Tímar spillingar og fáránleika...

Við héldum sum að nú væru tímar uppgjörs í íslensku samfélagi. Sársaukafullt að vísu en samt uppgjör sem framkvæmt væri af einhverjum heiðarleika. Að útrásarvíkingarnir hefðu verið teknir útaf taflborðinu og nú yrði reynt að verja hagsmuni almennings.

Eftir síðustu tvo sólarhringa er ég gersamlega ofandottinn yfir þeirri ormagryfju sem opinberast fyrir okkur. Ekki bara útaf því sem var gert er - heldur miklu fremur því sem er verið að gera þessa dagana...

Jón Ásgeir tryggir um helgina eignahald sitt á nær öllum fjölmiðlum í einkarekstri. Semsagt maðurinn sem öllum öðrum fremur er búinn að setja  þjóðarbúið á hvolf fær enn og áfram að ráðskast með fjórða valdið, fjölmiðlana. Auðhringar hans hafa raunar misnotað fjölmiðlana um mörg misseri til að halda frá gagnrýninni umræðu um útrásarvíkingana.

Lögfræðingar standa staffírugir framan við sjónvarpsmyndavélar og halda því fram að þeir séu bara fínir til að rannsaka syni sína! Rétt eins og ekki sé til fólk utan elítunnar. Sjálfur þekki ég marga ættlausa lögfræðinga sem engum eru háðir eða skyldir en hinum innmúruðu er ekkert um að fara með verkefnin út fyrir hringinn.

Skuldaniðurfellingar í bönkum og Exista kóróna svo þessa mynd af landi spillingar og fáránleika. Tilraun til að þræta og klóra yfir í gær og í dag eru viðbrögð fólks sem engan veginn kann að skammast sín.

Þjóðinni líður aftur eins og dagana sem bankarnir voru að fara á hausinn - þá vofði yfir okkur nýr banki hvern morgun og einhverjir trúðu að blóðbankinn yrði næstur.

Núna vofir yfir okkur að á morgun komi nýr og verri skandall.

PS: Gleymdi Samsonsmálinu - hvernig datt nokkrum í hug að biðja um greiðslustöðvun fyrir fyrirtæki sem er eignalaust og á ekkert upp í skuldir eins og fram kom í viðtali við talsmann þess. Slíkt er algerlega andstætt lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni. Hvenær ætlarðu að koma með pistill um þá ályktun þingflokksins um að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB?

Miðað við hversu mikinn hljómgrunn ESB-aðild hefur innan Framsóknarflokksins, hefurðu íhugað úrsögn úr flokknum?

Hermann (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sjáfur hafði ég ákveðið að flytjast brott. það er ekki nema fyrir vinnuveitendur minna, já ég hef vinnu og það á besta stað, sem ég hef ákveðið að hugsa málið lengra í þessum þarmi hér.

Brjánn Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Til fróðleiks:

Hlutafélög, kostir þeirra eru helstir að unnt er að takmarka ábyrgð félagsmanna.

Einkahlutafélög, í einkahlutafélögum ber enginn félagsmaður persónulega ábyrgð á heildarskuldum félagsins.

Ég læt þér lesandi góður eftir að meta hvor leiðina þú myndir velja þegar þú gerir þér grein fyrir að það geti komið að því að þú þurfir að standa skil á ábyrgð á miklu fjármagni með nánast engin veð á bak við lántökuna, aðra en að vera starfsmaður með sérkjör í kaupum á hlutabréfum sem koma til með að falla í verðgildi.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 4.11.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já þetta virðast vera miklir óreiðu tímar, en er það alveg svo er ekki sumum tilfellum um hannaða atburðarás að ræða.  Er Jón Ásgeir þessi ofurmaður í viðskiptalífi dagsins í dag að hann innbirgði alla frjálsu fjölmiðla landsins að vild?  Ég held ekki.  Árvakur verður kominn heim fyrir næstu kosningar ásamt vöxtum.

Það er ljóst a það er verið að flytja álitlegustu bitana út úr 365 yfir á nýju kennitöluna hjá Rauðsól ehf . Eftir hjá 365 verða geisladiska búð og bíó.  Þetta verða þeir kröfuhafar, t.d. Jón og Gunna, sem eiga kröfur á 365 að gera sér að góðu komi til gjaldþrots 365, sem sagt geisladisk og bíómiða en Landsbankinn hefur Rauðsól ehf í skrifborðsskúffu hjá sér.  Hverjir hafa aðgang að skúffum Landsbankans?

Þessi aðferðafræði bankanna er stunduð grimmt út um allt land þessa dagana og er arfleið úr gömlu bönkunum, því þetta kunna stjórnendurnir upp á hár.

Magnús Sigurðsson, 4.11.2008 kl. 22:46

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það ríkir einfaldlega lögleysa á þessu landi núna. Ég ætla ekki að borga krónu meir, hvorki til banka né ríkis, fái ég með nokkrum hætti hjá því komist. Ef að rukkari birtist vísa ég honum bara á dyrnar að sorpgeymslunni í blokkinni hjá mér, en þar sé skráð til húsa eignarhaldsfélag með sama nafni og ég sem sé í raun ábyrgt fyrir skuldum sínum, ekki ég! Auk þess hafi verið samþykkt á síðasta hluthafafundi að greiða mér allar þáverandi eignir félagsins í arð, en hann megi hinsvegar gera lögtak í þeim dósum og flöskum sem kunni að fyrirfinnast í tunnum sem staðsettar eru í húsnæði eignarhaldsfélagsins. Ef hann komi nógu oft takist á endanum að innheimta skuldina að fullu, munið að dropinn holar steininn og þolinmæði er dyggð...

Lifi byltingin! 

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 23:19

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Boga blessuðum var varla stætt með strákinn á kafi í þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 01:58

7 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir þetta Bjarni. Þú ert þrautagóður og þótt ofandottinn í augnablikinu þá er raunastundin ekki runnin upp. Skilmingingar eru klárlega í gangi enn. Séð frá hílðinni fögru er útlit fyrir að tími breiðu spjótanna fari senn að hefjast. Þá verður þú risinn upp.

Einar Vilhjálmsson, 5.11.2008 kl. 02:35

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er orðið yfirgengilegt!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.11.2008 kl. 05:02

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta hefur verið gjörspillt kerfi frá því ég man fyrst eftir mér en spillingin hefur farið út úr öllu korti síðustu 15-20 árin. Mafían sem stjórnar hérna hefur síðan haft veruleikahönnunarmaskínu landsins - ruslpóst (sem enginn heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla), gúmmístimpla á álþingi og ýmsa "álitsgjafa" - algjörlega í vasanum. Síðan hefur mafían reglulega keypt álit frá einhverju Transparancy International sem vafalaust er rekið af annarri mafíu, þar sem fram kemur að allt sé í sómanum og svo til engin spilling. Síðan hjakkar mafían og aftaníossar hennar á þessum keyptu niðurstöðum og halda fólki þannig sofandi á meðan undirbúið er að hreinsa upp eigur þess. Á meðan þessu stendur eru þeir rakkaðir niður skipulega sem leyfa sér að bera minnstu brigður á glansmyndir og potemkintjöld sem mafían og skækjur hennar bera á borð. Síðan rúllar allt draslið skiljanlega beint á hausinn þegar veruleikahönnunarmaskína mafíunnar tapar sínum áhrifum þegar allar lygaskjóður eru löngu yfirfullar. Og þá eiga allir að koma af fjöllum.

Baldur Fjölnisson, 5.11.2008 kl. 10:32

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Stór hluti álþingis er lítið annað en uppfyllingarefni, eins konar hugmyndafræðileg grús, innantómir snakkarar sem tala í hringi. Flokkseigendafélögin ráða öllu og grúppumentalítetið er allsráðandi og örlar vart á sjálfstæðri hugsun hjá þessarri grús. Þessi kommúníski einflokkur sem hér hefur verið við völd síðan ég man fyrst eftir mér hef smám saman útrýmt einstaklingshyggju og við hefur tekið heildarhyggja og síðan þróast þetta þannig að sífellt verri raðlygarar misnota þetta samræmt heilaþvegna þjóðfélag. Síðan springur þessi ómögulega lygablaðra á endanum eins og allar ofuruppþembdar blöðrur gera á hvaða sviði sem þær birtast.

Baldur Fjölnisson, 5.11.2008 kl. 12:07

11 identicon

Ef til vill er þó ráðleysi ríkisstjórnarinnar í stöðunni verst.  Enginn veit hvort verið er að vinna að nokkrum málum.  Hvert stefnir?  Enginn veit.  Það er núna sem reynir á hvort Geir dugar til nokkurs annars en að bíða þar til allt lagast.

Hriflungur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:50

12 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Voru það ekki Framsóknar og Sjálfstæðismenn sem komu þessu öllu af stað þegar þeir gáfu útvöldum bankana.Hvað er Finnur búinn að fá út á Framsóknarflokkinn.Hann fór ekki blankur út úr VÍS.Hann var blankur þegar hann varð ráðherra.Þeir eru margir Framsóknarmennirnir sem eru í flækjunni og ég held að Jón Ásgeir hafi ekki komið okkur á hausinn,það má þá líka kenna ykkur þingmönnum um það ef þið viljið finna blóraböggul.Ég held að það séu margir að kasta grjóti sem búi í glerhúsi.

Guðjón H Finnbogason, 5.11.2008 kl. 15:28

13 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

ESB????? Til hvers????? Afhverju má ekki bara tala við Norðmennina??? Ég vil frekar vera tengd Norðmönnum en öllum í ESB, ennþá allavega.  Við vorum nú einu sinni undir Norskakonginum og ættum alveg að geta það aftur.  

Þetta er allt saman skíta mál og það er hver óþverrin að koma upp fætur öðrum og engin gerir neitt, því að þeir sem hafa völdin eru skildir þessum GLÆPAMÖNNUM og munu því ekki verða rannsakaðir. 

HVAR  eru óháðir aðilar????  Hvar er fólk sem er heiðarlegt???  Og ætlum við Íslendingar að láta nauðga okkur svona (ég get ekki séð þetta neitt öðru vísi).  Flýja,  það er engin flótti.  Þeir sem ekki sætta sig við þessa framkomu við sig, fara auðvitað.  Við erum ekki öll tilbúin að láta taka okkur í bíbb....

Þið stjórnmálamenn hafði ekkert, nei ekkert gert fyrir okkur almenning sem stendur (fyrir utan kannski Jóhönnu Sigurðard.)

Vonandi getið þið í stjórnarandstöðunni farið að gera eitthvað, t.d. eins og að rjúfa þing og koma á nýrri kostningum.  Koma Geir H af valdastól.

Hvað er til ráða???? Hvað er hægt að gera í svona þjóðfélagi þar sem glæpamenn vaða uppi án dóms og laga. 

Ég segi HEYR, HEYR, fyrir þeim sem eru að fara af þessu rotna skeri, sem á að vera svo gott.  Hér er fallegt og gott vatn og besta nauta, kinda og hrossakjöt en þeir sem fá að stjórna einhverju, níðast á okkur og koma vilja sínum fram án okkar samþykkis. 

Bjarni, það er ekki nóg að sitja þing og blogga.  Það þarf að gera eitthvað meira.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 5.11.2008 kl. 15:30

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég sé að grúsin á álþingi er einmitt núna vælandi yfir eigin gúmmístimpilshætti og ekki seinna vænna. Vonandi tekur það sig á.

Baldur Fjölnisson, 5.11.2008 kl. 15:35

15 Smámynd: Bjarni Harðarson

tek heilshugar undir - það er ekki nóg að sitja á þingi og blogga. það er kominn tími á aðgerðir - og þar skiptir mestu að ráðist verði í að aðstoða þann fjölda sem er í greiðsluvanda og - jú auðvitað að boða til kosninga en það verður nú tæplega raunhæft fyrir jól!

Bjarni Harðarson, 5.11.2008 kl. 15:53

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

P.S. Ég er nú ekkert að skjóta á Bjarna álþingismann hérna og tel hann reyndar ekki tilheyra "stórum hluta álþingis sem er lítið meira en hugmyndafræðileg grús". Afsakið að ég tala um viðstaddan í þriðju persónu.

Baldur Fjölnisson, 5.11.2008 kl. 16:01

17 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ólafur Ísleifsson sendi undirrituðum eftirfarandi athugasemd sem mér er bæði ljúft og skylt að birta:

 

Ég sé í Morgunblaðinu að þú víkur að mér vinsamlegum orðum á bloggsíðu þinni. Forsenda þín um að ég hafi setið í nefnd sem valdi Icesave sem ein af bestu viðskiptum ársins stenst þó ekki.

 Ég var meðal þeirra sem Fréttablaðið leitaði til um tilnefningar um viðskiptamann ársins og viðskipti ársins. Róbert Wessman tilnefndi ég sem fremstan meðal viðskiptamanna ársins. Um viðskiptin sagðí ég: Engin ein viðskipti standa upp úr. Skilaði þess vegna auðu um þennan lið.  

Ég tel líklegt að þeir sem bentu á Icesave sem viðskipti ársins hafi haft í huga að innlán eru bönkum nauðsynleg sem fjárhagsleg undirstaða. En mér er til efs að þeim hafi verið ljóst að svo hafi verið búið um hnúta í þessu tilfelli að þau væru að einhverju leyti á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda.

 

Ég treysti því að þú viljir hafa það sem sannara reynist og birtir þessa athugasemd á vefsíðu þinni.

 

Með bestu kveðjum,

Ólafur Ísleifsson

Bjarni Harðarson, 6.11.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband