Frá nútíma fasisma aftur til Maríu Magdalenu

litlastÍ jólatíđinni á bóksali vissulega ađ blogga um bćkur. Hefi enda náđ ađ hesthúsa einum 11 af jólabókunum og ţegar sagt frá nokkrum eins og hinni frábćru ćvisögu síra Hallgríms eftir Úlfar Ţormóđsson. Ennţá er hún best og merkust ţeirra sem ég hefi lesiđ nú í haust. Fćr einkunnina 8,8 sem er mjög hátt.

Fast á hćla henni kemur frábćr bók um fasisma okkar tíma, Litla stúlkan og sígarettan. Skyldulesning nú á tímum vaxandi sefjunar og heimsku. maria_magdalena

Önnur perla ţessara jóla er bók Ţórhalls Heimissonar um Maríu Magdalenu og hina áleitnu spurningu um ţađ hvort hún hafi veriđ vegastjarna eđa vćndiskona - nema hvorttveggja hafi veriđ. Frábćr lesning um sögu landsins helga, dýpkar biblíusögurnar og leiđir okkur međ afar skemmtilegum hćtti um myrka sögu gyđinga og frumkristninnar.

Langar svo í lokin ađ vekja hér athygli á tveimur frábćrum bókum, annarsvegar Leyndardómum sjávarins viđ Ísland eftir Jörund Svavarsson og Pálma Dungal. Ţar er ađ finna ómetanlegar ljósmyndir af lífríkinu viđ landiđ, lífríki sem afar fáir hafa bariđ augum.

Hin er myndskreytt útgáfa af Tímanum og vatninu međ myndum Sigurđar Ţóris Sigurđssonar listmálara. Látum Stein hafa orđiđ:

Sofa vćngbláar hálfnćtur
í ţakskeggi mánans,
koma mannstjörnur,
koma stjarnmenn,
koma syfjuđ vötn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guđrún Eiríksdóttir

Sćll Bjarni. Ţú stóđst ţig ágćtlega í morgunútvarpinu í morgun. Ţađ gerđi Jón reyndar líka, ţó ađ ég sé sammála ţér í ESB umrćđunni. Ţađ var fróđlegt ađ hlusta á ykkur og eins og oft áđur ţá voruđ ţiđ rétt ađ hitna ţegar ţiđ ţurftuđ ađ hćtta.

En mig langađi ađ spyrja ţig hvar ég geti nálgast umsagnir eđa ritdóma um bókina Litla stúlkan og sígarettan? Ţađ er eitthvađ viđ ţennan titil sem vekur hjá mér forvitni.

Helga Guđrún Eiríksdóttir, 10.12.2008 kl. 10:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband