Dekur við gulldrengi og frábært erindi Bjargar Thorarensen

Dekur menntamálaráðherra við gulldrengi útrásarinnar nær nýjum hæðum með atlögu að Ríkisútvarpinu. Þetta eru stór orð enda stórir atburðir í aðsigi. Nefnd á vegum ráðherra undirbýr nú tillögur sem samkvæmt mínum heimildum gætu hljóðað upp á helmings samdrátt á auglýsingatekjum RÚV. Á sama tíma og nefskattur stofnunarinnar stendur í stað og útvarpsstjóri leggur til atlögu við fréttastofu og svæðisútvörpin.

Gangi þessar fyrirætlanir eftir verður þessi eini óháði fjölmiðill landsmanna vart nema svipur hjá sjón innan fárra mánaða og máske auðvelt í framhaldinu að réttlæta sölu hans eða einkavæðingu. Að þeirri einkavæðingu mun standa sá ráðherra sem sagði á dögunum að velja þyrfti úr hverjir lifa kreppuna af. Það er greinilegt af öllu að Þorgerður ætlar að standa með strákunum sínum, gulldrengjunum sem eru komnir langt með að koma fjárhag Íslands á kné.bjorg_thorarensen

Sömu drengir reka nú fjölmiðla sem linnulítið akitera fyrir inngöngu Íslands í ESB og eru svo fjarri því að vera frjálsir og óháðir að hin áratugagamla ríkisstofnun tekur þeim langt fram í ferskleika.

En nóg af svo góðu í bloggi dagsins. Hrósið í dag fær Björg Thorarensen fyrir frábæran fyrirlestur sinn á and-fullveldisráðstefnu í Háskólanum í fyrradag. Komst ekki á þann fund og hafði fyrirfram miklar og réttmætar efasemdir um gildi þess að halda ráðstefnu þar sem flestir fyrirlesararnir töluðu á móti fullveldinu og bloggaði reyndar um það daginn þann. Hafði þó þann fyrirvara á að ég vissi ekkert um afstöðu Bjargar og skrifaði því að  nær allir fyrirlesarar á þessari ráðstefnu myndu tala á einn veg, - sem gekk eftir.

Björg flutti aftur á móti besta erindið og var eini fyrirlesarinn sem hélt með Íslandi í málflutningi sínum. Sjálfur náði ég að hlusta á ráðstefnu þessa á netinu, hér, en bíð þess nú að prófessorinn birti erindi þetta á heimasíðu sinni.

Ps. Hinn nýi fréttavefur Óla Björns og Jónasar Haraldssonar hefur nú birt góðan úrdrátt úr erindi Bjargar, sjá hér: http://amx.is/?/stjornmal/379


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uppsagnirnar á RUV eru lítt skiljanlegar í ljósi atvinnustefnu ríkisvaldsins sem kynnt var í gær.  Þeir ætla að halda uppi atvinnu með mannfrekum framkvæmdum.  Þeir ætla s.s. að segja upp fólki þar sem þess er þörf og ráða það hugsanlega í atvinnubótavinnu í staðinn.

marco (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:51

2 identicon

Sæll Bjarni.

Mikilvægt atriði, ótrúleg undirlægni, sem felst í þessum aðgerðum hæstvirts menntamálaráðherra. Ég hélt að landsmenn væru búnir að fá nóg af þessu fólki, sem nú er búið að koma skútunni á hliðina. Almenningur í landinu húkir á kjölnum blautur og kaldur, og bíður þess að verða bjargað. Ef þetta er rétti tíminn til að flytja fjármagn til hinna "frjálsu og óháðu fjölmiðla" í landinu, þá heiti ég eitthvað annað en Friðbjörn.

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Þú kemur með hverja sorgarsöguna á fætur annarri Bjarni minn.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.12.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég vil veg og vanda RUV sem mestan  en hann þarf að vera í samræmi við lög og reglur landsins.

Ég vil að RÚV verði tekið út af auglýsingamarkaði - og tryggðar tekjur með nefskatt

Stjórnendur RÚV hafa ,,rústað" RÚV - með undirboðum á auglýsingamarkaði. 

Þótt ég sé ákafur stuðningsmaður RÚV og starfsmaður til 12 ára, vill ég ekki að RÚV verði einokað á markaði, þar sem stjórnmálamenn hafa allt of mikil ítök.  Þá á RÚV ekki að taka þátt í viðskiptaháttum eins og tíðkast úti á hinum frjálsa markaði, með því að greiða kostnað við bifreið Páls Magnússonar.  Hann segir það part af launum sínum - þau laun hljóta þá að hækka mánaðarlega eins og afborganir af bílum gera.

Er það sanngjarnt? 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 21:06

5 identicon

Alma, starfsmaður RÚV til 12 ára: Ég vil, þú vilt, hann vill.

GlG (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk, fyrir að vekja athygli á erindinu hennar Bjargar.

Það er alveg augljóst, að samningsstaða Íslands gagnvart ESB, hefur ekki lengi verið verri. Ef menn íhuga þetta af köldu raunsæi, er þetta augljóst..en ef menn eru að prútta í viðskiptum um vöru, þarf kaupandi að gæta þess að þörf hans fyrir vöruna sé ekki of augljós þeim sem er að selja. Einnig, þarf kaupandinn sjálfur, að passa upp á sína ákefð, svo viðkomandi eigi séns í að fá þolanleg kjör hjá seljandanum.

Annars er ekki víst að útkoman verði svo slæm...þannig séð, ef Ingibjörg, með sinn Evrópuglampa í augum fer fyrir samninganefnd Íslands, með sína sterku löngun til að fá að sitja þar í nefndum til æviloka, verða samningarnir sennilega svo augljóslega, rétt slétt hörmulega slæmir að þjóðin mun einfaldlega hafna þeim.

Ef, aftur á móti á að hámarka hugsanlegan árangur af slíkum samningum, þarf aðalsamningamann fyrir Ísland, með miklu mun minni ákefð fyrir því að ganga í ESB, svo að einhver möguleiki sé til staðar að raunverulegir samningafundir eigi sér stað.

Vindamlegar þakkir, gamall Framsóknarmaður sem ekki hefur komið nærri flokknum árum saman.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bjarni var ekki frekar hámarkið dellan um RÚV ohf?

Ohf-ing átti að gjörbreyta rekstrargrundvelli þess en skilar nú yfir 700 milljón króna tapi á ári - fyrir hrun? - Og útvarpsstjóralaunum uppá 2 millur á mánuði og bílakostnaði útvarpsstjóra á reikning Rúv á yfir 500 þúsund á mánuði? Og útvarpsstjóra sem situr og les fréttirnar þegar hann og Rúv bera hæst - en auðvitað segir Rúv þá ekki orð um það efni. - Er það ekki hámarkið ... eða öllu heldur botninn á græðgisruglinu?

Helgi Jóhann Hauksson, 3.12.2008 kl. 23:58

8 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Hvers vegna á að líða RÚV að vera rekið með tapi? Hvað gerir þessa stofnun það sérstaka að það óviðandi rekstrarafkoma sé í lagi. Ekkert! RÚV er umdeilt og þó það hafi sér marga fylgismenn er það jafnframt þyrnir í augum margra af mörgum sökum. Reksturinn á einfaldlega að vera í lagi. Hvaða bull er það, til dæmis, að reka margar fréttastoður innan sömu veggja? Það á einfaldlega að taka til í rekstrinum þó ekki væri nema til að gæta réttlætis gagnvart öðrum fjölmiðlum.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 4.12.2008 kl. 10:46

9 identicon

Það sýnir traust á Íslenskum fjölmiðlum, að Davíð velur á tjá sig í Dönsku hérðsfréttablaði. 

Davíð treystir greinilega þessu ágæta Danska héraðsfréttablaði betur en Íslenskum dagblöðum.

Kannski ætti fólk að fara að birta greinar í erlendum blöðum heldur en í Íslenskum.  Íslenskum fjölmiðlum er greinilega ekki treystandi.

Gísli Alfreð Ingólfsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:11

10 identicon

Jenny Alma ! Hefur þér sem starfsmanni RUV verið skipað af ráðamönnum þjóðarinnar að gera hluti sem voru þeim sérstaklega í hag ?? Ertu á launaskrá hjá einhverju af þeim fyrirtækjum sem tengjast Jóni Ásgeir eða Baugi ?? Sýnist það á skrifum þínum.

Baldur M Róbertsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband