Er Ingibjörg af þessari þjóð...

Ingibjörg Sólrún svaraði almennum borgarafundi í kvöld á þá leið að hún teldi afsagnarkröfu fundarins ekki túlka þjóðina. Hún telur sig þrátt fyrir allt hafa þjóðina að baki sér enda staðið af sér vantrausttillögu í þinginu í dag. Merkilegt.

Nú liggja einmitt fyrir skoðanakannanir sem sýna að aðeins þriðjungur styður ríkisstjórnina og að aðeins helmingur þjóðarinnar vill einhvern af sitjandi flokkum að landsstjórninni. Það er greinilegt að þessar kannanir skipta Ingibjörgu engu máli og ekki heldur rödd þúsunda á borgarafundum.

Hvaða þjóð er það sem Ingibjörg er að vitna til að vilji vonlausu ríkisstjórnina hennar og Geirs.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Það er í góðu lagi með hana en þig? Hún hafði alveg rétt fyrir sér að þeir sem þar voru töluðu ekki fyrir þjóðina og því alveg fráleitt að halda því fram.

Kreppa Alkadóttir., 25.11.2008 kl. 01:28

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Hafi einhvern tímann fundist birtingarmyndir hroka sitjandi ráðamanna gagnvart lýðræðinu og notkun þess þá var það í vantraustsumræðunni á þinginu í dag.

Klaufaleg ummæli Ingibjargar á þessum fundi, saxa sennileg verulega af fylgi þessa flokks, sem er ágætt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.11.2008 kl. 01:56

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Bjarni!Tek undir orð þín og vinkonu minnar Guðrúnar Maríu hér að framan.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 25.11.2008 kl. 02:06

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ingibjörg sýndi hvað hún er gjörsamlega úr tenglsum við fólkið í landinu, umgengst greinilega lítið almúgann lengur og hefur sennilega aðalega í kringum sig jáfólk og kóara.

Georg P Sveinbjörnsson, 25.11.2008 kl. 04:04

5 identicon

Æ, já kæri Bjarni - og þið hin.

Það er ekkert nýtt að pólitíkusar segi klaufalega og hrokablandna hluti. EN þetta hefur sennilega verið afskaplega óþægileg stund fyrir "ráða"mennina. Troðið hús og meira að segja TALANDI, UPPRÉTT fólk; kjósendurnir sjálfir (-hæstvirtir- á 4rra ára fresti) - farnir að tjá sig og spyrja "ja, bara rétt eins og þeir "þættust vera eitthvað!" - Hvílík hneisa (hehehe) að liggja ekki flatur fyrir embættunum. Enda mátti vel greina bæði ótta og þykkju í ráðherrahópnum.

Annað mál - afar brýnt að mér finnst-fannst -hefur fundist... Vill nú ekki þjóðin að fara að athuga sinn gang og kjósa fólk með þekkingu, reynslu og menntun á réttum sviðum til að stjórna þessu búi okkar? - Eða svo sem "eg hefi þráfalldlega sagt yður: ekki setja leikskólakennara t.d. yfir sjávarútvegsmálin - jafnvel þótt sá hinn sami fari vel í ræðustól og á mynd; sé frekur á flokksfundum, jafnvel "dolltið smart í taujinu". Og við skulum ekki heldur setja bifvélavirkja yfir menntamálin, jafnvel þótt hann sé snjall í tilsvörum og glaðbeittur og fljótur að lesa yfir gögnin sín! Þá finnst mér ekki bráðnauðsynlegt að "sjá fyrir vinnu" handa fólki sem hættir í stjórnmálum. Hver ætlar að koma og "sjá mér fyrir vinnu", ef ég hætti í starfi mínu hjá opinberum aðilum? Enginn.

  - Þetta eru svona tilbúin dæmi, en einföld krafa til þeirra sem starfa í pólitík: rétt fólk í störf og stólana; þekkingu, reynslu og menntun - já, og heilbrigða skynsemi - sem ku vera sýnu sjaldgæfari en menn hyggja.

Jáj,á ég veit að hinn almenni kjósandi á illt með að segja fyrir verkum þegar að skiptingu ráðuneyta kemur og skipan í "hærri embætti", EN við gætum reynt, svona einu sinni. Ha? -

Meginmálið er: LOKSINS eru Íslendingar staðnir upp!

Í eilífri náðinni,

Helga Ágústsdóttir

Já, "Ljúft er að láta sig dreyma..."

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 05:22

6 identicon

Þau sem sátu þarna á fremsta bekk í gærkvöldi eru Ríkisstjórn Íslands, en ekki Ríkisstjórn Íslendinga.

pbh (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 08:27

7 identicon

Ég var með móral fyrir hönd ríkisstjórnar á þessum fundi, ISG var alveg hrikaleg...
Já kæru íslendingar ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki það vitlausir að kjósa ISG eða henna flokk...
Reyndar þá mæli ég ekki með neinum af núverandi flokkum, eins og Margrét sagði: Burt með ríkisstjórnina og stjórnarandstöðu... ömurlegir viðvaningar allir með tölu

DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 08:46

8 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ekki nóg með það að Ingibjörg telji sig vita best hvað þjóðin vill, gerir Geir bara lítið úr fólkinu sem var á þessum fundi.  Hann var sér til mikillar minkunnar. Þau taka ekkert mark á okkur, það er alveg sama hvað hver segir og jafnvel þó svo að fólk sé að segja það sem við hin höfum hugsað.

Hvernig er hægt að hundsa okkur svona??

Þorgerður Katrín sagðist ekkert hafa verið hrædd við að mæta á þennan fund þar sem fundarstjóri væri leiklistarmenntaður hvað sem hún meinti með því???

Kannski þurfum við að skila inn lyklunum við stjórnarráðið og fara af landi til að þau skilji hvað verið er að segja.

Ég veit það ekki, en mér finnst þetta vera farsi og svo segja menn af sér fyrir smáatriði þegar aðrir sitja sem fastast á þingi og fólk vill ekki hafa þá þar.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 25.11.2008 kl. 08:58

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Kapp er best með forsjá " segir máltækið en "dropin holar steininn "segir einnig,þetta var góður fundur,við vonum að þetta beri allt árangur/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.11.2008 kl. 10:19

10 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

þetta var fínn fundur og margar góðar fyrirspurnir, margt kom líka fram í sambandi við hrikalegan hroka ráðamanna og greinilegt að þeir margir eru ekki í sambandi við sauðsvartan almúgan.

Þorgerður K. á pabba sem heitir Gunnar og er leikari alveg eins og fundarstjórinn

Svala Erlendsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:47

11 identicon

Ja einmitt, af hvada tjod telur Ingibjorg Solrun Gisladottir sig eiginlega vera !

Ekki i fyrsta og varla i sidasta skipti sem hun afneitar sinni eigin tjod !

Telur hun sig kanski vera a Altingi og i Rikisstjorn Islands i umbodi og fyrir hond E S B !

Tvilikur hroki og yfirlaeti !

Eru tetta hennar "samraedustjornmal"

Lysti algjorlega i hverskonar filabeinsturni tessi kona lifir i !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:37

12 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þú ert í jafn litlum tengslum við þjóðina Dóra litla ef þú skynjar ekki að flestu ærlegu fólki er illa misboðið og vill ekkert með fulltrúa hafa sem eru uppfullir af sjálfum sér og hroka, enda sást skömmustusvipurinn á ráherraliðinu langar leiðir þó að nokkrir þeirra reyndu af vanmætti að breiða yfir það með yfirlæti. Geir varð sér til sakammar ásamt fleyrum.

Stjórnarandstaðan nýtur ekki trausts heldur, enda ekki traust verð frekar en þýið í stjórn.

Georg P Sveinbjörnsson, 25.11.2008 kl. 14:59

13 identicon

Sendu henni meil undir dulnefni.  Já Bjarni boy drullaðu yfir hana úr launsátri.

Sumir framsóknardraugar vita ekki að þeir eru dauðir.  Go to the light Bjarni boy!!

marco (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:16

14 identicon

Folki verður tíðrætt um sjálfseyðingarhvöt Framsóknar og ekki að ástæðulausu. Sá er þetta ritar hefur stundum kosið Framsókn, m.a. í síðustu kosningum, en þið hafið með innbyrðis deilum haldið afar illa á ykkar málum. Það finnst mér dapurlegt og verknaður þinn sem leiddi til afsagnar þinnar var lýsandi fyrir ástandið. Og svo hrökklast Guðni frá í kjölfarið. En segja má að íslensk þjóð sé svipuð nú um stundir, berst á bandaspjótum og ber óhróður um sjálfan sig til útlanda bara til að geta klekkt á pslegum andstæðingi sínum innan lands. Svo koma fram nýjir spámenn eins og Þorvaldur Gylfason -fjandmenn Davíðs frá því í Menntaskóla - og eru sama marki brenndir.

Mikið góð grein hjá Sighvati Björgvinssyni í Fréttablaðinu á dögunum. Þingmenn hafa á öllum tímum þótt vondir og þegar þjóðin kýs nýja þá eru þeir líka sagðir illa innrættir, vondir og skúrkar. 

Þú átt örugglega eftir að komast á þing aftur Bjarni, ef þú vilt, og stuðlar að sátt í Framsókn í stað þess að taka þátt í rýtingsstungunum. Gangi þér svo vel með þína bóksölu um jólin því að sá er þetta ritar vill þér ekkert annað en vel og harmar klaufaskapinn í þér, ( en þó enn frekar það sem þú hugðist gera = að vega að samherja úr lausnátri) sem leiddi til afsagnar þinnar.

Megi jafnt draugar sem englar styðja þig og styrkja og vísa þér inn á veg réttlætis og farsældar.  

gaius (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:51

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Grein Sighvatar bendir til þess að hann hafi verið og sé enn gerspilltur...enda hefði hann ekki komist í sín feitu embætti öðruvísi.

Georg P Sveinbjörnsson, 26.11.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband