Að keppa við þúsund milljarða mennina

Það hefur ekkert verið gert fyrir atvinnulífið, sagði greinagóður endurskoðandi í samtali við RÚV um helgina og það er rétt. Enda mörg lítil og meðalstór fyrirtæki við það að stöðvast og skuldirnar víða ókleyfir múrar. En mestu skiptir þó að kippt verði úr sambandi og teknir úr umferð í atvinnulífinu allir þeir sem hafa hér undirboðið allt í atvinnulífinu og safnað skuldum. Þúsund milljarða maðurinn Jón Ásgeir er einn þeirra en ekki sá eini. Það hafa allir þessir stóru einokunarhákarlar gert þetta og um leið skákað litlum út af borðinu. Og eru að því ennþá. Ég er ekki að tala um þetta eingöngu sem stjórnmálamaður (eða fyrrverandi slíkur) heldur ekki síður sem bóksali og lengi blaðaútgefandi. Eða hvaða vit er í því að hinar ógnar skuldsettu verslunarkeðjur selji nú bækur við hliðina á kjötfarsi með engri álagningu. Láti í rauninni mjólkurlítrann borga fyrir bókaumsetninguna. Það er stundum talað um RÚV sem hið óeðlilega inngrip í auglýsingamarkaðinn. Ég held að stórkapítalisminn hafi raunar verið með mun óeðlilegri inngrip í markaðinn enda keyrt hann svo hart að auglýsingaverð í landinu hefur eiginlega staðið í stað í áratugi. Þegar ég byrjaði sem blaðaútgefandi seldum við heilsíðuna á svipaðri krónutölu og gert er enn í litlum blöðum. Og þetta var árið 1987. Og hvernig gera þessir mógúlar þetta. Jú með því að reka sjoppur eins og 365 með milljarða tapi sem síðan er velt á herðar almennings og nafninu breytt í Rauðsól! Það er reyndar ekkert langt síðan þessir herramenn montuðu sig af því að reka fjölmiðla sína með tapi – þeir væru svo fjáðir af öðrum rekstri og gætu millifært. Fjáðir!? 

Hvenær ætla ríkisbankarnir að stöðva þessa ósvinnu og hleypa heilbrigðri og eðlilegri samkeppni að. Það verður auðvitað ekkert gert nema með því að skipta þessum stórkeðjum upp, hvort sem það er á sviði verslunar, blaðaútgáfu eða hvaða sviði sem er.

Það duga engin vettlingatök á þessa drengi lengur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Saell vertu. Hvada stjórnmálamenn heldur thú ad fari ad taka á thessum monnum. Thú farinn og ég komst aldrei ad.  Thad er einn sem er ad reyna thad núna og hann heitir Davíd Oddson. Thá er sett á stad slúdurmaskína og látid í vedri vaka ad hann sé ekki heill á gedi. Alltaf audvelt ad selja thá sogu um thá sem tala á móti thví sem fólk vill heyra. Lausnin á svo ad vera hjá Samfylkingunni, sem búin er ad bera blak af thessum kaupmanni um langa hríd, ad ganga í ESB og deila thessum skuldum á almenning um alla Evrópu. "Kvótinn sé hvort sem er farinn " "Thetta séu ekki meiri skuldir en hjá nágrannaríkjunum" Ekki meira atvinnulysi en í Evrópu" os.frv. Bjarni, erum vid Íslendingar ad verda algerir aumingjar? ´''Eg bara spyr.Takk fyrir fína grein, allt hverju ordi sannara. kvedja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég var búin að skrifa mikið um samkeppni en hún bara hvarf, ég nenni ekki að gera þetta aftur en við þurfum á henni að halda til að við halda samkeppni á sem stæðstu sviðum.

Það er svo aftur annað mál hvort við séum ekki búnir að sjá alla þá þjónustu sem stjórnvöld geta veitt okkur á þessum tímapunkti, og hvort við þurfum ekki að skipta henni út fyrir ný og fersk öfl, þau þurfa ekki að vera með sama litrófi og núverandi flokkar.

Friðrik Björgvinsson, 22.11.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ágætur vinkill á málum fjölmiðla. En ekki vil é nú láta loka Bónus. Á meðan að hún skilar lang lægsta vöruverðinu að þá er mér nok sama hver er eigandinn. Enginn hefur gert meira á síðustu árum til að jafna kjör dreifbýlis og þéttbýlis heldur en Bónus, með því að innleiða sama verð um allt land. Þar verða allir bitlingar Framsóknarflokksins til atkvæðaveiða smánarlegir í samanburði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.11.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: HP Foss

Já, helvítis yfirgangurinn er óþolandi, að geta ekki unnt neinum að hafa neitt í friði.
Eitt sinn var til búð sem seldi skeifur i Hafnarfirði, ásamt einu og öðru til hestamennskunnar.  Bykomenn gátu ekki unnt þessum aðila að selja þetta og veita þar með Hafnfirðingum þessa fínu þjónustu.

Byko fór að selja skeifur, ásamt einu og öðru til helstamennskunnar.

Þannig fór að hestavörubúðin varð að loka vegna undirboðs Byko.

Þá hætti Byko með þessar vörutegundir og eftir það hefur ekki verið hægt að kaupa þetta í Hafnarfirði. Ömurlegt upplag af mönnum.´

Hér er rekin búð sem stenst skynsamlega samkeppni hvað varðar vöruverð, ég tala nú ekki um vöruúrval. Eigendur Fjarðarkaups hafa ekki látið gylliboð græðgismanna glepja sig og þeir sýna að það er vel hægt að reka góða búð með góðum verðum ef ekki þarf að hún þarf ekki að standa straum af kostnaði vegna kaupverðs að sjálfum sér.

þannig að hér,,,, má Bónus missa sig, og framleiðendur fá meira fyrir sinn snúð.

HP Foss, 22.11.2008 kl. 23:14

5 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Samkeppnismarkaður vinnur einfaldlega þannig að á endanum sér sér eingin fært að starfa á markaðnum vegna verðsins sem búið er að skapa með samkeppninni. Til að koma í veg fyrir samkeppni er það þekkt að kaupa upp minni og stærri fyrirtæki sem eru þá að selja eða framleiða samskonar vöru á sambærilegum samkeppnismarkaði.

Nú hefur bara orðið hliðrun á eftirspurnarlínunni vegna lækkur á kaupmætti almennings sem þýðir að framleiðsla – framboð verður að gera sér grein fyrir minni neyslu sem kemur niður á þeim sem minni framleiðsla og lækkun á verði, þeir gætu dregið úr framboðinu eða framleiðslunni en samt sem áður er búið að vekja upp drauginn samdrátt sem er andstæða við verðbólguna og hann er ekki síður hættulegur almenningi en verðbólga.

Ég veit um eitt tilvik þar sem íslenskt félag í þessum sporum var að koma sér inná vissan markað með þessari aðferðum en var með viss markmið önnur en að minnka samkeppnina á vörunni, það var að komast inná markaðinn og komast að dreifingaraðilum með gott sölukerfi. Þegar fregnir bárust til innlents fyrirtækis var bruggðist við með þeim hætti sem er þekkt að bjóða tvo fyrir einn. Íslenksa fyrirtækið ákvað að taka ekki þátt í þessari sölumennsku og einblíndi á gæði og þjónustu við viðskiptavini sína.

Þessi saga er ekkert merkileg í sjálfu sér nema að hér var um stoðfyrirtæki að ræða. Þetta endaði með því að íslenskafyrirtækið lifði af þessa samkeppni og er að ná góðum árangri í BNA.

Þessi hagfræði er frekar mikil einföldun eða framsetning hennar því þar er eingöngu verið að bera saman framboð og eftirspurn, ekki markaðs hagkvæmni og eða hvort hann er kvati fyrir frekari framleiðslu nýrra vara sem er sú spurning hvenær er samkeppnismarkaður mettur.

Ég hvet ykkur til að halda uppi vantrausti á stjórnvöld því ég gat ekki betur heyrt en að hluti af þessu lánum sem á að nota til að viðhalda krónuna hafi slæðst með 350 milljarðar vegna halla á fjárlögum síðasta árs.

Mér er það óskiljanlegt að það eigi að eyða svona miklum fjármunum í að viðhalda íslenskri krónu sem allir segja að sé löngu úr sér gengin, hvers vegna er þá ekki farið í samstarf við Norðmenn, þó að eitthver ráðherra hafi sagt nei er ekki þar með sagt að þegar allar upplýsingar hafi legið fyrir hafi þeir metið það þannig að þeirra hagsmunum sé betur borgið með því að Ísland sé utan ESB, þeir vita alveg hvað hér er um að ræða, ég er bara svo hissa á því að flokkur sem vill láta taka sig alvarlega skuli hafa það að markmiði að afhenda allt yfirþjóðlegtvald til EB og formaðurinn er Utanríkisráðherra, þar með yrði hennar völd mun minni þar sem EB kæmi til með að svara allri alþjóðlegri umræðum um málefni Íslands, er þetta eitthvað þokukennt.

Ég á meira í handraðanum en það er kannski best að byrta það á minni bloggsíðu svo að þú lendir ekki vandamálum..

Meira síðar....

FB.

Friðrik Björgvinsson, 22.11.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Bjarni: var ekki tilgangurinn alltaf með því að kaupa nánast gjaldþrota bú, nánast alltaf að nota tap til að forðast skatta, er ekki hér þessi gamla skattafælni manna sem eru af Íslensku bergi brotnir, var það ekki alltaf tilgangurinn að reka eitthvað með tapi og reka áróður, tveir fuglar í einu ekki afleit það.

Magnús Jónsson, 23.11.2008 kl. 00:07

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæll Bjarni. Það er gott að þú skulir tala um þessa risa hér í þjóðfélaginu okkar, sem tröllríða öllu. Það er ekki langt síðan að Eimskipsmenn keyptu upp öll litlu flutninga - fyrirtækin hér í landinu, þá er ég að tala um meiraprófsbílstjórana okkar og fyrirtækin þeirra.Þetta voru menn sem þurftu virkilega að berjast fyrir sínu, menn sem voru oft með stórar fjölskyldur sem þeir þurftu að sjá fyrir. Þetta er ekkert nýtt hér á landi, ég get farið aftur til 1963 þegar faðir minn var að berjast við KASK á Hornafirði, með vöruflutninga þangað. Þegar KASK menn sáu það að einn einstaklingur sem bar þann kjark að hefja vöruflutninga austur á Höfn þá hlytu KASK menn að geta það líka og fóru að flytja vörur austur á Höfn. Sem varð til þess að faðir minn gafst upp eftir 7 - 8 ára baráttu við þennan risa, en síðan gerðist það að hann var ekki alveg tilbúinn að gefast upp fyrir þeim og hóf rekstur aftur á Höfn 4 árum seinna. Síðan líða nokkur ár og þá kom stóri KRABBINN og keypti meðal annars þetta flutningafyrirtæki ásamt fleirum slíkum hér á landi. Svona hefur þessi spilling alla tíð verið hér á Íslandi frá því að ég man eftir mér.  Sem eitt lítið dæmi sem ég man eftir, það var starfandi blómabúð austur á Höfn, þegar þessi litla blómabúð var nýbúin að opna og farin að selja sína vörur eins t.d pottamold, þá var það KASK sem fór að selja slíka mold líka.    Litli maðurinn skyldi sko ekki að fá að  " græða " .

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 23.11.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Mig langar að bæta því við að faðir minn hóf þessa flutninga á vörum áður en það var búið að brúa Skeiðará og þurfti að fara norður fyrir, eins og kallað var ef það var of mikið vatn í fljótunum, þannig að ekki var hægt að fara suðurleiðina vegna vatnavaxta í Skeiðará. Leiðin norður fyrir gat stundum tekið 2 -3 sólarhringa, að komast til Reykjavíkur að sækja vörur.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 23.11.2008 kl. 10:15

9 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Verð nú bara að byrja á því að hrósa þér Bjarni en mér finnst þú sýna gott fordæmi með því sem þú ert að gera. Reyndar hef ég alltaf verið á móti því að eignir komist í hendur fárra manna. En sú hugsun Sjálfsstæðisflokksins að gefa öllum tækifæri til að meika það eins og sagt er , er nánast ómögulegt. Allar gömlu litlu búðirnar á horninu eru farnar af því að þær hafa ekki roð í búðir hákarlana sem sölsuðu undir sig allan markaðinn og hækkuðu verðið til að kúga landan. Ekki langt síðan að allt hækkaði um  30% og með réttu hefði ekki neitt þurft að hækka.

Maður vonar bara að spillingin fari að hrinja úr þessu landi, og aðferðir manna til að verða moldríkir á Íslandi heyrir undir söguna á sandi byggði heimskur maður hús.... 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 23.11.2008 kl. 11:08

10 identicon

Sæll Bjarni.

Gott og vel, skrítið að bónus selji bækur hjá kjötfarsinu. það er ekki falleg samkeppni að láta mjólkina borga fyrir bókamismuninn.
En, það er væntanlega ekki fallegt heldur að rúv geti fengið peninga frá öllum landsmönnum sem gerast sekir um að kaupa sjónvarp, nú eða útvarp. Síðasti þáttur sem ég horfði á í rúv, var kalt blóð, en ég horfði bara á fyrsta þáttinn. Annars horfir enginn á þessu heimili nokkurn tíman á rúv. er sanngjarnt að ég borgi tæpar 3000kr á mánuði fyrir eitthvað sem ég nota ekki?

og að bónus. Ef að ekki væri fyrir bónus, þá hefði ég ekki efni á því að reka fjölskyldu mína. Ég bý nú í sömu borg og þú, Árborg, og þú ættir kannski að hafa tekið eftir því að það er himinn og haf á milli verðsins í Bónus og Nóatúni, Bónus og Hornsins og svo framvegis.

Er rangt af mér að hugsa fyrst um hag hinna mörgu áður en ég hugsa um hag hinna fáu?

Diesel (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:52

11 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér, kreppukarl

Diesel (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:52

12 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Hvernig væri að fólk kæmi undir sínu eigin nafni hér á síðunni. Hvað er fólk hrætt við... sem kemur EKKI undir sínu eigin nafni ?

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 23.11.2008 kl. 14:47

13 identicon

Guðbjörg, já, þetta er einmitt mesta vandamál þjóðfélagsins í dag.

Fólk sem notast ekki við sitt eigið nafn á vefnum. Þetta þarf að taka fyrir á þinginu. ekki seinna en á morgun.

og eins með fólk sem lætur búa til nafnlaus netföng og ætlar að láta senda þaðan allskonar póst til að tala illa um samflokksmenn í stað þess að koma hreint út og tala við viðkomandi. 

gaman að sjá að það er fólk sem nennir að velta sér upp úr þessu.

fyrir utan það að það væri jafnauðvelt að falsa nafn sitt á þessu bloggggggi og að koma undir dulnefni.

Diesel (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:29

14 Smámynd: Diesel

Heldur þú Guðbjörg t.d að ég heiti Haraldur M Soffíuson?

Diesel, 23.11.2008 kl. 20:42

15 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Veistu það kæri Diesel, þetta er ekki einu sinni svaravert. Sýndu það þá að þú sért meiri maður að koma fram hér undir þínu eigin nafni.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband