Að sverja ekki af sér spillingu...

Bankastjóri Kaupþings banka svarar í dag í frétt ásökunum um að bankamenn fái sérmeðferð - og svarar með slíkri þoku að engu tali tekur. Það er ekki annað að sjá en til hafi staðið að fella skuldir af stjórum bankanna og hvað réttlætir það - meðan almenningi blæðir...

Ef allt væri í lagi hefði bankastjórinn sagt afdráttarlaust að ekkert í þessa veru væri í umræðunni en það gerir hann ekki. Bakvið það geta verið þrír möguleikar;

- Það hefur eitthvað mjög óeðlilegt staðið til.

- Bankastjórinn er klaufi í samskiptum við blaðamann

- Blaðamaður  Vísis er klaufi - ef svo þá fáum við vonandi eitthvað nýtt í sexfréttunum...

________________

Bætt við kl. 20:35: Kvöldfréttirnar allar segja að ástandið sé verra, miklu verra en mig gat órað fyrir. Sé þar allt rétt hafa bankamennirnir sjálfir fellt niður prívat skuldir sínar - sem er eiginlega sambærilegt við að láta greipar sópa í bankahvelfingunni rétt áður en lyklarnir eru afhentir. Hvað fær menn til að gera hluti sem þessa er algerlega óskiljanlegt og það er útilokað í mínum huga að nokkur þeirra sem þarna kom nærri njóti trausts til að koma nálægt uppbyggingu á nýju bankakerfi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ísland er spillt í gegn.. spilling allastaðar.. hvar sem er.. 

Þetta er sennilega alvarlegasta ógnunin sem við eigum við að stríða.. spilling !!  

spilling á alþingi.. spilling í seðlabanka, spilling í bankakerfi spilling á alþingi..

Djöf*** Bananistan sem þetta land er..  

Óskar Þorkelsson, 3.11.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég er ekki hissa á þessu því ég hef beðið eftri svipuðum atburðum, þetta er bara fyrsta gusan, við eigum eftir að sjá meira. Nefni sem dæmi hver voru veðin að baki lánunum? Þessir hlutir voru vitaðir um miðjan maí þ.e.a.s. að það var orðið viðvarandi vandamál innan Glitnis hve háum upphæðum var búið að lána millistjórnendum innan bankans til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum. Endurfjámögnun var þá mjög erfið og nánast ómöguleg nema með töluvert háu MRP (Skuldaálagi), sem er það álag sem lagt er ofaná lán umfram markaðsvexti og verðbólgu.

Það eru ekki bankamenn sem hafa afskræmt kapitalismann það er skortur á samkeppni á markaði hugsjóna. Kapitalisminn er engu að síður búin að hljóta álitshnekki sem er eðlileg afleiðing af skorti á mótvægis hugsjónum. Það þurfa allir aðhald í hvað umhverfi sem er og hvað starfsemi sem er, þegar samkeppni er ekki til staðar verður til einokun þar sem ágóðinn er ákveðin fyrst og verðlagt eftir honum en ekki eftirspunr og framboð. Ég veit að það er kannski erfitt að sjá fyrir um hvað hefði átt að minnka eftirspurnina á lánsfénu á þessum tíma annað en opnari umræða sem fór að vísu ekki fram fyrir opnum tjöldum, en hún fór fram engu að síður og hvers vegna þessum skoðunum var ekki gert hærra undir höfði ættu fjölmiðlamenn að spyrja sig að. Mér dettur nú í hug einföld skýring það er þekkingar skortur á málavöxtum og einnig gæti það verið að um samsekt hafi verið að ræða. Hvers vegna voru fjölmiðlar fljótir til að fjalla um laun bankastjóranna? var það af því að það voru hlutir sem þeir skildu og eða voru innan þekkingarsviðs þeirra?

FB..

Friðrik Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 21:25

3 identicon

Já Bjarni.

Sé það rétt, sem sagt var í kvöldfréttum að afskrifaðar hafi verið í KB banka síðustu vikurnar fyrir þrot bankans, skv. ákvörðun fyrri stjórnar bankans (NB: ekki gert opinberlega skv. samþykkt á hluthafafundi), allar skuldir starfsmanna/stjórnenda/eiganda vegna hlutafjárkaupa í bankanum (ofl.?), fyrir allt að 50 milljarða króna, þá hlytur það að vera aðgerð sem verður krafist riftingar á af skilanefndinni eða þar til bærum aðilum.

Svona hlutir hljóta að vera saknæmir, jafnvel þótt "gjaldþrota" bankinn hafi í staðinn eignast verðlaust hlutafé í sjálfum sér á móti niðurfelldu skuldunum. Hér hafa jafnræðis sjónarmið gagnvart öðrum skuldurum hjá bankanum verið fótum troðin.

Almenningur á þá ótvíræðu kröfu, ef fréttin er rétt, að nafna- og fjárhæðalisti hjá niðurfellingar fólkinu verði birtur opinberlega og að enginn viðkomandi fái starf í neinum af nýju ríkisbönkunum.

Hafi einhver slíkur aðili þegar fengið starf þar verður að rifta slíkum ráðningum strax og skiptir þá engu máli hversu "háttsettur og/eða vel opinberlega tengdur" viðkomandi er.

Ég geri ráð fyrir að einhver ykkar þingmanna hafi döngun í sér að krefjast opinberrar framlagningar slíks nafna- og fjárhæðalista og fylgja fast eftir kröfu um slíkt. Hér dugar ekkert að þegja málin í hel á grundvelli einhverrar opinberra leyndar og/eða " svokallaðrar friðhelgi einstaklinga".

Kveðja

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:31

4 identicon

Allt er þetta satt og rétt og ljót er og verður útkoman, ef að allt fær að koma upp á yfirborðið. En fær sannleikurinn í þessu máli eða öðru í sambandi við hrun bankanna að koma í ljós og opinberast alþjóð? Eru tengsl rannsóknaraðila sem eru að hefja rannsóknir á hruni bankanna ekki of mikil við þá sem á að rannsaka? Þessu þarf að mótmæla strax a Alþingi.

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Var að velta upp stöðu menntamálaráðherra í þessu máli... á www.gestur.is

Gestur Guðjónsson, 3.11.2008 kl. 21:48

6 identicon

Ofsalega ertu tregur Bjarni. Það er búið að staðfesta af öllum aðilum að þessi tölvupóstur er lygi. En það hentar kannski ekki pólitíkinni þinni.

IG (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:37

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þótt ég verði seint talinn aðdáandi Sjálfsstæðisflokksins ætla ég rétt að vona að menntamálaráðherra sé ekki flæktur í þessa bananakörfu. Það yrði eitt áfallið enn og er ekki á bætandi

Víðir Benediktsson, 3.11.2008 kl. 22:44

8 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég á við að þetta á eftir að koma í ljó hjá Glitni ég á ekki von á að þetta komi fram hjá Landsbankanum en það gæti gerst. Einnig urðu mér á smávægileg misstök hér að ofan þar átti að standa DRP (default Risk Premium- skuldaálag)en útskýringin en einnig önnur þannig að ef flokkurinn er BBB er DRP 7,9% og DRP 2,5% eru vextirnir 5,4% en skuldaálagið 2,5%.

Friðrik Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 22:54

9 identicon

Get ekki gert að því að mér verður óglatt þegar framsóknarliðið er að tala eins og saklausir englar. Spilltasta klíka af öllum spilltum klíkum í þessu spillingarinnar heimalandi. Sveiattan.

bóbó (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 06:55

10 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ekki veit ég hver IG er - en sá eða sú lifir í öðrum heimi en við flest. Sjá t.d. þessa frétt. Hitt er rétt að hafa hugfast að neyðarlögin sem ríkisstjórnarflokkarnir og við framsóknarmenn stóðum að gera ráð fyrir því að rifta megi gerningum mánuð aftur í tímann og það ákvæði er dýrmætt við þessar aðstæður. Bendi svo á eiturbeitt blogg skeiðamannsins Gests Guðjónssonar um málið, www.gestur.is

Bjarni Harðarson, 4.11.2008 kl. 11:10

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þeir gripu allt sem þeir gátu með sér á flóttanum vegna þess að þeir héldu að þeir kæmust upp með það.

Sýnir best hvað þetta eru mikil gáfnaljós.

Vésteinn Valgarðsson, 4.11.2008 kl. 11:15

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni sæll!

 Þó svo , að við séum nú ekki samflokksmenn, er jafnljóst, að við berum báðir hag þjóðar okkar og þeirra miklu sjóða, eiginlegra og óeiginlegra, sem áar okkar létu eftir sig.

Því bið ég þig eins.

Ekki draga af þér með að krefjast uppgjöra við Gróðapunga alla, hvar svo sem þeir standa, því þegar öllu er á botna hvolft, eru þeir hvurgi í flokki MEÐ neinum nema sjálfum sér og félögum sínum í glæpnum.

Item.  Tildragelsi öll í Kaupþingi, fra´upphafi (Ólafur og Finnur) til enda (höll Sigga Einars keypt af KB fyrir valútu en seld Sigga gegn ónýtum bre´fum í falltt banka)

item.  Samruni Sparisjóða og myndun Byrs, ´´ut úr hverju var tekið, (um lögmæti deila menn hart) um 85% eigin fjár og úthlutað til ,,eigenda" í formi fyrirfram greidds arðs.

Item.  Meðferð manna á fyrirtækjum sem gengir streðuðu við að koma á lappirnar við mismunandi kjör en hefur verið tekin yfir með ,,skuldsettri yfirtöku" t.d. Ingvar Helga Hekla og fl góð fyrirtæki.  Starfsmönnum þar er nú í hrönnum sagt að hipja sig.

Item.  Hvernig er búið að búa afkomendum okkar, sem komnir eru yfir miðjan aldur, kjör til frambúðar.  Mé sýnist vera, að alflest, sem ekki axla sín skinn og fara af landi brott, verði í slaveríi til langrar framtíðar.

Ég hygg, að ekki líði á löngu, áður en Framsókn skilji að fullu við sín stefnumið  og skeri á rætur sínar að fullu.  Kröfur frá aðskiljanlegum félögum ykkar eru það sterkar, að vart verður á móti staðið .

Því við ég einnig minna á, að flokkur er til, þjóðlegur vel (í innsta eðli) og mun einnig fara fram ákveðið uppgjör við ofurrjálshyggju og ESB villuljosbera. 

AÐ ormahreinsun lokinni er þar gott að vera fyrir þjóðelska menn og bið ég þig kærlega velkominn þaðan þó svo verði með klofin skjöld af viðureign við þursa í Framsókn á borð við Valgerði og fl auraelskendur.

Miðbæjar-IHALDIÐ

Bjarni Kjartansson, 4.11.2008 kl. 13:58

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakið dæmi um "ekki fréttir"

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 14:12

14 identicon

Vísir, 04. nóv. 2008 16:19

Meirihluti þingflokks Framsóknar vill ESB-viðræður

mynd
Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður, Guðni Ágústsson formaður og Valgerður Sverrisdóttir varaformaður.

Meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins vill að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Guðni Ágústsson, formaður flokksins, og Bjarni Harðarson eru í minnihluta í þingflokknum.

Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi 26. október og nú seinast í Suðvesturkjördæmi kemur fram skýr vilji framsóknarmanna í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæða skuli hefja samningaviðræður um inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Áður hefur Samband ungra framsóknarmanna líst sig fylgjandi aðilarviðræðum. Það hafa Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson, fyrrum formenn flokksins, einnig gert.

Skýr skilaboð frá grasrótinni

,,Þetta eru mjög skýr skilaboð frá grasrótinni í Framsóknarflokknum sem er að leggja þingmönnum flokksins línurnar hver stefna flokksins eigi að vera í Evrópumálum," sagði Birkir Jón Jónsson í samtali við Vísi og bætti við að ályktunin í Norðausturkjördæmi hafi verið samþykkt af þungavigtarfólki í flokknum. Þrír af sjö þingmönnum Framsóknarflokksins koma úr kjördæminu. Það eru Birkir Jón, Höskuldur Þórhallsson og Valgerður Sverrisdóttir varaformaður flokksins.

Gengur lengra en núverandi stefna

Samþykktir kjördæmaþinganna ganga lengra en stefna flokksins sem var samþykkt á miðstjórnarfundi í byrjun mars. Þar var kveðið á um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá fyrri um hvort hefja eigi í aðildarviðræður og þá seinni um hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Í ræðu á fundinum sagði formaður flokksins að áður en þær komi til framkvæmda verði að gera breytingar á stjórnarskránni og af þjóðaratkvæðagreiðslu geti fyrst orðið í lok þessa kjörtímabils eða í síðasta lagið árið 2011.





mynd
Þingflokkur Framsóknarflokksins.

Magnús Stefánsson þingmaður Norðvesturkjördæmis sagði á heimasíðu sinni 3. október að krónan hefði runnið sitt skeið og aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru væri eini kosturinn í stöðunni.

,,Ég er Evrópusinni"

,,Ég studdi tillöguna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu á miðstjórnarfundinum og ég studdi mjög eindregið ESS-samninginn á sínum tíma. Ég er Evrópusinni og ég tel eðlilegt að þjóðin kveði upp úr um það hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki," sagði Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins og þingmaður Suðvesturkjördæmis í samtali við Vísi.

Óróamenn í flokknum

Bjarni Harðarson þingmaður Suðurkjördæmis er andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Hann hefur jafnframt sett fram þá hugmynd að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði endurskoðaður. Í framhaldi á kjördæmaþingi flokksins í Suðurkjördæmi í október sagði Bjarni óróamenn í flokknum vísvitandi reyna að gera flokknum tjón með umræðu um Evrópumál.


Hersir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:06

15 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Eftir þennan lestur er ég sáttari við Bjarna sem þingmann Suðurkjördæmis en áður. Þessi pistill sýnir þroska og sjálfstæða hugsun þingmannsins. Nú bíð ég eftir því að hann fari að tala um einstaklingskjör til Alþingis, þá fer ég að tala alvarlega við Bjarna.

Friðrik Björgvinsson, 4.11.2008 kl. 20:50

16 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk takk fyrir málefnalega umræðu. biðst samt vægðar að menn séu ekki að misnota plássið hér til að troða inn heilum fréttum úr dv - sem eru bæði illa skrifaðar og fullar af skrökvi eins og þessi sem er hér að ofan. ummæli mín um óróamenn vísuðu alls ekki til þess að allir evrópusinnar inna flokksins væru í þeim hópi og það hefur engin kosning farið fram um málið innan þingflokks. einhverjir þar telja rétt að kjósa og allir vilja ræða málið, a.m.k. sín í milli! -b. ps. já ég styð einhverskonar einstaklingsval á þing friðrik og er ákafur talsmaður prófkjöra.

Bjarni Harðarson, 5.11.2008 kl. 14:43

17 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ekki ætla ég að meta það hvað er illa skrifuð grein og hvað er vel skrifuð grein.  En ég verð að viðurkenna það að það er illa við okkur almúgann komið þegar þeir hæstlaunuðu fá þá sérmeðferð að skuldir þeirra séu strikaðar út með einu pennastriki eða tveimur.  Afhverju ekki mínar skuldir?? og afhverju yfir höfuð eru skuldir felldar niður?? Er það ekki okkar ákvörðun um að taka lán fyrir fjárfestingum, hvort þær eru hús eða verðbréf??  Verðum við ekki að standa við þær skuldbindingar??  Mér er mjög illa við þetta mál allt saman og vona að það verði kært og þeir sem eiga með málið að gera verða sóttir til saka.  En þó verð ég að segja að mér heyrist að verið sé að afsaka þessa hegðun og réttlæta hana.  Ef ég færi inn í banka og tæki bara allan þann pening sem mig langaði í, yrði ég sótt til saka sem bankaræningi.  En hvað er hægt að kalla bankastjóra sem tekur óheyrilegt lán og fellir það niður??? 

 Ég er svo pirruð yfir þessu SKÍTA MÁLI ÖLLU SAMAN  að ég er farin að herja líka á Olíufélögin með viðkvæmum spurningum um verð og samkeppni. 

Mig langar af landi brott.  Ég er allavega ekki stollt yfir að vera bendluð við Íslendinga í dag sem kallaðir eru glæpamenn úti í löndum.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 7.11.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband