Flokksræðið er verst...

Mikið er nú skrafað um máttleysi Alþingis og vonum seinna að um það sé fjallað. Sá sem hér skrifar hefur lítilsháttar reynslu af þingsetu og óneitanlega kom mér margt mjög á óvart í starfsháttum þessarar stofnunar. Mest þó ósjálfstæði einstakra þingmanna sem kann að vera lykillinn að því að veikja þingræðið gagnvart þremur höfuðóvinum þess; framkvæmdavaldi, flokksvaldi og embættismannavaldi.

(Sjá nánar á Smugunni þar sem ég skrifaði minn fyrsta pistil í dag um þingræðið og Alþingi, http://smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/244)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þú hittir naglann nákvæmlega á höfuðið.  Ósjálfstæðir þingmenn eyðileggja þingræðið. "Það er ekki flóknara en það. Svo einfalt er það, " eins og meindýraeyðirinn endaði allar sínar setningar á

Dunni, 4.12.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er eiginlega hægt að segja að hér hafi verið tveggja manna einræði síðan að Halldór og Davíð mynduðu ríkisstjórn.  Og það hefur staðið allt fram á þennan dag. Stjórnarþingmenn eru bara á Alþingi til að rétta upp hönd þegar það er pantað af foringjunum.  Einræði hefur aldrei reynst gott stjórnskipulag.

Þórir Kjartansson, 4.12.2008 kl. 23:31

3 identicon

Bjarni!! held að þú hafir meira fylgi einn og sér heldur enn þinn ónefndi flokkur. það er erfitt að blómstra innan um íllgresi, það kæfir, en þegar það er búið að reyta það í burt þá kemur þetta............

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

„Þessi samtrygging gengur í reynd gegn eiðstaf þingmanna sem þeir sverja við fyrsta dag sinn á þingi og er andstæð Stjórnarskrá landsins“  Ég leyfi mér að tengja inn þessa grein mína og finnst gott að heyra (fyrrverandi) þingmann tala á sömu nótum.

 Við erum hið raunverulega Alþingi!

Á síðasta borgarafundi framdi Ingibjörg Sólrún pólitískt Harakiri með ummælum sínum um að fundarmenn væru ekki „þjóðin.“ Kom þá í ljós hve djúp gjáin er á milli atvinnupólitíkusanna og þjóðarinnar.

Úr fílabeinsturni sínum sjá þau 5-7000 manns mótmæla á Austurvelli. Ófær um að sjá hverjir sitja heima en hugsa það sama. Ófær um að gera sér grein fyrir því að á bak við hvern þann sem mætir á mótmælin eru fleiri sem komast ekki. Ófær um að sjá reiðina í þjóðinni. Ófær um að viðurkenna að þessi Þyrnirósarríkisstjórn hafi vaknað of seint. Og kostað okkur of mikið.

Ævar Rafn Kjartansson, 5.12.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ó já Bjarni, því miður er þetta alveg rétt og sú sem þetta ritar veit, þótt ekki hafi setið á þingi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.12.2008 kl. 01:32

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég hefi lengi velt fyrir mér hvers vegna við getum ekki fækkað þingmönnum niður í ca. 40 þar sem margir þeirra sem sitja þar eru málpípur annarra stjórnmálamanna, hugsa ekki sjálfstætt og lúta flokksaga fremur en skynsemi og eigin samvisku.  Þessir eru "já-menn" annarra.

Annað sem er ljóst að er EINA LEIÐIN til að fá Alþingi að virka sem eiginlegt ALÞINGI er að skilja milli þingmennsku og ráðherrasæti.  Ljóst er að ráðherrar eiga EKKI að koma úr röðum þingmanna. Það er óeðlilegt að löggjafarvald og framkvæmdarvald sé á sömu höndum. Þetta er lykilatriðið í lýðræðisfyrirkomulagi sem því sem við viljum kenna okkur til.  

Baldur Gautur Baldursson, 5.12.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Bjarni.

Ef hægt væri að kjós einstaklinga í stað flokka, mundi þessi múlbinding leggjast af. Eins og Ævar bendir á var gert ráð fyrir því í stjórnarskrá að þingmenn gætu greitt atkvæði eftir samvisku sinni en ekki á flokkspólitískum forsendum. Skipulag sem gerir ráð fyrir stjórn og stjórnarandstöðu er í raun andstætt lýðræðinu. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.12.2008 kl. 13:52

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þessi ábending er að vísu frá Bjarna komin. Gleymdi að setja það með en skáletrið er það sem ég tók úr greininni hans hér á Smugunni.

Ævar Rafn Kjartansson, 5.12.2008 kl. 14:17

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ósjálfstætt fólk veikir allt sem það kemur nálægt - afstöðuleysi þess og hringlandaháttur grefur undan siðferðinu. Ósjálfstæði og  meðvirkni eru meinsemdir í íslensku samfélagi.

Amen.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.12.2008 kl. 14:39

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Góður Bjarni.

Með kveðju,

BF

Baldur Fjölnisson, 5.12.2008 kl. 19:01

11 identicon

Það er stór galli við kosningakerfið að það er eitt atkvæði per kjósanda. Þetta gengur upp þegar kjósa skal flokka en þegar maður ætlar að kjósa einstaklinga þá þarf maður að geta raðað upp einhvers konar óskastjórn. Það þýðir fleiri atkvæði. Nú er það spurning hvort skrýlnum sé treystandi til þess! Ætli meðal alþingismaður í dag nái upp í menntun og reynslu meðal Íslendings!!!

Einnig er augljós ókostur við núverandi fyrirkomulag að við erum að kjósa löggjafarsamkundu en við kjósendur höfum nákvæmlega EKKERT að segja um það hver stjórnar landinu. Jafnvel flokkar sem tapa miklu í kosningum geta orðið forkólfar við myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Það sagði eitt sinn við mig maður um það leiti sem kosningar fóru fram og ég var eitthvað að velta því fyrir mér hvern ég ætti að kjósa.

"Heldur þú; að ef við fengjum raunverulega að ráða einhverju að við myndum fá að kjósa?"

Ég skilaði auðu þá og hef skilað auðu síðan. Það eru mörg ár síðan það rann upp fyrir mér að þetta lýðræði sem við búum við er álíka úrkynjað og hestur með horn og hala.

Jón Páll Vilhelmsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband