Gott er að geta mótmælt

...Við lifum nú mikla umbrotatíma og í viku hverri berast okkur fréttir af þúsundum manna sem koma saman og krefjast aðgerða stjórnvalda og jafnvel afsagna þeirra sem með völd fara. Það er vel.

Það er vel segi ég - ekki af neinni þórðargleði yfir því að menn þurfi að segja af sér - enda kannski ekki við hæfi að sá sem hér talar hlakki yfir slíku. Og ég fagna þessu ekki heldur vegna þess að ég tilheyri stjórnarandstöðu þessa lands og telji þessvegna að boða eigi til kosninga nú á aðventunni. Það er umdeilanlegt, mjög umdeilanlegt.

Það sem er gott við mótmælin í dag  er að á Íslandi geta mótmælendur gert hróp að stjórnvöldum. Og haft áhrif á landsstjórnina. Grundvöllur þess er vitaskuld að landsstjórnin sé í landinu. Að við búum í frjálsu og fullvalda lýðræðisríki. Á 19. öld voru líka í landinu mótmælendur en áttu á þeim tíma harla erfitt með að beina mótmælum sínum í rétta átt. Gerðu þess í stað pereat að prestum og skólamönnum, seinast amtmanni norður í landi. Allt fór það framhjá þeim sem raunverulega höfðu völdin og pólitísk barátta þess tíma fór nær öll fram suður í Kaupmannahöfn. Á dönsku en ekki íslensku.

(Brot úr ávarpi undirritaðs við setningu fullveldishátíðar Heimssýnar í Salnum í Kópavogi í gær, 1. desember 2008. Ræðuna í heild má lesa hér.   http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/731845/)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ekki er á þig logið hvað mælsku varðar; og allt við alþýðuskap. Ljómandi ræða og "viðhorf til viðfangs" skýrt og greinilegt. - Þó ekki væri annað, þá er gaman að lesa svona ræður. Það er of mikið af afleitum ræðumönnum sem halda t.d. Alþingi uppteknu tímunum saman... að ekki sé fastar að orði kveðið.

Við þurfum að losna við innantómar ræður og ræðukeppni menntaskólanna af þeirri eðla samkundu og fá þess í stað málefnin í forgang, með yfirvegun og íhygli í fyrsta sæti.

Nú jæja,

en þá er að kveðja með kurt og pí

Helga Ág.

Helga ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:35

2 identicon

Nú fer stjórnmálabaráttan meira fram í gegnum eitruð lettersbréf gegnum tölvupóst.

marco (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:39

3 identicon

Sæll Bjarni,

vil bara minna þig á bokahornið okkar á Suðurland FM í fyrramálið kl.11.00!

Guðrún Halla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það sem er þó merkilegast er, að af öllum þeim lögum og reglugerðum Evrópusambandsins sem innleidd hafa verið í tengslum við EES samninginn, þá hafa þau ekki valdið deilum eða verið mótmælt.

Nema fyrir utan nokkra tugi vörubifriðarstjóra sem stóðu í þeirri trú að mikilfengleiki þess að vera Íslendingur fælist í því að þurfa ekki hvíld eða svefn. En reglulegur svefn ku vera algengur á meginlandi Evrópu og skilningur á tengslum hans við umferðaröryggi. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.12.2008 kl. 00:03

5 identicon

Sé mig knúinn til að gera athugas. við eftirfarandi hjá þér, Bjarni: "á Íslandi geta mótmælendur gert hróp að stjórnvöldum. Og haft áhrif á landsstjórnina".Þetta er alrangt hjá þér. Jú, fólk getur svo sem hrópað, en fólk er EKKI að hafa árhif á stjórnvöld, þeir aðilar stinga bara hausnum í sandinn og skilja ekkert hvað það er sem almenningur vill. Og svo segir þú; " Að við búum í frjálsu og fullvalda lýðræðisríki". Ég segi nú bara eins og krakkarnir, "je-ræt". Ef þú heldur, eða finnst, við búa í "frjálsu" og "fullvalda" lýðræðisríki, þá er ég nú bara feginn að þú skulir vera hættur á þingi.

Jóhann (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 11:31

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir góða umræðu. ég veit ekki hverju á að svara fullyrðingu um almenna hamingju með regluverk esb - meira um það síðar en gunnlaugur, erfiðleikar íslands nú eru að hluta til vegna gallaðra esb reglna eins og þú veist. við jóhann hef ég bara þetta að segja - víst búum við í lýðræðisríki og víst hrekjast stjórnvöld undan almenningsálitinu ´þessa dagana, hvort þau gera það nóg og hvort þau geri ekki mest af því að stinga hausnum í sandinn. en gleymum ekki að við getum kosið þessi stjórnvöld af okkur, - við með okkar 0,005% atkvæða í esb kjósum ekkert brusselvald af okkur, aldrei!

Bjarni Harðarson, 3.12.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband