Skuggaleg skuggabankastjórn...

Ég er sammála skuggabankastjórn Seðlabankans sem skipuð er af ritstjórum Markaðarins að þjóðin þarf nýja menn í Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. En ef ég ætti að velja milli þeirrar stjórnar sem þar situr nú eða skuggabankastjórnarinnar þá líst mér margfalt betur á þá sem situr. Í henni eru margir vammlausir sómamenn eins og t.d. flokksbróðir minn Jónas Hallgrímsson, Halldór Blöndal og Ragnar Arnalds. Þessir menn vöruðu við ástandinu en stofnanirnar voru vissulega máttlausar.

Í skuggabankastjórninni sem skipuð er af Birni Inga Hrafnssyni eru Ásgeir Jónsson frá gamla Kaupþingi, Edda Rós Karlsdóttir sem stofnaði Icesave reikningana, Ólafur Ísleifsson og Þórður Friðjónsson. Þeir tveir síðastnefndu (jú og Edda Rós líka) sátu í nefnd sem í lok síðasta árs valdi Jón Ásgeir sem viðskiptamann ársins og Icesave sem eitt af þremur bestu viðskiptum ársins. Það fyrir tæpu ári síðan, rétt um það leyti sem bankaliðið var að tryggja sig og velta vandanum yfir á almenning og ríkissjóð.

En þetta er liðið sem fjölmiðlar útrásarvíkinga telja best geta gagnrýnt og bent á leiðir út úr vandanum!

Svo ætla ég að fara að áskorun Ólínu Þorvarðardóttir og enda þessa færslu á viðeigandi kröfu:

Burt með spillingarliðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Burt með spillingarliðið!"?  Verðum við þá ekki bara tveir eftir Bjarni?

Magnús Sigurðsson, 5.11.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Bjarni, mér finnst yfirlett gaman að lesa bloggið þitt - til að fá allt annað sjónarhorn á lífið og pólitíkina en almennt getur talist - en ég held ég hætti því.  Ég get ekki fellt mig við að þú hallmælir Eddu Rós Karlsdóttur eins og þú gerir hérna og nefnir hana í sömu andrá og "spillingarlið."  Edda er fræðimaður og fagmaður sem ekki má vamm sitt vita og ég legg til að þú fjarlægir þessa færslu, hún gengur of langt.

Höldum okkur við málefnin án þess að verða persónulegir með þessum hætti - komdu með okkur að hjóla um helgina og kældu þig aðeins. http://teamkawasaki.blog.is/blog/teamkawasaki/entry/698815/

Ólafur H. Guðgeirsson, 5.11.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er allavega farið að hækka íslenska bankaálgið sem greiningadeildir banka (núna á hausnum) hafa framreitt sem Íslandsálag í fjöldaútsendingum til okkar landsmanna. Satt að segja skil ég ekki afhverju þessar greiningadeildir eru ennþá starfandi í bönkunum (núna á hausnum). Þær eru að minnsta kosti jafn lélegar og bankarnir (núna á hausnum) voru sjálfir, jafnvel miklu lélegri. Ef einhverja á Íslandi vantar faglega þekkinu á efnahagsmálum, alþjóðlegum sem íslenskum fjármálaviðskiptum þá er sú vöntun einkar átakanleg í greiningadeildum bankanna (núna á hausnum).

Gunnar Rögnvaldsson, 5.11.2008 kl. 18:34

4 identicon

Sæll Bjarni. Hvenær eigum við von á pistli frá þér vegna ályktunar þingflokks Framsóknar og tveggja kjördæmisráða að Ísland eigi strax að sækja um aðild að ESB?

Eru þetta ekki óróamennirnir sem þú talaðir um daginn?

Bíð spenntur eftir pistli frá þér.

Kv.

Húbert

Húbert (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:00

5 identicon

Algerlega ósammála þér. Alltof mikil einföldun hjá þér. Þessi eða hinn stofnaði Icesave og er því óhæfur - þetta er miklu flóknara en það. Ég þekki vel til Eddu Rósar og Ólafs Ísleifs, bæði sem fagmanna og persónulega og get fullyrt að þú fengir ekki betra fólk til starfa. Öðlingar bæði tvö. Þú veist ekkert hvað sumir hafa verið að berjast gegn og hafa verið að gera bak við tjöldin og verið ósammála mörgu sem hefur verið gert en ekki haft næg völd eða stöðu til að láta ljós sitt skína og mótmæla. Mér leiðast óskaplega þessar einfaldanir og blammeringar sem eru í gangi hjá mörgum þessa dagana. Fátæki verkamaðurinn alveg heilagur og ríki bankamaðurinn eins og djöfullinn sjálfur. Þetta er ekki svona og þið vitið það vel.

Lára (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vísir, 22. maí. 2008 10:03

Lítil áhætta í óbreyttum stýrivöxtum þrátt fyrir háa verðbólgu

Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningar Landsbankans segir að þótt verðbólgan sé afar há í augnablikinu sé lítil áhætta fólgin í því að halda stýrivöxtum óbreyttum eins og Seðlabankinn hefur ákveðið.

Edda Rós segir að bankarnir hafi dregið verulega úr útlánum sínum og það aðhald ásamt öðrum þáttum eins og t.d. lækkandi fasteignaverði sé að hafa áhrif.

“Þótt verðbólgan mælist í 13% núna tel ég áð ef við horfum til næstu tólf mánaða verði hún komin niður í 4,5% ef svo heldur sem horfir,” segir Edda Rós. “Það er í spilunum núna að þegar verðbólgan fer að lækka muni sú lækkun líkjast rússibanaferð niður á við.”

Baldur Fjölnisson, 5.11.2008 kl. 19:45

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Af hverju komu aldrei krítískar greiningar frá greiningadeildum þriggja íslenskra viðskiptabanka (núna á hausnum) á einn einasta þriggja íslenskra viðskiptabanka (á hausnum núna)? Eini bankinn sem þessir þrír viðskiptabankar (núna á hausnum) gagnrýndu var Seðlabanki Íslands. Hvernig getur þetta átt sér stað?

Núna gera 160 erlendir bankar kröfur í þrotabú þessara þriggja íslenskra viðskiptabanka (núna á hausnum) og horfur eru á að þessir 160 kröfuhafar munu fá 3-5% uppí þessar kröfur. Er þetta ekki skuggalegt?

Gunnar Rögnvaldsson, 5.11.2008 kl. 20:11

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góður sem fyrr Gunnar! Og tímabær athugasemd hjá þér Baldur. Man ekki hvað hann heitir einn af þeim kláru hagspekingum sem enginn tók mark á í "uppsveiflunni"- þessi sem sagði að greiningardeildir bankanna hefðu það hlutverk að vera trúverðugar auglýsingastofur. Viðurkenni fúslega að Edda Rós Karlsdóttir var afar sannfærandi í því mikilvæga auglýsingahlutverki.

En,- ætli laun hennar hafi nokkuð verið árangurstengd?

Árni Gunnarsson, 5.11.2008 kl. 21:21

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hagsmunir Gunnar, risavaxnir hagsmunir. Samsæ ... , afsakið samráð - hefðbundið og ráðandi einkenni í viðskiptaumhverfi litlu Sikileyjar norðursins.

Baldur Fjölnisson, 5.11.2008 kl. 21:25

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

 Gjaldþrot Glitnis kallar á róttæka uppstokkun bankakerfisins

28. maí 2008 kl. 20.34 |

Félagið er vita fallít.

Eigið fé er skv. uppgjöri 188 milljarðar en þar af er þriðjungur “goodwill” sem er bókfært yfirverð vegna yfirtöku á yfirverði á einhverjum töfrafyrirtækjum sem einhverjir góðir sölumenn lugu inn á þá. Svo hafa þeir lánað stjórnendum og stjórnarmönnum og tengdum fyrirtækjum 116 milljarða og það er beisíkallí það eigið fé sem þeir flagga. Gáfulegast væri fyrir ríkið að leysa þessa vitleysu til sín fyrir td. eina krónu - strax á morgun.

Landsbankinn er ofurútgefin bóla. Hver hlutur kostar eitthvað 1/5 úr evru, sem sagt nánast ekkert sem þýðir að afskrifa þarf sirka 99% af hlutafénu og eftir það að sameina leifarnar af þessu Kaupþingi. Það gæti orðið trúverðug eining plús Glitnir í eigu ríkisins rekinn af kínverskum verktökum. Góðar stundir.

http://blogg.visir.is/gammon/2008/05/28/gjald%c3%berot-glitnis-kallar-a-rott%c3%a6ka-uppstokkun-bankakerfisins/ 

Baldur Fjölnisson, 5.11.2008 kl. 21:31

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er þarna ýmislegt skemmtilegt frá í vor, td.:

Seðlabankinn segir mikilvægt að varðveita stöðugleikann. Hafnar því að mötuneyti bankans hafi fengið afgreidda ranga sveppategund.

Baldur Fjölnisson, 5.11.2008 kl. 21:40

13 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir góða umræðu. aðeins um eddu rós og ólaf ísleifsson. bæði vildu þau að seðlabankinn legði bönkunum blessuðum til meira fé og litlu mátti víst muna að það yrði gert - m.a. með aðkomu lifeyrissjóða. hvar stæðum við þá í dag. varðandi spurningar húberts þá hefur þingflokkurinn mér vitanlega ekki ályktað um evrópumál en um þau eru skiptar skoðanir í flokki okkar eins og öllum flokkum. ég hef aldrei haldið því fram að allir evrópusinnar séu óróamenn en það eru á hliðarlínunni í flokknum nokkrir slíkir  - og nota evrópumálið til síns óróa. við það stend ég og hefi svosem skrifað um í bloggfærslum hér fyrir nokkrum dögum. sjá ennfremur hér.

Bjarni Harðarson, 5.11.2008 kl. 22:50

14 identicon

Já þau vildu að seðlabankinn legði meira fé til að halda þessu rúllandi og geta selt eignir bankans á betri díl heldur en brunaútsölu. Óhemjumikið fé tapaðist þegar seðlabankinn neitaði þeim um lán og heimurinn fríkaði út, miklu meira fé en lánið hefði nokkurn tímann verið. Fyrir þessu láni voru góð veð, það var enginn að biðja seðlabankann um að gefa þennan pening. Það þarf að horfa á heildarmyndina. Það sem þau ráðlögðu var það eina skynsama í stöðunni.

Lára (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:01

15 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sama hugsun kom einmitt upp hjá mér varðandi Skuggabankastjórn Markaðsins, og þú hér reifar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.11.2008 kl. 00:04

16 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll nafni.

Edda Rós og Ólafur spakvirtingur(að eigin áliti) lögðu mjög harða áherslu á og margítrekuðu, að SÍ hefði ekki komið þeim til þrautarvara og að ekki hafi verið lánað (útvegað) nægilegt fé til að bnakarnir störfuðu áfram.

Nú hefur aftur komið í ljós, að SÍ fór afar ógætilega í útlánum sínum til einmitt bankana.  Þetta fær sér stoð í, að nú þarf líklega ða afskrifa langt á annað hundraðþúsud-milljónir vegna slíkra lána.  Spurningin er, hvenær peningafíklarnir hefðu verið búnir að fá nóg til að flytja alla sína aura í formi valútu úr landi?

Veðið sem tekið var í einhverjum ,,tryggum banka" í danmörku og var í eigu Finns og Ólafs í gegnum Kaupþing, reyndist svo ekki virði pappírsins sem það var á ritað.

Skítapakk

Burt með skítapakkið og segjum slitið stjórnmálasambandi við Breta skítapakkið

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.11.2008 kl. 11:01

17 identicon

Sæll vertu Bjarni.

Takk fyrir pistilinn um Skuggalega skuggabankastjórn.

Ég veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður les pistilinn í Markaðnum þar sem "stefnan" í peningmálum þjóðarinnar er mörkuð af Skuggabankastjórninni.

Ég veit heldur ekki hvort er skuggalegra fyrir okkur almúgann þessi "besserwissera" Skuggabankastjórn eða skuggaleg REI/OR afrek skuggabaldursins, jakkafata BINGA. 

Sigurjón Þórðarson skrifaði pistilinn "Yfirmaður loddaradeildarinnar leysir úr vanda lántakenda" á MBL bloggið 27. okt. s.l. þar sem hann fjallaði m.a.  um Eddu Rós Karlsdóttur.

Ég páraði eftirfarandi athugasemdir við pistil Sigurjóns 28. okt. s.l. 

"Sæll Sigurjón.

Já þetta er furðulegt, ef fyrrum, misjafnlega heppnaðir yfirmenn greininga- "alias" auglýsingadeilda bankanna, eiga að halda áfram að "leiða okkur" á réttan stað á lífsins braut hvað fjármál og efnahagsmál varðar.

Það má vel vera að Edda Rós sé, eins og Vilhjálmur segir "prýðis hagfræðingur", þó að ég hallist nú frekar að skoðun Georgs P . um hæfnina.

Í mínum huga felur það að vera "prýðis" hagfræðingur fyrst og fremst í sér, að hún hafi a.m.k. lært sæmilega að brúka stærðfræðiformúlur til útreiknings í efnahagsmálum að einhverjum gefnum forsendum.

Það segir hins vegar ekkert um almenna dómgreind viðkomandi, eða hvernig þeim lukkast að hafa forsendurnar það góðar og réttar, að niðurstöðurnar standist tímans tönn og krítíska niðurstöðu á grundvelli reynslunnar.

Mín skoðun á henni Eddu Rós, m.a. grundvölluð á þeirri niðurstöðu hennar, ásamt 19 meðdómendum fyrir blaðið Markaðinn vegna ársins 2007, að Jón Ásgeir hafi verðskuldað að vera kjörinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi, og að bestu viðskipti ársins 2007 hafi m.a. verið Icesave reikningur Landsbankans og hlutafjáraukning Baugs í FL Group,  leiðir einungis til þeirrar skoðunar minnar að hún sé haldin verulegum dómgreindarbresti og raunveruleikafirringu.

En það má að sjálfsögðu segja að þar sé hún í miklum "úrvalshópi" með:

1. Ingólfi Bender, 2. Svöfu Grönfeldt, 3. Höllu Tómasdóttur, 4. Finni Oddsyni, 5. Ágústi Einarssyni, rektor, 6. Ólafi Ísleifssyni, lektor, 7. Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, 8. Vilhjálmi Egilssyni frkvsyj. atvl., 9. Hafliða Helgasyni, 10. Gunnari Ólafi Haraldssyni, forstöðum. Hagfræðistofnunar, 11. Friðrik Má Baldurssyni, prófessor, 12. Jóni Þór Sturlusyni og 13. Guðjóni Rúnarssyni, frkvst. Samtaka fjármálafyrirtækja, auk 6 annarra.

Ég veit ekki um aðra, en hvað mig varðar, þá mun ég aldrei aftur hlusta með athygli á ummæli þessa fólks, né taka nokkurt mark á þeirra skoðunum, nema síður sé.

Ég vona ennfremur, að fjölmiðlar, félagasamtök, stjórnmálaflokkar og aðrir munu hér eftir hlífa mér við rökleysunni og/eða bullinu úr munni þessa fólks.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason"

Við það sem ég hef ritað hér að ofan þá vil ég vekja athygli á því að af 20 dómendunum sýnist mér að um það bil 3/4 (15 manns) séu með einhverskonar hagfræðimenntun. 

Guð forði okkur frá því að "fagleg stjórn" svona "sérfræðinga" verði nokkurn tímann í einhverri bankastjórn eða eftirlitsstofnun, þar með talið SÍ eða FME. 

Ég einungis ítreka, hlífið okkur almenningi við bullinu þeirra.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason  

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:37

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:00

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ekki er fríður flokkurinn, finnst mér prýða hundurinn, eins og maðurinn sagði.

En ég vil nú aðeins taka upp hanskann fyrir 3-4 þarna sem hafa reynst mér afburða gagnvísar og ekki klikkað neitt í því hlutverki síðustu misserin.

Baldur Fjölnisson, 6.11.2008 kl. 18:59

19 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ólafur Ísleifsson sendi undirrituðum eftirfarandi athugasemd sem mér er bæði ljúft og skylt að birta:

 

Ég sé í Morgunblaðinu að þú víkur að mér vinsamlegum orðum á bloggsíðu þinni. Forsenda þín um að ég hafi setið í nefnd sem valdi Icesave sem ein af bestu viðskiptum ársins stenst þó ekki.

 Ég var meðal þeirra sem Fréttablaðið leitaði til um tilnefningar um viðskiptamann ársins og viðskipti ársins. Róbert Wessman tilnefndi ég sem fremstan meðal viðskiptamanna ársins. Um viðskiptin sagðí ég: Engin ein viðskipti standa upp úr. Skilaði þess vegna auðu um þennan lið.  

Ég tel líklegt að þeir sem bentu á Icesave sem viðskipti ársins hafi haft í huga að innlán eru bönkum nauðsynleg sem fjárhagsleg undirstaða. En mér er til efs að þeim hafi verið ljóst að svo hafi verið búið um hnúta í þessu tilfelli að þau væru að einhverju leyti á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda.

 

Ég treysti því að þú viljir hafa það sem sannara reynist og birtir þessa athugasemd á vefsíðu þinni.

 

Með bestu kveðjum,

Ólafur Ísleifsson

Bjarni Harðarson, 6.11.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband