Sammála verkalýðsleiðtoganum...

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins talaði í kvöld fyrir sparnaði í rekstri löggjafarþingsins og ég er honum sammála þar. Talaði reyndar á þeim nótum við fjárlagaumræðu fyrir ári. Þetta er spurning um útfærslur.

En svoldið var þetta samt eins úr glerhúsi hjá verkalýðsleiðtoga. Meðan þingmönnum hefur fjölgað um þrjá á lýðveldistímanum og starfsmannafjöldi þingsins í mesta lagi tvöfaldast höfum við séð störfum hjá stéttarfélögum fjölga um mörg hundruð prósent á sama tíma án þess að ég sjái beint aukinn árangur af því starfi,- allavega ekki í því að auka jöfnuð í samfélaginu.

Ekki að ég telji að afleggja eigi stéttarfélögin eða taka af þeim rétt til að innheimta félagsgjöld - en þar tíðkast viða rífleg laun og umsvif umfram það sem nauðsynlegt er. Þessi félög geta sparað og sparað mikið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni minn endilega spara og það rækilega. Almenningur hefur fengið nóg af ríkisstjórninni en vandamálið er samt sem áður að þú og fleirri hafið ekki sýnt okkur að þið séuð traustsins verðir til að taka við. Meðan þið eyðið dýrmætum tíma þá brenna eignir upp í skefjalausu vaxtaokri. Þetta eru þau mál sem skipta máli ekki hvort að það eru 63 alþingismenn og konur. Ef þið sýnið okkur að þið séuð matvinnungar þá er mér alveg sama hversu mörg þið eruð.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Þurfum við ekki bara nýja þjóðarsátt þar sem við tökum öll saman á árunum, spörum öll, og svo framvegis?

En ég er sammála hinu að við framsóknarmenn þurfum að athuga okkar gang. Við erum ekki að slá þann tón sem höfðar til fólksins í landinu. Við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda á ný.

Mikilvæga spurningin er hvernig við getum gert það. Fólkið kallar eftir heiðarlegum stjórnmálamönnum, sem eru ekki bara áskrifendur að laununum sínum. Ég tel að við eigum slíka menn, dæmi: Bjarni og Birkir Jón. Vandamálið er að almenningur í landinu sér bara fortíðina, stjórnartíð Halldórs og Davíðs og svo tækisfærisbröltið í Reykjavík hjá Birni Inga.

Getum við sem flokkur gert upp þessa fortíð og slegið nýjan tón?

Einar Sigurbergur Arason, 1.11.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

RAfiðnaðar... Guðmundur ætti ekki að kalla hátt á torgum varðandi aðra. Verklýðs "foringjar" margir hafa verið duglegir við að koma sér í hóp ofurkjaramanna.... legg til að þeir sem hafa meira en 500 þúsund kall á mánuði í þeim hópi lækki laun sín um 15 %

Jón Ingi Cæsarsson, 1.11.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Hanna Birna - þetta er ekki rétt hjá þér. Ég tel að það sé hægt og sjálfsagt að spara í þinginu en hvort það verður gert með því að fækka þingmönnum um helming er auðvitað að spurning. Og ég tel eins og fleiri að það sé hægt að spara í rekstri verkalýðsfélaga...

Bjarni Harðarson, 1.11.2008 kl. 16:12

5 identicon

Vera má að starfsmönnum verkalýðsfélaga hafi fjölgað, en þingmanna hjörðin stefnir hratt í 126, þar af helmingurinn með atkvæðisrétt, (næsta skref sennilega að fjölga hnöppum við sætin), + þetta lið ákveður launin sín og eftirlaun sjálft. (hafa skipulagt klóra mér, klóra þér kerfi til þess). Venjulegt fólk fær ekki aðstoðarmenn, það verður einfaldlega að skipuleggja sig betur og hagræða, og stundum vinna lengri vinnudag, það fær ekki extra löng jólafrí og sumarfrí.  Þingmenn sitja á þingi fyrir lista og eða flokka,  enginn fyrir fólk á Íslandi, enda vilja þeir ekki hafa forgöngu um neitt sem gæti tekið spón úr aski þeirra. Allra síst sparnað, og sýna fordæmi.  Nú hafa hundruðir misst vinnu á nokkrum vikum, og fjöldi fólks lækkað í launum. eða tekjumöguleikar verið skertir með minnkuðu starfshlutfalli.  Ætla þingmenn að afnema eftirlauna lögin?, Nei þeir ætla að skoða þau. Eða með öðrum orðum setja í nefnd og gleyma. Það ætti ekki að taka nema eina kvöldstund að afnema þau ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi, samanber bankana.

Gísli J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:51

6 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Gísli, þú telur sem sagt ekki að þingmenn eigi að hafa aðstoðarmenn. Kannt þú á því skýringu af hverju okkur finnst ýmis lög hafa sloppið í gegnum Alþingi án þess að þingmenn virðist vita hvað þeir voru að samþykkja? Myndi slíkum afgreiðslum fækka heldurðu við niðurskurð í þinginu?

Ég er ekki sérfróður um Alþingi en mér skilst að ýmsar reglur frá ESB hafi farið þarna í gegn eins og hálfgerð færibandavinna undanfarin ár. Núna erum við að naga okkur í handarbökin fyrir að hafa ekki haft betra regluverk um bankana.

Ég held að það þurfi frekar að vinna að betri aðskilnaði á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ég legg til að það verði samþykktar reglur sem meina ráðherrum að sitja sem þingmenn. Þannig að þingmaður sem gerist ráðherra láti öðrum eftir þingsæti sitt. Þingið þarf að virka sem aðhald fyrir ríkisstjórnina, ekki bara sem "já, ráðherra".

Einar Sigurbergur Arason, 2.11.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband