Hagfræðingar landsins og ábyrgð þeirra!

Ólafur Ísleifsson sendi mér línu vegna bloggfærslu um skuggabankaráð Seðlabankans. Þar bendir hagfræðingurinn á að hann hafi aldrei sjálfur mælt með Icesave reikningum Landsbankans og ekki heldur Jóni Ásgeiri. Ég þakka Ólafi tilskrifið en leyfi mér samt að vekja athygli á að um síðustu áramót gerðu hvorki hann né aðrir hagfræðingar athugasemdir við að vera orðaðir við umrædd Icesave-verðlaun. Nú skal það leiðrétt.

Vissulega er ábyrgð okkar stjórnmálamannanna allra mikil en hún er síst minni hjá fræðimönnum á sviði hagfræði sem báru lof á útrásina. Þeir einir áttu að búa yfir þeirri sérfræðiþekkingu að geta séð að hér var stór hætta á ferðinni. Hvort sem úrlausnarefnið lýtur að sauðfjársjúkdómum eða bankamálum hljóta stjórnmálamenn að treysta leiðsögn og greiningu þeirra sem sérmenntaðir eru á viðkomandi sviði.

Og ástandið hefur lítið lagast því sömu hagfræðingar og lofuðu EES samninginn seint og snemma eru núna farnir að tala fyrir ESB aðild beint ofan í efnahagshörmungar þjóðinnar. Staðreyndin er að engir þessara varaði nokkru sinni við hinni minnstu áhættu sem væri fjórfrelsinu samfara. Og var samt mögulegt að setja þjóðarbúið á hliðina með slíkum markaðskratisma. Og sömu tala nú fjálglega um að við eigum að skipta krónunum okkar tafarlaust yfir í evrur. Það undir gengisvísitölunni einhversstaðar á þriðja hundraðinu. Hvað þýðir það fyrir sparifjáreigendur sem nógu hafa tapað - eða þá framtíðar eignastöðu íslenska hagkerfisins inni í Evrópusamrunanum.

Ég spurði eftir því á Alþingi í dag hvort mögulegt væri að það liði einhverju sinni heill sólarhringur án þess að kratar þessa lands töluðu krónuna niður með skrumi sínu. Þórólfi Matthíassyni tók þetta að sér í dag með gríðarlega innistæðulausum gífuryrðum og fékk drottningarleg viðtöl í báðum kvöldfréttatímum Ríkisútvarpsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég spurði eftir því á Alþingi í dag hvort mögulegt væri að það liði einhverju sinni heill sólarhringur án þess að kratar þessa lands töluðu krónuna niður með skrumi sínu.


Þakkir skaltu hafa Bjarni fyrir þetta. Þetta er að verða gersamlega óþolandi. Endalaus fölsk dagskrá og ömurleg vinnuskilyrði sem kratar skapa á Íslandi.

Handvaskur í hverju horni hagfræðinga og samtaka hins og þessa. En hagfræðingar eru að verða þekktastir fyrir að vera mjög góðir í að útskýra á morgun af hverju það sem þeir sögðu í gær stóðst ekki.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2008 kl. 20:09

2 identicon

thetta er nú ekki alveg rétt, ef menn lesa pistla Thorvaldar Gylfasonar i Fréttabladinu, thá kemur í ljós ad hann hefur varad vid thessari thróun i ár ef ekki nokkur ár. Hann benti á haettuna sem fylgir thvi ad stjórnmál og vidskipti haldist i hendur, thad var kjörin gródrarstía fyrir spillingu. Hann benti ítrekad á ótrúlega skuldathróun thjódarbúsins, sem tífaldadist frá thvi ad bankarnir voru einkavaeddir en enginn hlustadi á hann, hann var afskrifadur sem nöldrari út i bae. Menn hlusta ad thvi er virdist meira á thad sem Björk eda Davíd hafa ad segja, thau hafa svona status skurdgoda i okkar samfélagi. Gylfi Magnússon benti líka á fáranlegu skuldastöduna, 6 milljónir á hvert mannsbarn i arsbyrjun en enginn hlustadi og hann var meira ad segja sakadur um ótrúverdugleika undir lokin, thannig ad a.m.k. sumir hagfraedingar hafa lagt sitt af mörkum en án árangurs, svo hjalpar ekki ad their fá ekki ad komast til áhrifa i sedlabankanum, thad hefdi eflaust breytt mörgu líka, kvedja jón.

jón (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það sama gerði seðlabankastjórinn margoft, þó án þess að vera hagfræðingur.


En hagfræðingar bankanna var nú það sem ég átti við. Fjármálageirinn er fullur af haglærðum mönnum og hann er á hausnum núna.

Bjarni alþingismaður var að biðja um frið í einn dag án þess að gjaldmiðillinn þyrfti að bera sök á öllu sem miður fer. Krónan hefur ekki sjálfstætt líf og hoppar ekki eða skoppar af sjálfsdáðun. Það þarf mannanna verk til.

Einn dagur án þess að smiður sé hengdur fyrir bankaprest, er það of mikið?

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Spyr sá sem ekki veit; er hægt að tala krónuna niður?

Magnús Sigurðsson, 6.11.2008 kl. 21:22

5 identicon

Magnús Sig. Já það er hægt.  ISG gerði þetta á Alþingi og heimurinn hlustaði.  Hún sagði að króna væri ónýt og Samfylkingarsamkórinn söng með, og þá fór krónan að falla. 

Króni Aurason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Einar á Hvalnesi var kaupmaður á Höfn 1960.Hann rak líka sláturhús,fiskverkun, útgerð og timburinnflutning en hafði áður verið bóndi á Hvalnesi.Hann var tröll að vexti og röddin og hláturinn eftir því.Hann sagði í útvarpsviðtali við Stefán Jónsson 1960 að hagfræðingarnir væru vitlausustu menn á landinu.Síðan lét Stefán, Einar hlæja í útvarpið.Hláturinn heyrðist um allt land.Ekki væri hlátur Einars lægri og minni að hagfræðingunum nú, ef hann væri lifandi.

Sigurgeir Jónsson, 6.11.2008 kl. 23:26

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eins og allmörgum er kunnugt um, hef ég rifið mig ha´san um Fjórfrelsið og hættur þær, sem af þeim hafa og munu stafa, ef ekki verður slitið EES bullinu.

Lítið land á borð við okkar einfaldlega getur ekki leyft frjálan flutning peninga, fólks, fyrirtækja og hugsmíða út og inn í hagkerfi okkar.

Dæmin þar um eru ólygnust.

Bullið um útlendingahatur og heimóttaskap í peningamálum, er ég svosem orðin svo vanur, að skrápur er löngu kominn á bak mér og víðar á búkinn og sálina.

Mé er andskotans eitt þó fjölmenningasinnar, útrásaelskendur og fyrirtækjahopparar, kalli mig öllum ónefnum hugsanlegum.

Ég er og verð þóðelskur og skammast mín ekkert fyrir það, er þannig uppalinn og þakka ég fólki mínu mjög fyrir það.

Rök mín eru frá þeim tímum sem þjóðin hefur lifað og sést nú enn og aftur, að reynslan er ólygnust í þessu sem og svo mörgu öðru.

Hef nú spurt menn um, hvort ég hafi ekki farið nærri um, hvernig Bretar arta okur og hvernig Kaninn forsmáir okkur sem notað plagg eða þaðan af ljótari samlíking.  Læt hverjum og einum um, að fylla uppí þá hugrenningarramma.

Krefst þess, að við segjum slitið stjórnmálasambandi við breta og að við afþökkum kurteislega alla loftrýniseftirlit og varnir sem NATO ætlaði að bjóða OKKUR.

ÞAð boð er eigingjarnt mjög, því þeir eru ekkert að hugsa um okkur, heldur vilja þeir lágmarka framlög til hermála og er aðstaða hérafar ódýr aðferð við að skanna mjög stórt svæði og þannig komast hjá óundirbúnum atlögum eða heimsóknum.

Mér er sagt að af þýskum sérfræðingum í herm´laum, að ekkert eitt hafi sparað meiri fjármuni í vígbúnaði á norðurslóð en einmitt herstöðvarnar á Íslandi og að ekkert eitt svæði hafi sparað Bretum og öðrum NATO löndum eins mikið í viðbúnaði og stöðvarnar hér.

SVo eru menn að tala um, að Bretinn fari vel með okkur og skilji hagsmuni okkar og jafnvel verji þá GEGN hagsmunum þeirra kjósenda, svo sem veiðimanna (líkt og nú má lesa um í Fiskaren um veiðar okkar á Makríl) og hugsanlegum yfirtökum á orkulindum okkar.

Nei þeir sem segja, aðvið fáum einhverju ráði ð innan ESB eru þjóðníðingar og stórlygarar.

Íslandi Allt,

Miðbæjaríhaldið

Íhald af hinni þjóðlegu og ræktuðu gerð

Bjarni Kjartansson, 6.11.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er náttúrlega um að gera fyrir þá sem tala um að krónan hafi verið töluð niður að birgja sig upp af henni og bíða eftir að hún fari aftur á flot (venjulegu raðlygararnir boðuðu fyrir nokkrum vikum að það myndi gerast eftir "nokkra daga" og núna er blússandi svartamarkaður þar sem menn keppast um að losa sig við draslið í ótta um að það fari loksins að fljóta og þar með hrynja um 90% í viðbót) og útrýma þannig restinni af eignum sínum. Látið nú verkin tala, hahahaha.

Baldur Fjölnisson, 6.11.2008 kl. 23:41

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bjarni, líður einhvern tímann sá sólarhringur að þú talar ekki niður þekkingu manna og reynslu sem þó er borin fram af besta vilja og vitneskju fyrir þjóðarhag ef hún vísar annað en aftur í tímann á krónuna og sveitina?

Alþekkt er sú hneigð mannsins að vilja ekki og þora ekki að stíga skref til breytinga, halda í það sem þeir hafa haft og sjá öllu sem er öðru vísi en það hefur haft undir fótum sínum allt til foráttu. Afturhaldssemi, átthagaást og öfga þjóðernishyggja er af þeim toga - Enginn maður í veröld allri þekkir fegurri sveit en þá sem hann eyddi æskudögum sínum í, hvort sem það var í Árneshreppi á Ströndum eða einhversstaðar í Kína. Þannig er það um alla jörð en með skynsemi getum við samt valið bestu leið til framtíðar án þess að sitja föst í þessu inngróna fari.

Það getur verið gagnlegt að vera tregur til breytinga en til þess höfum við samt skynsemina að þurfa ekki endilega að sitja föst í afturhaldsseminni og afgreiða alltaf allar hugmyndir sem fela í sér breytingu sem heimsku, landráð, svik, illa hvatir, trúboð eða allt sem illt telst ... án þess þó að geta bent á neina rökrétta ástæðu fyrir þessum skoðanaglæpum alls þessa „óhuggulega fólks“ sem þykist ganga gott til en bendir útfyrir þrönga rammann þinn Bjarni, þykist hafa þekkingu og próf og reynslu og velvilja um framtíð þjóðar og barna sinna en dirfist að vísa á eitthvað annað og langt í burtu frá Stokkseyri og góðu gömlu krónunni - eins og eitthvað geti verið sem vit er í þar fyrir utan? - En hvað gengur þessu illa og heimska fólki til Bjarni? Við þekkjum ástæður afturhaldssemi og að vilja ekki breytingar. Það er djúp öryggishvöt að vilja ekki breyta því sem reyndist vel þegar maður var barn - og þeir sem alls ekki vilja breyta búa því við mikið öryggisleysi en leita öryggis með andstöðu við allar breytingar hvað sem rökum og skynsemi líður.

En hvert er þá mótiv skoðana-glæpamannanna sem boða evru og ESB? landrámannanna, heimskingjanna, svikaranna, þeirra sem leggja á sig „hvern dag að tala niður krónuna“ - enginn glæpur er án mótívs - hver er ástæða þessa alvarlega glæps alls þessa fólks svo að sögn Bjarna líði ekki „heill sólarhringur án þess að kratar þessa lands töluðu krónuna niður með skrumi sínu“ , hvert er mótiv illvirkja allra hagfræðinga landsins og allra sem hafa lagt á sig nám um Evrópumál, hver er ástæða þessa alvarlega landráða- og skoðanaglæps forustu verklýðs, atvinnurekenda, iðnaðar, neytenda og allra samtaka sem hafa tjáð sig um málið?   - Hvert er mótív glæpsins Bjarni? - Er mögulegt Bjarni að fólkið vilji þjóð sinn og börnum aðeins vel og sé örvæntingafullt yfir hvert þú og þínir stefna með landið og þjóðina vegna þess að þeir vita hve áhættan er mikil? - En að þú og sumir aðrir séu fastir í öryggisleysinu sem bannar breytingar sama hvað og ríghalda í allt sem var í bernsku þeirra og þora ekki að víkja frá því eitt augnblik einn millimetra frá því hvað sem skynsemi og seinni reynsla segir?

Helgi Jóhann Hauksson, 7.11.2008 kl. 00:49

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Varla er til meiri hræsnari en Gunnar Rögnvaldsson, talar niður ESB og velferðarsamfélag jafnaðarmanna, segir Íslendingum að ansa ekki ESB tali og úthúðar krötum - en býr svo sjálfur og rekur fyrirtæki í hinni skandinavísku velferðar-Danmörku.

Ef maðurinn veldi sér nú annaðhvort draumalandanna sinna til að búa í þ.e. Ísland án evru eða USA, eða þó ekki væri nema eitthvað land sem ekki væri í ESB þá yrði hann viðræðuhæfur - en hann sjálfur velur sér ESB-landið Danmörku.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.11.2008 kl. 01:02

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sammála Helga - skrifar af meiri skynsemi um þessi mál en flestir aðrir og svo sannarlega út frá þjóðarhag. Bjarna Harðarsyni, manna helst, óska ég langlífis á vettvangi stjórnmálana, en finnst miður að hann tali af yfirlæti til þeirra sem eru á öndveðri skoðun um vilja þjóðarinnar til frekari samvinnu Evrópuþjóða.

Vissulega þurfum við að sameinast um að styrkja krónuna en undir þeim formerkjum að við höfum lært af reynslunni og stefnum að þátttöku í stærra myntsvæði. Það þarf að tala um leiðir og lausnir.

Það er rangt að 70% þjóðarinnar séu vitleysingar og "kratar", en það virðist þó allt stefna í að svo geti farið að það orð festist í sessi sem eitt helsta hrósyrði sem hægt er að nota í mannlýsingum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.11.2008 kl. 02:01

12 Smámynd: Egill Jóhannsson

Gunnlaugur

Nú hélt Morgunblaðið því fram skv. könnun Capacent Gallup um síðustu helgi að 79,9% þjóðarinnar teldi að krónan væri ónýt og vildi evru í staðinn. Þegar ég rýndi nánar í könnunina kom í ljós að talan sem Mogginn slóð upp á forsíðu var röng. Rétta talan var 59,7%.

Í raun ótrúlega lág tala m.v. ástandið á krónunni í dag og þá meðferð sem hún hefur hlotið af völdum stjórnmálamanna.

En það væri mjög áhugavert að fá að sjá niðurstöðu sömu spurningar ef strax á eftir væri spurt hvort viðkomandi vissi að til að taka upp evru í stað krónu þyrfti að ganga í ESB.

Ætli hlutfallið færi undir 50%?

Og hvað ef sömu tvær spurningar væru spurðar eftir ca. 1 ár þegar umræðan hefur þroskast aðeins betur og krónan aðeins náð sér á strik?

Ætli hlutfall þeirra sem vildu evru færi kannski undir 40%?

Egill Jóhannsson, 7.11.2008 kl. 02:28

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég skil ekki afhverju ESB andstæðignar vitna til skoðanakannanna þar sem þeir vilja aldrei taka mark á þeim og fara eftir þeim.

Meirihluti Íslendinga hefur alltaf þegar spurt hefur verið viljað ganga til ESB samninga og komast að því hvað þeir hefðu að bjóða. - En um það taka ESB-andstæðingar ekkert mark á skoðanakönnunum.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.11.2008 kl. 03:34

14 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Abyrgdin a hruninu heima er a reikning tess rikisstjornar sem gafu sjalfum ser og vinum sinum aflakvota tjodarinnar...! Svo seldu teir ad nafninu til tvo rikisbanka, annan til sjalfstaedismanna og hinn til framsoknarflokksins...

Ekki var tjodinni sagt ad hun baeri abyrgd a bonkunum eftir soluna! Til Andskotans med framsoknarflokkinn og dragi hann sjalfstaedisflokkinn med ser nidur til Helvitis.

Eg er svo hissa a tvi ad Landinn geri ekki uppreysn nuna og stuti Altingi ollu saman helv pakkinu!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.11.2008 kl. 10:11

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helgi, þú kvartar kvartar undan svigurmælum þeirra sem andsnúnir eru aðild Íslands að ESB í garð "þeirra sem hafa  séð ljósið".  Ljótt er ef satt reynist. Nú er ég einn þeirra sem er ekki hlynntur aðild að ESB og byggi þá skoðun mína a´hagsmunamati. Gerir það mig að andstæðingi ESB eða andstæðingi Evrópu? Ég spyr þig að gefnu tilefni vegna þess að fáum er jafn tíðrætt um "andstæðinga" ESB og Evrópu en einmitt þér. Með sömu rökum mætti jafnvel kalla þig andstæðing Saudi-Arabiu ef þú vilt ekki að Ísland gandi í ríkjasamband með því ágæta landi.

Sigurður Þórðarson, 7.11.2008 kl. 10:24

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hagfræðingar landsins verða ekki  sakaðir um hækkun húsnæðislána, því þeir vöruðu við henni. Mér er ákaflega vel við marga framsóknarmenn og Bjarni Harðar er einn þeirra og því vil ég gefa honum og öðrum góðum mönnum  gott ráð. Framsóknarflokkurinn er elstur flokka og sé saga hans skoðuð má ýmislegt gott um hann segja. Hin síðari ár hefur hann þó fengið það orð á sig að vera spillingarbæli. HÁ og FI eru ekki gott vörumerki í huga almennings. Flokkurinn hefur aldrei gert upp við  fortíðina, auðvitað yrði það óþægilegt meðan á því stæði en mikill léttir og vellíðan myndi fylgja slíkri hundahreinsun.

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!   

Sigurður Þórðarson, 7.11.2008 kl. 11:07

17 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég ráðlegg öllum að lesa komment Helga J. Haukssonar aftur og jafnvel þrim sinnum og endursegja svo einhverja röksemd hans móti því sem ég hefi sagt - aðra en þá að ég sé haldinn einhverjum sálrænum veilum eins og öryggisleysi og vægast sagt innistæðulausum fullyrðingum um að ég hafi sakað annað fólk um heimsku og illvilja. Þetta er alveg óskaplega málefnaleg rökræða! Jú og svo lítur Helgi kannski á það sem málefnalegt innlegg að segja mig Stokkseyring sem ég teldi nú mér til tekna - ef rétt væri...

Bjarni Harðarson, 7.11.2008 kl. 14:53

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, það átti öllum að vera ljóst, eða þeim sem hafa kynnt sér hagfræði og efnahagsmál pínulítið, að það sem var gert síðustu 10 ár eða svo á Íslandi, var ávísun eða vegalagning til kreppu eða ófæru.

Meir að segja mentskælingar sem lokið hafa Hag. 102 áttu að sjá það og skilja undireins.

Að sjálfsögðu vissu td. sérfræðingar Seðlabankans af þessu. Eins og sjá má í grein bankans frá 2001 "Fjármálakreppur og viðvörunarvísbendingar"

Skyndilegar fjármálakreppur sem riðið hafa yfir víða um heim á undanförnum árum með víðtækum afleiðingum fyrir viðkomandi lönd og alþjóðlegt fjármálakerfi hafa leitt til þess að leitast hefur verið við að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir óvænt áföll í fjármálum þjóða og heimsins.

"Þjóðhagslegar vísbendingar"

Mikill vöxtur útlána. Mjög ör vöxtur hefur oft verið fyrirboði alvarlegrar fjármálakreppu. Samhliða örum vexti er hætt við að gæðum eignasafns lánastofnana hraki.

Vaxandi viðskiptahalli. Fylgifiskur mikils og vaxandi viðskiptahalla er að jafnaði innstreymi erlends fjármagns

Óhóflegur viðskiptahalli kann einnig að vera vísbending um gjaldeyriskreppu, sem getur valdið lausafjárerfiðleikum fjármálastofnana, einkum ef viðskiptahallinn er að miklu leyti fjármagnaður með skammtímalánum.

Óraunhæft raungengi. Mikil hækkun raungengis getur gert útflutningsgreinum erfitt um vik að standa við skuldbindingar sínar. Hátt raungengi eykur jafnframt hættu á skyndilegri gengislækkun sem getur kippt fótunum undan getu lántakenda

Eignaverðbólga. Peningaleg þensla getur stuðlað að óhóflegri hækkun á verði hlutabréfa og fasteigna_

__________________________________

Og svo framv. og svo framv.

(klippt og skorið úr greininni)

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1235

Meina, það sem var gert á Íslandi var skólabókardæmi um hvernig á að keyra efnahagskerfi í þrot.  Í rauninni var fylgt stranglega "efnahagskerfi keyrt í þrot 101" prógrammi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.11.2008 kl. 16:21

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Úps.  þetta átti nú ekkert að vera neitt stórt letur sko.  Sorry.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.11.2008 kl. 16:23

20 identicon

Bjarni, Helgi er aðeins að svara þér í sama tón og þú beitir á aðra. Fullyrðingar um að þú ásakir fólk um heimsku og illvilja koma eflaust úr orðum svipuðum "skrumi" og "gríðarlega innistæðulausum gífuryrðum". Sem eru orðin sem upphafleg skrif þín enda á. 

Helgi veitist að þér, það er satt, en það felst fleira í skrifum hans, sem þú svarar ekki. Þú ert því lítið að leggja til málefnalegra umræðna sjálfur.

Það þýðír lítið að ræða þetta, hvaða smekk við höfum á ummælum hvers annars.

Hitt er svo annað ...

Það er ekkert hægt að frussa af bræði yfir því að það sé verið að "tala krónuna niður" - gjaldmiðillinn þarf að vera nógu sterkur til að það sé hægt að tala um hann!

Að auki vil ég fá heimildir fyrir því að þeir sem vilja skipta um gjaldmiðil vilji gera það núna,  "tafarlaust", á núverandi gengi. Þá umræðu kannast ég ekkert við. Annað hvort er annar okkar að misskilja, eða annar hvor okkar að bulla.

Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:34

21 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fín grein úr seðlabankanum og sýnir að þar er innan dyra að finna þekkingu og vit. Hins vegar hefur verið brugðist við ógn sem slíkt gæti skapað með því að nota bankann sem eins konar ruslagám eða förgunarúrræði fyrir pólitísk gögn sem eru komin langt yfir síðasta söludag og er ekki lengur talið óhætt að láta blaðra á álþingi hvað þá í ríkisstjórn. Nákvæmlega hvernig sú mafía er skipuð sem hefur stundað þessa starfsemi að gjöreyða trúverðugleika seðlabankans og peningamálastefnunnar get ég ekki skilgreint en við erum með nautheimskan dýralækni sem fjármálaráðherra og forsætisráðherrann hefur áreiðanlega fengið sína svokölluðu hagfræðigráðu úr kornflekspakka og bankamálaráðherrann ætti að vera að selja notaða bíla - þannig að þið sjáið að skipulögð og handpikkuð vanhæfni og sjálfvirkar lygamaskínur ganga eins og rauður þráður um yfirstjórn lands þessa, sem skiljanlega rúllaði loks beint á hausinn.

Baldur Fjölnisson, 7.11.2008 kl. 16:46

22 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Varla er til meiri hræsnari en Gunnar Rögnvaldsson, talar niður ESB og velferðarsamfélag jafnaðarmanna, segir Íslendingum að ansa ekki ESB tali og úthúðar krötum - en býr svo sjálfur og rekur fyrirtæki í hinni skandinavísku velferðar-Danmörku.

Ef maðurinn veldi sér nú annaðhvort draumalandanna sinna til að búa í þ.e. Ísland án evru eða USA, eða þó ekki væri nema eitthvað land sem ekki væri í ESB þá yrði hann viðræðuhæfur - en hann sjálfur velur sér ESB-landið Danmörku.

Já ég er svona eins og Sovéskur andófsmaður. Og hræsnari ofaní kaupið. Júbbí, ég bý í eessbeé.

Það er eins gott að Helgi þurfi ekki að vera fjármálaráðherra í ESB ríki þegar "erlendar" (hryllingur) leitarsveitir Brussel veldisins koma í heimsókn til að leita að hallamálunum undir gólfteppunum í fjármálaráðuneyti Helga. "Nei það er enginn halli hér! Út með ykkur"

Kveðjur

Þetta var skrifað í ESB á tölvulyklaborð úr gulli og grænum skógum.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2008 kl. 17:03

23 identicon

Ég ætla að leyfa mér að vera ómálefnalegur að hætti hússins.

Gunnar farðu út í búð og keyptu fludeskúmm fyrir evrurnar þínar sem eru Íslendingum of góðar.

Bjarni:  Hefurðu velt fyrir þér frama sem Erthu Kitt eftirherma.  Þið Gunnar gætuð þá hist þegar þú verður með sjóið í Köben og farið saman í skummebad eftir að hafa gætt ykkur á evrópskri landbúnaðarframleiðslu og borgað fyrir með evrum.  Plís ekki blogga um það samt.

marco (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 18:02

24 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Úps og LOL.

Látiði ekki svona, menn mega hafa skoðanir og tjá þær. Hvernig það gengur og hvaða árangri þeir ná, ef einhverjum, verður bara að koma í ljós. En þú þarft að reyna að vera sjálfum þér samkvæmur í tjáningunni. Hlaupi menn úr og í eftir því sem vindurinn blæs hverju sinni eins og vindhanar, ber það yfirleitt vott um frumstæða hugmyndafræði og takmarkað menntunarstig.

Baldur Fjölnisson, 7.11.2008 kl. 18:51

25 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Þetta var skrifað í ESB á tölvulyklaborð úr gulli og grænum skógum."

Gunnar. 

Ef tölvuborðið þitt er svona gott, þá tel ég víst að það sé vegna mistaka í innslætti hjá þér ,frekar en eitthvað annað,  að ekki skuli vera frétt þess efnis á blogginu þínu að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur ætlar að leita eftir samstöðu við stjórnarandstöðuflokkana um þjóðaratkvæðagreiðslu um að tekin verði upp evra í stað danskrar krónu. Anders Fogh sagði nefnilega á fundi með fréttamönnum í vikunni að Danir þyrftu að gjalda því dýru verði þessa dagana að vera utan evrusvæðisins.

Ráðherrann kvaðst þess fullviss að víðtæk samstaða væri við það á þingi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna. Hún snerist ekki um dönsku krónuna heldur um öryggi og stöðugleika. Meirihluti sé fyrir því á danska þinginu að taka upp evru og nýleg skoðanakönnun í Danmörku sýnir að meirihluti Dana er sama sinnis.

Gunnar, ég treysti því að þú reynir að koma vitinu fyrir manninn.

Atli Hermannsson., 7.11.2008 kl. 22:14

26 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það hlýtur að snúast öðru fremur um skriðþunga heimsku og og vitsmunalegs doða að bandar. leppar hérna hafa ekki enn skilið að bandar. eigendur þeirra gáfust fyrir lifandi löngu upp á að keyra Hummera um afturendann á þessu hórudóti sínu. Núna eigum við að bjóða Evrópusambandinu upp á sama útriðna draslið og árangurinn af því er fyrirsjáanlegur eins og við munum sjá áfram. Kannski Hummerinn sem stendur út úr afturendanum á Geir Haarde trufli starfsemi heila hans sem greinilega er staðsettur einmitt þar.

Baldur Fjölnisson, 7.11.2008 kl. 22:45

27 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það sem er mikilvægast fyrir Íslendinga er að róa út úr efnahagsvandanum á þeim forsendum sem til staðar eru. Þegar staðan er orðin betri er hægt að meta hana m.t.t. breytinga. En að taka afdrifaríkar ákvarðanir um sjálfstæði í núverandi hallæri er ekki heppilegt.

Í umræðunni hafa heyrst raddir um að krónan 'sé ónýt'  en hún hefur alltaf eitthvað verð, spurning bara hvar menn kaupa hana. Ég efast um að menn geti fengið dollarinn á 230 krónur lengi í London eða 160 kr. í New York því það mun myndast eftirspurn og komast á markaður með krónurnar á nýjan leik þó verið geti að hún eigi enn eftir að falla. Þetta hefur ekki allt neikvæðar hliðar. Þegar stýrivextir lækka munu tækifæri til fjárfestinga í framleiðslu og iðnaði hérlendis verða meiri en áður og myndast tækifæri til útflutnings. Ef evra hefði verið hér hefði niðursveiflan líklega ekki orðið jafn djúp en hún hefði trúlega orðið meira langvarandi. Rökin gegn krónunni eru því fyrst og fremst stærð sveiflnanna, sérstaklega niðurvið sem skila sér í hörðum lendingum og hvað erfitt getur reynst að gera áætlanir vegna stærð sveiflnanna. Þessar sveiflur auka líka líkurnar á spákaupmennsku með hana sem er afleit niðurstaða. Rökin með henni eru að vegna hennar getur efnahagskerfið aðlagað sig fyrr að breyttum aðstæðum. Þegar til lengri tíma litið þarf því annað hvort að finna örugga leið til að fyrirbyggja of miklar verðsveiflur á krónunni sem og að tryggja greiðslumiðlun með hana þrátt fyrir efnahagslegar hamfarir eða sú að skipta um gjaldmiðil og það síðastnefnda er hugsanlega eina leiðin til lengri tíma, þar sem það er líklega eina leiðin til að koma í veg fyrir spákaupmennsku.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 7.11.2008 kl. 22:50

28 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Áburðarverð er enn tiltölulega hátt. Hvað með að reyna að breyta valdaelítu landsins í gúanó. Núna þurfum við að stefna að því öllum árum að afla gjaldeyris.

Baldur Fjölnisson, 7.11.2008 kl. 23:13

29 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll Bjarni.

Ég hef minnst á það við þig áður, og er þá væntanlega jafn vitlaus og Helgi, að ég er þeirrar skoðunar að þú ættir að tala af meiri yfirvegun þegar þú ræðir Evrópumálin. Reiðin hjálpar þér ekki í málflutningi þínum þessa dagana. Nógu höllum fæti stendurðu þó. Var það ekki Jón Vídalín sem sagði Hver er sú ólukka í heiminum, er reiðin ekki af stað komi?  

Ég segi þetta af því að þú talar um að fullyrðingar um að þú hafir sakað annað fólk um heimsku og illvilja séu með öllu innistæðulausar. Ég vona að þú vitir sjálfur að það er ekki allskostar rétt.

Draumsýn ESB-sinna.....blindir Evrópusinnar......predikarar........lýðskrumarar.....trúboðar evrópusambandsaðildar....glundroðaöfl......Hinir öfugsnúnu....Þetta er aðeins brot af þínu eigin orðfæri .

Ég enda svo þetta komment mitt á tilvitnun í sjálfan þig frá því að allt lék í lyndi. Af því að þú ert svo hræddur um að tapa fullveldinu: Fullveldi sem hefur skilað okkur svo fram á brautina að frá því að vera frumstæðust og fátækust allra Evrópuríkja erum við nú þau efnamestu. 

Það er nefnilega það  

Heimir Eyvindarson, 8.11.2008 kl. 00:10

30 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Bjarni getur þú ekki gert sem skilyrði að fólk skrifi undir nafni ekki dulnefni eða ip tölu?

Ég vill samt sem áður benda ykkur á að skoða þennan link því þar er nokkuð sem við þurfum að tilenka okkur í framtíðinni. Þetta er nátttúrulega ramm pólitíkst en samt sem áður raunveruleikinn, hvers vegna ekki að gefa sér 20 mín í að horfa á þetta og skilja kannski aðeins meira um það sem er að gerast. Við verðum að taka tillit til þessa mála, hvort sem okkur líkar betur eða ver.

www.storyofstuff.com

Ég reyndi að kljúfa þessa vitneskju um lánafyrirkomulagið frá Jóhönnu. Þetta er ekki flókið í mínum huga skuld bókfærist sem eign á öðrum stað, það hlýtur að vera vænlegra að fá skuldina greidda frekar en að hún fari á afskriftir og þar með tapa eigninni, þannig að skuldin er færð niður um XX % en XX % fara sem eign á höfðustólinn þannig verður ekki tap á sjóðstreyminu en skuldarinn stendur eftir með auknar skuldir en heldur sínu húsnæði og umhverfi. Ég vill bara nefna hér sem dæmi að ef fasteignin fer í gjaldþrot verður fjölskyldan að flytja og þá myndast óöryggi innan hennar, nýtt umhverfi nýir nágrannar og kannski nýtt samfélag. Er ekki betra að við tökum þetta á okkur öll með sameiginlegu átaki? Ég vill samt sem áður auglýsa eftir aðgerðum stjórnvalda sem virðast hreinlega ekki vera að gera neitt eins og er.

Hvað verður um Íkr þegar henni verður ítt á flot á mánudag án frekari aðgerða stjórnvalda, hún hríð fellur og fer sennilega niður í ein 300 stig. Stjórnvöld verða hreinlega að taka allt úr sambandi á öllum vígstöðum til að koma í veg fyrir hrun fjölda heimila. Ég hef heyrt að þetta er eitt að skilyrðum IMF, en eru þetta skilyrði eru þetta ekki hótanir?

Ég er með eitt nýyriði sem er náskilt öðru orðasambandi en þýðir nánast það sama en það gildir eingöngu um heimili og fjölskyldur. Það er orðið skuldastöðvun, þannig að það sé hægt að koma í veg fyrir að heimilin þurfi að greiða þær skuldir sem koma til með að falla á þau á næstu mánuðum. Þetta er það nákvæmlega sama og greiðslustöðvun nema að við erum að tala um að heimilin geti beitt þessu sér til varnar. Því í Greiðslustöðvun þarf að semja við lánadrottna en með skuldastöðvun þurfa lánadrottnar að koma til skuldar og spyrja hvernig hann hafi hugsað sér að greiða sínar skuldir.

ég held að þetta ætti að duga í bili en ég er tilbúin að ræða þessar hugmyndir út í hið óendanlega, því ég tel að við þurfum öll að taka þátt í þessu, ekki bara 6 ráðherrar, svo einfalt er nú það mál.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 8.11.2008 kl. 01:09

31 Smámynd: Bjarni Harðarson

sæll heimir. hvorki þú né aðrir fá mig til að tala stofnanamál. ég nota íslensk hugtök og sterk lýsingarorð í heitri pólitískri umræðu,- hef ekki og mun ekki temja mér stíl geirs harde. hann klæðir mig einfaldlega ekki. ef sterkum orðum er hrönglað upp án rökstuðnings eru þau ósmekkleg. ef það er aftur á móti stutt rökum að einhver sé t.d. blindaður, haldinn nauðhyggju eða tali í trúarhita þá á það allan rétt á sér. þeir sem vilja færa pólitískan debat niður í flatneskju og leiðindi mega gera það á sínum bloggsíðum, - við sem erum úr Tungunum skulum láta það ógert. En við verðum að færa rök fyrir okkar máli,- alltaf og um þau snýst rökræðan. ég finn ekki að því að helgi tali íslensku heldur hinu að hann færir ekki rök fyrir gagnrýni sinni á minn málflutning...

Bjarni Harðarson, 8.11.2008 kl. 01:52

32 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar. Ef tölvuborðið þitt er svona gott, þá tel ég víst að það sé vegna mistaka í innslætti hjá þér ,frekar en eitthvað annað, að ekki skuli vera frétt þess efnis á blogginu þínu að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur ætlar að leita eftir samstöðu við stjórnarandstöðuflokkana um þjóðaratkvæðagreiðslu um að tekin verði upp evra í stað danskrar krónu. Anders Fogh sagði nefnilega á fundi með fréttamönnum í vikunni að Danir þyrftu að gjalda því dýru verði þessa dagana að vera utan evrusvæðisins. Ráðherrann kvaðst þess fullviss að víðtæk samstaða væri við það á þingi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna. Hún snerist ekki um dönsku krónuna heldur um öryggi og stöðugleika. Meirihluti sé fyrir því á danska þinginu að taka upp evru og nýleg skoðanakönnun í Danmörku sýnir að meirihluti Dana er sama sinnis. Gunnar, ég treysti því að þú reynir að koma vitinu fyrir manninn.


Kæri Atli.

Ég skal ekki bregðast upplýsingunni. Það sem margir Danir vita er þetta:

1) Það er einusinni búið að kjósa um þetta og það var sagt nei. Af hverju ætti að kjósa aftur?

2) Stýrivextir hafa lengi verið lægri í Danmörku en hjá ECB vegna þess að danska seðlabankanum og dönskum ríkisfjármálum hefur verið betur stjórnað en hjá steingerfingum fornleifa efnahagsmála í suður- og mið Evrópu

3) Stýrivextir hafa núna verið ögn hærri í DK í einn mánuð

4) Nú á að nota þennan eina mánuð til að hræða neytendur uppúr skónum. Hræða þá til að segja já við því sem þeir eru búnir að segja nei við.

5) Það er ekki samstaða á meðal allra stjórnmálaflokka um að kjósa um þetta einu sinni enn. Það hefur ekkert breyst síðan síðast nema að við erum í miðri verstu alþjóðlegu fjármálakreppu síðan 1914. En hún mun ekki vara endalaust eins og volæðið í evrulandi mun án vafa gera.

Finnst þér Atli mikill manndómur hans Anders Fogh ? Að láta kjósa um þetta aftur undir þessum afar óvenjulegu tímabundnu kringumstæðum? Danska króna er búin að reynsat Dönum betur en allt annað í hundruðir ára. En núna langar einum manni til Brussel.

En Anders Fogh Rassmussen er því miður ESB sjúklingur. Hann er haldinn þeim sjúkdómi sem margir í Evrópu kalla Eurosclerosis.Þessi sjúkdómur ræðst á menn sem eru staðnaðir í hugsun og gjörðum. Anders Fogh Rassmussen veit að dagar hans eru á enda í danskri pólitík og þessvegna langar honum að gera þjóðinni þann greiða að sjá svo til að hann eigi sjáfur greiðari aðgang að tryggri rúmlegu í embættismannaveldi elliheimilsins í Brussel. Hann er orðinn of slappur til að keppa við yngri sprettharða menn á heimavelli - til dæmis menn af sama kaliber eins og vin okkar Alþingismann Bjarna Harðarson. Þessvegna vill hann búa betur um rúm sitt á ellibelgjaheimilinu í Brussel. Þar verður Anders Fogh Rassmussen nefnilega á meðal jafningja og þarf því ekki að muna á hverjum degi að hann er aðeins Anders Fogh Rassmussen núna, alveg eins og Þýskland er aðeins Þýskaland núna og Frakkland er aðeins Frakkland. Þetta gefur þeim vissa fjarvistarsönnun fyrir því að verða orðnir núll og nix aftur.

Að öðru leyti er mín skoðun þessi

Berlingske Business skrifaði hér í sumar að samkvæmt könnun meðal 2.400 forstjóra fyrirtækja á Norðurlöndum, að það sé dvínani áhugi á evru sem gjaldmiðli hjá skandinavískum forstjórum.

Yfir helmingur af aðspurðum dönskum forstjórum hafa lítinn áhuga á evru og segja að hún skipti ekki máli. Mestur áhugi var meðal finnskra forstjóra, en Finnland er nú þegar með evru sem gjaldmiðil. Ísland er ekki með í þessari könnun meðal forstjóra stærri fyrirtækja, en fréttin segir þó að í kjölfar nýlegrar efnahagslegrar lægðar á Íslandi sé aukin umræða um aðild Íslands að ESB og upptöku evru. Í Noregi er engin umræða í gangi um aðild að ESB og upptöku evru, og var norskum forstjórum mest sama um evru meðal allra aðspurðra forstjóra í þessum fjórum Norðurlöndum.

Á meðal þeirra dönsku forstjóra sem eru andsnúnir upptöku evru vega þyngst rökin um að evra sé vafasamt mannvirki sem varasamt sé að taka upp og reiða sig á. Evran gæti þróast í verða Dönum meira til tarafala en til hagsbóta, og gæti einnig takmarkað athafnasvigrúm þeirra. Hjá þeim dönsku forstjórum sem aðhyllast upptöku evru vega þyngst væntingar um að fá að sitja við stjórnarborðið í seðlabanka evru. Flestir danskir hagfræðingar hafa náð fram til þeirrar niðurstöðu að evra skipti Danmörku ekki máli.

Það er alþekkt fyrirbæri í markaðsfærslu að um leið og neytendur hafa keypt vöru, og þá sérstaklega dýra vöru, þá fara þeir strax í gang með að sannfæra sjálfa sig um að þeir hafi gert góð kaup. Til að styrkja trú sína á að þeir hafi einmitt gert góð kaup, þá fara þeir oft að sjá ýmsa kosti við vöruna sem aðrir sjá ekki, og munu því oft mæla mæla með vörunni við aðra sem hafa hana ekki. Til þess að skapa það sem kallað er "brand-community" (vörumerkja(sam)félag) og til að viðhalda staðfestingarviðleitni þeirra sem hafa keypt vöruna þá er bráðnauðsynlegt að söluaðilar vörunnar haldi áfram að auglýsa vöruna jafnvel þó svo að engin sala sé í gangi, því þannig sjá þeir eigendum vörunnar fyrir áframhaldandi staðfestingu á að þeir hafi gert góð kaup. Ef maður sér aldrei auglýsingu fyrir vöru sem maður hefur keypt þá mun maður smásaman fara að halda að maður sé einn í heiminum með þessa vöru, og hafi verið einn af fáum sem keyptu hana, og að hún sé léleg. Þessvegna hafa Finnar ennþá mestan áhuga á evru af öllum aðspurðum í könnuninni. En þeir eru samt innst inni (smá)hræddir við hvað nágrannarnir muni gera og álykta um þá vöru sem þeir einmitt hafa keypt. Og svo er ábyrgðartíminn útrunninn og ekki hægt að skila vörunni lengur, og ekkert annað hægt að gera en að mæla með vörunni áfram.

Þetta var upplýsingin

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2008 kl. 09:54

33 identicon

Sæll frændi.

Þó að Ólafur reyni að sverja af sér að hafa ekki séð neitt fyrir nú, þegar hann þykist hafa séð allt fyrir, þá getur hann varla þrætt fyrir þetta:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/05/29/olafur_isleifsson_thad_versta_er_yfirstadid/

Í maí sagði hann það versta yfirstaðið. Nú efast ég ekki um að Ólafur er fróður og góður maður, en auðvitað sá hann hrunið ekki fyrir frekar en aðrir. 

Máni Atlason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:21

34 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll Bjarni.

Eru það einhver rök að afgreiða fólk sem hefur aðra skoðun en maður sjálfur sem draumóramenn, blindingja, trúarofstækismenn eða eitthvað þaðan af verra? Það getur verið að þér finnist það, mér finnst það ekki. Það er þá líklega best fyrir okkur að kýta ekki frekar um það.

Við Tungnamenn tölum flestir mannamál, það getum við verið sammála um, og erum þar af leiðandi ansi langt frá Geir Haarde og hans orðfæri. Það þarf yfirleitt ekki að túlka það sem Tungnamaður segir. En við erum ekki dónalegir.

Sumir okkar eru hinsvegar þröngsýnir.

Heimir Eyvindarson, 8.11.2008 kl. 12:35

35 identicon

Það sem hagfræðingar vita líka er hvað markaðurinn er viðkvæmur. Ég hef verið að lesa greinar hinna og þessa fræðimanna undanfarin 3 ár, og þetta bankahrun var eiginlega fyrirséð en bankarnir brugðust ekki við, héldu áfram að vaxa svona hratt með miklum skuldsetningum. Seðlabankinn jók ekki varaforðann sinn í takt við vöxt bankanna.

Hvað heldurðu Atli minn að hefði getað gerst ef allir þessir hagfræðingar hefðu sagt á öllum forsíðum dagblaða og fréttatímum.

 "Það fer allt til andskotans ef þessir gráðugu bankamenn fara ekki að hundskast til að selja eitthvað af þessum eignum sínum og draga úr þessum ofsavexti."

En þetta les maður samt á milli línanna í þeirra greinum, kannski má dæma þá fyrir að hafa ekki talað almennilegt sjómannamál með tilheyrandi sterkum lýsingarorðum. Hefði verið hlustað?

Soffía (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 13:07

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í rauninni átti fók ekki að þurfa að vera hámenntaðir hagræðingar til að sjá fyrir að allt hlaut að krassa.  Allir sem kynntu sér málið bara örlítið áttu að sjá það í hendi sér undireins.  Samt var kóað með dæminu alveg fram á síðustu stund úr nánast öllum hornum.  Öllum meginstofnunum þjóðfélagsins.   Alveg sérstaklega þeim sem maður skyldi ætla að hefðu menntun og vit til að einmitt sjá fyrir voðann.  Þessir tveir eða þrír sem mæltu í móinn voru skotnir niður umsvifalaust og hæddir (svona nokkurnvegin var ástandið)

Það er líka mikilvægt að hafa í huga að þegar bankarnir uxu stöðugt,  þá gaf það þá tálsýn að þeir væru þar með að græða og allt væri í voða góðum málum, rosa snjallir íslendingar o.s.frv.

Málið er bara að vöxturinn var illkynja.  Starfsemin var þannig upp byggð, að  þeir gátu ekki hætt að vaxa.  Gátu ekki stoppað eða snúið til baka.  Því þá mundi þegar koma í ljós að grunnurinn var úr sandi.  Þessvegna varð stanslaust að hrófla upp hærri og hærri turnum úr handónýtum fúaspýtum, lofti nánast, til að viðhalda tálmyndinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2008 kl. 13:50

37 identicon

Það er nefnilega málið, Ómar. Því fá bankarnir eða fyrirtæki yfirhöfuð, að setja "Good will" í sína efnahagsreikninga sem eign. Svona "óeignlega eign" á að meta við sölu fyrirtækis og þá hvað er kaupandinn tilbúinn til að borga fyrir "gúdd villið".

Hvaða endurskoðendafyrirtæki voru bankarnir með sem samþykktu svona háa eignasetningu inn í efnahagsreikninga bankanna?

Þetta er eitthvað sem þarf að skoða og þá laga.

Soffía (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:27

38 identicon

Thad er vid thessu ad baeta ad Thjódhagsstofnun var lögd nidur thannig ad hagfraedingar gátu ekki varad vid med gódu móti, their hefdu sjálfsagt gert thad ef their hefdu fengid ad starfa áfram. Í annan stad voru lykilákvardanir teknar, t.d. útrásarstefnan, af fólki sem thekkti bankarekstur lítid, t.d. ad thad sé naudsynlegt ad kljúfa fjárfestingarstarfsemi frá gömlu kjarnastarfsemina til ad minnka áhaettuna á kerfishruni. Ekki veit ég til thess ad mikid af thvi fólki hafdi hagfraedipróf, thannig ad thetta fellur um sjálft sig ad gera atlögu ad thessari vanvirtu stétt, kvedja jón. 

jón (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 15:33

39 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Finnst þér Atli mikill manndómur hans Anders Fogh ? Að láta kjósa um þetta aftur undir þessum afar óvenjulegu tímabundnu kringumstæðum?"

Það er spurningin þetta með manndóminn hjá Anders Fogh. En ef ég væri núna með háan hita og inflúensu myndi það gera mig staðfastari en nokkuð annað um að ég léti bólusetja mig gegn þeirri næstu - og ég myndi færa það í dagbókina núna.

Þá kaupi ég ekki alveg skýringar þinar á að Anders Fogh vilji láta Dani kjósa um evruna af einskærum áhuga hans á Brussel. Hann á þrátt fyrir evru leysið að hafa öll tök á að koma sér huggulega fyrir þar í snotri elliheimilisíbúð -  ef vilji hans stendur til þess eins og þú segir. En er þetta ekki einhver misskilningur..er það ekki til Frankfurt sem Anders langar, er ekki ECB þar. 

Atli Hermannsson., 8.11.2008 kl. 22:17

40 identicon

Soffía: Hinir hámenntuðu hagfræðingar höfðu sjálfir tekið erlent lán á sitt húsnæði, og enginn þeirra hafði vit á að selja sín eigin hlutabréf fyrir hrunið. Þannig það er nú ekki svo að þeir hafi vitað hvað var í uppsiglingu og setið á sér að kjafta frá því af tillitssemi við markaðinn.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:19

41 identicon

Sæll Máni. Maður þarf ekki að vera sprenglærður hagfræðingur til að hafa séð þetta fyrir að hlutabréfagengið í bönkum gæti ekki vaxið endalaust. Ég átti bréf í Kaupþingi sem ég tók ekki lán fyrir en seldi árið 2006 á genginu 832. Ekki treysti ég þessari skuldsetningu bankans og ofurvexti. Þannig að ég kippti að mér höndum, þetta fyrirbæri, hlutabréfamarkaður, snýst jú um tilfinningar og væntingar. Ég las þetta út úr þeim tölum sem eru gerðar opinberlega ársfjórðungslega og skrifum þessarra fræðimanna.

Soffía (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:52

42 identicon

Ég sagði: "Að auki vil ég fá heimildir fyrir því að þeir sem vilja skipta um gjaldmiðil vilji gera það núna,  "tafarlaust", á núverandi gengi. Þá umræðu kannast ég ekkert við. Annað hvort er annar okkar að misskilja, eða annar hvor okkar að bulla."

Well, ég var að misskilja. Hef nú séð þessa umræðu, bið þig afsökunar Bjarni.

Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:39

43 Smámynd: Bjarni Harðarson

kristleifur - takk - þú ert maður að meiri og raunar þyrftum við einmitt menn með þessa gerð' hreinskilni og heiðarleika í stjórnmálin,- af hinum sem aldrei játa neitt höfum við nóg...

Bjarni Harðarson, 10.11.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband