Fleiri tilvísanir í Davíð en Dorrit

Nokkur orð um ævisöguna sem þjóðin þurfti ekki árið 20085718

Mér liggur yfirleitt gott orð til bóka, næstum því allra bóka enda næstum alltaf eitthvað á þeim að græða.

Mér liggur líka yfirleitt alltaf gott orð til forseta vors, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þó ég hafi ekki kosið hann í fyrstu kosningunni þá hefur mér líkað ágætlega hvernig hann hefur staðið sig og þó einkanlega hvernig hann hefur talað. Ólafur Ragnar er bæði þjóðhollur og réttsýnn.

En ég verð að játa að mér líkar ekki þessi stórpólitíska ævisagnaritun nú á þessum tíma. Okkar ágæti forseti hefði betur fengið útgáfufyrirtækið og Guðjón Friðriksson til að bíða til embættisloka. Eins og nú ástatt í samfélaginu hellir bók þessi olíu á eld óróa og ósættis í samfélaginu. Ég veit ekki hver þáttur Ólafs var í ákvörðun um útgáfu þessa en finnst ósennilegt að hún hefði verið unnin ef hann lagst gegn því. Sem hann hefði átt að gera.

Og það vekur athygli mína að enginn maður á jafn margar tilvísanir í nafnaskrá þessarar bókar eins og núverandi Seðlabankastjóri, Davíð Oddsson. Meira að segja eiginkonur forsetans sem eru í sömu opnu í nafnaskránni eru með færri vísanir en Davíð.

Ég er ekki með þessu að taka neina afstöðu með Davíð og oft undrandi á þeim manni en líka oft hrifinn og held reyndar að ræðan sem hann flutti í vikunni hafi einfaldlega verið stórgóð og þörf. En hann líkt og Ólafur leikur sér samt að eldinum í samfélagi sem er að springa í reiði og vonbrigðum.

Það er eins og það sé einhver púki inni í landsfeðrunum okkar, en hvað ferst mér prakkaranum að hneykslast á því...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Púki segirðu.  Eða kannski pokurinn sjálfur?  - Eitt er nú stráksskapur sem kemur fram á óheppilegan hátt, en annað er skortur á því sem danskir hafa löngum nefnt "situationsfornemmelse". Sem sagt "læsi" á aðstæður og tilfinningar. Sumir menn eru gersamlega ólæsir á þessum sviðum. Gersamlega - og hafa alltaf verið.  Hér er ekki átt við Guðjón Friðriksson, sem ég tel fágaðan mann í allri framgöngu.

En svona er þetta nú séð úr mínu hosiló. Og skelfing sem blessuð þjóðin mín hefur oft látið blindast af íburði og embættum...

"embættið þitt geta allir séð,

en ert þú sem berð það, maður?" ...  kvað Einar Ben.

Í eilífri náðinni,

Helga Ág.

hugflæðiráðunautur

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

"mér líkað ágætlega hvernig hann hefur staðið sig og þó einkanlega hvernig hann hefur talað"

Ég trúi þessu ekki . Ertu að meina útrásarmærðarræður hans á erlendum vettvangi ? Eða er það "háð en eigi lof" ?

Hólmgeir Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég er sammála þér varðandi Ólaf.  Mér finnst hann almennt hafa staðið sig stórvel í starfi, þ.á.m. í tengslum við útrásina sem tókst stórvel þrátt fyrir að bankahluti hennar hafi nú krassað.

Tek líka undir með bókina.  Hún er ekki það sem við þurfum frá forsetanum þetta árið.  Mjög taktlaust og kemur á óvart.  Sammála þér að þessi bók hefði átt að koma eftir að kjörtímabilinu lýkur.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.11.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband