara þá leið að banna starfsfólki opinberra og hálfopinberra stofnana, hvort sem er háskóla eða fjármálafyrirtækja, að mynda sér upplýsta skoðun og greina frá henni þá er Ísland í enn verri málum en efnhagshrunið gefur tilefni til.

Ólafur H. Guðgeirsson, 2.11.2008 kl. 10:22

43 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Er hægt að vera "fræðimaður" í Evrópumálum? Það held ég ekki. Allavega ekki á meðan verið er að fjalla um "Evrópumál" sem efnahagsmál og ef ESB er nefnt í því samhengi. ESB er fyrst og fremst pólitík. Ef einhver heldur að það sé eitthvað annað þá lifir viðkomandi ekki í raunveruleikanum. ESB er póltík alveg eins og USSR var pólitík.

Ísalnd er í Evrópu og hefur alltaf verið það og mun sennilega alltaf verða það.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband