Góð grein Kjartans krata

Kjartan Jóhannsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins skrifar góða grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann talar um hrollvekjandi spillingu í sambandi við afskriftir Kaupþingsmanna.

Annars er fátt gott frá deginum og blaðamannafundur Geirs og Björgvins snerist mest um það sem kannski yrði gert og væri verið að ræða. Rannsóknanefnd sem rætt væri um að kveðja stjórnarandstöðuna að o.s.frv.

Reyndar held ég að óreiðustigið í stjórnun landsins sé fullkomið. Það sést af því að í gær talar viðskiptaráðherra um að öll íbúðalán bankanna verði öll flutt yfir til Íbúðalánasjóðs sem við þingmenn höfum fengið upplýsingar um að er eiginlega óframkvæmanlegt. Í dag ámálgaði ráðherran það sama aftur án þess að kveða eins skýrt að.

Til þess þarf allavega að auka verulega eigið fé sjóðsins og þá fer að verða spurning hvað sé skynsamlegast að gera við takmarkaða fjármuni hins opinbera. Það hvort lánið sé hjá ríkisbanka eða ríkisíbúðalánasjóði er kannski ekki það brýnasta...

PS: Ég bara gleymdi því (og líka síðast) en í anda Ólínu Þorvarðar og fjölda annarra bloggara endar þetta blogg á setningunni:

Burt með spillingarliðið hvar í flokki sem það kann að standa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

linkurinn á greinina er óvirkur Bjarni.

Óskar Þorkelsson, 7.11.2008 kl. 20:04

2 identicon

Enn og aftur mjög gott hjá þer Bjarni minn.

Haltu alveg endilega áfram að berjast svona á heiðarlegan hátt fyrir sjálfstæði og fullveldi þinnar þjóðar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 21:48

3 identicon

 Kjartan var með heiðalegustum pólítíkusum á Íslandi enda hálfur Svíi ,traustur náungi , kláraði byggingaverkfræðina 23 ára gamall ..Synd hvað hann datt fljótt út. kannski hluti vandans á Fróni sé atgerfisflótti frá Alþingi.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:26

4 identicon

Nýju bankarnir fengu 350 milljarða í eigið fé. Þeir notuðu 200 milljarða af þeim stofni til að kaupa nánast verðlaus bréf í peningasjóðum gömlu bankanna! Það ætti ekki að vera mikið mál að auka eigið fé íbúðalánasjóðs miðað við svona gerninga. Það virðast vera nóg af milljörðum til að spreða.

sigurvin (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 23:16

5 identicon

Hæ, Bjarni

Það er mér sárt að sjá jafnskeleggan mann, sem berst með sannfæringu sinni, notar alla sína krafta og orku til að berjast með, að mínu mati, vonlausum stjórnmálaflokki. Það væri óskandi að andi þinn og hæfileikar færu á eitthvert það svið sem þeir nytu sín betur en rödd sem hrópar í eyðimörkinni. Sorrý. Ég hef ekkert á móti Framsóknarflokknum annað en hann er barn síns tíma. Kjósendur muna að hann gerði Sjálfstæðisflokknum kleift að starfa í 12 ár. Og enn er formaðurinn að biðla til þessa flokks , oft ómeðvitað.

Svo ég spyr í fullri hreinskilni: Hvað ertu að gera í þessum flokki? 

Nína S (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 05:01

6 identicon

Nína. Hugsjónir Framsóknarflokksins og Bjarna Harðarsonar eru jafn ferskar og þær hafa altaf verið frá stofnun flokksins.

Mér sýnist nú þurfi mjög að styrkja hugsjónir Framsóknarflokksins til að ná þjóðinni út úr því frjálshyggju fylliríi sem hún hefur verið í.

Þjóðin getur ekki lifað á nær eingöngu á peningaslætti í útlöndum, nú þarf að snúa sér að atvinnu uppbyggingu í landinu sem þjóðin getur lifað af og gera sem allra minst af því að telja lánspeninga úr útlöndum. Verum sjálfum okkur nó það verður aðfarasælast.

                                     Gissur á Herjólfsstöðum.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 08:47

7 identicon

Bjarni og Guðni ættu að drífa sig í VG. Það myndi strax valda gríðarmikilli fylgisaukning Framsóknar.
Varðandi Kaupþingsmálið þá er alveg stórmerkilegt hvernig stjórnmálamenn leggja sig fram við að snúa út úr því máli.
Það sem kallað hefur verið 'afskrift' á lánum er engin afskrift. Þetta er breyting á skilmálum varðandi aðfaraheimildir og er gert í þeim tilgangi að standa við gerða samninga frá árinu 2004.
Hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að skilja þetta? Eða misskilja þeir allt viljandi til að beina athyglinni frá því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gjörsamlega mistókst eitt mikilvægasta verkefni sem þeim var falið í síðustu ríkisstjórn. Það er að vernda hagsmuni íslensku þjóðarinnar og heimilana í landinu. Ef það á að setja einhverja í fangelsli þá eru það stjórnmálamennirnir sem bera þessa ábyrgð. Þeim ber að refsa fyrir sitt kæruleysi.

IG (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:59

8 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég svara umræðu um hvort Framsókn á rétt á sér (Nína og Gissur).

Alþýðuflokkurinn var líka einu sinni í 12 ár í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, árin '59-71. Þeir voru örugglega 12 ár eða lengur á eftir í mikilli lægð. Kjartan Ólafsson var einn af forystumönnum flokksins í þeirri lægð. Einu sinni á tímabilinu, '78, rifu kratarnir sig upp í að vera stór flokkur, en ári seinna sprengdu þeir vinstri stjórn og ætluðu í eina sæng með íhaldinu á ný. Kjósendur voru ekki hrifnir af því. Síðar kom Jón Baldvin og hann náði að rífa flokkinn upp í nokkur ár, þangað til kratarnir fóru aftur í stjórn með íhaldinu '91-95 og Jóhanna Sigurðar yfirgaf skipið.

Einu sinni var hægt að mynda tveggja flokka stjórnir án þátttöku Sjálfstæðisflokks. Það var fyrir 1940. Framsóknarflokkurinn var næststærsti flokkurinn og höfuðkeppinautur íhaldsins. Fram til um 1990 var Framsókn oft annar stærsti flokkurinn, nema fékk nokkrum sinnum skell eftir samstarf við íhaldið.

Framsóknarflokkurinn á fullan rétt á sér en hann þarf að endurskilgreina stöðu sína. Ég tel að stór hluti vandans sé valdaójafnvægi. Sjálfstæðisflokkurinn er óeðlilega stór og hefur notið þess hve margir litlir flokkar eru á hinum vængnum. Það er erfitt að koma saman starfhæfri vinstri stjórn sem endist.

Ég tel að það væri æskilegt að þessi valdahlutföll breyttust. Þó ég styðji ekki Samfylkinguna þá tel ég það jákvætt að til sé orðinn stórt stjórnmálaafl á hinum vængnum. Samfylkingin hefur hins vegar ekki komist upp úr því hjólfari að allir þurfi meira og minna að starfa með íhaldinu til að geta myndað starfhæfa stjórn.

Sér einhver ráð til að við komumst úr því óláns-hjólfari? Og þá hvaða ráð?

Einar Sigurbergur Arason, 10.11.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband