Jón Baldvin frjálshyggjukrati og Jón Baldvin vinstrimaður og Mogginn hans

Morgunblaðið er að verða skrýtin skepna og aðallega málgagn markaðskrata og þeirra annarra sem séð hafa ljósið í ESB málum. Laugardagsmogginn tók öðrum fram því þar átti Jón Baldvin tvær miðopnugreinar. Aðra í leiðaraopnunni og hina í miðopnu Lesbókarinnar.

Það merkilega við þessar greinar er að það er enginn samhljómur með þeim. Í leiðaraopnunni talar ESB-Jón fyrir þeirri skoðun að stærstu mistök stjórnmálanna hér á landi hafi verið að skapa auðmagninu ekki nógu mikið frelsi og ekki nógu góðar aðstæður til þátttöku í því sem Jón Baldvin Lesbókarinnar kallar frjálshyggju. Allt hið óhefta sem EES samningurinn skapaði hér í rekstri banka og fjármálastofnana er í leiðaraopnugreininni bara dæmi um hraðbraut sem aðallega var til að auka umferðaröryggi. Síðan koma algildar klisjur þess sem trúir blint á frelsi stórkapítalismans. Það er ekki kerfinu, stefnunum og aðstæðunum að kenna að einhverjir óku eins og drukknir.

Lesbókar-Jón er við allt annað heygarðshorn og dregur upp trúverðugari mynd af því hvernig heimurinn fór raunar eftir rangri stefnu - lagði semsagt hraðbraut sem var upphaf vandræðanna. Þar er kveðið skýrt að - þetta var röng hugmyndafræði, ekki drukknir bílstjórar!

Hér er skuldinni mjög skellt á Reagan og Thatcher, Hayek og olígarkanna. Allt rétt svo langt sem það nær en vitaskuld var fjórfrelsisbraut EES samningsins hluti af þessari mynd og það vita allir sem skoða þá mynd enda ekkert apparat stjanað jafn dyggilega undir einokunar- og stórkapítalisma heimsins eins og Evrópusambandið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Trúi því að það sé nú einhver tilviljun að annars vegar umfjöllun Jóns Baldvins um bók Guðmundar Magnússonar og aðsend grein hans birtist á sama degi.  

Aðalatriðið er að Jón er góður penni og greinarnar ágætar, ef þú værir til í að leyfa þeim að njóta sanngirni en afgreiða ekki umfjöllun hans sem skrif "markaðskrata" og sendiboða "stórkapítalisma".

Kæri Bjarni, þú mátt ekki beita sömu aðferð og Hjörtur Guðmundsson félagi þinn í stjórn Heimssýnar, sem skrifað hefur á þeim nótum að allir Sjálfstæðismenn sem hlynntir eru ESB ættu að vera í öðrum flokki.

Nú er ekki nóg að bölva Baugsmiðlum sem hafa verið með Þorstein Pálsson í forystu Evrópuumræðunnar. Í leiðara Moggans í gær segir; "Yfirlýsing um að Ísland stefni að ESB-aðild og upptöku evru myndi strax virka í þá átt að styrkja tiltrú umheimsins á íslensku efnahagslífi".

Friðrik Sófusson fyrrum varaformaður lýsir í dag yfir því að það sé skýr afstaða hans að Ísland eigi að sækja um aðild og bera samninginn síðan undir þjóðaratkvæði.

Fjölmiðlarnir og þjóðin eru að verða samsafn af "skrýtnum skepnum". En þó er Hjörtur heimsmaður væntanlega ekki sammála þér um að taka undir gagnrýni á Hólmstein og Hayak. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.11.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón er góður penni en hann er líka lýðrskrumari og rugludallur.

alveg er það merkilegt að gjaldþrota stjórnmálamenn sem ekki var treyst til þess að vera í pólitík þykjast búa yfir hinum eina sannleika. 

Gunnlaugur, ert þú tilbúinn í að fórna 40% til 50% af útflutningstekjum þjóðarinnar upp á von og óvon um að eitthvað komi vonandi í staðinn? 

EES og ESB lögin eru meingölluð. lág bindiskylda banka og fjármálastofnanna er vegna ESB. 

ESB er samband þar sem menn hafa ekki hugmynd um það hvað þeir eru að gera. þeir geta ekki haldið bókhald í 15 ár. það sannast á því að reikningar og bókhald ESB hefur ekki fengist samþykkt í 14 eða 15 ár. 

Fannar frá Rifi, 30.11.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fannar, byrjunin hjá þér er ekki svaraverð. Lestu fyrst frekar greinar Jóns og bentu síðan á feilnótur í skrifunum.

Þú telur þig geta afgreitt ESB vegna vitneskju um galla í bókhaldi sambandsins. En ert þú ekki í flokki sem trúir á´"ósýnilegar hendur" sem grundvöll í efnahagsstefnu?

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.11.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Framtíð Íslands liggur innan Evrópusambandsins, það veit allt skynsamt fólk á Íslandi í dag. Það breytir ekki neinu hvort þetta sama fólk var með eða á móti ESB, það er bara ekkert annað í stöðunni. Það er því tímaeyðsla og slit á fingrum að hammra hér inn eitthver rök gegn ESB. Þeirra tími er liðinn og það er líka fleira sem heyrir sögunni til. EIns og að gefa vinum símum óveiddann fiskinn í sjónum, banka eða önnur ríkisfyrirtæki, að ráða afdankaða pólitíkusa í ábyrgðarstöður sem þeir hafa ekki þekkingu á, að skipta þjóðarkökunni milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks o.s.frv.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.11.2008 kl. 23:26

5 identicon

Hólmfríður!  Þarna hefur þú rangt fyrir þér.  Reiðin er að sefast, krafturinn fer úr mótmælunum og fólk raðar sér í gömlu fjórflokksskotgrafirnar.  Hinir gömlu íhalds og framsóknardraugar munu áfram riðlast berbakt á þjóðinni eins og þeir hafa alltaf gert í skjóli heimsku hennar.

marco (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tækifærismennska Jóns Baldvins Hannibalssonar fær aldrei betur notið sin en nú um þessar mundir, maður sem ber mikla ábyrgð á núverandi þjóðskipulagi, kennir öllum öðrum um og vill gefa ný ráð.

Ótrúverðugt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2008 kl. 00:20

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Nýja Ísland þarf nýjar hugmyndir og nýja stjórnmálamenn. Ekki gamla, með fullri virðingu fyrir JBH, þeim fína manni. Og það þarf að kjósa í vor á meðan gerjunin er til staðar svo gullfiskaminnið fari ekki með okkur í gamla farið. 

Haraldur Hansson, 1.12.2008 kl. 00:31

8 identicon

Framtíð Íslands liggur ekki innan ESB. ESB hefur verið teiknað upp af fjölmiðlum á Íslandi sem hið fullkomna ríkjasamband, þar sem allt leiki í lyndi og ef bara Íslendingar gangi í ESB og taki upp evru verði allt yndislegt.

Þetta er bara ekki svona, enginn fjölmiðill á Íslandi nema Viðskiptablaðið hefur sagt frá nýjustu tölum um atvinnuleysi evrusvæðnu, 7,7% meðalatvinnuleysi er á evrusvæðinu, og á spáni sem er fullgildur aðili að ESB og land sem notar evrur og ætti því samkvæmt íslenskum fjölmiðlum að vera paradís er 12,8% atvinnuleysi.

Af hverju vilja fjölmiðlar ekki að fólk viti þetta, eru fjölmiðlarnir ekki frjálsir og óháðir? 

Aðalsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:43

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þakka kærlega góðar umræður - ég er sammála Gunnlaugi um það að Jón Baldvin er góður penni þegar kemur að tökum á íslensku máli og stíl en þar með er nú upptalið það hrós sem ég get gefið honum. Ég benti aftur á móti hér á augljósar mótsagnir í þessum tveimur greinum sem ég las báðar af athygli og leyfi þeim báðum að njóta sanngirni. Það er aftur á móti ekki mikil sanngirni fólgin í þeirri nauðhyggju að halda því fram að rökfærslur gegn ESB aðild séu tímasóun...

Bjarni Harðarson, 1.12.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband