Eydís og Diddú mæta 1. des.

Dagskrá fullveldisfagnaðar Heimssýnar er að taka á sig mynd. Við kynnum vonandi dagskrána á morgun en ég læt eftir mér að leka því hér út að meðal listamanna sem þar koma fram verða þær Eydís Franzdóttir óbóleikari og Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöngvari með Jónasi Ingimundarsyni sem undirleikara.

Enn vantar okkur nokkur nöfn á auglýsingu Heimssýnar til að ná settu marki í fjársöfnun og ég vil hvetja alla fullveldissinna sem aflögufærir eru að senda okkur línu eða þá bara að borga beint inn reikning. Sjá nánar með því að klikka á þetta undirstrikaða orð hér.

Sjá glimt af Silfrinu þar sem Egill ræddi við Þorvald Gylfason. Það er ótrúlegt að heyra fullvaxinn einstakling tala eins og aldrei hafi verið nein mannkynssaga og við lifum á einhverju astralplani þar sem allir eru góðir. Alveg útilokað hjá prófessornum að alþjóðastofnanir eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið geti borið annað en föðurlega og allt að því guðlega umhyggju fyrir hagsmunum Íslendinga. Nei, nei útilokað að nokkur ásælist auðlindir okkar.

Auðvitað er Ísland í varnarbaráttu þessi misserin fyrir fullveldi sínu. Í þeirri baráttu hafa útrásarvíkingar og evrópukratar þessa lands einfaldlega tekið sér stöðu vitlausu megin víglínunnar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Varðandi auðlindirnar. Halda menn að það sé tilviljun að þegar Grænlendingar óskuðu eftir því að standa utan við forvera Evrópusambandsins í upphafi 9. áratugar síðustu aldar eftir að hafa fengið heimasjórn frá Dönum féllst Brussel ekki á það nema með því skilyrði að halda fiskveiðiréttindum sínum í grænlenzkri lögsögu. Þegar við Íslendingar gerðum EES-samninginn við Brussel heimtaði það kvóta við Ísland. Evrópusambandið er í dag á höttunum á eftir fiskveiðikvótum víða um heim, ekki sízt við vesturströnd Afríku, vegna þess að þess eigin mið eru víðast hvar í rjúkandi rústir. Og svo halda einhverjir í barnaskap sínum að Evrópusambandið myndi fallast á það að við Íslendingar sætum einir að fiskveiðum við Ísland ef til íslenzkrar aðildar að því kæmi. Jæja...

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 14:30

2 identicon

Flest vil ég styðja sem stendur þú að...

en staflinn af peningum rýr, nema hvað ...

... ég á engan fimmþúsundkarl mér útbæran til æðri verka. Bið því uppátækinu viðvarandi blessunar, þótt ekki vegi hún þungt upp í auglýsingakostnað né annað slíkt.

Hlýjar kveðjur úr Tungunum

Helga Ág.

hugflæðiráðunautur

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Frá stjórnvöldum Færeyja


----------------------------------

The Faroes have full jurisdiction over fisheries within the 200 mile Faroese fisheries zone.

The Faroes plateau is a productive ecosystem where the warm waters of the Gulf Stream mix with cold arctic waters, providing a good basis for robust stocks of groundfish, the most important of which are cod, haddock and saithe. The banks are an independent ecological province under Faroese jurisdiction. The slopes and the deep-sea are parts of larger ecological provinces, shared with other jurisdictions.

When Denmark joined the European Community in 1973, the Faroes decided to remain outside. The overriding reason for this was the EU Common Fisheries Policy. Membership in this arrangement is not considered to be in their best interests of the Faroes as a fisheries dependent nation.

The Faroes have direct bilateral fisheries agreements with the EU, Iceland, Norway, Greenland and the Russian Federation.

These bilateral arrangements provide the Faroese fleet with the scope and flexibility to maintain lucrative distant waters fisheries in the best seasons. These fisheries have long been an important part of total Faroese catches, many of which have their origins in the days before the extension of 200 miles fisheries limits in the 1970s.

The Faroes participate as a coastal state in multilateral negotiations on the management of shared fish stocks in the Northeast Atlantic such as Atlanto-Scandic herring, mackerel, blue whiting and redfish.

The Faroes participate together with Greenland (Denmark in respect of the Faroe Islands and Greenland) in the following regional fisheries management organisations: NEAFC – Northeast Atlantic Fisheries Commission; NAFO – North-west Atlantic Fisheries Organization; and NASCO – North Atlantic Salmon Conservation Organization. In addition, the Faroes have independent membership of NAMMCO, the North Atlantic Marine Mammal Commission.

----------------------------------

Fisheries

Sendistova Føroya í Reykjavik

Gunnar Rögnvaldsson, 23.11.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

14-11-2008 | Kungerð um fund á Grand Hotel, Reykjavík.

--------------------------------------

Morgunfundur:

Hvað getum við lært af Færeyingum?

Hermann Oskarsson, hagstofustjóri Færeyja og Gunvör Balle, aðalræðismaður Færeyja á Íslandi, verða framsögumenn á morgunfundi sem haldinn verður í Hvammi á Grand Hótel mánudaginn 17. nóvember næstkomandi kl. 8:00 til 9:30 undir yfirskriftinni „Hvað getum við lært af Færeyingum?“

Að loknum stuttum framsöguerindum verða pallborðsumræður með þátttöku framsögumanna og Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Samgöngu- og öryggisskóla Keilis og fyrrverandi alþingismanns, sem hefur mikla þekkingu á málefnum Færeyja. Fundarstjóri verður Bogi Ágústsson, fréttamaður. Fundurinn er haldinn á vegum Byrs sparisjóðs, Íbúðalánasjóðs, Landssamtaka lífeyrissjóða, Sendistova Föroya í Reykjavík og KOM almannatengsla.

Árið 1992 reið efnahagsleg holskefla yfir banka- og athafnalíf Færeyja, með slíkum afleiðingum að þjóðlífið hrundi nánast til grunna. Um fjórðungur landsmanna tapaði vinnunni, fjölskyldur misstu húsnæði sitt, fyrirtæki urðu gjaldþrota, verslanir gáfust upp og um fimm þúsund Færeyingar yfirgáfu föðurland sitt fyrir grænni grundir Danmerkur. Landsmönnum fækkaði úr 48 þúsund í um 43 þúsund. Landsframleiðslan dróst saman um þriðjung og fiskiskipaflotinn minnkaði um helming.

Mikill efnahaglegur samdráttur varð í heimsbúskapnum upp úr 1990 og lentu bankar og fjármálafyrirtæki í fjölmörgum ríkjum í miklum erfiðleikum. Á sama tíma varð aflabrestur í færeyskum sjávarútvegi. Tveir bankar í Færeyjum urðu illilega fyrir barðinu á kreppunni. Föroya banki, sem var í eigu Danske Bank og Sjóvinnubankinn horfðust í augu við gjaldþrotsdrauginn en landstjórn eyjanna hljóp undir bagga með bönkunum og bjargaði þeim af bjargbrúninni.

Með seiglu og einbeitni tókst frændum okkar Færeyingum að snúa vörn í sókn og komast upp úr öldudalnum. Þeir tóku til í sínu efnahags- og atvinnulífi. Þeir styrktu undirstöður atvinnulífsins til að hjálpa fyrirtækjum að endurvinna traust og afkomu. Einstaklingum og fjölskyldum var hjálpað við að endurbyggja líf sitt og afkomu. Færeyingjar leituðu einnig í þjóðararf sinn og færðu mikið líf í allt menningar- og tónlistarlíf eyjanna, svo eftir var tekið.

--------------------------------------

Hvað getum við lært af Færeyingum?

„Krónan er ykkar styrkur“

Gunnar Rögnvaldsson, 23.11.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Jónas Jónasson

Við erum að vakna og í dag skulum við fagna! ÍSLENSKT JÁ TAKK!

Jónas Jónasson, 24.11.2008 kl. 11:14

6 identicon

hey mæli með forritinu privatemailclient, getur sent nafnlaust mail á léttan hátt!! gangi þér vel með næstu email.  Go VG!

Egill Karlsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:31

7 identicon

Það er mikið rétt Bjarni boy að til eru aðilar sem ágirnast íslenskar auðlindir og eignir.  Gott dæmi um slíka menn eru Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson og til mætti nefna fleiri framsóknarglæpamenn. 

 Íslensk stórbændastétt hefur líka kunnað vel við að ryksuga vasa almennings í gegnum tíðina og gerir ennmeð dyggri aðstoð manna á borð við Bjarna Harðarson.

Spaugstofan hitti naglann á höfuðið með afbökun sinni á "Ísland er land þitt".  Sú hönd sem hefur ALLTAF reynst Íslendingum verst er nefnilega íslensk hvort heldur hún er blá eða græn.

marco (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:34

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Marco:

Hvaða skoðun sem menn hafa á því hvernig haldið hefur verið á málum hér á landi á liðnum áratugum þá er ljóst að ráðamenn hér hafa verið kosnir af kjósendum þessa lands síðan stjórn íslenzkra mála varð innlend. Íslenzkir kjósendur kusu hins vegar ekki danska embættismenn á sínum tíma eða höfðu nokkuð um þá að segja og sama yrði raunin í tilfelli embættismanna Evrópusambandsins ef við álpuðumst einhvern tímann þangað inn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 19:01

9 identicon

Eru íslenskir embættismenn kannski kosnir af þjóðinni? 

marco (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:18

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þarna á ég að sjálfsögðu við kjörna fulltrúa í tilfelli Íslands. Hverjir kjósa t.d. þá sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins? Enginn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 20:35

11 identicon

Fræddu mig.  Hvernig fá þeir þá störf sín?

marco (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband