Til hamingju með 90 ára fullveldi

Fullveldi Íslands er 9o ára í dag og það er undir okkur sem lifum það afmæli komið hvort takist að halda upp á aldarafmælið eftir 1o ár. Við skulum því halda veglega upp á þetta afmæli, hvert með sínum hætti. Ég veit að í mínum gamla barnaskóla í Tungunum ætla kennararnir að mæta sparibúnir til vinnu í tilefni dagsins og er vel við hæfi.

Og fullveldissinnar halda hátíðarfund í dag - hann er í Salnum í Kópavogi klukkan 17 og þar stíga á stokk skáld, listamenn, fræðimenn og stjórnmálamenn. Fundarboðandi er Heimssýn, hreyfing sjálfsstæðissinna í Evrópumálum og er aðgangur öllum opinn og ókeypis.

Dagskrá er svohljóðandi: Þórarinn Eldjárn fer með ljóð, ávörp flytja Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður og Kári Stefánsson forstjóri. Þá koma fram tónlistarmennirnir Eydís Franzdóttir óbóleikari og Diddú með Jónasi Ingimundarsyni við píanóið.

MÆTUM ÖLL.

Þetta er ekki eini fundurinn í dag. Það er þjóðfundur á Arnarhváli klukkan 15 sem Borgarahreyfingin stendur að, sú sama og staðið hefur að myndarlegum mótmælum á Austurvelli undanfarnar helgar. Það er full ástæða til að hvetja alla til að mæta á Arnarhvál.

Þá er ekki hægt að sleppa hér í upptalningunni fundi sem Samtök iðnaðarins og Háskóli Íslands standa að sem virðist beinlínis stefnt gegn fullveldinu. Þar eru næsta einhliða valdir ræðumenn sem á undanförnum árum hafa talað fullveldið niður, fært að því rök að það sé úrelt og jafnvel ekki til staðar lengur í breyttum heimi. Yfirskrift fundarins er eftir þessu; Er Ísland ennþá fullvalda?

Það er til marks um ótrúlegt smekkleysi og klaufaskap Háskóla Íslands sem stofnaður var á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911 að taka þátt í slíkri samkomu. Og það á 90 ára afmæli fullveldisins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Til hamingju Ísland, reyndar finnst mér þetta fullveldi vera orðið einveldi, en það er önnur saga ...

Sævar Einarsson, 1.12.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni.

Því miður kemst ég ekki.

Hinnsvegar er ég ekki vsvo viss um, að við séum enn Fullvalda.

EES samningurinn stal því af okkur í allmiklu mæli.

 Við höfum EKKI getað spornað við afleiðingum ,,Fjórfrelsisnins" og þést það nú afar skýrt, með afleiðingum,s em enn eru ekki að fullu fram komnar.

Ég hygg að það þurfið að skoða það en ekki vera að skamma þá sem ekki máttu bregðast við fjármagns og vinnuafls flutningum.

Miðbæjar+íhaldið

Vildi tvíhliða samninga við ESB líkt og Sviss hefur.

Bjarni Kjartansson, 1.12.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Smjerjarmur

Sævarinn hefur allt sitt vit úr baugsmiðlunum. 

Góð grein hjá þér Bjarni, lifi fullveldið. 

Smjerjarmur, 1.12.2008 kl. 10:13

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Háskóla Íslands (Baldri Þórhallssyni) og Samtökum iðnaðarins er vitanlega meira en frjálst að halda fund þar sem þeir kasta rýrð á fullveldi Íslands í pólitískum tilgangi, en það lýsir ótrúlegu smekkleysi að gera það á sjálfan fullveldisdaginn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 10:31

5 identicon

Sæll Bjani og innilega til hamingju med fullveldisdaginn 1. desember.

Baráttukveðjur til ykkar sem standið vaktina fyrir fullveldi og sjálfstæði okkar fagra lands.

Aldrei að víkja !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:35

6 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Sæll Bjarni,

Ég er nú ekki sammála dómi þínum á þeim fundi sem ráðgert er að halda í HÍ í dag. "Tala niður fullveldi..."??? Það er nú orðum ofaukið.

Ég hef t.d. lesið bók Guðmundur Hálfdánarsonar sagnfræðings, Íslenska þjóðríkið: Uppruni og endimörk, oftar en einu sinni og get ég hvergi séð Guðmund tala fullveldið niður. Þvert á móti ræðir hann þar á afar faglegan og greinargóðan hátt um sögu íslenskrar sjálfstæðisbaráttu, þær hugmyndir sem sjálfstæðisbaráttan var innblásin af (sem eiga rætur sínar að rekja í Þýskalandi) og þróun hins íslenska þjóðríkis fram á okkar dag. Hvergi get ég séð að hann tali fullveldið niður.

Meira að segja er í bók hans að finna, afar athyglisverða og skemmtilega greiningu á myndun íslenska flokkakerfisins eftir 1918, þar sem Guðmundur ræðir um hugmyndir Hriflu-Jónasar og Jóns Þorlákssonar. Þar kemur t.d. skýrt og skorinort fram hvernig Jónas skilgreindi hlutverk flokks okkar beggja. Mæli með þessu!

Ég get hins vegar tekið undir það að það hefðu mátt vera framsögumenn úr röðum Heimssýnarmanna eða annarra á þeirri línu. Það hefði verið til bóta.

Hins vegar segi ég til hamingju með daginn!

Heiðar Lind Hansson, 1.12.2008 kl. 10:40

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Smjerjarmur hvaða píla var þetta ? og í hvaða tilgangi var hún send ?

Sævar Einarsson, 1.12.2008 kl. 12:38

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Baráttukveðjur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju, Bjarni minn, og við öll á þessum frelsisdegi. Bara að menn kunni nú að meta það og glutri ekki niður sjálfstæði okkar fyrir súpudiskana frá Bryssel, eins og þeir gömlu kváðu.  Hætt líka við, að sumir brenni sig á þeirri súpunni.

Líttu svo á póstinn þinn, kæri.

Nafni þinn fer með rétt mál hér ofar. Og svissneska leiðin er mín óskaleið. Svisslendingar hafa alltaf varðveitt sitt sjálfstæði.

Heiðar Lind, þessi próf. Guðmundur Hálfdánarson hefur nú lengi verið að mæla fullveldið niður og trívíalísera það, gera það afstætt, m.a. á Rúvinu, og faktískt hafna því, enda EBémaður.

Jón Valur Jensson, 1.12.2008 kl. 14:30

10 identicon

Fullveldi bullveldi. Þetta er orðskrípi sem valdastéttin í landinu á hverjum tíma hefur notað til að réttlæta tilvist sína og völd. Þetta höfðar sterkt til hinna veikgeðja í hópi valdlausra og er raunar mjög sterk taktík til að halda völdum þannig að ég lái ekki ráðamönnum fyrir að vilja nýta hana. Ég hef meira við aðdáendur bullveldisins úr röðum "alþýðunnar" að athuga. Það eru sauðir. Me me me!

BS (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 14:58

11 identicon

Góður B.S.!!

marco (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 15:46

12 identicon

Var beðinn að koma.en verð að vera heima að vinna. Góður penni ,fin grein.

ukall (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:24

13 identicon

Þakka þér fyrir greinina Bjarni.

Í gærkvöldi sat ég með ungum bróðursyni mínum, sem mótmælti fyrir nokkrum dögum með ávarpi á Austurvelli. Hann (þetta barn!) var með það gersamlega á hreinu að þú meintir það, sem þú segðir - og talaðir bara það sem þú vissir sannast - þegar þjóðfélagsumræðan er annars vegar. Þetta eru mikil meðmæli - pilturinn er m.a. sonur Agnesar Braga (jújú OG bróður míns) og hefur alist upp við býsna gagnrýna hugsun. Rétt kristilega skemmtilegt ef þú nærð að höfða svo til "hinnar hugsandi æsku" landsins.

En allavega til hamingju með daginn - og hvetjandi greinaskrif

Vinsemd

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:50

14 identicon

Fín grein Bjarni og fullveldisfundurinn var fínn líka. Styrmir fór á kostum og var alveg glimrandi.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:58

15 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Til hamingju með daginn Bjarni,

Áfram Ísland,  sem fullvalda þjóð í 100 ár.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2008 kl. 23:28

16 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Segðu mér Bjarni; var það nokkuð skilyrði að vera fæddur fyrir 1918 til að komast inn á fundinn? Eftir myndunum að dæma þótti mér það.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.12.2008 kl. 23:49

17 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Til hamingju með daginn Bjarni!

Eyþór Laxdal Arnalds, 1.12.2008 kl. 23:57

18 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Samvinna þjóða er fyrst og fremst viðbót en ekki skerðing. Vonandi getum við haldið upp á það eftir tíu ár að Íslendingar séu ekki lengur aðhlátursefni meðal þjóða.

Þessi hreinnrar meyju pólitík er undarlegt hugarástand. Til þess að fullnægja því gæti verið nauðsynlegt að segja okkur frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Við vorum semsagt fullvalda og sjálfstæð í tvö ár 1944-1946 þegar við urðum hluti af Sameinuðu þjóðunum. Þar gengumst við undir markmið um ábyrga þátttöku í alþjóðasamfélagi.

Fjallkonunni væri sýndur mestur sómi með því að hafa trú á að hún standist viðmið, siðferði, gildi og hæfni í alþjóðlegri samvinnu en verði ekki lokuð af sem heimsk kotkerling. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.12.2008 kl. 10:53

19 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Sé ekki að ég fari að halda hér neitt tertuboð á þessum tímamótum .

Hefði við nokkuð átt að fá okkur lausa frá Dönum.  Værum með göng um alla firði eins of Færeyingar.

Tala nú ekki um vexti og verðbætur sem er að drepa hvern lifandi Íslending.

Nei takk væri þá með mína krónu í 24

  þá héldi ég flott afmæli og biði þér Bjarni minn.

Góðar stundir.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 2.12.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband